Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1984, Page 19
DV. LlAUGAftDAGUR7.'JANUAR1984.
19
merki til styrktar StBS og þegar
glugginn á því var opnaður kom í ljós
vinningstala sem geröi þaö aö
verkum aö ég var ekki í rónni fyrr en
ég fékk sendan lampaskerm sem ég
sá strax aö var örugglega ekki það
mikils viröi aö þaö borgaöi sig aö
leggjast i drykkjuskap og kvennafar
vegnahans.
Nú er öldin önnur
Nú til dags þýöir víst ekki aö bjóða
fólki upp á lampaskerma í vinning,
utanlandsferð í hálfan mánuö og bíll
er þaö minnsta sem fólk getur
hugsað sér enda eru víst allir hættir
aö beygja sig eftir krónu þótt hún sé
alltaf að styrkja stööu sína aö sögn
þeirra sem vit hafa á rekstrarhalla
og erlendum lántökum.
En þótt hér séu mörg happdrætti
og stór veröur vort daglega lif víst
mesta happdrættið á þessu ári aö
sögn ráðamanna sem eru enn aö slá
niöur verðbólguna þótt þeir séu búnir
aö því og herma þetta eftir fiskveiöi-
flotanum sem mér er sagt að ætli
bráöum að fara aö veiða þorsk.
Eg hef alltaf dáUtið gaman af því
aö þegar ráöamenn þjóðarinnar tala
um eitthvaö sem fariö hefur úr-
skeiöis erum þaö viö Islendingar sem
berum sökina, viö höfum Ufaö um
efni fram, en þá sjaldan aö hægt er
aö tala um eitthvað jákvætt er þaö
ríkisstjórninni aö þakka, hún sló
niður veröbólguna.
Um dagúin las ég það í blaði að
laun fóUts í landinu heföu hækkaö
helmingi mrnná en sá kostnaöur sem
talinn er duga til aö framfleyta sér
og samt er hvorki lát á hnattferðum
né brennivínskaupum, það er helst
að sumh- neiti sér um að skipta um
bíl jafnoft nú og áöur.
Ef ég væri einn af ráöamönnum
þjóðarinnar myndi ég ekkert skilja í
þessu enda hlýtur þetta aö vera
næstum því óskiljanlegt úr því aö
ekki er búiö aö láta einhverja víra-
flækju reikna út hvernig þetta fær
staöist.
Stundum hefur mér þó dottið í hug
aö hver Islendingur eigi sinn sjóö
sem sé eins og ríkissjóöur, galtómur,
en eins og hann megi nota þennan
sjóö þegar í harðbakkann slær og
nauösynleg verkefni eru á döfinni,
sbr. Kröfluvirkjun og steinuUarverk-
smiöju sem mun víst geta á tíu árum
eða svo framleitt einangrun sem
dugar okkur til eiliföarnóns eða
lengur.
Eg þekkti líka einu sinni mann sem
var talinn eiga buxur sem voru
þeirrar náttúru aö í hvert sinn sem
hann stakk höndunum í vasana kom
hann upp meö peninga og ef marka
má framkvæmdir mannsins hefur
hann oftast nær veriö með hendur í
vösum.
En hvernig svo sem þessu er variö
ætla ég aö enda þennan þátt á vísu
sem kunningi minn einn heyröi
kveðna af álfum á nýársnótt.
Á árinu aö vanda vonum viö ÖU
aö veröi ekki mikil kreppa,
kátt veröi jafnan í koti og höll
og keypt geti allir jeppa.
Kveöja
Bcn. Ax.
AÐALFUNDUR
Vélstjórafélags Islands verður haldinn sunnudaginn 15.
janúar kl. 14.00 að Borgartúni 18.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Muniö eftir félagsskírteinum.
Stjórn Vélstjórafélags íslands.
Frá Fjölbrautaskóla
Suðurnesja — Vorönn 1984
Stundaskrár veröa afhentar mánudaginn 9. janúar 1984 kl.
10.00 gegn greiöslu pappírsgjalds kr. 500. Kennsla hefst skv.
stundaskrá þriðjudaginn 10. janúar. Nemendur öldungadeild-
ar mæti til viðtals mánudaginn 9. janúar kl. 18.00.
Skólameistari.
1. a7h2 2. a8=B!
Já, hann fær sér biskup, því aö nú
er 2. —hl=D hættulaust, því aö
hvítur er patt!
