Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1984, Page 28
AFGREIÐSLA
SÍMI27022
með Bítlunum í fórum sínum,
alls 88 lög, flest gamalkunn
bandarísk lög, en þó eru 32
lög samin af Lennon og Mc-
Cartney. Einhver von mun
um útgáfu sumra lag-
anna. . . Listahátíðarnefnd
segist vera að kanna hingað-
komu Duran Duran, Bob Dyl-
an og Kinks á hátíðina í sum-
ar. Má upplýsa að Duran
Duran er bókuð á hljómleika
í Bandaríkjunum í sumar,
Bob Dylan og Santana hafa
tekið upp samstarf og ólík-
legt að pyngja Listahátíðar
ráði við þann reikning, en
veik von er með Kinks sem
OPr-
■ W CM
SMÆLKI
Sæl nú! Flestir eru nú
farnir að gefa út plötur.
George Best, fótboltakappi
og fyrrum fylliraftur, hefur
sungið inn á piötu ásamt unn-
ustu sinni og ungfrú alheimi,
ary Stavin, og útgáfan er
iður í mikilli líkamsræktar-
..erferð parsins en lagið heit-
ir: It Takes Two To Shape Up
and Dance. . . Status Quo
hyggst leggja af hljómleika-
ferðir og síðasta upptroðslan
verður utan dyra í Lundúnum
um miðjan júlí, en löngu er
uppselt á hljómleikaröð í
byrjun sumars.
Von er á svana-
söng Soft Cell í formi breið-
skífu nú í lok mánaðarins,
This Last Night In Sodom og
Bananarama og Blancmange
gefa út plötur í byrjun
apríl. . . Eins og komið hefur
fram fann BBC upptökur
ferðast um Evrópu næstu
mánuðina. . . Frankie Goes
to Hollywood er áT leiðinni
með nýja smáskífu til að
fylgja eftir Relax-laginu;
nýja lagið heitir two Trib-
es. . . Motorhead hefur
stokkað upp spilið og Lemmy
er eini upphafsmaður sveit
arinnar sem eftir er. Tveir
nýir gítaristar og trommari
úr Saxon, Pete Gill, eru inn-
anborðs.. . Nýja breiðskífan
frá KajaGooGoo er væntan-
leg í byrjun næsta mánaðar-
. .. Nena er síður en svo
fyrsta þýska hljómsveitin
sem kemst á topp breska list-
ans. A síðustu árum hefur
Goombay Dance Band, Trio
og Nicole, gist toppsætið í
Bretlandi. . . Meðal laga á
nýrri breiðskífu Rockwells er
bítlaperlan Taxman eftir
George Harrison. \
-GSL
Tónlist frá heimkynnum kondórsins
í FLESTAR GERÐIR BIFREIÐA. HLÝ
TEYGJANLEG EFNI í FJÖLBREYTTU LITAÚRVALI
BENSÍNSTÖÐVAR SKEUUNGS
SKELJUNGSBÚÐIN SÍÐUMÚLA
Hér á landi hafa hinar suður-
amerískupanflautur veriölítt þekktar
og ekki veit ég til þess að nokkur Is-
lendingur hafi spilaö á þær svo að
heyrst hafi. Þau litlu kynni okkar af
þessum flautum eru af plötum
rúmenska flautuleikarans Zamfir.
Hann hefur undanfarín ár útsett vinsæl
dægurlög og stef úr klassískum verk-
um fyrir þessar flautur með allgóðum
árangri og hafa þessi lög mikið verið
spiluö í ríkisfjölmiðlunum. En
panflauturnar eru ekki gerðar til þess
að spila vestræn dægurlög heldur eru
þær einkenni á suður-amerískum þjóð-
lögum og eru hljóðfæri sem
indíánamir í Andesfjöllum hafa þróað
fyrir sína tónlist.
Incantation er bresk fimm manna
hljómsveit sem hefur tekið fyrir þetta
sérkennilega hljóðfæri og spilar þá
tónlist sem sköpuð er fyrir
panflautur. Hafa þeir gefiö út tvær
hljómplötur þar sem þeir hafa útsett
þessi þjóðlög á mjög svo aðgengilegan
hátt að unun er að hlusta. En þaö þarf
að hlusta vel til aö finna hin sérkenni-
legu áhrif sem þessi tónlist hefur á
mann. Til fyllingar við stefin spila þeir
einnig á hina ýmsu gítara, spænska og
suður-ameríska og em greinilega
engir byr jendur á því sviði.
Incantation gaf út fyrstu plötu sina
fyrir tveim árum og nefnist hún
Cacharpaya (Panpipes Of The Andes).
ÖIl lögin tólf á plötunni eru suður-
amerísk þjóölög aö undanskildu einu.
Á þeirri plötu em meðlimir Incantati-
on sjö, en tveir þeirra heltust fljótt úr
lestinni, enda virðist mér þeir tveir
vera minniháttar þegar miö er tekið af
seinni plötu Incantation.
Utsetningar á þjóðlögunum eru
aðgengilegar og þrátt fyrir yfirleitt
einföld stef hefur þeim félögum tekist
aö gæöa tónlistina því lífi með út-
setningum sínum sem þarf til að hinn
almenni hlustandi leggi við eyrun.
Enda fór svo að platan varð mjög
vinsæl og titillagið Cacharpaya fór
hátt á breska vinsældalistann.
