Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1984, Qupperneq 5
5
W5PI Oí RnOAOHAOO AJ .VCi
DV. LAUGARDAGUR10. MARS1984.
Stefán Benediktsson,
Bandalagi
jafnaðarmanna:
Ekki undar-
legt við þessar
aðstæður
„Miðaö við tímasetningu skoðana-
könnunarinnar er þessi niðurstaða
ekkert óeðlileg,” sagði Stefán Bene-
diktsson, þingmaður Bandalags
jafnaðarmanna.
,Rjarasamningamir, sem nýlega
hafa veriö gerðir, eru í augum fólks
nokkurs konar griðarsamningar milli
launafólks og ríkisstjórnar. Launafólk
trúir að endir sé orðinn á kjara-
skerðingunni, að verðlag sé orðiö
stöðugt og komi ekki til með að hækka
og vonar aö slíkt haldist sem allra
lengst. Við slíkar aðstæður er ekki und-
arlegt að 75 prósent sýni rikis-
stjóminni velvilja.
Það má minna á hvað ríkisstjóm
Gunnars Thoroddsen var vinsæl þótt
núverandi stjórnarherrar haldi því
fram að hún hafi verið sú alversta sem
nokkurn tima hafi stjórnað þessu
landi,” sagði Stefán Benediktsson.
-KMU.
EiðurGuðnason,
Alþýðuflokki:
Kemur á óvart
að fylgið skuli
ekkivera
meira
„Sú prósentutala sem segist styðja
ríkisstjórnina er nokkru lægri en
samanlögð prósentutala atkvæða
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks í síðustu kosningum. Þetta em
tveir stærstu flokkarnir og ekki
óeölilegt að stjórn þeirra hafi mikinn
stuðning,” sagði Eiður Guðnason, for-
maður þingflokks Alþýðuflokksins.
„Hins vegar kemur mér kannski
mest á óvart að ekki skuli enn fleiri
styöja stjómina þegar þess er gætt
að þrjú langstærstu blöðin, Morgun-
blaðið, DV og Tíminn, styðja hana með
ráðum og dáö og seg ja lítt eða ekki frá
málum eða sjónarmiðum stjórnarand-
stöðunnar.
Rikisfjölmiölamir, útvarp og
sjónvarp, hafa sömuleiðis lagst á sveif
með ríkisstjóminni og málgögnum
hennar og næstum slegið þagnarmúr
um stjómarandstööuna en hampað
stjóminni í hverju máli. Þess vegna
kemur það á óvart að fylgi stjóm-
arinnar skuli ekki vera ennþá meira,”
sagöi Eiður. -KMU.
Matthías Á. Mathiesen
viðskiptaráðherra:
Sýnist þetta
nokkuð eins
og ég hélt
sjálfur
,,Aö svo miklu leyti sem slíkar
skoðanakannanir er marktækar er
ótvírætt meiri stuðningur við ríkis-
stjórnina nú en í október sl„” sagöi
Matthías A. Mathiesen aðspurður um
fylgi við ríkisstjómina nú miöaö viö í
október sl. samkvæmt niðurstöðum
skoöanakönnunar DV.
„Þetta þýðir að störf ríkisstjórn-
arinnar og stefna hefur sterkan hljóm-
grunn og ætti það að vera hvatning til
að halda áfram á þeirri braut sem
ríkisstjóm og stjórnarflokkar em á.
Mér sýnist þetta vera nokkuð eins
og ég ímyndaði mér sjálfur,” sagði
Matthías A. Matthiesen viöskipta-
ráðherra. -HÞ.
SigríðurDúna
Kristmundsdóttir,
Kvennalista:
St jórnar-
hollusta og
misskilin
ættjarðarást
„Það er út af fyrir sig ekki margt um
þessar niðurstöður aö segja,” sagöi
Sigríöur Dúna Kristmundsdóttir, þing-
maöur Kvennalista.
„Reynslan sýnir að síðan
skoðanakannanir af þessu tagi hófust,
er nokkum veginn sama hvaða ríkis-
stjóm situr að völdum á Islandi og
hvað hún gerir, hún hefur alltaf
skoðanakannanafylgi. Islendingar eru
almennt ákaflega ríkisstjómarhollir
menn og er það nokkurs konar mis-
skilin ættjarðarást.
Hins vegar er ljóst að menn mynda
sér skoðanir af ríkisstjórnum mikið af
fréttaflutningi í fjölmiðlum. Þeir
flokkar sem mynda núverandi ríkis-
stjórn hafa mjög sterka aðstöðu til að
koma skoðunum og málflutningi á
framfæri á meðan stjómarandstaðan
er meira og minna málgagnslaus og
hluti hennar gersamlega án málgagns.
Það er því varla von á öðrum niður-
stööum en þessum á meðan fólki gefst
aöeins kostur á að heyra ríkisstjórnar-
hliðina á málunum.”
-HÞ.
Eigendur laxeldisstöðva óánægðir með gjaldskyldu til
stof niánasjóða landbúnaðarins:
Hafa ekki borgaö
krónu í tvö ár
Með lögum, sem sett voru fyrir
tveim árum, var laxeldisstöðvum gert
að greiöa í stofnlánasjóði land-
búnaðarins likt og um rekstur lögbýla
væri að ræða. Nokkrar stöðvar skoöast
sem hluti af rekstri lögbýla og hafa
þær greitt í sjóðina en hinar ekki.
Astæðan er sú að forstööumenn
sjóðanna telja þær ekki lánshæfar úr
stofnlánasjóðunum þar sem þær séu
ekki hluti af rekstri lögbýlis. Telja for-
stöðumenn því fjármunum sínum á
glæ kastað ef þeir eiga aðeins að greiða
í sjóðina en ekki koma til greina hvað
lánaveitingar úr þeim varöar.
Ekkert hefur gengið né rekið í þessu
máli í tvö ár nema hvað sjóðirnir halda
áfram að rukka og stöðvamar neita að
borga. En nú berast þær fréttir, að í
undirbúningi sé nýtt frumvarp til laga
um ræktun, eldi og veiði vatnafiska og
eftir því sem næst veröur komist felst
m.a. í því að kvöð þessara stöðva til að
greiða í stofnlánasjóði landbúnaðarins
verði aflétt. Búist er við að frumvarpið
verði lagt fyrir Alþingi alveg á
næstunni. -GS.
kynnir stiga og
handrið úr bæsaðri
eik.
Við komum, mæl-
um og gerum verð-
tiiboð.
Góðir greiðsiuskii-
málar. Margra ára
Ármúla 20.
Símar 84630 og 84635.
Markmið okkar er að selja bestu
húsgögnin á besta verðinu
Við leggjum höfuðáherslu á bólstruð hús-
gögn og bjóðum upp á 10 liti af leðri og
næstum óteljandi liti í áklæðum. Hús-
gögnin okkar eru viðurkennd gæðavara.
Gerið verðsamanburð.
Það er beggja hagur.