Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1984, Síða 3
DV. FÖSTUDAGUR 23. MARS1984.
3
Rádstaf anir vegna
kjarasamninganna:
Bæturnar
koma
10. apríl
„Um þetta þurfti aö setja lög og
reglugerðir og lagafrumvarp var
lagt fram á Alþingi á þriðjudag.
Við búumst við fljótri afgreiðslu og
að bætumar komi til greiðslu 10.
apríl, reiknaöar frá 1. mars,” segir
Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri í
tryggingaráöuneytinu. Þama er
um aö ræða þær hækkanir
tryggingabóta sem ríkisstjómin
hét við gerð k jarasamninganna.
Eggert G. Þorsteinsson, for-
stjóri Tryggingastofnunar ríkisins,
sagði símana þar rauðglóandi, því
að fólk hefði átt von á hækkunun-
um fyrr. Páll Sigurðsson sagði að
formsins vegna hefði þetta ekki
getað gengið hraðar, ákvörðun
hefði ekki verið tekin fyrr en 29.
febrúar og því útilokaö að setja lög
og reglur og reikna allt út til
greiðslu fyrir 10. mars.
-HERB.
Saumastofan
íLogalandi
— f rumsýning
á laugardag
Frá Þórunni Reykdal, fréttarit-
ara DV í Borgarfirði.
Ungmennafélag Reykdæla
frumsýnir Saumastofuna eftir
Kjartan Ragnarsson í Logalandi
kl. 21 á laugardag.
Leikstjóri er Oktavía Stefáns-
dóttir, leikmynd og búningar eru
unnin af hópnum og lýsing er eftir
Eirík Jónsson og Jón Þórisson.
Leikendur em Guðbjörg Þorsteins-
dóttir, Guðleif Benediktsdóttir,
Maria Ingadóttir, Steinunn
Garðarsdóttir, Steinunn Geirs-
dóttir, Valgerður Jónasdóttir,
Armann Bjarnason, Gunnar
Bjamason og Þorvaldur Jónsson.
Saumastofan er eina verkefni
ungmennafélagsins á þessu ári og
verður það sýnt næstu vikumar.
-GB.
Veítt
af rausn
— við opnun
áfengisútsölu
á Selfossi
Hin nýja áfengisverslun að
Vallholti 19 á Selfossi var vígð
síðastliðinn miðvikudag. 130
manns var boðið til veislu og var
veitt af mikilli rausn, bæöi
drykkur og matur. Skein ánægjan
út úr Selfossbúum að vera loksins
búnir að fá þessa góðu þjónustu á
staðinn.
Jón Kjartansson, forstjóri
ATVR, setti samkomuna og bauð
gesti velkomna. I ræðu sinni
þakkaði hann hinum góðu og dug-
legu smiðum fyrir hve fljótir þeir
hefðu verið aö innrétta húsið.
Veislan fór vel fram og voru
veitingar góöar og ógleymanlegar.
Regína/Selfossi.
Brotið beinist gegn því — voru lokaorð saksóknara íhæstarétti fgær
sen i er mönni iimkær-
a st—lífinu isjálfu
Mál ákæmvaldsins gegn Grétari
Sigurði Amasyni var tekið til dóms
fyrir hæstarétti í gær eftir að sak-
sóknari, Þórður Bjömsson, og
skipaöur verjandi, Jón Oddsson, höfðu
flutt mál sitt. Að sögn Þórs Vilhjálms-
sonar, forseta hæstaréttar, má vænta
dóms innan eins mánaðar.
Eins og fram kom í DV í gær krefst
saksóknari þess aö refsing ákærða
verði ekki undir 17 ára fangelsi.
Verjandi telur hins vegar að refsi-
ramminn eigi ekki að fara fram úr 8 til
11 ára fangelsi.
Vörnin er byggð á því að ekki hafi
verið um ásetningsbrot að ræða. Það
hafi verið fyrir tilviljun að leið á-
kærða lá að sæluhúsinu á Skeiðarár-
sandi. Að skotvopn vom í bifreiðinni
hafi verið tilviljun en ekki vegna ein-
hverra áforma ákæröa.
