Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1984, Qupperneq 34
Plutini
erí
draum-
um
Frahha
hampandi
hinna frábæru tengiliða enska liðsins
Bryan Robson og Glenn Hoddle á
meðan á Italíu er hann markahæstur
ásamt Zico.
„Hann er auðvitað hættulegur, bæði
sem markaskorari og einnig þegar
hann skapar marktækifæri. Hann er
alltaf inni í spilinu, stjórnsamur og
kröfuharður, við þekkjum leik hans
vel.” Þetta sagði Bobby Robson um
Fiatmi rett fyrir leikinn gegn Frökk-
um.
Það virðist samt ekki vera nóg að
þekkja leikni Platini, allavega dugði
það Englendingum skammt því eins og
fyrr segir gerði Platini bæði mörk
leiksins og opnaði hina sterku vörn
Englendinga hvað eftir annað.
Mörkin, gerð með skalla og úr auka-
spyrnu, unnu á enska liðinu og
færðu Platini enn nær markametinu
hjá franska liðinu. Það er einn af
mestu markaskorurum knattspymu-
sögunnar, Just Fontaine, sem á þetta
met og er það 27 mörk, einu meira en
Platini hefur gert.
Faðir hans kenndi honum
Hin frábæra nákvæmni auka-
spymuskota er uppskera strangra
æfinga sem faðir hans, fyrrum knatt-
spyrnumaöur sem hefur ætíð leiöbeint
syni sínum, lét Platini ganga í gegnum
þegar han var unglingur.
Faöirinn stillti þá upp stómm dúkk-
um til að hindra skot sonar síns og
þannig þjálfaðist hin frábæra
nákvæmni hans í aukaspymum upp.
Þykir geta hans í þessum efnum nálg-
ast færni bestu manna, eins og Reiner
Bonhof, sem alltaf er negldur meistari
aukaspymanna. Og úr því farið er að
tala um aukaspyrnur þá efast ég um að
Ásgeir Sigurvinsson standi þessum
mönnum nokkuð að baki, enda minna
aukaspyrnur hans ansi mikið á Bon-
hof. En þetta var nú útúrdúr.
Eins og fyrr segir þá vann Platini
aðdáun allra áhorfenda á Parc de
Princes og allir viðstaddir, að hinum
svekktu aðdáendum Englendinga
undanskildum, fögnuðu hetjunni meö
miklum látum.
Ekki vinsæll
„Þetta hefur verið stórkostleg vika
fyrir mig. Fyrst að gera tvö mörk gegn
Torino (erkifjendur Juventus) á Italíu
og koma svo hingað og gera önnur tvö.
Eg er í mjög góðu formi,” sagði Platini
eftir leikinn.
Það skrítna við feril þessa frábæra
leikmanns er að hann hefur aldrei unn-
ið hug og hjarta franska knattspyrnu-
unnenda, þrátt fyrir það mikla sem
hann hefur gert fyrir franska boltann.
Þegar hann var í Nancy unnu þeir bik-
arkeppnina þar í landi margoft og á
árum hans með Saint Etienne unnu
þeir meðal annars meistaratitilinn.
I augum áhorfenda var hann alltaf
f jarlægur og jafnvel hrokafullur.
,,Eg veit að ég er ekki vinsæll en ég
hef ákveðið að láta öll hrósyrði sem
vind um eyru þjóta, alveg eins og alla
niöumíöslu,” sagði Platini áöur en
hann hélt af stað til Italíu í hittiðfyrra í
leit aö betri knattspymu, meiri sigur-
möguleikum og kannski örlítiö fleiri
aurum.
Vinsæll meðal leikmanna
Juventus greip dreng eftir aö hann
hafði leitt Frakka til sigurs gegn Itöl-
um og stuttu síðar urðu þeir síðar-
nefndu heimsmeistarar. I leiknum lék
Platini hinn stórgóða Marco Tardelli
margoft upp úr skónum og eftir leikinn
lét sá síðarnefndi hafa eftir sér: „Eg
hef aldrei þjáðst eins mikiö og í dag.”
Eftir heimsmeistarakeppnina voru
þeir tveir komnir í sama lið, Juventus,
en Platini hefur nú framlengt samn-
inginn við þá til 1986.
Þó að illa gangi að ganga í augun á
hinum almenna franska knattspyrnuá-
hugamanni þá er ekki þar með sagt að
þetta eigi við um fólk almennt. Sam-
band hans við leikmenn og þjálfara er
undantekningarlaust mjög gott.
Platini var mikið í mun að góður
andi ríkti í franska landsliðinu fyrir
leikinn gegn Englendingum. „Það er
ekkert í húfi nema bara að hafa gaman
af þessu,” sagði hann fyrir leikinn til
aö létta pressunni af leikmönnum liðs-
ins, en fjölmiðlar lögöu áherslu á að nú
skyldi England sigrað.