2. — Ba7+! 3.Kxa7hl=D
Nú hrósar svartur happi og bíður
eftir mátinu eftir 4. b8=D Dal+ 5.
Kb6 Db2+ 6. Ka7 Da3+ 7. Kb6 Db4+
8. Ka7 Da5+ 9. Kb7 Be4 mát.
4. b8=R+!
Og nú fær hann sér riddara! Enn á
hann þó eftir aö glíma viö einn frels-
ingja.
4. — Kd8 5. Bxhl Ba4 6. Bc6! c2 7.
Bxa4 cl=D 8. Rc6+ Kc8 9. Re7+ Kd8
10. Rc6+ og svartur getur ekki
unnið.
7.0. Duras 1933
Stöðumynd 7 —
Hvítur ieikur og vinnur.
Þessi er fræg og hefur eflaust
komið mörgum kunnuglega fyrir
sjónir.
1. Hg6! Hf8 2. He6! Ba5 3. He7 Bd8 4.
He8! Hh8 5. Hg8! Hxg8 6. fxg8=B!
Að sjálfsögöu fær hann sér ekki
drottningu, því aö þá væri svartur
patt. Nú er hann hins vegar óverj-
andi mát (7. Bd5 mát) í næsta leik.
8. Liburkin 1946
a b c d e f q h
Stöðumynd 8 —
Hvítur leikur og heldur jöfnu.
1. Re3 Hd3 2. Kc2! Hxe3 3. Rd8!!
Og svartur getur ekki unnið! Leiki
hann kóngnum (t.d. 3. — Kb8) kemur
4. Kd2 He4 5. Kd3 Hel 6. Kd2 meö
jafntefli, því aö — He5? er svarað
meö riddaragaffli. Og ef e-peðið
fellur er staðan auövitaö jafntefli.
3. — He2+ 4. Kd3 Hel 5. Kd2 He4 6.
Kd3 He5 7. Kc3! Hc5+ 8. Kb4! He5 9.
Kc3 og staðan er jafntefli.
9. Birnovl947
abcdefgh
Stöðumynd 9 —
Hvitur leikur og vinnur.
1. Ha7+ Kb8 2. a8=R+! Ka6 Rc7+
Ka5
Ef 3. — Ka/b7, þá 4. Re6+ og síðan
5. Hgl. Ef 3. - Kb6, þá 4. Rd5+ Ka6
5. Rb4+ og c-peðið fellur.
4. Hbl Bg5! 5. Hxg5+d5+!«. Hxd5+
Ka4
Ef 6. - Kb6 7. Hb5+ Kxc7 8. Hc5+
og vinnur. Nú getur hvítur ekki átt
við e-peðið, en hann spinnur mátnet.
7. Rb5! cl=D+ 8. Rc3+ Ka3 9. Ha5+
Kb210. Ha2 mát!
abcdefgh
Stöðumynd 10 —
Hvítur leikur og vinnur.
Höfund veit ég ekki að þessari
þraut, en hana sá ég í Júgóslavíu í
sumar. Hún er einkar lagleg. Báöum
riddurunum þarf hvítur aö bjarga ef
hann ætlar aö vinna.
1. Rd6 He7+2. Kf2He6
Ekki 2. — gxh3, vegna 3. Hal+ Kb6
4. Rc8+ og hrókurinn fellur. Nú hót-
ar svartur enn báðum riddurunum.
3. Hal+ Kb6 4. Rc4+ Kc5 5. Rf4 Hf6
Hvaö nú? Báðir riddararnir í upp-
námi.
6. Re5!! Hxf4 7. Ke3!
Þótt ótrúlegt sé, á svarti hrókurinn
sér engrar undankomu auðið vegna
riddaragaffals.
7. — Hf5 8. Ke4! Hg5 (eða h5) 9.
Ha5+
Og hvert sem kóngurinn fer,
kemur riddaraskák og síðan 11. Hxg5
(eöa h5). Hvítur vinnur.
Sveit: Stig:
1. Sv. Stefáns Jónssonar, en auk hans spiluðu
þeir Einar Jónsson, Kolbeinn Pálsson,
Elías Guömundsson, Hjálmtýr Baldursson
og Alfreð Alfreðsson 173
2. Karls Hermannssonar 134
3. Haralds Brynjólfss. 125
4. Grethe Iversen 116
5. Sig. Brynjólfss. 112
6. EinarsBaxter 97
Sveit Stefáns vann yfirburðarsigur í
mótinu, tapaöi aöeins einum leik fyrir
sveit Sigurðar Steindórssonar.
