Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR 26. MARS1984. Kennsluefni ískólum landsins: Ljósritað efni í miklum meirihluta „Af því innlenda efni sem ríkis- sjóöi ber aö greiða fyrir samkvæmt samningi um ljósritun og aöra eftir- gerö í íslenskum skólum reyndist hlutur kennslubóka og fræðirita vera um 95% og hlutur fagurbókmennta um5%.” Svo segir- m.a. í niðurstööum nýrrar könnunar sem Hagþenkir, félag handhafa höfundarréttar á fræðiritum og kennslugögnum, hefur gengist fyrir. Könnuð var ljósritun og önnur fjölföldun úr útgefnum verkum. Fór könnunin fram nú eftir áramót og stóö í fjórar vikur sam- fleytt. Hún tók til 10 skóla, þriggja framhaldsskóla og átta grunnskóla í og utan Reykjavíkur. Niöurstööur eru þær helstar að í þeim sjö grunnskólum sem könnunin náöi til reyndust 54% þess sem ljós- ritaö var úr útgefnum verkum vera innlent kennsluefni. Innlend fræðirit voru 5% af heildinni, fagurbók- menntir 2% og ljóöasöfn 2%. 37% var erlent kennsluefni. I framhaldsskólunum reyndist skipting ljósritaös efnis vera þessi: kennsluefni 72%, fræðirit 15%, fagur- bókmenntir 2% og blaöagreinar 11%. Þar er bæði um innlent og erlent efni aö ræöa. Hagþenkir hefur ekki fengiö aðild að samningi menntamálaráðuneytis og hagsmunafélaga höfunda og út- gefenda. En ofangreindir aðilar hafa oröiö ásáttir um aö skipa gerðardóm til að úrskuröa gjöld fyrir ljósritun útgefinna verka í skólum. Verður máliö dómtekiö í dag og mun dómur- inn taka til greiðslna fyrir tímabilið 1972—1983. Ovíst er hvort félags- menn Hagþenkis fái greiöslur aftur í tímann þar sem þeir hafa ekki aðild aö samtökunum. Ríkir mikil óánægja í rööum þeirra vegna þessa, ekki síst meö tilliti til niöurstööu könnunar þeirra þar sem kemur í ljós aö ljósritun kennslubóka og fræöirita virðist vera yfirgnæfandi meirihluti þess efnis sem kennt er í skólumlandsins. -JSS Laugavegur 63 flytur á Framnesveginn I morgunsárið á sunnudaginn var timburhúsiö aö Laugarvegi 63 flutt til sinna nýju heimkynna aö Framnes- vegi. A næstunni er einnig ráögert aö flytja húsið aö Laugavegi 61 á sömu slóðir og hitt. Flutningarnir tókust vel og eins og sjá má virðist húsið sóma sér vel uppi á palli vöruflutningabíls- ins. I þessu húsi var lengi blómaversl- un Þórðar á Sæbóli og muna líklega margir Reykvíkingar eftir henni. APH DV-mynd S. Landgræðsla í Sauðlauksdal: Ekkert óeöli- legt við vinnu- brögðþar —segir landgræðslustjóri „Viö fullyröum aö starf land- græösluvaröar og annarra viö viðhald girðinga, slátt og áburöardreifingu við landgræðslu i Sauölauksdal hefur ekki verið óeölilega tímafrekt eins og ein- hverjir hafa verið að elta ólar við,” sögðu þeir Sveinn Runólfsson og Stefán H. Sigfússon hjá Landgræöslu ríkisins í samtali við DV. „Við teljum okkur vita hvaöan þess- ar dylgjur koma en þetta er innan- sveitarmál og snertir gagnrýni ákveð- inna bænda á landgræðsluvörð sem hefur ekki einu sinni þegið laun sl. tvö ár en hann er aúk þess fastur starfs- maður Flugmálastofnunar við flug- völlinn á Patreksfirði sem er á um- ræddu svæöi. Egill Olafsson land- græðsluvöröur hefur ekki þegið önnur laun en 5 þúsund krónur í umsjónar- laun 1981. Kostnaöur við landgræðslu í Sauölauksdal árið 1981 var kr. 44.646 og 1982 var kostnaðurinn kr. 39.107. Áriö 1983 var kostnaöurinn samtals kr. 58.065 og eru þar innifalin laun starfsmanna, ýmsar vörur, leiga á vél- um og áburður. ,,Er þetta síst meiri kostnaöur eða óeðlilegri en viö land- græöslu á öðrum svæðum,” sagöi Sveinn Runólfsson. „Melskuröur í Sauðlauksdal er framkvæmdur meö melskurðartækjum frá Gunnarsholti og kemur því ekki fram sem kostnaður í því uppgjöri sem hér er nefnt. Þá er áburðarflug að öllu leyti framkvæmt með tækjum frá Gunnarsholti og áburður og grasfræ sent með skipum til Patreksfjarðar. Á síöustu árum hefur veriö dreift 50 tonnum af áburði árlega nema áriö 1983 þegar sýnt var að vegna samdráttar í landgræöslu- starfinu var ekki talið framkvæman- legt að senda áburðarvél og hleðslu- tæki vestur en dreift var sex tonnum af