Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1984, Qupperneq 2
2
DV. LAUGARDAGUR10. MARS1984.
__ Minnihlutaf lokkarnir á Alþingi um f járlagagötin:
EFAST UM AÐ VAND-
INN SÉ SVONA MIKILL
Talsmenn minnihlutaflokkanna á
Alþingi draga þaö í efa að götin í fjár-
lögunum séu eins stór og fjármála-
ráöherra heldur fram. Þeir eru jafn-
framt reiðubúnir til þess aö leggja
fram tillögur um aukinn spamaö og
auknar tekjur til þess að loka þeim
götum sem endanlega þarf að loka.
Kjartan Jóhannsson, formaöur
Alþýöuflokksins, sagöi á Alþingi í
fyrradag aö í stórum dráttum mætti
hugsa sér aö skipta úrlausninni í
þrennt. Spara upp í þriöjunginn af
þeim tveim milljöröum sem talað væri
um, ná inn nýjum tekjum upp í annan
þriöjung og fresta síöasta þriðjungn-
um f ram á næsta ár.
Kristín Halldórsdóttir, þingmaöur
Kvennaiistans, sagöi í samtali viö DV
aö gaman væri aö hafa töfraformúlur
og slá sérfræöingunum viö þegar spurt
væri eins og blaöiö geröi hvernig ætti
aðlokagötunum.
Hún sagðist ekki hafa slíkar lausnir
á boröinu. ,,Og þeirra þarf ekki endi-
lega meö,” sagöi Kristín, „vandinn er
ekki nýr og ekki víst aö hann sé svona
mikill. Albert talar um viövörun.”
Um sparnaö sagöi hún aö honum
mætti vafalaust koma við víöa. I yfir-
stjórn ráðuneyta og ríkisstofnana, meö
lækkun og afnámi útflutningsbóta,
meö því aö bíöa meö flugstöðina í
Keflavík svo dæmi væru nefnd. Þá
sagði hún alveg óeðlilegt aö Seölabank-
inn græddi stórlega í dráttarvöxtum
vegna báginda ríkissjóðs. Loks nefndi
Kristín vannýttan tekjulið sem væri aö
uppræta skattsvik í fullri alvöru. Yms-
ir teldu hundruö milljóna ef ekki
milljaröa fara fram hjá ríkiskassan-
um.
I samtali við Ragnar Amalds, for-
mann þingflokks Alþýðubandalagsins,
benti hann fyrst á að meö aðgeröum
sínum í fyrrasumar hefði ríkistjórnin
kallaö yfir sig 800 milljónir af þeim
1.260 milljóna króna halla á greiðslu-
stööu ríkissjóös sem fram heföi komið
um áramótin. „Þennan vanda bjó
ríkisstjómin til sjálf og hann endur-
tekur sig í ár, svo einfalt er það,” sagöi
Ragnar. Hann sagðist aö vísu draga
mjög í efa aö rekstrarstaöa ríkissjóðs
yröi meö þessum hætti þegar uppgjör
lægi fyrir. Vandinn væri því líklega
minni í rauninni en látið væri í veðri
vaka.
Ragnar benti á aö auðvelt væri aö
fella niður framlag til flugstöðvar-
innar í Keflavík. Þá væri sjálfsagt að
hætta við skattalækkanir fyrir stór-
eignamenn og fyrir verslunina. Og
jafnsjálfsagt væri aö taka á ný upp
skatt áskemmtiferðirtilútlanda.
Ekki náöist samband við neinn tals-
mann Bandalags jafnaöarmanna til
þess a ö skýra viöhorf þess.
HERB
Þær voru kampakátar, þær Sigriður Kristinsdóttir og Jóhanna Óskarsdóttir, þegar Ijósmyndari DV
smellti af þeim þessari mynd i fyrrakvöld. Ástæðan var sú að þær höfðu unnið Skoda-bifreið i bingói
sem Neskirkja efndi til í Sigtúni þetta sama kvöld. Hér sjást þær stöllur Sigriður (t.v.l og Jóhanna við
splunkunýjan farkostinn. Bingóið var fjölsótt. DV-mynd: Bj. Bj.
