Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1984, Page 6
22
DV. FÖSTUDAGUR16. MARS1984.
Handknattleikur:
Föstudagur:
Akureyri:
Island — Rússland kl. 20.
Ef ekki verður flogið til
Akureyrar, mun léikurinn fara
fram á Akranesi.
Laugardagur:
Laugardalshöll:
Island — Rússland kl. 14.
Körfuknattleikur:
Laugardagur:
Selfoss:
1. d. ka. kl. 14 UMFL-UMFG
Álafosshlaup
Alafosshlaupiö verður haldiö
laugardaginn 17. mars kl. 13, en
þá eíga keppendur að koma til
skráningar að íþróttahúsinu viö
Varmá. Hlaupið hefst kl. 14.
Keppt verður í hlaupum karla — 7
km, unglinga og kvenna — 3km,
stráka, meyja og stúlka —1,5 km.
Júdó
Islandsmótið heldur áfram á
laugardaginn 17. mars kl. 15 í
Kennaraháskólanum. Þá verður
keppt í opnum flokki karla, flokki
pilta og í kvennaflokki.
Blak
Föstudagur:
Ydalir: kl. 20.001. d. kv.
Völsungur—Víkingur.
Íslandsmótió i fímlaikim er meðal
þass sam iþróttaáhugafölki er boðiö
upp á um helgina. Á þesseri mynd
sjáum vió Kristinu Gisladóttur,
Gerplu en hún verOur meðel
keppende á mótinu sem fram fer i
Laugardalshölinni.
ÍÞRÓTTIR
UM
HELGINA
Digranes: kl. 21.501. d. ka.
HK-IS.
Laugardagur:
Glerárskóli: kl. 13.00 bikark. ka.
KA—Þróttur.
Glerárskóli: kl. 15.00 1. d. kv. KA—
Víkingur.
Sunnudagur:
Seifoss: kl. 15.30 2. d. ka.
Samhygð—UBK.
Fimleikar
Islandsmótið í fimleikum fer
fram um helgina og hefst það í
Laugardalshöllinni á laugar-
daginn ki. 17 og verður fram
haldið á sunnudaginn kl. 14.
Badminton:
Ljómamótið fer fram á Akra-
nesi á laugardag og sunnudag.
Skíði
Bikarmót unglinga í alpa-
greinum fer fram um helgina á
Akureyri (13—14 ára) og Reykja-
vík (15—16 ára).
Skíðaganga
Laugardaginn 17. mars fer fram
í Skálafelli Reykjavíkurmeistara-
mót í 30 km skíðagöngu karla.
Mótið hefst kl. 13 og mótshald-
ari er skiöadeild Hrannar.
MEÐAL EFNIS
TVÖ BLÖÐ
Á MORGUN
„Þá varég
hvað mest
hræddur á ævinni"
en það var ekki í flugvél
Rætt við Kristin Ólsen,
handhafa flugskírteinis
nr. sjö, einn stofnenda
Loftleiða
Andinn er Með mátverkin
reiðubúinn utan á húsinu
Samtal við séra Lombardy Nokkur dæmi um að málað
um skáklist, kynlif hefur verið utan á
og köllun kirkjunnar byggingar og mannvirki
Hin hliðin á íþróttamanninum Inga Birni Albertssyni
Jónas Kristjánsson skrifar um matsölustaði
Fertugar fréttir úr blöðum
Molar úr sögu spilanna — Faðmlagið afhjúpar manngerð
þína — Traustabrestir í frönskum blaðaheimi — Brjánn
konungur — Skildi skósólann eftir á morðstað — Hvert
stefnir reggae tónlistin? — Krossgáta — Breiðsiðan og
fleira og f/eira.
Hvað er á seyði um helgina
„Súkkulaði handa
Silju" á Akureyri
Leikfélag Akureyrar sýnir nú „Súkkulaði
handa Silju,” eftir Nínu Björk Amadóttur, í
Sjallanum á Akureyri. Leikstjóri er Haukur
Gunnarsson. Leikmyndahönnuður er Guðrún
Sigríður Haraldsdóttir. Ljósahönnuður Viðar
Garðarsson. Með breytingum hefur Sjallinn
reynst ágætis leikhús og í Mánasal er hægt aö
fá ódýra rétti fyrir sýningu ef óskað er.
