Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1984, Blaðsíða 35
y j& A.
DV. LAUGARDAGUR10
0. MARS1984.
Chelsea vann 21-0
t Evrópubikarnum árið 1971
Hálfatvinnumennirnir í Lúxem-
borgarliðinu Jeunesse Hautcharge
aðstoðuðu við að drekka heimaþorp
sitt þurrt eftir aö þeir höfðu unnið
sæti í Evrópukeppni bikarhafa með
því aö vinna bikarinn þar í landi.
JH, sem þá var þriðjudeildarliö,
komst árið 1970 óvænt í úrslit í bikar-
keppninni og bruggverksmiöja
staöarins, B-B-B-Boefferding lofaöi
að bjóöa öllu þorpinu á þriggja daga
fyllirí, ef þeir ynnu. Bjórinn sem í
átti að fara var ómældur, allir máttu
drekka eins og þeir vildu.
Þeir unnu
Og hið ótrúlega gerðist. Jeunesse
Hautcharge sigraði Jeunesse Esch í
úrslitaleiknum með 4—1. Sigurinn
kom geysilega á óvart, ekki síst þar
sem Esch voru ellefufaldir bikar-
meistarar.
Og veislan í þessu 700 manna
þorpi hófst og hélt áfram ... og á-
fram. I þrjá daga var drukkiö
sleitulaust. Og tilefnið var tvöfalt því
Hautcharge hafði einnig unniö sér
sæti í annarri deildinni, á meöan liðið
úr næsta þorpi, Bas Charge, féll í
þriöjudeild.
Þaö kom ekki tiltakanlega á óvart
aö æfingar lágu niðri næstu daga
eftir sigurinn, leikmenn og þjálfarar
voru hreint og beint að farast úr
þynnku.
En brátt urðu menn að fara á
fætur þar sem liðið hafði unnið sér
sæti í Evrópubikarkeppninni og mót-
herji þeirra reyndist vera Chelsea.
Veðmál
Fyrri leikurinn fór fram í Lúxem-
borg og var gífurlegur áhugi fyrir
honum í landinu. 13.000 manns
mættu til að sjá Chelsea taka Lúxem-
borgarana í gegn. Þeir skoruðu átta
gegnengu.
Með þetta veganesti hélt stjörnum
prýtt lið Chelsea til Stamford Bridge
þar sem seinni leikurinn skyldi
haldinn. Nokkur forvitni skapaðist í
kringum þennan leik og spurningin
um hve mörg mörk Chelsea myndi
gera í seinni leiknum var algeng á
vörum manna. Allir veðjuðu. Meira
að segja leikmenn Chelsea gátu ekki
á sér setið og veðbanki var opnaður í
búningsherberginu.
Peter Osgood veðjaöi 5 pundum
við Peter Bonetti að hann myndi
skora sex mörk og jafnvel Ron
Harris, sem aðeins gerði átta mörk á
ellefu árum, veðjaði pundi um að
hann myndi skora.
Lúxemborgararnir
Leikmenn Lúxemborgarliðsins
sem mættu Chelsea þetta september-
kvöld árið 1971 voru tveir stálverka-
menn, nemandi, hárgreiðslumaöur,
stöövarstjóri, slátrari og járn-
smiöur.
I liðinu voru fjórir bræður,
einhentur framherji, vamarleik-
maður með gleraugu og 15 ára
gamall varamaður.
Rúmlega 27.000 manns komu til að
horfa á markaregnið sem allir
bjuggust við — og óskir þeirra voru
uppfylltar.
Peter Osgood, sem skorað hafði
þrjú mörk í fyrri leiknum, geröi
fyrsta mark leiksins eftir aðeins f jór-
'ar mínútur. Tveimur mín. síðar
skoraði hann annað eftir að mark-
vörðurinn, Lucien Fusilier, hafði
hálfvarið skot frá Charlie Cooke. Og
svo hélt áfram að rigna (mörkum).
Jafnvel Ron Harris vann veðmál
sitt. Eftir að hafa einleikið úti viö
vítateigslínu gaf hann boltann fyrir
sem hrökk í markið af baki eins
varnarmannsins. Osgood rétti
höndina upp til aö láta líta út sem
hann hefði gert markið en það var
dæmtHarris. Osgood tapaði sínu
veðmáli, geröi aðeins f imm.
21-0
Svo gall lokaflautan og þá var
staðan orðin 13—0, samanlagt 21—0,
sem er algert met í sögu Evrópu-
keppni í knattspyrnu. 13—0 sigurinn
er met sem Chelsea liði hefur aldrei
tekist aö slá síðan og óliklegt verður
aö teljast að svo muni veröa.
Atta mörk Peter Osgood er met
hvaö breskt lið varöar og hann
jafnaði Evrópumetið.
En hvað liðsmenn Jeunesse
Hautcharge áhrærði, þá hurfu þeir
aftur til vinnu sinnar í f jallaþorpinu
og kannski þeir hafi fengið sér eitt
glas af B-B-B-Boefferding bjór,
svona til huggunar.