AÐSÓKN EYKST AÐ HRAFNINUM
„Aðsókn aö Hrafninn flýgur fór hægt
af stað en hefur aukist jafnt og þétt því
aö myndin spyrst mjög vel út hjá al-
rnenningi. Þeir sem sjá myndir og era
ánægðir meö þær eru oft besta aug-
lýsingin, því sjaldan lýgur almanna-
rómur,” sagöi Hrafn Gunnlaugsson,
leikstjóri myndarinnar.
Aö sögn Háskólabíós hefur aösóknin
verið mjög mikil síöustu daga og aldrei
meiri en um síðustu helgi. „Gagn-
rýnendur hafa veitt myndinni einróma
lof,” sagöi Hrafn m.a. og að móttökur
á myndinni á Berlínarhátíðinni hafi
veriö mjög góöar og hafi tekist
samningar um að dreifa henni víöa um
lönd.
Myndin hefur nú veriö sýnd i um
fimm vikur i Háskólabíói og eru
sýningargestir orönir um 20 þúsund.
Um aðra helgi veröur myndin flutt í
Nýja bíó og fara því að verða síðustu
forvöð fyrir almenning að sjá hana í
Háskólabíói.
A fimmtudag var myndin sýnd á
Eskifirði.
-HÞ.
Finnar bjóða blaðamönnum
flokksblaðanna í heimsókn:
Einnig Finnar
telja DV vera
óháö dagblað
„Það er rétt, finnska utanríkis-
ríöuneytið bauö blaöamönnum frá
fjórum íslenskum dagblööum til
Finnlands, en DV var ekki haft meö
vegna þess að DV er ekki pólitískt
blað,” sagöi Ariel Rimon sendiráös-
ritari í samtali viö DV.
Tilefni samtalsins var ofangreint
boö finnska utanríkisráðuneytisins
til fjögurra blaðamanna af
Tímanum, Þjóðviljanum, Alþýöu-
blaöinu og Morgunblaöinu til Finn-
lands vegna ferðar forseta Islands
þangaö í apríl. Sá háttur hefur oft
verið hafður á, af hálfu erlendra
ríkja, að bjóöa íslenskum blaöa-
mönnum í kynnisferöir á undan for-
setaheimsóknum til að kynna land og
þjóö.
DV hefur sem óháö blað meöal
annars haft þá sérstööu í kerfinu á
Islandi aö taka hvorki krónu af þrett-
án milljón króna greiöslum ríkisins
af fjárlögum til flokkspólitískra
blaöa, né af þriggja miiljón króna
greiöslum þess af heimildar-
ákvæðum fjárlaga til sömu nota.
Hafa DV-menn veriö ánægöir meö
þessa viðurkenningu á sérstöðu
blaðsins.
I Finnlandi tíökast einnig aö -
styðja flokkspólitísk málgögn en
ekki óháö blöö á borö viö Helsingin
Sanomat sem talin em komast af á
eigin verðleikum. DV-menn eru að
vonum ánægðir meö finnska viður-
kenningu á DV sem óháöa biaöinu á
Islandi. -óm.
Helgi Skúlason í hlutverki sinu í kvikmyndinni Hrafninn flýgur.
Mazda 626 2,0 1980.
Sjálfskiptur, ekinn aöeins 47.000
km, sumar- og vetrardekk, út-
varp. Algjör toppbíll.
Skoda 120-L 1978.
Ekinn 30.000 km. Sami eigandi
frá upphafi, sérlega vel meö
farinn bíll.
Skoda 120-L 1981.
Algjör gullmoli enda sér hvergi
á bílnum. Ekinn 12.000 km.
Mazda 3231977.
Snotur bíll í góðu standi. Ekinn
94.000 km, útvarp fylgir.
jmmoD
Econoline 250 1979.
Tilvalinn ferðabíll, búið
klæða hann að innan.
Þú reddar rúminu og ferð
svo í ferðalag.
CHRYSLER
SK®DA
crrtecr
Opiö í dag 1—5
JÖFUR hf.
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600