„Súkkulaði handa Silju” f jallar annars vegar
um samband iðnverkakonunnar Onnu (Sunna
Borg) við 14 ára dóttur sína, Silju (Guðlaug
M. Bjamadóttir) og hins vegar um heima
þeirra beggja, lífsbaráttu og helgardjamm
móðurinnar og uppreisnargjarna unglinga,
vini Silju. Tónlistin, sem er eftir Egil Olafs-
son, er flutt af Ingu og Ingimar Eydal. Leikar-
areru 9.
Um þessa helgi verða tvær sýningar á
Súkkulaöinu í Sjallanum. Sú fýrri er á
föstudagskvöld kl. 20.30 og verður dansleikur
í húsinu á eftir, en sú síðari á sunnudagskvöld
á sama tima. Flugleiðir og feröaskrif-
stofumar era með leikhúspakka norður.
Síðasta sýning á Nátttröllinu
Sunnudaginn 18. mars kl. 15 verður síðasta
sýning á leikritinu „Nátttrölliö” eftir
Ragnheiði Jónsdóttur í Tjarnarbíói. Alls taka
um 20 börn þátt í sýningunni. Aðgangur er
ókeypis fyrir fullorðna en aðeins 50 krónur
fyrir böm. Sýningunni hefur verið vel tckið.
Að sýningu lokinni mun „Djó Djó” syngja og
spila fyrir áhorfendur. Miðasala í Tjarnarbíói
frákl. 13ásunnudag.
Auk þessa mun Gunnar Kristinsson
myndlistarmaður sýna nokkur verka sinna.
Aukasýning á Forseta-
heimsókninni vegna
fjölda áskorana
A laugardagskvöldið verður aukamiðnætur-
sýning á gamanleiknum Forsetaheimsókn-
inni hjá Leikfélagi Reykjavikur. Mikil aðsókn
hefur verið að leikritinu í allan vetur og er
sýningin á laugardagskvöldið 40. sýningin. I
leikritinu tekur Frakklandsforseti upp á því
að gefa almúganum kost á að fá sig í heim-
sókn. Fjölskylda nokkur ákveður að bjóða for-
setahjónunum í mat, án vitundar húsbóndans
á heimilinu, og þar með er misskilningurinn
hafinn. Gengur að sjálfsögðu mikið á viö að
undirbúa heimsóknina fyrir nú utan allt uppi-
standið þegar forsetahjónin loks mæta til
leiks.
Þórarinn Eldjám hefur þýtt leikritið, leik-
mynd gerði Ivar Török og leikstjóri er Stefán
Baldursson. Tólf leikarar koma fram í
sýningunni. I stærstu hlutverkum eru Kjartan
Ragnarsson, Soffía Jakobsdóttir, Guðrún
Ásmundsdóttir, Sigríður Hagalín, Gisli Hall-
dórsson, Guðmundur Pálsson, Margrét Helga
Jóhannsdóttir og Hanna María Karlsdóttir.
Aðgöngumiöasala er í Austurbæjarbiói.
Saumastofan í Mosfellssveit
Leikfélag Mosfellssveitar frumsýnir
„Saumastofuna” eftir Kjartan Ragnarsson i
Hlégarði í kvöld, föstudagskvöldiö 16. mars,
kl. 21. Leikstjóri er Þórann Sigurðardóttir,
leikmynd og búninga gerði Kristin Andersen,
lýsing er eftir Áma Magnússon.
Með hlutverk fara: Guðrún E. Arnadóttir,
Valgerður Magnúsdóttir, Kristín
Jóhannsdóttir, Gunnhildur Sigurðardóttir,
Helga Thoroddsen, Guðný María Jónsdóttir,
Páll Sturluson, Guðmundur Davíðsson, og
Lárus H. Jónsson. Undirleik annast Guðlaug
Kristófersdóttir. Saumastofan er 10. verkefni
félagsins frá stofnun þess árið 1976.
2. sýning á „Saumastofunni” verður
sunnudaginn 18. mars kl. 21. og 3. sýning
fimmtudaginn 22. mars kl. 21.
Miðapantanir i símum 66822,66860 og 66195.
La Traviata og
Rakarinn í Sevilla
í íslensku óperunni
Islenska óperan sýnir óperuna vinsælu La
traviata eftir Verdi á föstudagskvöld kl. 20.
