Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1984, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1984, Page 8
8 DV. LAUGARDAGUR10. MARS1984. Utgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjérnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Simi ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Gatakíttiö ermisdýrt Til viðbótar við falsanir og óskhyggju upp á 1845 milljónir króna í fjárlögum ríkisins fyrir þetta ár koma 700—800 milljón króna falsanir og óskhyggja í lánsfjár- áætlun ríkisins, sem enn er til afgreiðslu á alþingi. Samtals gæti því gat ársins numið um 2600 milljónum króna til viðbótar um 1200 milljón króna gati frá árinu í fyrra. Af þessum hrikalegu tölum má vera ljóst, að engin vettlingatök duga og engar kýr mega lengur vera heilagar. Auðvitað hefði verið þægilegra að leggja niður styrki, uppbætur og niöurgreiðslur til hvatningar á offjárfest- ingu í hefðbundnum landbúnaði og á offramleiðslu á kjöti og mjólkurvörum, þegar allt lék í lyndi og röskunina mátti milda. En á þessu ári er hin nakta staðreynd sú, að á fjár- lögum er ráögert að verja 1.500 milljónum til að styrkja landbúnaðinn. Öll sú upphæð er ekki aðeins óþörf, heldur er hún beinlínis skaðleg, andstæð lífshagsmunum þjóðar- innar. Fleiri heilagar kýr eru á fjárlögum, þótt engin sé eins hrikaleg í sniðum og landbúnaðurinn. Sem dæmi má nefna 13 milljón króna styrk til sorprita stjórnmála- flokkanna og 230 milljónir til að hamla gegn orkuþróun í húshitun. Ekkert bendir til, að ríkisstjórnin treysti sér til að létta heilögu kúnum af ríkissjóði. Ekkert bendir til, að hún treysti sér til að lækka útgerðarkostnað heimilanna með því að leyfa frjálsa verzlun með búvöru á heimsmarkaös- verði. Þegar ekkert má gera, sem skynsamlegt getur talizt, stendur ríkisstjórnin auðvitað andspænis hugmyndum, sem kalla á skattahækkun, skuldaaukningu í útlöndum, verðbólgu í kjölfar seðlaprentunar og hrun sjálfseignar- stefnu í húsnæði. Skjaldborgin um heilögu kýrnar veldur því, að ríkis- stjórnin neyðist til að hækka skatta á borð við benzín- gjald, áfengis- og tóbaksgjald, svo og að finna upp nýja á borð við sjúkratryggingagjald, og loks að hækka skatt- stiga. Með slíkum aðgerðum er unnt að minnka gat ársins. En um leið er ríkisstjórnin komin í fremstu röð þeirra ríkis- stjórna, sem mest hafa hækkað skatta á stytztum tíma. Og hún er þó ekki búin að sitja í heilt ár enn. Skjaldborgin um heilögu kýrnar veldur því, að ríkis- stjórnin neyðist til aö taka erlend lán og auka skuldabyrð- ina gagnvart útlöndum í meira en 60% af árlegri þjóðar- framleiöslu, sem allir vita, að er stórhættulegt. Með slíkum aðgerðum er unnt að minnka gat ársins. En um leið er ríkisstjórnin komin í fremstu röð þeirra ríkis- stjórna, sem mest hafa aukið skuldasúpuna á styztum tíma. Og er hún þó ekki búin að sitja í heilt ár enn. Skjaldborgin um heilögu kýrnar veldur því, að ríkis- stjórnin neyðist til að draga stórlega úr fjármögnun hús- næðislánakerfisins og ganga af dauðri þeirri hugsjón, að borgarar þessa lands geti eignazt þak yfir höfuðið. Með slíkum aðgerðum er unnt að minnka gat ársins. En um leið er ríkisstjórnin orðin Islandsmeistari allra ríkis- stjórna í aðgerðum gegn sjálfsbjargarviðleitni Islendinga í húsnæðismálum. Og er hún þó ekki búin að sitja í heilt ár enn. Að svo miklu leyti sem þetta siðferðilega hrun saman- lagt dugir ríkisstjórninni ekki, neyðist hún til að láta prenta verðlausa seðla. Þá mun verðbólgan, sem nú blundar undir niðri, fá æöiskast á nýjan leik. Allt þetta vegna heilögu kúnna. Jónas Kristjánsson. Prándur í Gati Við sátum í bakherberginu, nokkr- ir kunningjar, og ræddum lífið og til- veruna. Hér verða engin nöfn nefnd, en ég hef áöur veitt lesendum nokkra innsýn í þessar samkomur okkar, hvernig þær fara fram og hvert við- fangsefni okkar er. Gengilbeinan hafði sem sagt ný- lega borið inn koníakiö og vindlana og dregið fyrir gluggann. Við komum okkur þægilega fyrir, hver eftir sín- um smekk, og umræðurnar hófust. Við ræddum um landbúnaöarmál og það var gamall jassisti sem hafði oröiö. Hann hafði aukið á vellíðan sína meö þvi aö fara úr skónum og tylla fótum sínum á borðröndina, um leið