Það vekur nokkra furðu að þjóölag
spilað á panflautur og gítara skuli
komast á vinsældalista, en það sýnir
það að sé góð tónlist spiluö reglulega
getur allt skeð. Cacharpaya er takt-
mikið lag sem hefur fengið frábæra|-
meðhöndlun félaganna í Incantation,
og þaö má einnig segja um lögin og
plötuna í heild að betri meðhöndlun
geti þessi þjóðlagatónlist ekki fengið í
hinum vestræna heimi.
Þrátt fyrir hinar óvæntu vinsældir
Cacharpaya (Panpipes of The Andes)
hafa þeir Forbes Henderson, Simon
,
Rogers, Mike Taylor, Tony Hinnigan
og Chris Swithinbank, sem skipa
Incantation, ekki freistast til aö breyta
um tónlistarstefnu.
Á nýjustu plötu þeirra, Dance Of The
Flames, er enn að finna suður-amerísk
þjóðlög i útsetningum þeirra. Það sem
helst hefur breyst er að söngurinn
skipar meiri sess hjá þeim en á
Cacharpaya. Á þeirri plötu var aðeins
eitt lag raddað, en á Dance Of The
Flames er hægt að tala um aö þrjú lög
séu sungin og kemur þaö ekki niður á
gæðum laganna. Sungiö er á f rummáli.
Það eru í heild litlar breytingar á
tónlistinni frá fyrri plötunni. En samt
finnst mér eins og meira hafi verið lagt
í útsetningar og upptökuvinnu á Dance
Of The Flames, enda sjálfsagt meiri
peningar verið til umráða.
Það eru tíu lög á plötunni, allt
þjóðlög í útsetningum Incantation. Og
það er sammerkt meö þessum tveim
plötum að erfitt er að gera upp á milli
laga. Annaðhvort finnst þér þessi tón-
list góð og þá finnst þér öll lögin góð,
eða á hinn veginn, þér líkar ekkert. En
viss ef ég um að allir unnendur hvers
konar þjóölagatónlistar grípa þessar
plötur fegins hendi. Þetta er sjálfsagt
einhver besta kynning sem suður-
amerisk þjóðlagatónlist hefur fengið í
hinum vestræna heimi.
ÍNCANTATION — CACHARPAYA (PANPIPES OF THE ANDES) - DANCE OF THE FLAMES
Það getur verið dálítiö óþægilegt að
fá í hendur plötu hverrar aöstand-
endur eru algerlega framandi; þama
er plata með tíu lögum og á albúminu
er mynd af fimm náungum og á texta-
blaðinu eru þeir nafngreindir (þó
þannig að maður veit ekki hver er
hvað) og svo er bara að hlusta. Þrátt
fyrir nokkrar eftirgrennslanir tókst
mér ekki að afla frekari upplýsinga
um þá sveit sem hér á í hlut, þýsku
(það byggi ég á nöfnum meðlimanna)
Nyjar
plötur
hljómsveitina Twelve Drummers
Drummlng, og er við hæfi að senda
dreifingaraðilum hérlendis litla
ádrepu fyrir að láta ekki upplýsingar
fylgja slikum nýstirnum. En kannski
ókunnugleikinn tryggi fremur hlut-
læga hlustun.
Eg geri fastlega ráð fyrir því að
þetta sé fyrsta breiðskífa sveitarinnar
þar sem platan er ekki sérstaklega
nafngreind. Og innihald plötunnar
bendir líka í þessa átt. Tónlist TDD er
nokkuö ungæðisleg og á eftir að taka
verulegum þroska ef að líkum lætur.
Músíkin myndi flokkast undir léttverk-
aö popp, ekki þó af allra léttasta meiöi
því að þeir bera sýnilega nokkrar
.taugar til „artrokksins”, samanber
Genesisstæl í laginu Your Voice og
einnig er ljóst að David Bowie stendur
þeim ekki fjarri, söngvaranum i það
minnsta, sem fellur í eftiröpunargryfj-
una eins og fleiri (hver láir þeim þaö
svo sem?) í laginu Have You Heard It?
Það sem tengir tónlistina yngri stefn-
um er helst mjög svo einfaldur bassa-
leikur sem mér finnst passa illa inn í
annars metnaöarfull lög, ég nefni sem
dæmi Out On The Streets.
Lögin sem slík eru mörg hver ansi
álitleg og vel til þess fallin að „fara á
heilann á manni”. Laglínur verða því
að teljast frambærilegar en ekkert lag-
anna er þó að mínu mati líklegt til að
seilast hátt á lista, platan er mjög jöfn
út í gegn, rís hvergi verulega hátt en
dettur heldur ekki niður fyrir gott
meðallag.
TDD er fimm manna sveit og
ástæða til að kynna liðið: Ralf Aussem
(gítar), Colin Drummond (hljómb.),
Rudi Edgar (söngur), Kurt Schmidt
(bassi) ogSibiSiebert (trommur). Það
eru þeir Edgar og Schmidt sem að
mestu sjá um lagasmíðar þótt allir
meðlimir komi við sögu og nokkrir að
auki. Athygli hlustenda beinist fyrst og
fremst að Edgari söngvara sem skilar
sínu með prýði og er ekki hægt að
heyra á framburöi hans að hér sé Þ jóð-
verji á ferð. Aörir meðlimir sýna lítil
tilþrif sem vert er að nefna, heildin er
góð á kostnaö einstaklingsins (stenst
þetta?).
Semsagt: ágætisfrumraun hjá
þýskum drengjum en tónlistin í léttara
lagi.
-TT.
IIMCANTATIOIM
TWELVE DRUMMERS DRUMMING:
Ungæðisleg
en lofar góðu
/^Tgwlislarij
SÆTA ÁKLÆÐI