Fer nú hver aö verða síðastur að sjá þessá;
sýningu sem gagnrýnendur kölluöu „stórsig-
ur Islensku óperunnar” í haust sem leiö. Með
helstu hlutverk fara Olöf Kolbrún Harðardótt-
ir, Garðar Cortez, Halldór Vilhelmsson, Anna
Júliana Sveinsdóttir, Elisabet Erlingsdóttir
og Simon Vaughan. Fáar sýningar era eftir á
Latraviata.
Tvær sýningar verða á Rakaranum í Sevilla
eftir Rossini um helgina. Sú fyrri er á laugar-
dag kl. 16 og gefst þar ágætt tækifæri fyrir
fjölskylduna að fara saman út að skemmta
sér. Seinni sýningin er á sunnudagskvöld kl.
20. I Rakaranum eru í aðalhlutverkum
Kristinn Sigmundsson, Sigríður Ella Magnús-
dóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kristinn
Hallsson, Jón Sigurbjömsson, Guðmundur
Jónsson og Elísabet F. Eiríksdóttir.
Sýningar
Kjarvalsstaðir
við Miklatún
A morgun, laugardag, opna fjórir myndlistar-
menn sýningu á Kjarvalsstöðum, þau Ivar,
Rúrí, Rúna og Þór. Auk þess er Sæmundur
Valdimarsson með tréskúlptúra á göngum.
ÁSMUNDARSALUR við Freyjugötu: A
morgun, laugardag, kl. 15 opnar Sigurður
Eyþórsson sýningu á verkum sínum. Sýnir
hann 42 málverk og teikningar. Kl. 16.00 mun
Ester Helga Guðmundsdóttir sópransöng-
kona syngja nokkur íslensk lög við undirleik
Jórunnar Viðar. Sýningin verður opin alla
daga frá kl. 14—22 og lýkur henni 1. apríl.
GALLERl LÆKJARTORG: Engin sýning um
þessa helgi.
LISTAMUNAHUSH) Lækjargötu: Siðasta
sýningarhelgi á ljósmyndum Guðmundar
Ingólfssonar og Sigurgeirs Sigurjónssonar.
Sýningm, sem er sölusýning, er opin í dag kl.
10—18 en laugardag og sunnudag kl. 14—18.
GALLERt LIST Vesturgötu 17: Gunnar öm
Gunnarsson sýnir þar vatnslita- og monotypu-
myndir. Sýningin er opin daglega frá kl. 9—
17, laugardaga og sunnudaga kl. 14—18.
Sýningunni lýkur 1. apríl.
GALLERI LANGBROK: Opið eins og venju-
lega, lokað um helgina.
Listasafn ASÍ Grensásvegi
„Myndir úr U'fi mínu” er yfirskrift sýningar á
verkum Jóns Engilberts listmálara. Þegar
hann lést árið 1972 skildi hann eftir sig röð
mynda sem aðallega voru unnar með olíukrít.
Á sýningunni era 78 myndir úr myndröðmni
„Myndir úr Ufi mínu” en auk þess era 30
teikningar frá eldra timabUi. Myndirnar eru
ailar til sölu. Sýningin er opin aUa virka daga
nema mánudaga kl. 16—20 og um helgar kl.
14—22. SýnUigunni lýkur25. mars.
Mokkakaffi Skólavörðustíg
PáU Isaksson sýnrn þar 14 pastelmyndir sem
hann hefur siðan húðaö meö sérstöku efni á
eftir.
Sýning í
Norræna húsinu
Finnski listamaðurinn Máns Hedström
sýnir leikhúsveggspjöld í sýningarsal
Norræna hússhis.
Hér er um að ræða veggspjöld sem hann
hefur gert fyrir KOM-leikhúsið finnska, en
Hedström hefur starfað þar f áratug.
Þessi veggspjöld mynda í raun emstæða
heild í menningarUfi Finnlands á sl. áratug,
þvi að þau má næstum kalla skjaUesta heim-
Ud eða sögu KOM-leikhússins.
Sýnmgin í Norræna hússrns er opin dag-
lega kl. 14—19 til sunnudagsms 25. mars.
Sýning í
sýningarsal
Finnski listamaðurinn Máns Hed-
ström sýnir leikhúsplaköt í sýningar-
saltil sunnudagsins 25. mars. Sýningin
er opin daglega kl. 14—19.