Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR 26. MARS1984. Kyssa á vöndinn Mér hefur runnið til rifja eymd launafólks undanfarið. Gífurlegir f jármunir eru færðir frá þeim fátæku tilhinnaríku.Fólk sem vinnur hörð- um höndum myrkranna á milli þarf að betla af ættingjum eða hinu opin- bera. Þvilík niöurlæging! Æðsta forysta launafólks hefur innsiglað kjararániö með því að undirrita aumustu kjarasamninga í sögu landsins. Samkvæmt skoðana- könnunum DV er röskur helmingur þjóðarinnar ánægður meö þessa samninga og vinsældir ríkisstjómar- innar fara vaxandi. Stórfyrirtækin og ýmis samtök atvinnurekenda til- kynna hvert á eftir öðru batnandi afkomu. Gleöi og bjartsýni peninga- furstanna vex í réttu hlutfalli við þunglyndi og kvíða okkar launaþræl- anna sem sjáum á eftir öllum okkar launum í skuldir strax á útborgunar- degi. Þúsund króna hækkun mánaðarlauna breytir þessu ástandi nákvæmlega ekki neitt! Glæta í myrkrinu Það léttist heldur á mér brúnin þegar fréttir bárust af því aö Dagsbrúnarmenn hefðu kolfellt samning ASI og VSI. Það var þó eitt- hvaö annaö en sá aumi félagsskapur BHM sem einhverra hluta vegna semur um kaupið mitt. Nokkrum dögum áður höfðu forysta BHM og stórgrósser Albert orðið ásátt um að ég fengi til baka 950 kr. af þeim 6000 sem búið vara að ræna af mánaðar- kaupinu mínu síðastliðið ár. Við svo Þorvaldur örn Árnason LÍFFRÆÐINGUR, STARFAR HJÁ menntamAlaráðuneytinu. búiö fannst þessum aðilum réttlæt- inuverafullnægt. Það var ánægjulegt að sjá að hin harða barátta verkamanna í Straumsvík skyldi bera árangur. Eftir fréttum að dæma virðast þeir hafa endurheimt nær helminginn af kjararáninu sem má teljast gott nú á þessum síðustu og verstu tímum. Nóg græðir erlendi auðhringurinn á vinnu þeirra samt. Nokkur af þeim félögum sem höfnuðu ASI—VSI-samkomulaginu hafa náð fram ögn skárri samning- um en endurheimta þó aðeins lítið brot af kjararáninu. Það er þó virðingarvert að þau hafa samiö um óskert laun handa 16—18 ára unglingum. Foringjarnir í ASI og VSI réðust ekki á garðinn þar sem hann var hæstur þegar þeir komu sér saman um að skilja þennan hóp eftir. Meirihluti þessara unglinga er við nám í framhaldsskólum. Þeir njóta ekki lána eða styrkja og þurfa að greiöa fyrir dýr námsgögn og eru ekki ofsælir með sumarkaupiö sitt þó það sé greitt án sérstakrar skerðingar. Baráttufundur kennara í Sigtúni Það sem hefur Iyft mér hvað hæst upp úr þunglyndinu upp á síðkastið var þátttaka í baráttufundi kennara í Sigtúni 13. þ.m. Loksins var ég kominn meðal fólks þar sem ríkti baráttugleöi og jafnvel bjartsýni í heilar tvær klukkustundir. Húsiö var troðf ullt af kennurum og voru konur í talsverðum meirihluta eins og í kennarastéttinni og flestum öðrum stéttum sem hlúa að mannslífum og menningu. Svo vill til að einmitt þess háttar störf eru lægst metin til launa. Konumar voru ekki einungis í meirihluta í salnum heldur einnig meðal ræðumanna. Það var enginn skortur á ræðumönnum. Þeir streymdu upp í pontuna hver á eftir öðrum. Sumir voru reiðir og sárir en aðrir sátu á sér. Margir töluðu af hita og tilfinningu en nokkrir af köldu raunsæi. Flestir töluðu óbund- ið mál en einstaka maður bar fram hvatningarorð eða níð í bundnu máli. Hvað sögðu kennarar á fundinum? Allir voru sammála um aö fella samning BSRB og f jármálaráðherra því hann væri verri en ekki