Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Síða 8
DV. MÁNUDAGUR 26. MARS1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd BROTTFLUTNING- UR FRAKKA BYRJ- AÐUR FRÁ BEIRÚT Ásakanir um ógnanir og kosningasvindl — varpa skugga á forsetakosningarnar f El Salvador sem voru of f lóknar í f ramkvæmd fyrir f lesta venjulega kjósendur—Búist við að Duarte, frambjóðandi kristilegra, hafi sigrað d’Aubuisson, frambjóðanda hægri öfgamanna Asakanir um ógnanir og kosninga- svindl róttækra hægrimanna varpa mikilli rýrö á gildi forsetakosninganna í E1 Salvador í gær. Ofbeldi setti sinn svip á framkvæmd þeirra og mikill ruglingur vegna flókinna fram- kvæmda. Kjörstöðvum hafði naumast fyrr veriö lokað en bandalag mið- og hægri flokka sakaði vopnaöa hægri öfgasinna um aö hafa flæmt trúnaðarmenn ann- arra flokka út úr kosningamiöstöð í Ilo- pango við útjaðar höfuðborgarinnar SanSalvador. Bandalagið skýrði ennfremur frá því að trúnaðarmenn þess í Sonsonate og Zacatecoluca hefðu fyrr í gær fundiö kjörkassa troðna af atkvæðum fyrir lýðveldisbandalagið (Arena), en fram- bjóðandi þess er Roberto d’Aubuisson, sem mjög er umdeildur vegna gruns um aöild hans að „dauðasveitunum” svonefndu. Ofullkomnar kjörskrár og mjög flókin kosningaaðferð leiddi víða til algers öngþveitis þegar tugir þúsunda manna reyndu án árangurs að fá að skila atkvæði sínu. Að mati Thomas Pickerings, sendi- herra Bandaríkjanna, hafði kvíði stjómvalda fyrir kosningasvikum leitt þá til þess að setja upp of flókið kosningakerfi fyrir venjulegt fólk að skilja. Aðaltölvuráðgjafinn við yfirkjör- stjórnina sagði af sér undir lok kjör- fundar og sex tölvustarfsmenn gengu út með honum í samúðarskyni í deilunni. Mun það seinka fyrir taln- ingu. — Tölvuráðgjafanum hafði gramist efasemdir um ráðvendni hans. Julío Adolfo Rey Prendes, fram- kvæmdastjóri kristilegra demókrata, sagði að flokkur hans hefði um hríð hugleitt að lýsa kosningamar ómark- tækar vegna ágalla á framkvæmdinni en þeir væru nú hættir við. Sagði hann fréttamönnum að kristilegir demó- kratar og Jose Napoleon Duarte, for- setaframbjóðandi þeirra, hefðu unnið. „Við unnum í höfuöborginni og úti á landsbyggðinni þótt ég viti ekki enn með hve miklum mun.” Annar hópur franskra friðargæslu- dáta heldur frá Beirút í dag en deilur eru hafnar meðal hinna stríöandi fylk- inga Líbanons um hverjir skuli fylla þaö skarö sem myndast þegar Frakkamir em f arnir. 200 Frakkar fóm frá Beirút í gær og vom þá um 1150 franskir dátar eftir við „grænu línuna” svonefndu, sem skilur milli borgarhluta múslima og kristinna. Oryggisnefnd skipuö fulltrúum allra deiluaðila í Líbanon eftir þjóösáttar- viðræðumar í Sviss kom saman til síns fyrsta fundar í gær en náði þó ekki samkomulagi um hvernig hindra mætti að barist yrði um stöðvar Frakk- anna. D’Aubuisson, frambjóðandi hægri öfgamanna og varaforsetaefni hans, Hugo Barrera, á kosningafundi í San Salvador i siðustu viku. Spáð hafði verið sigri þeirra en síðustu fréttir benda til þess að Jose Napoleon Duarte hafi haft betur. Kvik- mynda- verð- laun i London Breska myndin Edueating Rita sópaöi til sín verðlaunum sem besta myndin meö besta leikarann og bestu leikkonuna í árlegri verð- launaveitingu bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar í gær- kvöldi. Julie Walters og Michael Caine fóru með aðalhlutverkin í myndinni en Caine deildi sínum verðlaunum með Dustin Hoffman, sem heiðraö- ur var fyrir leik sinn í myndinni Toottsie. vann í Kansas Tvíefld kosningaherferð Gary Harts' í Montana á síöustu stundu geröi það að verkum að hann fór þar með sigur af hólmi yfir Walter Mondale í forkosningum demókrata. Fékk þingmaðurinn 49% á meðan varaforsetinn fyrrverandi fékk 35%. — Jesse Jackson fékk 5% en 9% skiluðu auöu. I öðrum forkosningum um helgina sigraöi Mondale Hart í Kansas og í Virginíu og heldur því enn forystu í kapphlaupinu um útnefningu til for- setaframboðs fyrir demókrata. Forkosningunum í Virginíu lýkur þó •<-----------------m. Mondale á kosningaferðalagi, en hann hefur nú forystu á keppinauta sína, Hart og Jackson. Stórbruni i Mandalay —2.700 byggingar eyðilögðust og23 þúsund misstu heimili sín Yfir 23 þúsund manns misstu heimili sín í hrikalegum eldsvoða í Mandalay, næststærstu borg Burma, um helgina. Um 2.700 byggingar eyðilögðust í eldinum. Það er talið að tíu manns hafi farist í eldinum í gær, sem byrjaöi með því að neisti komst í kókósspæni í svæfla- gerðarhúsi. — Tjóniö er metið til 33 milljóna dollara. Eldurinn barst óðfluga hús úr húsi. Ibúðarhús, skrifstofur, verslanir, klaustur, kvikmyndahús og heilsuhæli eyðilögðust í brunanum. Borgin lá í myrkri í nótt, þegar raf- magn fór af og símasamband rofnaði víða í Mandalay. Verstu útreiðina hlaut eldra íbúðar- hverfi borgarinnar, þar sem götur voru ekki nógu breiðar til þess að slökkviliðsbílar kæmust þar um. I maí 1981 varð stórbruni i Mandalay og fórust þá átta manns en 36 þúsundir misstu heimili sín þegar yfir 6.000 byggingar urðu eldinum að bráð. ekki fyrr en í dag og er Jackson talinn eiga möguleika á að hremma sigurinn frá Mondale. BRETA- DROTTN- INGÍ JÓRDANÍU Elísabet Englandsdrottning byrjar í dag fyrstu opinberu heimsóknina sem breskur þjóðhöföingi hefur farið til Jórdaníu. Mikill öryggisviðbúnaður var hafður við komu hennar eftir að sprengja var sprengd í Amman, höfuð- borginni, á laugardag. I för með hennar hátign er eigin- maður hennar, Filippus prins. Þau munu dvelja í höll nærri íbúðarhöll Husseins konungs í miðborg Amman. Róttækur hópur úr skæruliða- samtökum Palestínuaraba lýsti sig ábyrgan fyrir sprengingunni á laugar- dag, en hún var í miðborg Amman. Þrátt fyrir hana lagði Margaret Thatcher forsætisráöherra áherslu á aö heimsóknin yrði engu að síður farin. Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson Guðmundur Pétursson Hart vann í Mont- ana en Mondale

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.