Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1984, Qupperneq 13
DV. LAUGARDAGUR10. MARS 1984.
13
Bill Lombardy er búinn að láta af prestsskap og helgar sig
skákinni að nýju. Hann er mikili aufúsugestur á islenskum
skákmótum og birtum við sérstakt samtal við hann i næsta
helgarblaði um ástir, skák og trúmál.
Helgi Ólafsson er fagurkeri skáklistarinnar og brosir hýrt þegar
hann kemur auga á fallega fléttu.
Margeir Pétursson teflir ekki á þessu móti en brá sér til Grinda-
víkur til þess að skýra skákirnar i 8. umferð fyrir áhorfendum.
Hér veltir hann vöngum yfir viðureign Jóns L. og Knezevic.
Jón L. Árnason er i fararbroddi og hefur aðra höndina á stórmeistara-
áfanga.
Alþjóðlega skákmótið í Grindavík hefur vakið mikla athygli á Suðurnesjum. Hér eru nokkrir áhorfendur
uppi i skýringasal og hlýða á útlistanir Margeirs.
gera”, hvíslaði Olafur Magnússon, „ef
hann bakkar meö hrókinn þá fellur
peðið og þá er hann dauður. En ég
hugsa að Ingvar vilji drepast eins og
maður og liklega fómar hann bara
biskupnum á Finnur sex! ”
En þannig var að skák þeirra Ingv-
ars Asmundssonar og Elvars Guð-
mundssonar var orðin gífurlega spenn-
andi. Ingvar hafði hvítt og tefldi stinn-
ingshvasst til vinnings eins og hann
hefur skapið til. Miðborðið var orðið,
laust í reipunum og upp runnin sú ör-
lagaríka ögurstund þegar lokahríöin
veröur ekki umflúin — nú skal barist
til lífs eða dauða og annar hlýtur aö
falla.
Og svo lék Ingvar — hann hugsaði
sig fyrst um dálitla stund, en ekki
lengi; áhorfendur biðu í ofvæni því að
ekki þurfti skarpan til aö skilja að hér
hlaut að draga senn til ógurlegra tíð-
inda; og svo fómaði hann biskupnum
af fullri einurð á Finnur sex, rétt eins
og Olaf ur hafði séð fyrir.
„Helvíti teflir karlinn skemmti-
lega,” tautaði þrekvaxinn Suðurnesja-
maður og iðaði í skinninu — þetta var í
fyrsta sinn aö hann kom til að fylgjast
með viðureigninni og varð svo fárán-
lega heppinn að veröa vitni að jafnfrá-
bærri taflmennsku.
Skemmtilegur skákstfll
Ingvar Asmundsson var hér á árum
áöur rómaður um landið og reyndar út
fyrir landsteinana, allt til Vestur-
heims, fyrir sérlega skemmtiiegan
skákstíl. Þaö birtist í skákstíl Ingvars
sú launfyndna kerskni og kenjótta
glæfranáttúra sem er svo sterkur þátt-
ur í skapgerð hans, en jafnframt birt-
ist i honum sú ískalda rökhyggja og
stærðfræðilega nákvæmni sem Ingvar
hefur tamiö náttúm sina viö i námi og
starfi.
Elvar Guömundsson er öflugur
skákmaður af kynslóð hinna ungu
meistara, en styrkur hans mátti sín lít-
ils gagnvart sóknarhörku Ingvars og
það er best að orðlengja það ekki frek-
ar að fyrr en varði hmndu varnir
svarts eins og múrveggir Jeríkóborgar
foröum daga og hvítur vann glæsilega.
Ingvar hefur teflt vel í þessu
móti, en æfingaleysið hefur háð honum
og valdið honum afdrifaríkum fingur-
brjótum — þannig missti hann niður
tvær skákir sem hann hafði teflt af
miklum þunga og sigurinn blasti við,
þegar allt hrundi við ein mistök. En
þessi stirðleiki, sem orsakast af æf-
ingaleysinu, er að rjátlast af Ingvari
og það er umhugsunarvert að hefði
hann ekki glutrað niður þessum vinn-
ingum væri hann kominn með aðra
höndina á áfanga í alþjóöatitil.
I rauninni er þaö allt að því óviðeig-
andi að Ingvar skuli ekki vera búinn að
næla sér í titil — hann er að vísu ekki
nógu skólaður í byrjunum og ýmsum
öörum greinum skákfræðinnar til þess
að verða stórmeistari en honum yrði
ekki skotaskuld úr að verða alþjóðleg-
ur meistari ef hann gæfi sig eitthvað að
skákmótum um hríð og fengi næði til'
þess að sinna þessum hlutum.
Þar sem enginn þekkir
mann......
, jVð hugsa sér að ég skuli hafa unniö
hann Ingvar hér i gamla daga, og það á .
þeim árum þegar hann var upp á sitt
besta,” hvíslaði Olafur, skemmti sér
konunglega og bætti við í galsa:
„Mikið helvíti hlýt ég að vera góöur! ”
En mér var hinsvegar efst í huga að
þessi snilldarskák Ingvars ætti að.
verða Olafi sjálfum, Jóni Kristinssyni
og ýmsum öðrum köppum af eldri kyn-
slóðinni brýning til þess að láta ekki
vopnin ryðga öUu lengur upp á veggn-
um en seilast í þau og herða að nýju í
eldi og blóði, sjálfum sér til sæmdar og
skákunnendum til skemmtunar.
Eg gaf mig á tal við Ingvar og
grennsiaöist eftir því hvort honum léki
ekki hugur á aö nýta hinn nýja byr og
tefla eitthvað í mótum á næstunni.
„Jú, ætli sú verði ekki raunin,” kvað
Ingvar.
— Býstu kannski við að fara á skák-
mótið í Neskaupstað eöa þá Islands-
mótið um páskana ? spurði ég.
„Það er eiginlega best fyrir mig að
fara tU Bandaríkjanna og tefla á mót-
um þar,” sagði Ingvar og var nú horf-
in ygglibrúnin. „Það er nefnUega
langbest fyrir mig að tefla þar sem
enginn þekkir mig — þessir strákar
hérna vita alltof vel hvar ég er veikur
fyrir og geta notað sér það.”
Það er töluverður sannleUrur fólg-
inn í þessum orðum Ingvars og má í
þvi tilefni vísa tU ágætrar stöku, sem
merkur maður orti út af allt öðru til-
efni:
Þar sem enginn þekkir mann,
' þar er gott að vera,
því að aUan andskotann
er þar hægt að gera.
Til mikils að vinna
Fyrsta alþjóðlega skákmótinu á Is-
landi utan Reykjavíkur mun ljúka um
þessa helgi. Framan af má segja að
þetta mót hafi legiö i skugga hinna
fyrri stórverka, Búnaðarbankamóts-
ins og Reykjavíkurskákmótsins, en nú
er það komið af fuUum þrótti fram í
dagsbirtuna og er það vel.
Það er ekki langrar stundar verk að
aka hina rennisléttu hraöbraut suöur
tU Grindavíkur og það má búast við því
að lokahríðin verði hörð, miskunnar-
laus og spennandi svo að skákunnend-
ur á höfuðborgarsvæðinu geta þess-
vegna óragir sest undir stýri og tekið
stefnuna á Festi í Grindavík nú um
helgina.
Jón L. Arnason er í fararbroddi enn
sem komið er — hann verður að ná
tveimur vinningum úr síðustu þremur
skákunum til þess að hljóta hinn lang-
þráða áfanga í stórmeistaratitil og það
er tU mikils að vinna fyrir hann og
reyi.dar þjóöina alla.
Texti og myndir:
Baldur Hermannsson