Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1984, Side 4
20
DV. FÖSTUDAGUR16. MARS1984.
usta kl. 13.30. Málmblásarasveit tóníistar-
skólans leikur undir stjórn William Gregory.
Organleikari Jón Stefánsson. Prestur sr. Sig-
urður Haukur Guðjónsson. Eldri sóknarböm
sem óska aðstoðar við að koma í kirkju láti
vita í sima 35750 milli kl. 10.30 og 11 á sunnu-
dag. Sóknamefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11.00. Föstusamkoma kl. 17.00.
Kb-kjukórinn syngur undir stjórn Sigríðar
Jónsdóttur organleikara. Dagskrá um bók
safnaðarins. Þátttakendur Gunnar J.
Gunnarsson lektor, Kristján Búason dósent
og Sigurður Pálsson námsstjóri. Sr. Ingólfur
Guðmundsson. Föstudagur kl. 14.30:
Síðdegiskaffi.
NESKIRKJA: Laugardagur: Samverustund
aldraðra kl. 15.00. Jóhanna Björnsdóttir sýnir
litskyggnur frá ferðum sínum um landið. Sr.
Guðmundur Oskar Olafsson. Sunnudagur:
Bamasamkoma kl. 11.00. Guðsþjónusta kl.
14.00. Sr. Frank M. Halldórsson. MánudagUr:
Æskulýðsfundur kl. 20.00. Fimmtudagur:
Föstuguðsþjónusta kl. 20.00. Sr. Frank M.
Halldórsson.
SELJASOKN: Bamaguðsþjónusta í íþrótta-
húsi Seljaskólans kl. 10.30. Bamaguðsþjón-
usta í Olduselsskóla kl. 10.30. Guðsþjónusta í
Ölduselsskóla kl. 14.00. Fundur í æskulýðsfé-
laginu þriðjudagskvöld kl. 20.00 í Tindaseli 3.
Fyrirbænasamvera Tindaseli 3 fimmtudags-
kvöld kl. 20.30. Sóknarprestur.
SELTJARNARNESSÖKN: Bamasamkoma í
sal Tónlistarskólans kl. 11.00. Sr. Guðmundur
Oskar Olafsson.
FRIKIRKJAN I HAFNARFIRÐI: Sunnu-
dagaskólinn kl. 10.30. Safnaðarstjórn.
STOKKSEYRARKIRKJA: Bamamessa kl.
11.00. Messa kl. 2.00. Sóknarprestur.
ELLIMÁLARAÐ REYKJAVlKURPRO-
FASTSDÆMIS: Námskeiði í safnaðarstarfi
verður framhaldið mánudags- og þriðjudags-
kvöld kl. 20.15 í safnaðarheimili Bústaða-
kirkju. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup mun
tala bæði kvöldin á mánudagskvöld: „Hverju
trúum við” og á þriðjudagskvöld „Spumingar
umdauðann”.
Hafnarfjarðarkirkja
Föstumessa kl. 20.30 á sunnudag. Kennarar,
og nemendur í Lýðháskólanum í Skálholti sjá
um fjölbreytta efnisskrá í tónum og tali.
Ræðumaður Gylfi Jónsson rektor. Orgel-
leikur, Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason.
Kirkja Óháða safnaðarins
Barna- og fjöiskyldumessa kl. 11. Söngvar við
hæfi bama. Sunnudagspóstur, framhaldssaga
o.fl.
Baldur Kristjánsson.
Skemmtistaðir
HÖTEL BORG: A föstudags- og laugardags-
kvöld verður diskóið á fullu. A sunnudaginn
verða gömlu dansamir undir stjórn Jóns Sig-
urðssonar.
ARTCN, Vagnhöfða 11: Gömlu dansamir á
föstudagskvöld, einkasamkvæmi laugardags-
kvöld.
GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Glæsir leikur
fyrir dansi í kvöld og laugardagskvöld. Big
Foot verður í diskótekinu.
Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina
Fjórir listamenn með sýn-
ingu á Kjarvalsstöðum
Laugardaginn 17. mars kl. 14 verður
opnuð á Kjarvalsstöðum sýning á
verkum þeirra Ivars Valgarðssonar,
Rúnu Þorkelsdóttur, Þórs Vigfússonar
og Rúrí.
