Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1984, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1984, Síða 6
6 DV. FOSTUDAGUR 23. MARS1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Harðar deilur í Noregi vegna fyrirhugaðs læknaverkfalls: Læknar vilja að Gro Harlem segi sig úr lækna- felaginu — læknar hyggjast knésetja sveitarfélögin með verkfallshótun sinni Gro Harlem Brundtland, fyrrum forsætisráöberra Noregs, telur aögerðir lækn- anna ábyrgðalausar en fær það svar að hún skuli segja sig úr læknafélaginu. „Nú er nóg komið af skítkasti frá Gro Harlem Brundtland. Hún á ekki heima í læknafélaginu lengur.” Þaö er Bengt-Lasse Lund, forseti norska læknafélagsins, sem komst þannig að orði eftir að læknafélagið hafði lent í útistööum við Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráð- Lech Walesa gagnrýn- ir handtöku höfundar Lech Walesa, leiötogi Einingar í Pól- landi, hefur fordæmt handtöku rithöfundarins Marek Nowakowski, sem er kunnur stjómarandstæðingur. Walesa hefur sakað stjómvöld í Pól- landi um að reyna að þagga niður í rithöfundum. I yfirlýsingu sem barst vestrænum fréttamönnum í hendur í gær segir Walesa: „Tilraunir era gerðar til að þagga niður í pólskum bókmenntum. Rithöfundur verður að vera hlýðinn eða hljóöur. Ella verður honum stungiöífangelsi.” Walesa lýsti Nowakowski sem frá- bæram rithöfundi sem heföi skrifaö bestu bókina um heriögin sem bönnuðu Einingu, hina óháöu verkalýðshreyf- ingu, 1981. Nowakowski var hand- tekinn fyrr í þessum mánuði. Hann er 49 ára gamall stuðningsmaöur Eining- ar og andófsmaöur. Honumhefurverið gefið að sök að hafa unniö með ótil- greindri hreyfingu á Vesturlöndum sem sé andstæðingur pólskra hags- muna. Það mátti ráða af yfirlýsingu Walesa að þama væri átt við pólska rithöfundinn og nóbelsverðlauna- hafann Czeslaw Milosz, sem er búsettur í Bandaríkjunum og hefur þrásinnis orðið fyrir árásum pólskra stjómvalda. 1 yfiriýsingu Walesa sagði að það væri hræðilegt þegar menn litu svo á aö það gæti skaöað hagsmuni Pólverja þegar „hæfileikaríkur og sannur Pól- verji” starfaði með Pólverjum erlendis, sem ,,svo gáfaður og mikill Pólverji eins og Milosz” væri fulltrúi fyrir. herra Noregs, vegna verkfalls sem læknar hafa boðað til í apríl. Gro Harlem Brundtland er sjálf læknir að mennt og félagi í læknafélaginu. Deilan spratt af því að Brundtland kallaöi verkfallið ábyrgðarlaust. ,,Eg yrði undrandi ef læknar lands- ins féllust á verkfallið,” segir hún og vitað er að skiptar skoðanir eru um þetta mál meðal læknanna. Brundtland heldur því fram að litil klika innan læknasamtakanna hafi barið málið í gegn. En læknafélagið mótmælir því harð- lega. Segir að ekkert mál hafi verið undirbúið jafnvel innan félagsins og einmitt þetta. Samtímis er Bruntland hvött til að seg ja sig úr félaginu. Baksvið þessarar deilu eru heilsu- gæsluumbætur sem fyrirhugaðar era í Noregi. Umbætur þessar eiga meöal annars að hafa það í för með sér að læknar komi í auknum mæli til starfa úti á landsbyggðinni. Samtíinis því hafa læknar náð nýjum samningum sér til handa sem fela í sér aukna möguleika fyrir þá á að reka eigin læknisstofur. Þessar umbótatillögur, sem læknam- ir vilja gjarnan að verði að veruleika, era nú til umfjöllunar hjá einstökum sveitarfélögum. Fram að þessu hafa bara 130 af 450 sveitarfélögum fallist á tillöguna. Það er til að reka á eftir „jákvæðum” svörum sveitarfélag- anna sem læknamir hafa nú boðað til verkfalla í 312 sveitarfélögum þann 1. apríl. Ef verkfalliö verður að veruleika mun neyðarþjónusta stöðvast svo og heilsu- gæsla í skólum og elliheimilum. Trúlegt þykir aö flest sveitarfélaganna muni láta undan fyrir slíkum hótunum. Fáupp- gripa- af la af sinneps- Mitterrand hvetur til viðræðna við Sovét gasi Lech Walesa. Francois Mitterrand Frakklandsfor- seti beindi orðum sinum til Banda- ríkjaþings og Bandaríkjaforseta í gær á fyrsta degi vikulangrar heimsóknar sinnar og sagði að Vesturveldin yrðu að taka að nýju upp viðræður við Sovétríkin. Ennfremur sagði hann þau þurfa aö berjast gegn fátæktinni í Þriðja heiminum ef heimsfriðurinn ætti að haldast. Obeinum oröum sakaöi hann Banda- ríkjastjóm fyrir afskipti og íhlutun í innanríkismál