Aðalfundur Bridgefélags Suöurnesja
veröur fimmtudaginn 5. jan. 1984 og
eru félagar alvarlega áminntir um aö
mæta stundvíslega. Æsispennandi
spilamennska verður aö fundi loknum.
Bridgedeild Skagfirðinga
Þriöjudaginn 3. janúar mættu sextán
pör til leiks og spiluöu tvímenning í ein-
um riöli. Hæstu skor hlutu þessi pör:
Guðni Kolbeinsson — SUg:
MagnúsTorfason Oli Andreason — 272
Sigrún Pétursd. I.ilja Jónsd.— 238
Stefán Gunnarsson Bergurlsleifsson — 233
Guðjón Sigurðsson Björn Hermannsson — 231
Lárus Hermannsson 226
Næstu tvo þriöjudaga veröur spilað-
ur tvímenningur en síöan hefst aðal-
sveitakeppni deildarinnar 24. jan. 1984.
Svör
við
get-
raun
3. Þetta er leiðin og það er leyfi-
legt að fara yfir þrjár línur.
1. Þeir eru27 talsins.
2.
1
1
/j
i ' ?
4.
5. Línurnar eru nákvæmlega
jafnlangar.
6. vi-n=rv
F.h. Vegagerðar ríkisins er óskaðeftir tilboðum í 2 mulnings-
vélar, festivagn með olíutank og skúr, verkfæraskúr á hjólum,
ýmsa fylgihluti og ónotaða varahluti í vélarnar.
Mulningsvélarnar eru af gerðinni Universal 1830 forbrjótur og
Universal 880 með kjálka og rúllubrjót, báðar af árgerð 1966.
Tækin veröa til sýnis væntanlegum bjóðendum á athafnasvæði
Vegagerðar ríkisins við Grafarvog í Reykjavík.
Allar nánari upplýsingar um tækin og greiðslukjör verða veitt-
ar hjá véladeild Vegagerðar ríkisins í Reykjavík.
Tilboðum skal skila til Innkaupastofnunar ríkisins eigi síöar
en kl. 11:00 f.h. föstudaginn 20. janúar nk. og verða þau þá
opnuð í viðurvist viðstaddra bjóöenda.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
INNRITUN í ALMENNA
FLOKKA
fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, þriðjudag
og miðvikudag kl. 17—21.
Kennslugjald greiðist við innritun.
INIURITUIU í PRÓFADEILDIR
grunnskóladeildir, forskóla sjúkraliða og fram-
haldsskólastig fer fram mánudaginn 9. janúar og
þriðjudaginn 10. janúar kl. 17—21.
Ath.: 3. önn forskóla sjúkraliða, mætið til náms
mánudaginn 9. janúar kl. 18.30.
Styrkir til Noregsfarar
Stjóm sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir
umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða 1984.
Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur sjóðsins „aö auðvelda
Islendingum að feröast til Noregs. I þessu skyni skal veita
viðurkenndum félögum, samtökum og skipulögðum hópum
ferðastyrki til Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna
t.d. meö þátttöku í mótum, ráðstefnum eða kynnisferðum,
sem efnt er til á tvíhliða grundvelli, þ.e.a.s. ekki eru veittir
styrkir til þátttöku í samnorrænum mótum, sem haldin eru til
skiptis á Norðurlöndunum. Ekki skal úthlutað ferðastyrkjum
til einstaklinga eða þeirra sem eru styrkhæfir af öðrum
aðilum.”
I skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að
veita styrki, sem renna til beins ferðakostnaðar, en um-
sækjendur sjálfir beri dvalarkostnað í Noregi.
Hér með er auglýst eftir umsóknum frá þeim aðilum, sem
uppfylla framangreind skilyrði. I umsókn skal getið um
hvenær ferð verður farin, fjölda þátttakenda og tilgang far-
arinnar. Auk þess skal tilgreina þá upphæð, sem farið er fram
á.
Umsóknir óskast sendar til stjórnar sjóðsins, Forsætis-
ráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu, Reykjavík, fyrir 1. febrúar
1984.