og hann lét stól sinn leika erfiðar jafnvægislistir á tveim fótum. — Það væri allt í lagi með land- búnaöinn, ef ekki væru bændur, sjáið þiö til! Það eru fyrst og fremst bænd- ur en ekki kindur. . . Hann komst ekki lengra því skyndilega var barið bylmingshögg á dymar og síðan voru þær hristar ógurlega. Þetta er vægast sagt óvenjulegt og nánast óþekkt fyrirbæri að fundir okkar félaganna séu truflaöir á svo dónalegan og hávaðasaman hátt. Við litum hver á annan og uröum í undr- un okkar seinir til aö stökkva á fætur til að opna dymar. Þá heyrðum við ekkaþmngna rödd hrópa handan dyranna: Opnið í guðs bænum, nú liggur þ jóðarheill við! Aköf ættjarðarást okkar varð til þess að við stukkum allir á fætur í einu, nema jassistinn, sem gætti ekki að þyngdarpunkti stólsins, og féll aft- ur yfir sig, svo fætur vísuöu upp í loft. Eg varð fyrstur aö dyrunum og opnaði í hendingskasti, (ég er ekki að gefa í skyn meö þessu aö ættjarðar- ást mín sé meiri en félaga minna en ég sat næstur dyrunum). Þaö reyndist erfitt að opna dymar, þær voru mjög þungar og stiröar. Skýringin kom í ljós þegar þær voru að fullu opnar. Ungur ríkisstarfs- maður hékk á húninum, og mátti ekki mæla í fyrstu vegna mæði. Við hjálpuðum honum inn, gáfum honum koníakstár, og losuðum um slifsið við hálsmál hans, svo hann Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason ætti auðveldara með andardráttinn. Hann greip glasiö báöum titrandi höndum og bar að vörum sér gráðug- lega. Þegar hann hafði lokið við tárið leit hann þegjandi umhverfis sig og í augu hvers okkar fyrir sig meðan roðinn færðist aftur í kinnar honum. Að lokum kinkaði ég til hans kolli, í uppörvunarskyni, og hann ræskti sig og tók til máls, skjálfandi röddu. — Þaðergat! Gamli jassistinn, sem enn lá í gólf- inu, kipptist við og færði fætur sína eins nærri andlitinu og honum var unnt. Síðan lofaði hann guð og settist upp. — Gat? Hvar? Hvernig kom það? Af hverju finnið þið ekki sauma- konu? Hvað getum viö gert aö því? — Ifjárlögunum! — Hvaö segirðu maður? I fjárlög- unum? — Tveirmilljaröar! — Tveir milljaröar? Þaö er ekki gat! Þaðergjá! — Gijúfur, segðu! — Ginnungagap! Ragnarök! Eg verð að selja ríkisskuldabréfin mín! Ungi ríkisstarfsmaðurinn laumað- ist í koníaksflösk*ina aftur og fékk sér drvkk. — Eg átti að bera ykkur kveðjun ráðherra og ríkis og spyrja hvað væri til ráða. Skyndilega færðist þögn yfir fé- lagsskapinn og allir viðstadd- ir fengu skyndilegan áhuga á fingr- um sínum og nöglum. Ekki svo að skilja aö hin heitasta ættjarðarást brynni ekki í brjóstum okkar. Ekki svo að skilja að það væri okkur nokk- urt vandamál að stoppa í þetta gat á fjárlagalaki ríkisstjórnarinnar! En fyrst hlutum við auðvitaö aö svara þeirri spumingu í hjarta okkar hvort ástæða væri til þess að hjálpa þessari ríkisstjóm? Það má segja ríkisstjórninni til hróss aö hún hefur náð kverkataki á verðbólgudýrinu. En þar á móti kemur aö þjóðin, sem þirfist hafði á verðbólgunni, er á hausnum! Og hvað með norska sjónvarpið? Þessi ríkisstjórn stefnir að því að útvarpa yfir landiö daglega efni frá leiðinleg- ustu sjónvarpsstöð í heimi! Það er sagt aö meira að segja sovéska sjón- varpið sé „kommersíal” við hliðina á því norska! Okkur bar saman um það eftir á að það var norska sjón- varpiö sem réð úrslitum. Viö svör- uöum sendiboðanum út í hött. — Þið hafið fengið ykkur nýjan gatara í fjármálaráöuneytinu! Tryllingslegur hlátur! — Er það satt aö hagfræðingurinn sem rakst á gatið hafi fengið glóðar- auga? Hláturinn jókst enn og menn roðn- uðuíkinnum. — Er það tilfellið, að Albert sé kallaður Þrándur í Gati, á þingi? Menn voru nú famir að hlæja í sí- feUu, og á innsoginu líka. Ungi ríkis- starfsmaðurinn leit ráðviUtur í kringum sig og skildi ekki neitt. Að lokum laumaöist hann út, álútur og gekk þreytulega áleiðis í stjórnar- ráðiö tU þess að segja herrum sínum aðsíðasta vonin hefði brugðist. Þegar um hægðist og síðustu hláturrokumar voru hljóðnaöar bár- um við saman bækur okkar og okkur kom saman um að brandaramir (?) hefðu orðiö betri, hefðum við ekki panikerað við tUhugsunina um norska sjónvarpið. En við því var ekkertaðgera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.