Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Síða 16
16 DV. LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR1984. DV fylgist með Ungfrú Evrópu-keppninni í Austur- ríki: Ævintýraleg auglýsing ? Tyrkland vann Ungfrú Danmörk dettur niður tröppur á Myndir Þó. G. æfingu. Engin slys urðu á mönnum. Kynnirinn í keppninni Hver sem það var sem lét sér detta í hug fyrir tæpum fjórum áratugum að halda eina fyrstu Ungfrú Evrópu- keppnina hlýtur að hafa verið fjár- málasnillingur á borð við Ford og Tjæreborg. Hugmyndin er snilldarleg og varla annað hægt en að græða á henni. Það er í raun tvennt sem fyrir- tækið sem á keppnina þarf aðgera; út- vega stúlkur og einhverja til að borga brúsann. Til að ná í fegurðardisir frá hinum mismunandi löndum voru í upphafi sett upp að mestu leyti sjálf- stæð fyrirtæki í viðkomandi löndum. Þessi fyrirtæki sjá um að velja ungfrú landsins og senda hana síðan í al- þjóðlegu keppnina. Þetta er al- þjóðleg'a fyrirtækinu nokkum veginn að kostnaöarlausu. Að minnsta kosti fá stúlkumar ekkert fyrir sinn snúð. Fyrir þær er tilhugsunin um hið alþjóðlega kastljós sem muni skina á þær nóg laun erfiðisins, aö ekki sé talað um heiðurinn komist þær eitt- hvaö áfram. Og svo er þetta jú 10 daga ókeypis lúxusreisa. Að minnsta kosti f jómm mánuðum fyrir keppnina þarf að finna „sponsor”, það er einhvem til að borga fyrir þetta allt og sjá að ein- hverju leyti um skipulagninguna á keppnisstaðnum. Fyrir Ungfrú Evrópu-keppnina að þessu sinni var það Grand Hotel de l’Europe og Badgastein-bær sem sáu um keppnishaldið. Grand Hotel er íburðar- mikiö hótel í Badgastein, lúxus feröa- mannaparadís í austurrísku Olpunum. Sjónvarpssýning Það sem bærinn og hóteliö fá út úr þessu er auövitað auglýsingin. Bara þaö að í fréttum frá keppninni kann að vera tekið fram hvar hún fór fram er í sjálfu sér gifurleg auglýsing. En mesta auglýsingagildið hefur þó sjónvarps- þátturinn sem gerður er vegna keppninnar og sýndur er um alla Evrópu ef vel tekst til. Þegar þetta er skrifaö er enn ekki ljóst hve margar sjónvarpsstöðvar munu kaupa þáttinn frá Badgastein. En við framkvæmd og undirbúning •keppninnar, sem fréttaritari DV hefur fylgst með í um fimm daga, var það greinilega sjónvarpsþátturinn sem öllu máli skipti. Sjónvarpið var ekki bara að fylgjast með viðburðinum, heldur var viðburðurinn skapaður fyrir sjónvarpsupptökuna. Þegar farið var með stúlkumar ferð á hestvögnum líktist atburðurinn einna helst upptöku á sjónvarpsleikriti þar sem atriöin eru tekin upp aftur og aftur. 1 þetta sinn þangað til stúlkurnar litu nógu hressilega út og franska leikkonan, sem kynnti sýninguna, fór rétt með handritiö. Það sama gerðist á fegurðar- sýningunni sjálfri, og sjónvarpið „átti” kvöldið. Greifar og aðrir höfðingjar, sem komnir voru víðs veg- ar að úr Austurríki og Þýskalandi, urðu að litlu ööru en klappliði í litlum sjónvarpssal sem ráðstefnusalurinn í Badgastein var gerður að. Var greinilegt að fína fólkinu fannst sér talsvert misboðið. Auglýsingar fyrir ferðamannastaði Það er , Mondial Events Organisation, með höfuðstöðvar í París, sem sér um Ungfrú Evrópu- keppnina, og reyndar Miss Young Intemational keppnina einnig. Þaö eru aðrir sem eiga Miss World og Miss Universe, en þegar þær keppnir vom settar upp fimm til sex árum á eftir Evrópukeppninni voru eigendur Ungfrú Evrópu-keppninnar fengnir til að útvega stúlkur í þær. Það virðist því vera aðalviðfangsefni Mondial Events Organisation að útvega stúlkur til að taka þátt í alþjóðlegum feguröarsam- keppnum sem síðan em notaðar sem mjög árangursríkur auglýsingamiðill fyrir feröamannastaöi víðs vegar um heim. Erfitt lúxuslíf Þessir 10 dagar sem fegurðardísirn- ar dvelja ytra eru annars vegar hreint púl og erfiðisvinna og hins vegar ótrú- legt ævintýri. Dagskráin er skipulögö frá um 7.30 á morgnana til miönættis eða lengur oft á tíöum. Það em myndatökur, skoðunarferðir, kokkteil- boð