Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1984, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1984, Page 1
Niðurstöður skoðanakönnunar DV: Ríkisstjórnin hefur mjög aukiö fylgi sitt síðan DV gerði skoðana- könnun á fylgi hennar í október síöastliðnum, samkvæmt niður- stööum könnunar DV um síðustu helgi. Af öllu úrtakinu í skoðana- könnuninni nú sögðust 56,8% fylgja ríkisstjórninni, 17,2% kváðust andvíg ríkisstjórninni, 21,5% voru óákveðin og 4,5% vildu ekki svara þessari spurningu. Fylgi ríkisstjórnarinnar var í október síðastliönum 48,2% af öllu úrtakinu í könnuninni þá. 27,7% voru þá andvíg stjórninni, 20,7% óákveðin í afstööu til hennar og 3,5% vildu ekki svara. Af þeim sem taka afstööu í skoðanakönnuninni nú styðja 76,8% ríkisstjórnina en 23,2% eru henni andvíg. -HH — sjá nánar um niðurstöður og viðbrögð st jórnmálaforingja á bls. 4-5 Matthildingar rifja upp samstarf- ið sem lauk fyrir tíu árum - fegrunaraðgerðir í Japan - Jónas Kristjánsson skrifar um matsölustaði - skákmótið í Grindavík - Breiðsíðan - Isa- bella Rossellini - Furðuheimar tunglanna - Sælkerasíða - öskudagur á Akureyri - heim- sókn í klósettpappírsverksmiðju - kútmagakvöld lionsklúbba - Thomas Dolby í helgarpoppi Rætt við Eggert Haukdal alþingismann um deilu hans og Páls Pálssonar, prests á Bergþórshvoli, ogfleira

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.