Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1984, Page 11
DV. LAUGARDAGUR10. MARS1984.
11
Með stórleihhúsin í
London og Sjallann
á Æhureyri í tahinu
Gudriln Sigríðnr Haraldsdóttlr gerdl leikmy nd og
búninga fyrir Silkkuladi handa Silju
Hún sagöist ekki vita hvernig það
eiginlega gerðist að hún lenti í leik-
mynda- og búningagerð. Þaö var jú
fyrir hendi áhugi á listum og hún
sótti námskeiö í myndlist hjá Hring í
Myndlistarskóla Reykjavíkur í f jög-
ur ár. Framhaidið af því var tækni-
teiknun i Iðnskólanum og um tíma
vann hún sem tækniteiknari og
módelsmiður. En leikhúsiö kom
bara.
Þetta er í stærstu dráttum það sem
var undanfari þess að Guðrún Sigríð-
ur Haraldsdóttir hélt til náms í þeirri
list að búa til umgjörð leiksýninga.
Hún er fædd og uppalin á Hvanneyri í
Borgarfirði og var þar til 12 ára ald-
urs en flutti þá til Reykjavíkur. Þar
var hún sem sagt orðin tækniteiknari
og módelsmiður eftir nokkur ár en
var það ekki nógu gott? Ekki segir
hún...
— Tækniteiknunin ætlaði mig lif-
andi að drepa. Eg þoldi ekki þessar
reglustikur og nákvæmu málsetn-
ingu og að þurfa alltaf að vinna eftir
öðrum. Sköpunin eða hugmyndirnar
voru alltaf annarra.
Og það er haldið til
útianda...
Ég fór tvítug til London í Wimble-
don School of Art and Design með
það i huga aö læra leikmynda- og
búningahönnun. Það var byrjað á
undirbúningsdeild þar sem námið
var mjög almennt og komið inn á öll
svið myndlistar. Þetta fyrsta ár er
eiginlega til að ákveöa hvað maöur
vill taka fyrir en ég þurfti þess ekki.
Eg var ákveöin strax. Sjálfur kúrs-
inn, eftir undirbúningsárið, er þrjú
ár og til að komast í hann þarf að
fara í inntökupróf og viðtal. Þama er
lögð áhersla á að við þekkjum vel inn
á allar hliöar uppsetningar en hins
vegar lítið farið í leikstjórn eða leik.
Var þaö eitthvað sérstakt við leik-
myndagerðina sem heillaði þig.. . ?
— Þaö freistaði mín og gerir enn
aö þetta er stór mælikvarði í mynd-
listarsköpun. Því stærra stykki þeim
mun betra. Það hefur líka alltaf ver-
ið í mér þetta, að búa eitthvað til.
Anægð?
— Já, ennsemkomiðer.
Súkkulaði handa Silju lenti í
Sjallanum en ekki Samkomuhúsinu,
þurftirðu ekki að hverfa frá því sem
þú hafðir hugsað þér meö leikmynd-
ina...?
— Eg var búin að hugsa töluvert
miðað við leikhúsið og koma hingað
til aö skoða það. Hins vegar hafði ég
ekki haft tíma til að byrja svo það
kom sér vel.
Hefði leikmyndin orðið mikið öðru-
vísiíleikhúsinu?
— Ekki í hugsun nei, en það hefði
verið miklu meiri myndrænn strúkt-
úr og viðameiri leikmynd. Þar hefð-
um við þurft að skapa umhverfi sem
er til staðar í Sjallanum og við not-
um.
Ertu kannski ánægö með að sýn-
ingin lenti í Sjallanum?
— Mér fannst þetta góð hugmynd
og eiga mjög vel við.
Var eitthvaö sérstakt sem þú
hafðir í huga varðandi leikmyndina
útfráefnitextans?