neitt. Það væri skárra að láta dæma á sig léleg laun en samþykkja þau sjálfur. BSRB hefur brugðist. Hlutverk þess er nú naumast annað en að reka orlofsbúðir og ferðaskrifstofu. Til- laga um að stefna að úrsögn úr BSRB og stofna heildarsamtök kenn- ara og jafnvel allra uppeldisstétta var samþykkt samhljóða. Laun kennara eru á bilinu 15— 20.000 kr. á mánuði. Eftirlaun kenn- ara sem lætur af störfum eftir ára- tuga starf eru 12.000 kr. á mánuði. Það lifir enginn af þessum launum, sama hvort þau eru 12 eða 20 þúsund. Við erum tæpast matvinnungar. Það er hlegiö aö okkur í kunningjahópi þegar við segjum frá þvi hvað við höfum í kaup og undrast yfir aö við skulum fást til að gegna því starfi sem við höfum menntaö okkur til í 3—5ár íháskóla. Kona kom í pontu og sagði starfs- ævisögu sina. Hún lauk 2 ára verslunamámi og vann sem ritari í nokkur ár. Síðan dreif hún sig í 5 ára háskólanám og fór að kenna. Sem kennari fær hún nú 10.000 kr. minna í mánaðarlaun en hún gæti fengið sem ritari með verslunarpróf á hinum frjálsa markaði vinnuaflsins þar sem launataxtar segja ekki alla söguna. Það er orðinn munaður að leyfa sér að vera kennari. Það stefnir í það að kennslustarfið verði hobbí fyrir húsmæður sem hafa góða fyrirvinnu ogleiðistheima! Margir kennarar leggja sig fram við að þróa starf sitt og ber mikil að- sókn að endurmenntunarnámskeið- um kennara vott um það. Betri kennsla krefst meiri undirbúnings og heimavinnu um kvöld og helgar. Heimilin varpa stærri hluta af upp- eldinu yfir á okkur kennara. Það þarf að endurmeta allt mat á vinnu- tíma okkar því það miðast við kennsluhætti sem eru að leggjast af. Margar konur í hálfu starfi vinna 40 stundir á viku þó þær fái aðeins greitt fyrir 20. Þeir sem fá greitt fyrir 40 st. vinna 60 og er þaö þó hvergi nóg. Vikuleg kennsluskylda er mun hærri hér á landi en á öörum Norðurlöndum. Fjármálaráðuneytiö sveik loforö frá þvi í síðustu samningum um að jafna kennslu- skyldu milli kennara á efri og neðri stigum grunnskóla. Við það má ekki sitja. Sumir gagnrýndu stjórnarstefn- una. Það er verið að gera þá ríku rík- ari og þá fátæku fátækari. Engir hafa tekiö á sig byrðar nema laun- þegar en þeir skópu þó ekki verð- bólguna. Þeir báðu ekki um erlendu lánin til stórvirkjana. Þeir greiöa skuldir sem aðrir stofnuðu til. Eitthvað á þessa leið mæltist kennurum á f undinum en þetta er þó engan veginn orðrétt haft eftir. Fundurinn var eftinninnilegur og vonandi kulnar ekki strax sú bar- áttuglóð sem þar mátti finna. Hvað tekur nú við? Hlustum ekki á barlóminn í Albert. Hann væri ekki aö lækka skatta á fyrirtækjum og stóreignamönnum ef honum væri annt um rikiskassann. Honum væri i lófa lagiö að stórauka ríkistekjurnar og greiða okkur mannsæmandi laun með því einu að ganga haröar að skattsvikurunum. Gætum að því að það er góðæri í landinu. Þorskveiðar hafa heldur dregist saman en aðrar veiðar ganga vel og verð á flestum af urðum er gott erlendis. Nú minnist enginn á olíuverð enda er það með allra lægsta móti á heimsmarkaði. Þjóðin er ekki á flæðiskeri stödd meðan hún hefur efni á að byggja svo glæsilega flugstöð og seðlabankahöll sem raun ber vitni. Við launafólk eigum eftir sem áður val um það að krjúpa auðmjúk og kyssa á vöndinn eða ganga upprétt og krefjast réttar okkar. Það er aldrei of seint að rísa upp. FYRSTA SKATTAHÆKKUNIN UPP