Suöur-Ameríkulanda, þegar forsetarnir skiptust á borðræð- um í kvöldveröarboöi í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Leiddi Reagan þetta siöasta hjá sér en fullvissaði Mitterrand um að Bandaríkin leituöu friðar og öryggis. Tíu sjómenn liggja nú á sjúkrahúsi í Svíþjóð vegna meina sem þeir hlutu af snertingu við sinnepsgas. Síðustu daga hafa 40 togarar fengið sinnepsgas um borð, þar sem þeir hafa verið aö veiðum í suðurhluta Eystrasalts. Meðal annars fékk færeyskur togari sinnepsgas í vörpuna á miðunum fýrir sunnan Gotland og þrír færeyskir sjómenn hlutu branasár. Enn vita menn ekki hvaðan gasið kemur en eflir síðustu heimsstyrjökl sökktu menn fleiri þúsund tunnum af þýsku sinnepsgasi fyrir sunnan Borgundarhólm. Áskorendaeinvígi Smyslovs og Kasparovs: KASPAROV SÁTTUR VIÐ JAFNTEFLI Kasparov og Smyslov öttu saman hestum sínum í sjötta sinn í Vilnius í Litháen í gær og fór skák þeirra í bið eftir 43 leiki. Staða Smyslovs er sjónarmun betri en fastlega má þó búast við að skákinni lykti með jafn- tefli. Þeir hafa sex peð hvor í biskupaendatafli og er staöan jö& að ööru leyti en því að Kasparov hefur tvípeð. Þótt Smyslov þyki snjall í endatafli fær hann varla gert sér mat úr svo smávægilegum stöðuyfir- burðum. Ljóst var að Kasparov, sem hafði svart, gerði sig ánægðan með skiptan hlut í gær, þvi að hann tefldi afbrigði það af drottningarbragði sem kennt er við Lasker og þykir í mesta lagi gefa svörtum jafntefli. En svartur þarf aö vanda sig ef ekki á illa að fara og því er þetta afbrigði ekki mikið teflt. Kasparov var hins vegar vel með á nótunum og nýjung hans í 17. Ieik jafnaði taflið svo til alveg. Mikil uppskipti fylgdu í kjöl- farið og eins og fyrr sagði era nú aðeins eftir tveir biskupar á borðinu og jafnteflisfnykurinn yfirgnæfandi. Biðskákina tefla þeir áfram í dag. Staöan í einviginu: Kasparov — Smyslov3 1/2 — 11/2. Hvítt: Vassily Smyslov Svart: Garrí Kasparov Drottningarbragð. 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 Be7 5. Bg5 Smyslov endurtekur auðvitað ekki 5. Bf4, eins og hann lék í 4. skákinni. Nú teflir hann aðalafbrigöiö en Kasparov hefur undirbúið sitt af hverju. 5. — h66. Bh4 0-0 7. Hcl Re4 Þessi hugmynd er kennd við fyrr- um heimsmeistara Emanuel Lasker og þykir traust og leiða til jafnteflis- legrar stööu, því að nú verða upp- skipti á biskupum og riddurum. 8. Bxe7 Dxe7 9. e3 c610. Bd3 Rxc311. Hxc3 dxc412. Bxc4 Rd713.0-0 b6 Eilífðarvandamál drottningar- bragðsins og ýmissa annarra skák- byrjana er biskupinn á c8. Kasparov reynir að leysa það með því að koma honum til b7 en þessi leið hefur á sér ógæfustimpil síðan Polugajevsky vann Kurajica snyrtilega á stór- meistaramótinu i Solingen fyrir tíu árum. önnur hugmynd er 13. -e5 og reyna að koma biskupnum út þá leiðina. 14. Bd3 c515. Bb5! Þannig tefldi Polugajevsky ein- mitt. Biskupinn gerir innrás og hótar að drepa riddarann, sem valdar c- peðið. 15. -Hd816. Bc6 Hb817. Dc2 abcd-efgh 17. -cxd4! Framhaldið i skák Polugajevsky og Kurajica varð 17. -Bb7? 18. Bxb7 Hxb7 19. dxc5 og nú neyddist svartur til þess að eyöileggja peöastöðuna með 19. -bxc5, því að ef 19. -Rxc5, þá 20. b4 Rd7 21. Rd4 ásamt 22. Rc6 með ógnandi stöðu. Leikur Kasparovs er mun sterkari og vafalaust árangur- inn af heimavinnu hans. 18. Rxd4e5! Það er mikilvægt að reka riddar- ann á brott áður en hann nær að hreiðra um sig á c6-reitnum. Kannski hefði Smyslov mátt hug- leiða 18. exd4, því að nú nær Kaspar- ov að jafna tafUö. 19. Rf5 Df6 20. Hdl Svarið viö 20. b4 hefði einnig verið 20. -Rc5! T.d. 21. bxc5 Bxf5 22. Da4 bxc5 23. Hxc5 Bd3! 24. Hfcl Hb2 og svartur hefur náð frumkvæðinu. 20. -Rc5 21. Hxd8+ Dxd8 22. Rg3 Be6 23. b4Hc8! Þannig'nær svartur endanlega að jafna taflið. 24. Bf3 Ra6 25. a3 Hxc3 26. Dxc3 Dc7 27. Dd2 Rb8 28. Re4 Rd7 29. h3 Rf6 Honum er sama þótt hann fái tví- peð. Svarta staöan ætti að vera nægi- legatraust. 30. Rxf6+ gxf6 31. e4 Kg7 32. Be2 Dc6 33. De3 Dc2 34. Kh2 Db3 35. Dxb3 Bxb3 36. Bg4 Bc2 37. Bf5 Bd3 38. Kg3 Be2 39. Bg4 Bfl 40. Kf3 Kf8 41. g3 Bc4 42.Ke3Ke743.b4 Hér fór skákin í biö og lék Kasparov (svartur) biöleik eftir um 10 mínútna umhugsun. Varla hefur hann mikið að óttast. JLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.