Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Page 16
16 DV. MÁNUDAGUR 26. MARS1984. Spurningin Áttu myndbandstæki? Grettir Lárusson: Nei, því miöur, ég hef ekkert á móti þessari tækni og gæti velhugsaðméraöeigaeitt tæki. Aðalbjörn Kjartansson: Eg á nú ekki video en væri ekki á móti því aö eignast eitt slíkt. Guöbjörn Pétursson: Nei, og hef lítinn áhuga á því. Þórarinn Vilhjálmsson: Eg á nú ekki video. Eg er hlynntur þessari tækni og ef ég ætti eitt svona tæki myndi ég nota það. Asdís Tómasdóttir: Eg á ekki video en ég er þó ekki á móti þeim. Ásbjörn Kristjánsson: Já, ég á eitt en geri ekki mikiðað því að horfa á það. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hað segðu Vestfirðingar ef við færum að ieggja vegina hjá þeim? spyr brófritari. Er eitthvert réttlæti íþessu? — um fastagjald á raforku Vælutónn í Vestf irðingum — þeir eru ekkí einir í heiminum Breiðhyltingur skrifar: Mikil óánægja hefur komið fram með kvótakerfið. Eðli málsins sam- kvæmt eru þessar raddir háværastar meðal sjómanna og útgerðarmanna þó það óhjákvæmilega snerti einnig fisk- vinnslufólk og raunar alla landsmenn. En það eru kannski ekki margir sem hugsaútíþaö. I hita umræðnanna virðist mönnum hafa sést yfir ástæðuna fyrir því að gripið var tii þessara aðgerða. Nánast aUir sem telja hlut sinn skertan gagn- rýna , fæstir benda á aörar leiðir sem hægt væri aö fara nema Vestfirðingar. Þeir leggja til að þeirra kvóti verði aukinn og í staðinn dregið úr okkar sem búum hér á Faxaflóasvæðinu. Við getum bara gert eitthvað annaö,segja þeir. Ætla mætti að við sem búum á þessu svæði séum álitnir annars flokks borg- arar í þessu landi, eða hefur f jölskylda sem býr í Breiðholtinu og hefur fram- færi sitt af fiskveiðum og fiskvinnslu ekki jafnan rétt á við þá sem búa á Bolungarvík? Kannski gætum við fengiö vinnu hjá Vegagerð rikisins við veglagningu á Vestfjörðum. Þá held ég að heyrðist hljóð úr horni. Frá Vestfjörðum heyrast einnig háværar kröfur um auknar niður- greiðslur á raforku til húshitunar. Eg vil upplýsa að nú þegar greiöi ég um 20% skatt af þeirri raforku sem ég nota á mínu heimili vegna orkuniður- greiðslu til Vestfirðinga og finnst mér það alvegnóg. Menn ættu að hugsa út í hitunar- kostnaðinn áður en fariö er út í að byggja þessi stóru einbýlishús. Þótt ég sé ekki til margra fiska met- inn hvaö kosningarétt varðar ætla ég að gerast svo djarfur að skora á þing- mann míns kjördæmis aö spyma viö fótum og koma í veg fyrir að ríkis- borgararéttur okkar sem hér búum sé gjörsamlega fyrir borö borinn. Ingibjörg Jónsdóttir skrifar: Eg óska eftir svörum frá iðnaðar- ráðherra við eftirfarandi. Hvaöa rök eru fyrir því að setja 2.500 króna (250.000 gkr.) fastagjald á okkur sem hitum hús okkar upp meö rafmagni á Reykjavíkursvæðinu? Við eigum að borga 2.500 kr. sama hvort við getum verið í húsnæði okkar eða ekki. Til dæmis fólk sem slasast eða veikist, einnig ellilífeyrisþegar, fólk sem verður aö vera langdvölum á sjúkrahúsum og endurhæfingar- stöðvum og getur ekki verið heima hjá sér. Þetta fólk er atvinnulaust og engir peningar til að borga rafmagn sem það hefur ekki notað. Einnig fólk sem er fjarri heimilum sínum vegna vinnu og verður að borga rafmagn og húsaleigu þar. Eg spyr: Er nokkur sanngirni í svona