Liðin
Chelsea liöiö var þannig skipað í
seinnileiknum: Peter Bonnetti, John
Boyle, Ron Harris, John Hollins,
Dave Webb, Marvin Hinton, Charlie
Cooke, Tommy Baldwin, Peter Os-
good, Alan Hudson, Ian Hutchinson.
Mörkin gerðu: Osgood 5, Hudson,
Hollins (víti), Webb, Harris,
Baldwin 3, Houseman.
Lúxemborgararnir sem léku:
Fusulier, Welscher L, Frantzen,
Welscher E, Schoder (Simon), Batt-
ello, Welscher R (ThiU J), Welscher
J; SchrobUtgen, ThiUG, Kaiser.
Ron Harris, fyrirliði Chelsea, skor-
aði mark og græddi pund.
Peter Osgood skoraði átta mörk
en tapaði fimm pundum.
„Leikmadur vlkuiinar”
lllWk STAPLETON
Borist hefur ósk um aö koma meö punkta úr leikferli Frank Staple-
ton. Eg ætla aö birta hér skrá yfir leiki hans en vísa aö öðru leyti til helg-
arblaðs DV þann 12. nóvember síðastliöinn þar sem ferill hans er rakinn
í stuttu máli.
Lið Keppnis- tímabil Leikir deild Mörk Leikir bikar Leikir mjólk Leikir alls Mörk alls
Arsenal Arsenal 1974- 75 1975- 76 1 23+2 4 1 1 + 1 1 1 25+3 5
Arsenal 1976-77 40 13 3 1 6 3 49 17
Arsenal 1977-78 39 13 6 4 7 2 52 19
Arsenal 1978-79 41 7 10 4 4 1 55 12
Arsenal 1979—'80 39 14 11 6 7 5 57 25
Arsenal 1980—'81 40 14 1 1 2 42 16
Man. Utd. 1981-'82 41 13(1) 1 2 44 13(1)
Man. Utd. 1982—'83 41 14 7 3 9 2 57 19
Man. Utd. 1983—'84 29 10 1 6 2 36 12
Leikir 1983—84 eru til dagsins í dag.
Samtals
Arsenal 1974—'81 223+2 75 32 15 26+1 14 281+1 3104
Man.Utd. 1981-'84 111 37(1) 9 3 17 4 137 44(1)
Alls 1974—'84 334+2 112(1) 41 18 43+1 18 418+3 148(1)
Tölur á eftir plúsmerkjum þýða fjölda leikja sem varamaöur. Tölur í
sviga þýöa fjöldi marka úr vítum.
Frank Stapleton hefur leikiö 36 landsleiki, þann fyrsta áriö 1977, og
var fyrirliði í þeim síöasta, gegn Möltu. Manchester United keypti hann
á 900.000 pund.
Leikmaður vikunnar verður fastur póstur í framtíðinni og ef einhver
vill vita um leikferil ákveðins leikmanns þá er velkomið aö senda^nn
línu.
Frank Stapleton.
Sendist til: Helgarblað DV.
Knattspyrnusíða
Síðumúla 12—14
105 Reykjavík.
SÖLUFÖLK
Oskum eftir fólki til að selja happdrættismiða.
Góð sölulaun.
Uppl. á skrifstofunni í síma 687333.
BLINDRAFÉLAGIÐ,
Samtök blindra og sjónskertra,
Hamrahlíð 17.
BELTAGRAFA TIL LEIGU í
ÚLL VERK
GERUM FÖST TILBOÐ.
UPPLÝSINGAR í SÍMA 54918.
Einbýlishúsalóðir
Hafnarfjarðarbær mun á næstunni úthluta lóöum 1. og 2.
áfanga Setbergs.
Um er að ræða 30—40 lóðir, einkum fyrir einbýlishús, en einnig
nokkur raðhús og parhús.
Lóðirnar eru sumar byggingarhæfar nú þegar, en lóðir í 2.
áfanga verða byggingarhæfar sumariö 1984.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræöings,
Strandgötu 6, þar meö taliö um gatnageröargjöld, upptöku-
gjöld, byggingarskilmála og fleira.
Umsóknum skal skila á sama stað á eyðublöðum sem þar fást
eigi síðar en 27. mars nk.
Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Bæjarverkfræðingur.
SIMi
k -****************
k
k
k
k
i
k
k
k
k
k
k
★
★
*
★
★
★
★
★
*
i
*
18936
SALUR - A
ÆVINTÝRI í
FORBOÐNA BELTINU
Hörkuspennandi og óvenjuleg geimmynd
Aðalhlutverk;
Peter Strauss
Molly Ringwald
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
íslenskur texti.
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
I
y-
$
$
y-
í
*
¥■
¥
*
¥
¥
¥
¥
¥
¥
*
★
t
t
!
!
!