A sýningunni verða teikningar,
málverk og skúlptúr. Oll verkin eru ný
og hafa ekki veriö sýnd á Islandi áður.
Listamennirnir hafa allir stundað nám
hér heima og erlendis og hafa sýnt víða
innanlands og utan á undanförnum
árum. Sýningin er í báðum sölum
Kjarvalsstaða og er opin daglega, frá
. kl. 14—22, og henni lýkur sunnudaginn
1. apríl.
Listaverk úr steinum og reka viði
Sæmundur Valdimarsson hefur
opnað sýningu á Kjarvalsstöðum og
sýnir þar 18 verk sem hann hefur gert
á sl. tíu árum. Verk sín vinnur hann úr
steinum og rekaviði og hafa þau vakiö
mikla athygli. Sæmundur, sem er
fæddur árið 1918 á Barðaströnd,
byrjaöi á því um 1970 aö setja saman
myndir úr þessum efnum og síðar aö
vinna höggmyndir úr rekaviði.
Norsk bókakynning
í Norræna husinu
Laugardaginn 17. mars kl. 15 veröur
bókakynning í Norræna húsinu. Er þaö
þriöja bókakynningin í þessum mánuöi
og veröa að þessu sinni kynntar
norskar bækur, útkomnar 1983. Tor
Ulset, sendikennari í norsku viö Há-
skóla Islands, kynnir bækurnar, en
gestur verður norski rithöfundurinn
Dag Solstad sem ræðir um verk sín og
les upp.
Að vanda er bókakynningin öllum
opin.
Norski rithöfundurinn Dag Solstad.
Sólrisuhátíð Menntaskólans á ísafirði:
Alþýðuleikhúsið
í heimsókn
Sólrisuhátiö Menntaskólans á Isa-
firði lýkur á sunnudag með sýningu
Alþýðuleikhússins á TUbrigði við önd,
sem er annað leikrita eftir Bandaríkja-
manninn David Mamet, sem
Alþýðuleikhúsið sýnir um þessar
mundir að Hótel Loftleiðum, undir
samheitinu AndarDráttur. Þar segir
frá tveimur mönnum, sem hafast við í
skemmtigarði og ræða af mikiUi speki
um lífiö og tUveruna, og einkum sækir
náttúran í kringum þá inn í umræðu-
efnin. Með hlutverkin fara Helgi
Björnsson og Viðar Eggertsson og hafa
þeir hlotiö góða dóma fyrir leik sinn.
Tilbrigði við önd verður síðan sýnt á
mánudagskvöld á Akureyri. Þá hefjast
Listadagar Menntaskólans á Akureyri.
Sýningin á Akureyri verður í Möðru-
vallakjaUara, en á Isafirði í
Alþýðuhúsinu og hefjast þær kl. 20.30.
Sýningamar eru ætlaðar almenningi
jafnt sem menntaskólanemum.
VÖRUSVNING OG RRÐST€FNR
fyrir matvæloiSnaðinn og verslun
í McnningormiðstöÖinni við Gerðuberg, lougord. 17. mors kl. 10 - 20
35 fyrirtæki í iðnaði og umboðssölu
kynna vörur sínar á 500 m2 sýningarsvæði
Áhersla er lögð á nýjungar í sambandi við vinnslu, hreinlæti og gæðaeftirlit
í matvælaiðnaðinum
Dagskrá ráðstefnunnar
10.00
13.00
13.00-14.15
14.15- 15.15
15.15- 16.15
16.15- 16.50
16.50-17.25
17.25-18.00
18.00
20.00
Vörusýning hefst.
Fyrirlestrar hefjast.
SiguröurGreipsson: 1) Helstugerðirörvera.
2) Fiskur og vinnsla.
Þorsteinn Ólafsson: Hreinsi- og þvottaefni.
Kaffi og kynningar.
Hákon Jóhannesson: Kjöt og vinnsla.
Eirikur Þorkelsson: Mjólk og vinnsla.
Egill Einarsson: Gæðaeftirlit.
Umræður.
