Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Page 25
DV. MANUDAGUR 5. MARS1984.
25
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþrótti
sigur í fyrri leiknum í Frakklandi.
Sigur og tap gegn Frökkum í Frakklandi:
Glæsisending Alfreðs
inn á línuna til Bjama
— tryggði íslendingum sigur 23-22 þegar 15 sek. voru til leiksloka
„Fyrri leikurinn var mun
betri af okkar hálfu og það
var gaman verða vitni að
íslenskum sigri,” sagði
Karl Harry Sigurðsson,
fararstjóri íslenska lands-
liðsins í handknattleik, sem
nú er á keppnisferðalagi í
Frakklandi. Um helgina
léku þjóðirnar tvívegis.
1 fyrri leiknum sigraöi íslenska liöið
með eins marks mun 23—22 en í gær
tapaði íslenska landsliöiö hins vegar
nokkuö illa 24—21 eftir aö staðan í leik-
hléi hafði verið 10—14 Frökkum í vil.
Bjarni skoraði
sigurmarkið
Sigur Islands í fyrri leiknum hékk á
bláþræði. Bjami Guðmundsson skor-
aði sigurmarkið þegar 15 sekúndur
voru til leiksloka eftir að hafa fengið
snjalla línusendingu frá Alfreð
Gíslasyni. Bjarni var fljótur að átta sig
á hlutunum og afgreiddi knöttinn af
öryggi í netinu hjá Frökkunum.
Mörkin fyrir Island: Kristján Arason
7, Páll Olafsson 6, Alfreð Gíslason 4,
Jakob Sigurðsson 3, Bjarni Guðmunds-
son 2, og Þorbjörn Jensson skoraöi eitt
mark.
„Vantar meiri
baráttu í strákana"
„Strákarnir geta gert mun betur en
þeir gerðu hér í Evrópu í dag. Það var
eins og vantaði baráttu í liðið. Frakk-
arnir unnu 21—24 og léku mun betur en
í fyrri leiknum. Léku fastar og voru
mun ákveðnari,” sagði Karl Harry.
Leikurinn í gær var tvískiptur. Fyrri
hálfleikur var mjög slakur og þá
einkum og sér í lagi vörnin. En í síðari
hálfleik skánaði leikur íslenska liðsins
nokkuð og eftir að staöan í leikhléi
hafði verið 10—4 Frökkum í vil náði
íslenska liðið að jafna leikinn á fyrstu
sjö mínútum síðari hálfleiks og staðan
orðin 15—15. Jafnt var síðan á öllum
tölum þar til að íslenska liðið komst
yfir 20—19 en þá misnotaði Kristján
Arason vítakast, skaut í stöng þegar
tæpar 10 mínútur voru til leiksloka.
Eftir þetta leiðindaatvik hrundi leikur
íslenska liðsins og þriggja marka tap
var staðreynd í lokin.
Mörk Islands: Kristján Arason 8 (2v.),
Páll 3, Bjami 2, Alfreð 2(1), Jakob 3,
Steinar 2 og Þorbjörn skoraði eitt
mark.
Að sögn Karls Harrys voru dómarar í
leiknum í gær frá Sviss og var frammi-
staöa þeirra fyrir neðan allar hellur.
Sérstaklega fékk hinn prúði leikmaður
úr Val, Jakob Sigurðsson, aö kenna á
vitlausum dómum þeirra. Honum var
vísað þrisvar af leikvelli og útilokaður
úr leiknum. -SK
fyrirliðastöðuna
I Kristján Arason, stórskytta úr
■ FH, fór fram á það við Bogdan
I landsliðsþjálfara í handknattleik
I að hann veldi annan leikmann til
I þess að taka við fyrirliðastöðunni
| sem Kristján hefur gegntínokkum
tíma. Bogdan varð viö þessari
beiðni Kristjáns og hefur Þorbjöra
Jensson tekið við fyrirliðastöðunni
í íslenska landsliðinu. Mun ástæðan
fyrir beiðni Kristjáns fyrst og
fremst vera sú að sú ábyrgð sem
þvi fylgir að vera fyrirliði dró úr
I getu Kristjáns á leikvellinum og
það er hlutur sem ekki má eiga sér
| stað hjá landsliði vom í handknatt-
|Jeik. ^ -SK.
Kristján Arason.
ergs
skalla
jöfnunarmark
ano
Magnús Bergs — skoraði sitt annað
mark á Spáni.
Johnson
sigraði
— í brunkeppni í Aspen
Bandaríkjamaðurinn BUl Johnson, sem
varð ólympíumeistari í brunl i Sarajevo, varð
sigurvegari í stórsvigskeppni heimsblkar-
keppninnar í Aspen í Bandaríkjunum í gær.
Þar vann hann sinn annan sigur í bruni í
heimsbikarkeppninni — vann fyrst í Wengen í
Sviss sl. janúar. Johnson fékk timann 1:49,60
min. og í næstu sætum voru Austurríkismenn-
irnir Anton Steiner (1:49,85) og Helmut
Hoeflehncr.
-SOS
Keflvíkingar
fallnir
— Haukar
faraí úrslitin
— Haukar unnu Kef Ivíkinga 84-82
Haukar tryggðu sér rétt til að leika í 4-liða úrslitum á
Islandsmótinu í körfuknattleik með því að sigra Kefla-
vík 84—82 í úrvalsdeildinni í gær. Leikið var í Hafnar-
firði og staðan í leikhléi var 42—41 Keflavík í vil. Kefla-
vík fellur í 1. deild og leikur ekki í úrvalsdeildinni næsta
vetur. Keflvíkingar vom reyndar fallnir í 1. deild eftur
að ÍR vann Val á laugardag.
I leiknum í Hafnarfiröi skoraöi Pálmar mest fyrir
Hauka að venju, 28 stig, en Þorsteinn Bjarnason
skoraði 21 stig fyrir Keflavík.
Það er því ljóst að það verða Valur, Haukar, KR og
Njarðvík sem leika til úrslita um Islandsmeistaratitil-
inn í körfuknattleik. IR missti af lestinni með þessum
sigri Hauka á Keflavík og fellur ekki, siglir lygnan sjó.
-SK
ÍS marði Víking
Stúdentar voru heppnir að sleppa undan grimmum Vikingum í 1.
deild karla í blaki um heigina. 1S marði 3—2 figur og losnaöi þar
með við falldrauginn.
Víkingar byrjuðu vel með 15—5 og 16—14 sigrum. Stúdentar vökn-
uðu í þriðju hrinu og unnu þrjár síðustu hrinurnar; 15—6,15—4 og
15-11.
Islandsmeistarar Þróttar áttu ekki í erfiðleikum með Fram,
sigruðu3—0; 15—3,15—9og 15—11.
1 kvennablakinu gerðust þau tíðindi að Víkingur vann sinn fyrsta
sigur í tvö ár. Víkingsstúlkurnar sigruðu KA 3—2 á laugardag. KA-
liðið haf ði kvöldið áður sigrað Þrótt 3—2.
12. deild karla vann Samhygð 3—0 sigur á B-liði HK. Fyrir norðan
vann Reynivík 3—0 sigur á B-liöi KA. I bikarkeppninni vann A-lið
KA 3—1 sigur yfir Sundf élaginu Oðni.
-KMU.
Íþróttir
Iþróttir