Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1984, Síða 11
DtukÁWú^ÁÓÚÍtYMÁfe'sfÍ984''
ff
„Sjáum aldrei peninga
í þessu starfi”
— segir Eiríkur Guðnason, nýr forstöðumaður hagdeildar Seðlabankans
Eiríkur Guðnason viðskipta-
fræðingur tók við starfi forstöðumanns
hagdeildar Seðlabankans þann 1. mars
síðastliðinn. Hann var spurður hvernig
honum litist á nýju stööuna.
,,Mér líst vel á hana,” sagði hann.
,,Eg þekkti deildina vel og hef unnið
hér nokkuð lengi, eða síðan í júní
1969.”
Hagdeildin annast m.a. skýrslu-
söfnun og skýrslugerð um peningamál
og lánamál, svo og rannsóknir sem því
tengjast. Sem forstöðumaður verður
Eiríkur tengiliður á milli deildarinnar
og bankastjórnarinnar. En verður
starf hans þá eingöngu stjómunarlegs
eðlis?
,,Eg vonast til aö geta verið eitthvað
sjálfur í skýrslugerð, kannski ekki ít-
arlegum rannsóknum en sem sam-
starfsaðili. Og ég vonast til að hafa
tímatil aðskrifa.”
— Er þessi skýrslugerö
skemmtileg?
„Bæði og. Auðvitað væri maöur ekki
í þessu ef manni leiddist mikið. Það er
margt fróðlegt sem sést í gögnunum
sem viö söfnum og stundum gerast
spennandi hlutir.”
— Er gaman að hugsa um peninga
allandaginn?
„Maður hugsar kannski ekki um
peninga daginn út og inn þó að maður
vinni hér. Við sjáum aldrei peninga í
þessu starfi, bara tölurnar. ”
— Er þá ekki „frústrerandi” að sjá
aldrei neitt nema tölumar?
,,Eg held að enginn geri kröfur til
þess að sjá neitt í líkingu við þessar
tölur í seðlabúntum. En þaö er ekki
hægt að neita því aö stundum er, ,frúst-
rerandi” aðsjáþessartölur.”
Eiríkur útskrifaðist úr Háskóla
Islands árið 1970, eða ári eftir að hann
hóf störf í Seðlabankanmn. Hann var
spurður hvort þetta þýddi að það væri
gottaðvinnaþar.
„Já, ég er mjög ánægöur. Eg þekki
best mína deild og hér er mjög góður
vinnuandi.”
— Hefðirðu ekki gott af því að breyta
aðeins um umhverfi?
„Eg vil ekkert útiloka það. Það getur
vel verið að ég hefði gott af því og það
getur komið að því að fleiri hefðu gott
af því. En eins og er líkar mér nægi-
lega vel til að halda áfram og ég vona
að öðrum líki það einnig nægilega vel,”
sagði Eiríkur Guönason.
Eiríkur er kvæntur Þorgerði Láru
Guðfinnsdóttur og þau eiga 4 börn.
-GB
„Ég held að enginn gerí kröfur til að sjá neitt i likingu við þessar tölur i
seðlabúntum," segir Eirikur Guðnason, forstöðumaður hagdeildar Seðla-
bankans. DV-myndEÓ
fáir standast
SMIÐJUVEGI 9 - SÍMI 43500
Hönnuður Pétur B. Lúthersson