áburði meö dráttarvélum og er sá dreifingarkostnaður talinn meö í fyrr- greindu yfirliti. Kostnaður vegna áburöarflugs kemur því ekki fram í uppgjöri við landgræðsluvörð þar sem það er alfarið kostað frá Gunnarsholti hvað varðar flugmenn, hleðslumenn og tæki. Allt giröingarefni til viðhalds er sent frá Gunnarsholti,” sagði land- græðslustjóri meðal annars. Lagði hann áherslu á að fréttir af því að land- græðsla á Sauðlauksdalssvæöinu væri tímafrek eða óeðlilega tímafrek og kostnaðarsöm væru uppspuni og „ekki blaðamál”, eins og hann komst að orði. HÞ. I dag mælir Dagfari i dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Jónas Bjarnason í gæsluvarðhald Maður er nefndur Jónas Bjarna- son og hefur um tíma verið skipaður forstöðumaöur hjá Framleiðslueftir- liti sjávarafurða fyrir þá verðleika, að hafa nokkurt vit á fiskmati og vinnubrögðum á því sviði. Er þaö meira en hægt er að segja um fyrir- rennara Jónasar í því starfi, sem sendur var í ársleyfi á fullum laun- um, þegar stjórnvöldum var ioks ljóst, eftir áralanga forstöðu þess manns, að honum var flest betur gef- ið en þekking á fiskmati. Þótti það á sínum tíma bera vott um að maður- inn átti góða að í kerfinu þegar hann var ráðinn í starfiö og fimlega staðið að verki þegar hann var verðlaunaö- ur fyrir slóðaskap og klúður, með hvíldarleyfi á fullum launum ein- hvers staöar úti í heimi. Aftur á móti voru menn á einu máli um að með tímabundinni ráðn- ingu Jónasar Bjamasonar væri rétt- ur maður kominn á réttan stað. Lét Jónas hendur standa fram úr ermum og hóf ailsherjarendurskoðun og uppstokkun á skipulagslausri mats- gerð í sjávarplássum og hafði til þess dyggan stuðning sjávarútvegsráðu- neytislns. Var enda öllum ljóst að ekki gekk til lengdar að meta fisk í gæöaflokka út frá hjartalagi og kunningsskap matsmanna, af þeirri cinfóidu ástæðu að það voru fiskamir en ekki matsmennirnir sem þurftu á gæðastimpli að halda þegar salan fór fram. Út af fyrir sig er það viðfelldin tilhugsun að mátsmenn séu almenni- legir við útvegsmenn og sjóara og geri ekki rellu út af smámunum, en það er auðvitað verra fyrir sölusam- tök og þjóðarbú þegar kúnnamir uppgötva til syvende 'sidst að gúanóið er borið fram sem fyrsti gæðaflokkur á matborðin vestra. Ameríkanar borða ekki gúanó tvisvar og það jafn- vel þótt þeir beri fulla virðingu fyrir hjartagóðum matsmönnum uppi á Islandi. Þessu vildl Jónas brcyta og ekki var að heyra annað en að útvegs- menn og fiskvinnslufyrirtæki væra á sama máli. Þegar Jónas vfldi hins vegar hrinda endurbótum sínum í fram- kvæmd, sem vom ekki flóknari í sniðum en svo að sá fiskur var settur í fyrsta gæðaflokk sem átti að vera í fyrsta gæðaflokki, og sá fiskur met- inn í annan gæðaflokk sem átti að vera í öðrum, — þá fór alit á annan endann. Sjómenn urðu ævareiðir, út- vegsmenn urðu ævarelðir og sjávar- útvegsráðuneytið var steinhissa. Vora nú góð ráð dýr og gekk mað- ur undir manns hönd að afneita Jónasi og hinu nýja fískmati. Gall- inn var hins vegar sá að Jónas gekk áfram laus og héit því til streitu að fiskur ætti að metast eftir gæöum en ekki kunningsskap. Um tíma var ekki vitað hvemig þessari uppákomu reiddi af en að lokum hefur vandamálið Jónas Bjaraason verið tekið föstum tökum. 1 Mbl. á laugardaginn er haft eftir formanni útvegsmanna á íslandi að „ráðuneytið hafi Jónas í gæslu”. „Þeirri gæslu treysti ég,” segir Kristján Ragnarsson, „og hef því ekki frekari áhyggjur af honum”. Eflaust er fleirum en Kristjáni Ragnarssyni léttir að því að Jónas Bjamason hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald fyrir að hafa vit á fiskmati, þannig að matið fari aftur eftir því hvemig kunningsskap og hjartalagi matsmanna er háttað, þegar nokkurra daga gamall, mar- inn og gráýldur fiskur þarf að kom- ast í fyrsta flokk af tillitssemi við tekjumöguleika útgerðar og sjó- manna. En hvemig er þaö? Skyldu ekkl einhverjlr fleiri ganga lausir sem hafa vit á því sem þeir em að gera? Mérerspura. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.