og málsverðir sem gleypa timann í sig svo stúlkunum finnst þær stundum hafa lítinn tima til aö njóta ævintýrs- ins. Á tímabili var íslenski keppand- inn, Kristín Ingvadóttir, komin á fremsta hlunn með að taka næstu vél heim. Þetta sagði hún eftir um fjög- urra daga dvöl í Austurríki. Þegar á leið og dagskráin farin að verða að rút- ínu, frítímarnir orðnir aðeins fleiri og hún tekin að kynnast fólki betur, breytti hún afstöðu sinni og sagðist ekki viljahættavið ferðina fyrir nokk- urn hlut. Aðspurð hvort þetta væri ekki bara gripasýningsvaraðiKristín: „Djöfuls vitleysa er þetta í þér. Þetta gefur fer- lega mikla möguleika. Maöur kynnist svo mörgu fólki. Ég vildi alls ekki hætta við þetta. Við ætlum að skrifast á, stúlkurnar, senda hver annarri hluti og gera fleira slíkt. Það er bara gaman að vera héma. Eg myndi gera þetta aftur, jafnvel þó þetta sé alveg ferlega lýjandi. Eg hugsa að ég sofi í viku eftir að ég kem heim.” Kristin lýsti venjulegum degi þannig aö hann hæfist um klukkan 7.30 og þá væri farið að snyrta sig. Síöan væri morgunmatur um 8.30 og eftir hann tækju við skoöunarferðir eöa eitt- hvaðslíkt. Eftir hádegismat væri fariö að æfa fyrir sýninguna, en það var franskur sviðsetjari sem sá um svið- setninguna fyrir keppniskvöldið. Loks væri matur seint um kvöldið og farið að sofa um miðnætti eöa hálfeitt. Svefntími væri yfirleitt um sjö tímar. Rifrildi við þjálfara Einn daginn lenti Kristín í rifrildi við þjálfarann sem var frönsk járn- dama. Sú franska jós yfir hana skömmunum þegar Kristín gerði eitt- hvað sem henni líkaði ekki. Skamm- irnar voru á frönsku og Kristín skildi ekki neitt. „Mér fannst þetta vitlaust sem hún vildi að ég gerði og ég sagði henni það í gegnum túlk,” sagði Kristín seinna. Litla táín og öskubakkinn I upphafi feröarinnar meiddi Kristín sig á fæti og gekk um tíma haltrandi. ,,Ég var að hlaupa í lyftuna á Hótel Hilton í Vín, datt kylliflöt og rak litlu tána í öskubakkann.” Á lokaæfingunni var Kristín með bundiö inn fótinn en fyrir keppnina lét hún deyfa tána. Þrátt fyrir meiðslin virtist allt ganga velá sýningunni. I fyrstu ætluðu keppnishaldararnir ekki að vilja borga læknisskoðun fyrir hana daginn fyrir keppnina, en þegar Kristín sagðist þá ekkert mundu leita til læknis létu þeir undan og lofuöu að borga. Ungfrú Tyrkland sigurstrang- legust Þegar stelpurnar voru spurðar hver þær héldu að myndi vinna keppnina sögðu þærávallt: „Ungfrú Tyrkland.” Hún þótti hafa línumar í allra besta lagi (88—58—88) og undurfrítt andlit. Svo fór líka að það var hún sem var valin ungfrúEvrópa 1984. Sjálfar virtust stúlkurnar ekkert óhemju stressaðar yfir því hvort þær ynnu keppnina. „Okkur er alveg ná- kvæmlega sama hvort við vinnum eða ekki,” sagði Kristín daginn fyrir keppnina. Sérstaklega virtist þaö eiga við um stúlkurnar frá Norðurlöndun- um, sem héldu nokkuö hópinn og voru eilítið frjálslegri en flestar, en ekki all- ar, hinar. Keppniskvöldið var spenn- ingurinn þó tekinn aö gera vart við sig. Kristín var í vondu skapi vegna táar- innar og hinar stelpurnar eitthvað fjarlægari en venjulega. Um kvöldið, í hléi milli atriða, sat ungfrú Svíþjóð í djúpum þönkum fyrir aftan svið og sagði — kannski jafnmikið við sjálfa sig og við mig — : „Ef ég gæti bara orðið ein af þessum tíu sem valdar eru úr fyrst, þá yrði það alveg nóg fyrir mig.” Húnnáðisíðanekkisvolangt. Margar vilja til Parísar Að sögn einkaritara þess sem á Mondial Events Organisation er tals- vert um að þátttakendumir leiti til þeirra í París og þau geri þá það sem þau geta til að útvega stúlkunum fyrir- sætustörf. Og það eru kannski slík sambönd sem stúlkunum þykir einna mikilvægasta atriðið í þessu öllu sam- an. Eins og Kristin em þær flestar fyrirsætur og sýningarstúlkur í sinum heimalöndum og sambönd í París eru ekkiáhverjustrái. -ÞóG, Badgastein, Austurríki. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.