Þakkaði hinum
Eftir leikinn var hann mjög hógvær
og sagði að fyrra markið hefði aldrei
oröið nema með þætti Jose Tourre sem
hafði skapað færi eftir aö hann sjálfur
hefði verið búinn að klúðra boltanum
og einnig þakkaöi hann Alain Giresse
sem gaf fyrir er Platini skallaði bolt-
annímarkið.
Platini í
Juventus-
búningi.
, JEf á að skrifa þetta mark á mig þá
er það félögum mínum að þakka því
það er alltaf ómæld ánægja sem fylgir
því að spila með þeim. ”
I ár var Platini kjörinn leikmaöur
ársins í Evrópu af fréttamönnum og
sigraði hann með miklum stigafjölda,
langt á undan næstu mönnum sem
voru Kenny Dalglish og Allan
Simonsen.
„Hann átti þetta svo sannarlega
skiliö,” sagði Paolo Rossi, félagi
Platini í Juventus og fyrirrennari hans
semhandhafi „gullknattarins”.
Á sama bekk og Kopa og
Fontaine
Eftir leikinn við enska sagði íþrótta-
dagblaðið L’Equipe að enn einu sinni
hefði Platini sannað að hann á rétt til
aö geta kallast besti knattspymu-
maður Frakka frá upphafi.
Blaöiö sagði að hann ætti þennan
titil fullt eins skilið og Kopa og Fon-
taine sem voru mennirnir á bak við
velgengni franska liðsins á HM 1958.
Fontaine geri þá 13 mörk, met sem
ekki hefur enn verið slegið og Kopa
lagði meirihluta þeirra upp.
En hvað sem öllum vinsældum líður
þá er þaö nokkuð víst að í draumi sér-
hvers knattspyrnuaödáanda í Frakk-
landi er mynd af Michael Platini þar
sem hann hampar Evrópubikarnum í
komandi júnímánuði. Keppni sem háð
verður í Frakklandi og heimamenn
taldir mjög sigurstranglegir í.
Evrápu-
biharnum
Knatispymukóngurinn franski,
Michael Platini, sem hélt til Italíu til
frekari landvinninga, sneri aftur heim
til Frakklands og endurheimti konung-
dæmi sitt þar.
Mikil fagnaðarlæti
Flugeldar sprungu og þúsundir
áhorfenda hylltu stjörnuna með því aö
syngja nafn hennar hástöfum að lokn-
um leik Frakka og Englendinga mið-
vikudaginn 29. febrúar sl. Hin skrúf-
hæröi Platini lýsti dimman kvöldhim-
ininn upp meö tveimur glæsilegum
mörkum um leið og Frakkar grófu til-
raunalið Englendinga í sandinn. Þessi
sigurFrakka varsáfyrsti síðanl963.
Platini var sem ungum manni neit-
að um samning hjá fyrstu deildar lið-
inu Metz, vegna þess að talið var að
lungun í honum hefðu eyðilagst er
hann andaði að sér eitraðri loftgufu.
En síðan þá hefur leiðin aðeins legið
upp á við. Fyrrnefndur landsleikur
hlýtur að teljast meðal hæstu tindanna
á háfleygum ferli Platinis. Fagnaöar-
lætin entust mun lengur en niður-
lægingaröskrin sem hann fékk aö
heyra er hann lék síðast á Parc de
Princes vellinum. Það var í október sl.
er ítalska liðið hans, Juventus, lék við
Paris StGermain í Ebrópukeppni bik-
arhafa.
Raymond Kopa
Síðan hefur Platini verið krýndur
knattspyrnumaður Evrópu, fyrsti
Frakkinn til að vinna þann heiður í 25
ár eða síðan Raymond Kopa vann þann
titil.
Það er margt líkt með Kopa og
Platini sem leikmönnum. Kopa lék
sem frammiliggjandi tengiliður rétt
eins og Platini gerir í dag. Þetta er
svipað hlutverk og þeir Charlie Nichol-
as og Kenny Dalglish gegna hjá sínum
félögum, nema hvað Platini, og Kopa á
meðan hann var, taka miklu meiri þátt
í uppbyggingu spilsins. Annars var
Raymond þessi Kopa einn af aöal-
mönnunum í Real Madrid liðinu sem á
ofanverðum sjötta áratugnum ríkti
yfir knattspymuheiminum og vann
Evrópukeppni meistaraliða fjögur ár í
röð.
Og eins og Kopa hélt Platini utan og
gekk til liðs við ítalska liðið Juventus
og hefur síðan gert tilkall til krúnunnar
um besta knattspymumann í heimi,
ásamt Rumenigge, Rossi, Zico og
Maradona.
Skyggði á Robson og
Hoddle
Frábær leikur hans gegn Englend-
ingum skyggði gjörsamlega á getu