kröfu? Vonandi lagfærir iðnaðarráðherra þetta. Duran Duran Voru Stones tískufyrirbrigði? Inga skrifar: Eg er ein af þeim sem finnst það hálffíflalegt þegar fólk er að skrifa í lesendadálka og halda lofræður um hinar og þessar hljómsveitir. En ég bara stóðst ekki freisting- una þegar ég las þaö sem K.B. skrif- aði 13. mars síðastliðinn. Eg vil alls ekki setja út á Dire Straits því ég hef bara heyrt 2—3 lög með henni (sem mér fundust ömurleg). Mér finnst ekki hægt að dæma hljómsveit eftir „hit” lögunum því oft eru það bestu lögin sem ekki verða vinsæl. Og ekki má gleyma því að hver hefur sinn smekk og það sem einum finnst hræðilegt getur annar dýrkað. Þess vegna finnst mér þaö mjög asnalegt af K.B. að segja að Duran Duran sé léleg hljómsveit. Auk þess er þetta tal um „tískufyrir- brigði” bara kjaftæði. Þaö kæmimér ekki á óvart þótt margar langlífar sveitir eins og Rolling Stones og Slade heföu verið kallaðar „tísku- fyrirbrigði” þegar þær byrjuöu. Ef ég er að fara með vitleysu þá biðst ég afsökunar. Þaö er fleira sem ég er ósammála K.B. um. Auövitað eiga þeir sem sjá um listahátíð að dæma hljómsveit eftir stærö aðdáendahóps jafnvel þó aðdáendurnir séu bara ungar „glanspíur” því þaö eru þó þær sem sækja tónleika best. Svo veit ég líka um marga glansgæja sem fíla Duran Duran. Já, Duran Duran getur svo sannarlega staðið með tærnar þar sem Dire Straits hefur hælana. Þeir hafa gefið út 3 stórar plötur og af þeim hafa 10 lög komist inn á lista í Englandi. Geri Dire Straits betur. Svo hefur mér fundist skrítið hvað Ari og K.B. hafa á móti klæðnaði og hárgreiðslu meðlima Duran Duran. Það er bara aukaatriöi. Ef forráöamenn listahátíðar vilja fá hljómsveit sem trekkir að þá skulu þeir velja Duran Duran. P.S. Eg er sammála K.B. um eitt. Það er að tónlistin er það sem blífur og þess vegna vil ég Duran Duran. The Rolling Stones heima hjá sór. Voru þeir tiskufyrirbrigði er þeir byrjuðu? Senniiega er ekki króna iþessum pokum. En þess eru dæmi. Óþægileg af sláttarleið Bíópétur lýsir raunalegri reynslu sinni Bíópéturskrifar: Eg fór á kábojmynd í gær, spennan var gífurleg, ég varð ær. Af spennu og hrifningu allur salurinn þagði þegar hetjan í myndinni kom inn og sagði: Þetta á nú ekki aö vera neinn texta- stuldur svo ég hætti hér og vona að STEF láti migífriði. En ég fór samt sem áður í bíó í gær og keypti mér saltað popp. Eg held að saltað popp kosti einar fimmtán krón- ur! Nú, ég borga mínar fimmtán kónur og opna pokann og byrja að vinna mig sem leið liggur niður á botninn. Er ég hafði lagt að baki um það bil þrjá fjórðu af leiöinni og sting enn einni lúkunni af poppi upp í mig bregður mér illilega. Finn ég hvar máimur er aö veltast upp í mér og skyrpi honum út úr mér. Eftir að ég hafði jafnað mig á mestu geðshræringunni fór ég að leita að aö- skotahlutnum.Tókst mér eftir langa og óskipulega leit að finna hlutinn, ennþá hálfblautan af munnvatni og sé að þar er á ferð krónupeningur. Þaö er í sjálfu sér gott fordæmi að gefa afslátt af poppinu, enda er þetta dýr varningur, en ég ætla að biðja framleiðendur að slá bara af verðinu og láta kúnnann borga 14 krónur í stað- inn fyrir fimmtán og fá eina í poka. Hins vegar ef um fimmkall er að ræöa...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.