Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Side 15
15 DV.'LAUGARDAGOR 7. JANUAR1984. Verk eftir Joan Miró, spænska listamanninn, sem lóst á jóladag. hefur verið komið fyrir sérlega hönnuöum þakgluggum sem eru eins konar „ljósgildrur”, eins og Sert orðaði það sjálfur. Þannig nýtist brennandi Miðjarðarhafs- sólin til upphafningar verkanna. En veggirnir taka líka þátt í gamninu því þeir eru einatt prýdd- ir hálfhuldum gluggum sem auk þess að veita birtu inn stuðla að eins konar bræðslu umhverfis og sýningarsalar. Utkoman verður því óljós tilfinning sýningargests- ins um úti- eða inniveru. Nema náttúrlega að hann fari að rigna.. Góðgætið í garðinum Eins og áður sagði takmarkast stofnunin ekki við bygginguna eina saman. Allt umhverfis er heljarmikill garður prýddur verkum ýmissa meiri háttar spá- manna eins og Alexander Cadler, en hreyfilist hans nýtur sín einkar vel undir beru lofti. Að ekki sé nú minnst á ef vind hreyfir örlítiö. Ekki þurfa verk spænska lista- mannsins Joan Míró (hann lést á jóladag sl., níræður aö aldri) vindsins við en sum þeirra. einkum hið litríka „Céramique”, hreinlega blómstra ef sólin skín. Til að gefa lesendum nokkra hugmynd um innihald stofnunar- innar skal nefna nokkur fremur þekkt nöfn manna eins og Matisse, Steinberg, Tal- Coat, Monroy og Zadkine auk fimmmenninganna fyrrnefndu og eru þó ýmsir ótald- ir. Verk þessara manna eru eins konar höfuðstóll stofnunarinnar. Auk þess hefur stofnunin gengist fyrir yfirlitssýningum á verkum ýmissa málara og jafnvel rit- höfunda. Þannig var það árið 1973 aö sett var upp sýning sem fjallaði um líf og starf franska rithöfund- arins André Mairaux. (Þegar þessar línur eru ritaðar er einmitt verið að lesa í íslenska útvarpinu meistaraverk Malraux, Hlutskipti manns.) Það var einmitt André Malraux, þá menningarráðherra, sem opnaði Maeght-stofnunina árið 1964 með eftirfarandi orðum: „Hér á þessum stað er glímt við nokkuð sem aldrei áður nefur verið reynt: að byggja upp heim þar sem nútimalist getur fundið sér stað og samsamast því ástandi sem hér áður var kallað yfirnátt- úrlegt.” Þótt hæpið sé að kalla aðsóknina að Maeght-stofnuninni yfirnátt- úrlega er þaö víst aö hún er stööug og mikil. Það staðfestir að fólk er smám saman að vakna til vitundar um aö aðdáun á Dela- eroix nægir ekki til skilnings á samtímalist. F.R.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.