— Leikritið er allt litlar myndir og
mjög aflokaðar. Þetta verður að
vera þannig að persónumar eiga
sína staði og hvert svæði má ekki
endumýtast. Heimilið getur til dæm-
is ekki verið líka unglingastaðurinn.
Þaö erfiöasta við að útfæra þetta var
að ljósin sem leikfélagið á era engan
veginn nóg til að geta veriö á fleiri en
einumstað.
Eftir að Gunna Sigga lauk náminu
í London, vann hún í þrjú ár í leikhús-
um þarna úti. Fyrst var hún „free-
lance” viö leikmynda- og búninga-
gerð í London. I Stoke on Trent síðan
eitt og hálft ár. Þar byrjaði hún sem
aðstoðarhönnuður en var svo hækkuð
i tign og hannaði leikmynd og bún-
inga við þrjú leikverk. I Stoke er
hringleikahús og reynt að hafa verk-
efnavalið sem fjölbreytilegast. Á
Guðrún Sigriður Haraidsdóttir: ,,Ég þoldi ekki að þurfa alltaf að vinna
eftiröðrum." DV-mynd JBH.
hverju ári eru sett upp ein tvö leikrit
eftir Shakespeare, tvö samin af
heimamönnum og afgangurinn er
farsar og einhver eldri og þyngri
verk.
Eftir dvölina í Stoke on Trent hélt
Gunna Sigga aftur til London og fór
að vinna sem leikmyndamálari hjá
nokkrum leikhúsanna, meðal þeirra
voru National Theater og Covent.
Garden óperan. Síðan var hún hjá
Kinton Walker fyrirtækinu en það
eru verktakar sem taka að sér aö
vinna fyrir leikhús. Þarna vann hún
meðal annars fyrir Royal Shake-
speare Company.
— Gegnum þetta á ég auðvelt meö
að fá atvinnuleyfi og við erum búin
að tala um að ég komi aftur til
Kinton Walker. Það er þó ekkert
komið á hreint ennþá.
Saknarðu útlandsins?
— Já, ég sakna London. Það er
alveg hrikalega erfitt aö koma upp.
Eftir 7 ár er svo margt búið að breyt-
ast, kunningjar, ættingjar, allt. Eg
er kannski líka svo mikið öðruvísi
sjálf.
Súkkulaði handa Silju er ekki
fyrsta verk Gunnu Siggu hér á
landi. . .
— Eg kom heim haustið 1980 og
gerði búninga fyrir söngleikinn
Grett’. Þá var ég líka búin að vinna
hjá sjónvarpinu. Þar gerði ég bún-
inga fyrir Róbert Elíasson kemur
heim frá útlöndum. Og sumarið 1979
búninga fyrir kvikmyndina Oðal
feðranna.
Þau vom 24 sem luku námi í leik-
mynda og búningahönnun í Wimble-
don-skólanum árið 1980 og Gunna
Sigga sagði aö 6 þeirra hefðu fengið
vinnu við þetta síðan. Um 70 útskrif-
ast á ári hverju í þessari grein á
Bretlandi og þaö er hörkusamkeppni
í bransanum. Sumir hafa’ða og hún
virðist vera ein af þeim. Eru miklir
peningar í þessu í Bretlandi? — Ekki
í leikhúsunum, svaraöi hún, en mað-
ur mokar inn í „freelancing”.
JBH/Akureyri
Mazda 1984
—,—
Sýndar veröa 1984 árgerðirnar af MAZDA 323, MAZDA
626 og MAZDA 929, sem nú kemur á markaðinn í nýju og
breyttu útliti og með fjölmörgum tæknilegum nýjungum.
Ennfremur sýnum við úrval af notuðum MAZDA bílum,
sem allir seljast með 6 mánaða ábyrgð.
KOMIÐ OG SKOÐIÐ ÞAÐ NÝJASTA
FRÁ MAZDA.
i
I
I
Mazda
929
BILABORG HF.
Smiðshöfða 23 sími 812 99