Voðaskot í átökum
í sæluhúsinu
Verjandi telur að álíta verði að
stúlkan, Yvette, sem lést, hafi orðið
fyrir skoti sem af slysni hljóp úr hagla-
byssunni í átökum í sæluhúsinu. Þetta
hafi því verið voðaskot. Hann hafnar
þeirri kenningu að stúlkan hafi orðið
fyrir því skoti sem ákæröi hleypti úr
byssunni niðri á þjóðveginum enda
kveðst ákærði þá hafa beint hlaupi
byssunnar upp í loftið og hvergi nærri
stúlkunni. Telur verjandi nægjanlega
sannaö að ákærði hafi aldrei ætlað sér
að nota skotvopnið í öðrum tilgangi en
hræða stúlkurnar og hann hafi ekki vis-
vitandi beint byssunni að þeim.
Verjandi telur að fullyrðingar á-
kæröa um hasslykt í sæluhúsinu hafi
komið til vegna ofskynjunar hans eöa
ranghugmynda vegna fráhvarfsá-
hrifa, óreglu, og þannig verið eftirköst
óhóflegrar áfengisneyslu. Vera kunni
að saggalykt eða lykt af óhreinum og
rökum ullarfatnaði hafi komið ákærða
fyrir sem svokölluð hasslykt.
Verjandi mótmælti þeirri
staðhæfíngu ákæruvaldsins að við
sönnunarmat á ásetningi ákærða vægi
þungt það atriði að ákæröi sagði vöru-
bílstjóra rangt til um málavexti.
Akærða hafi á þeim tíma ekki verið
kunnugt um skotsár Yvette. Hann hafi
talið flutningabílinn hafa sterka tal-
stöð til að kalla á hjálp en þegar svo
reyndist ekki vera hafi hann beðið
bilstjórann að hraöa sér eftir aöstoð.
Oráðlegt hefði verið og ófram-
kvæmanlegt aö flytja hina slösuöu meö
flutningabílnum og engum tilgangi
þjónaði að tefja tímann með skýrslu-
gerð.
Varðandi þá breytni ákæröa að
setja stúlkuna í farangursgeymsluna
sagði verjandi að ákærði hefði talið
það vænlegasta kostinn.
Missti sjálfsstjórn
á geði sínu og
heilbrigðri hugsun
„Þaö sem þarna gerðist virðist mjög
tilviljanakennt og tilfallandi aðstæður
á staðnum meira og minna komið
ákæröa úr tilfinningalegu jafnvægi
þannig að hann hafi misst sjálfsstjórn
á geði sínu og allri heilbrigöri hugsun
svo jaörað hafi við sturlun þannig að
viðbrögð hans hafi orðið tilviljana-
kennd og án eðlilegrar sjálfsstjómar.
Brot ákærða virðist framið í ákafri
geðshræringu eða undir öðru skamm-
vinnu ójafnvægi á geðsmunum á ör-
skotsstund. Um ásetning er þvi ekki að
ræða,” sagði Jón Oddsson ver jandi.
Hann mótmælti þvi að ákærði heföi
ekki játað. Játning hefði legið fyrir frá
upphafL
„Akærða er vitanlega ljós sekt sín
og hefur viðurkennt brot sitt. Það gerði
hann þegar i upphafi rannsóknarinnar.
Brot ákærða var framið í geðs-
hræringu. Um ásetning var ekki að
ræða,” sagði verjandi.
1 síöari ræðu sinni sagði ríkissak-
sóknari að ákærði hefði margoft verið
staðinn að stórfelldum ósannindum.
Það væru ósannindi að hasslykt hafi
verið í sæluhúsinu. Það væru ósannindi
að hann hafi skotiö upp í loftið á þjóð-
veginum. Rakti saksóknari fleiri
staöhæfingar ákærða sem hann taldi
ósannindi.