í GAT FJÁRLAGA • „Tekjur ríkissjóðs munu aukast um 200 milljónir króna á árinu 1984 vegna aukins kaupmáttar og meiri verðlagsbreytinga innan- lands en forsenda f járlaga fól í sér.” Nú hefur ríkisstjórnin ákveðiö aö hækka tekjuskatta, sem koma til greiðslu árið 1984, um 70—75 milljónir króna. Þessa skattahækkun réttlætir ríkisstjómin með því að segja að kjarasamningar hafi farið fram úr ramma fjárlaga en þegar litið er á áhrif kjarasamninga rikis- ins og BSRB og BHM eru þeir ámóta og samningar Alþýðusambandsins og vinnuveitenda. Tek jur ríkissjóðs munu aukast um 200 milljónir króna á árinu 1984 vegna aukins kaupmáttar og meiri verðlagsbreytinga innanlands en for- senda f járlaga fól í sér. Utg jöld ríkis- sjóðs vegna launa opinberra starfs- manna og hliðstæöar hækkanir al- mennra tryggingabóta eru aftur á móti metin alls á 220 millj. kr. Tekjur ríkissjóðs munu því aukast um 270— 275 milljónlr króna vegna aukinna skatta og auklns kaupmáttar og melri verðbólgu en gert er ráð fyrir í ramma riklsstjórnarinnar. Er þvi hér um að ræða 50—55 milljónir króna upp í gat fjárlaga og útgjöld KOLBRÚN JÓNSDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR Í BANDA- LAGI JAFNAÐARMANNA ríkissjóðs vegna opinberra stárfs- manna. Hefur þá ríkissjóður 50—55 millj. króna upp í fjárlagagatið. Það er því eina ferðina enn ráðist á kjör launþega. Þrátt fyrir yfirlýsingar fjár- málaráðherra um að skattbyrði verði ekki aukin, og þrátt fyrir gífur- lega kjaraskerðingu undanfarið ár, er þessi leið valin. Þar sem þetta er aðeins litið brot upp í þær 180 millj. sem vantar i fjárlög má búast við enn frekari skattahækkunum. Komið hefur í ljós í umfjöllun um lánsfjárlög að húsnæðislánakerfiö á ekki upp á pallborðið hjá ríkisstjórn- inni. Ef ekki tekst að útvega það Iánsfé innanlands sem áætlaö er munu lánasjóðir húsnæðismála líða fjárskort. A sama tíma og dregið er úr lánum til húsnæðismála eru ákvæði í lánsfjárlögum um heimild ríkisstjórnarinnar til sjálfskuldar- ábyrgðar vegna smiði 5 nýrra skipa. Þar að auki eru heimildir fyrir endurgreiðslu lendingargjalda fyrir Flugleiðir og Cargolux vegna N- Atlantshafsflugsins upp á 28 millj. kr. Svona mætti lengi telja. Ríkis- sjóður mun greiða lán sem fellur á Rikisábyrgðasjóö v. Flugleiða að upphæö 64 millj. króna. Þaö er því öllum ljóst hverjir eiga að halda að sér höndum til þess að ná niöur verð- bólgunni. Eins og fram kemur í bréfi frá Húsnæðismálastjóm frá 5. mars sl. er ljóst aö einhverjar frestanir á lánaveitingum verða aö eiga sér stað til ársins 1985. Til dæmis yröi um frestun lána að ræða til þeirra sem gera fokhelt frá 1. júlí og eiga íbúð fyrir. Samkvæmt hefðum og venjum ættu þeir að fá hlutann til greiöslu í nóv/des nk. Þessi hópur fólks þyrfti því að biða eftir láni til 1985. Jafnframt kemur fram í fyrr- nefndu bréfi frá Húsnæðismálastofn- un að einnig mætti fresta lánveit- ingum til þeirra sem leggja inn um- sókn til kaupa á eldra húsnæði frá 1. apríl til júníloka nk. Af þessu má sjá hug stjómvalda til húsbyggjenda. Hefði nú ekki verið skynsamlegra að fresta smíði 5 nýrra skipa sem enginn kaupandi er að og verja þessum 4—5 hundruð milljónum króna til að mæta vanda hús- byggjenda? Skipasmiðastöövar veröa að leita sér fanga í öðrum verkefnum en þeim að smiða skip á lager.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.