Vörusýningu lokið
Fyrirlesarar:
Egill Einarsgon, efnaverkfræðingur, starfar við ráðgjöf í
matvaálaiðnaði hjá Verkfr. og rekstrarráðgjöf, Lauga-
vegi 170-172.105 R.
Eiríkur Þorkelsson, mjólkurfræðingur, forstöðumaður
rannsóknarstofu M.S. Laugavegi 162.105 R.
Hákon Jóhannesson, matvælafræðingur, starfar við
ráðgjöf í matvælaiðnaði, Matvælatækni, Akralandi 3.
108 R.
Sigurður Greipsson, gerlafræðingur.
Þorsteinn Ólafsson, efnaverkfræðingur hjá Efnaverk-
smiðjunni Sjöfn, Glerárgötu 28. 600 Akureyri.
Um erindin
- Helstu gerðir örvera: í þessu erindi verður gerð grein fyrir örverum, samspili
örvera og umhverfis og hvernig eiginleikar þess ákvarða hvaöa gerðir þrifast á
tilteknum stað. Þetta erindi leggur góðan grunn að næstu erindum, þ.e. um
mjólk, fisk og kjöt.
- Fiskur og vinnsla: i þessu erindi verður gerð grein fyrir því hvers vegna góð
meðhöndlun á fiski er mikilvæg - hér skiptir meðferð, hitastig og tími meginmáli.
- Mjólk og vinnsla: Mjólkin er geysiviðkvæm og verður að meðhöndla hana með
mikilli nákvæmni. Hvernig er gæðaeftirliti á henni háttað og hvaöa kröfur eru
gerðar til mjölkurvara m.t.t. efna- og gerlainnihalds?
- Kjöt og vinnsla: Hverjar eru helstu orsakir fyrir skemmdum í kjöti og kjötafurðum
og hvernig má haga gæðaeftirliti í kjötiðnaðinum?
- Hreinsiefnin og notkun þeirra: í dag er grænsápan að mestu úr sögunni og i
staðinn kominn aragrúi sérhæfðra þvotta- og hreinsiefna fyrir hin mismunandi
tilvik. í þessu erindi verður gerð grein fyrir byggingu og eðli þessara efna og
sérhæfðri notkun þeirra og notkunarmöguleikum i matvælaiðnaðinum.
- Gæðaeftirlit: Sífellt eru kröfur neytenda að aukast og framleiðendur mega ekki
sofna á verðinum. I þessu erindi verður hugtakið, ,gæðaeftirlit‘‘ skilgreint, einnig
verður farið í gæðaeftirlit á hinum ýmsu stigum matvælavinnslunnar.
Aðgangseyrir: Ráðstefna og vörusýning
Vörusýning
Matvælatækni, Akralandi 3,108 Rvík.
Sí mar 91-39530 og 687535.
450 kr
150 kr
BROADWAY: A föstudagskvöld verðui
skemmtidagskráin „Gegnum tíðina —
manstu lagið”. Er þetta upprifjun á gömlum
og nýjum dægurlögum. A laugardagskvöld
verður Rokk '84, stanslaust stuð með Gunnari
Þórðarsyni og 25 listamönnum. Sunnudagur:
TJtsýnarkvöld.
KLUBBURINN: A föstudags- og laugardags-
kvöld verður Rocky Horror Show-kvöld í
Klúbbnum. Er þetta 20 manna dans- og
söngvahópur með sérsamið atriði byggt á bió-
myndinni Rocky Horror Show. Að þessum
söngleik loknum mun hljómsveitin Topp-
menn sjá um dansinn fyrir gesti Klúbbsins.
ÞÖRSKAFFI: A föstudags- og laugardags-
kvöld leikur Dansbandið fyrir gesti hússins.
Magnús Olarsson mætir á staðinn með grin,
glens og gaman. Stúlkur frá Ballettskóla
Eddu Scheving sýna Gríntangó og fl. Bobby
Harrison, hinn frábæri söngvari, rifjar upp
lög frá 1960.
LEIKHOSKJALLARINN: Diskótek í kvöld og
laugardagskvöld. Girnilegur matseðill.
ÚÐAL: Dúndrandi diskótek í umsjón Halldórs
Arna.
LUBBURINN