Saksóknari skýrði frá krufnings-
skýrslu. I skýrslu læknis sagði aö 51
hagl hafi komið í bakhluta stúlkunnar.
Henni hafi verið ráðinn bani með því
að skotiö hafi verið á hana úr hagla-
byssu. Höglin hefðu fýrr en síðar
valdið dauða hennar ef ekkert hefði
verið að gert. Innilokun í farangurs-
geymslu bíls ákærða hafi hins vegar
útUokað að stúlkan gæti haldiö lifi.
„Þetta var ásetningsbrot og varðar
við 211. grein hegningarlaganna,”
sagði saksóknari.
Tilviljun að hann
varð ekki tveimur
manneskjum að bana
Hann rakti síðan brot ákærða
gagnvart Marie Luce.
„Akærði yfirgaf stúlkuna
meðvitundarlausa. Þegar hann yfirgaf
hana vissi hann ekki hvort hún væri lífs
eða liðin. Hann skilur hana eftir á
eyðistað, langt frá mannabyggð, um
miðja nótt.
Það var algjör hending aö stúlkan
lifði þetta af. Það að stúlkan liföi þetta
af var án vitundar og vilja ákærða,”
sagði saksóknari.
Hann sagöi að í þessu máli væri ekki
aö finna nokkum hlut til refsilinunar.
Þvert á móti væru mörg atriði honum
til þyngingar. Lokaorð saksóknara
voru:
„Brotið beinist gegn því sem er
mönnumkærast — lífinu sjálfu. Og það
var tilviljun að hann varð ekki tveimur
manneskjum að bana.”
-KMU.
Ákærði fannst i þessu byrgi neðariega i hliðum Hafrafells skammt frá þeim
stað sem græni Mercedes Benz-billinn fannst með líki frönsku stúlkunnar i
farangursgeymslu. Í byrginu var hann vopnaður riffli með kíki og hagla-
byssu ásamt miklu afskotfærum.
DV-mynd Guðni Bragason.
Fyllilega sakhæfur
en haldinn persónu-
leikatruflunum
Grétar Sigurður Ámason. Myndin
var tekin i ágústmánuði 1982,
nokkrum dögum fyrir hið örlaga-
ríka kvöld.
Niöurstaða geðrannsóknar, sem
Hannes Pétursson yfirlæknir
framkvæmdi á Grétari Sigurði Arna-
syni, er sú að raunveruleikamat
hans og dómgreind séu óskert og
hann teljist þvi fyllilega sakhæfur.
,,Eg tel að Grétar Sigurður Ama-
son sé ekki haldinn formlegri
geðveiki og sýni ekki einkenni um
meiriháttar taugaveiklunar-
viðbrögð. Né heldur er Grétar
haldinn greindarskorti,” segir í
niðurstöðunni.
,JEg tel hann hins vegar haldinn
persónuleikatruflunum og að hann
hafi skapbresti sem ef til vill má
rekja til lélegra uppeldisskilyrða í
bernsku og á unglingsárum.
Persónuleikatruflana Grétars
virðist helst verða vart undir á-
hrifum áfengis og/eða undir miklu
álagi og virðast viöbrögð hans þá
geta orðið heiftarleg og allt að því
tilviljanakennd þó sjálfsstjórn sé
sæmilegþess utan.
I þvi sambandi er hugsanlegt að
langvarandi þreyta og svefnleysi á-
samt eftirstöðvum mikillar áfengis-
neyslu kunni að hafa haft áhrif á að-
dragandann að þvi atviki sem Grét-
ar Sigurður er kærður fyrir,” segir
geðlæknirinn.
-KMU.
LEIKFÉLAG
MOSFELLSSVEITAR
SAUMASTOFAN - HLÉGARÐI
EFTIR KJARTAN RAGNARSSON MOSFELLSSVEIT
SÝNINGAR: FIMMTUDAGA, FðSTUDAGA OG SUNNUDAGA KL 21.00.
MIÐA- OG BORÐAPANTANIR í SÍMUM: 66822 - 66860 OG 66195