Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Síða 22
22 DV. MÁNUDAGUR 26. MARS1984. íþróttir íþrótti íþróttir íþróttir Ásta, Tómas og Hjálmtýr á förum erlendis. Léku kveðjuleiki sína að sinni á íslandsmeistaramótinu íborðtennis. Gunnar Finnbjörnsson ætlar að hætta Eins og undanfarin ár voru þau Asta Urbancic, Tómas Guöjónsson, Ragnheiöur Siguröardóttir og Hjálmtýr Hafsteinsson sigursæl á Islandsmeistaramótinu í borðtennis sem lauk í Laugardalshöllinni í gær- kvöldi. Allt bendir til aö þau Asta, Tómas og Hjálmtýr hafi hlotið sína síð- ustu Islandsmeistaratitla að sinni þar sem þau eru á leið til náms erlendis. Þá gaf Gunnar Finnbjörnsson út þá yfirlýsingu eftir mótið i gærkvöldi að þetta hefði verið hans síðasta Islands- mót cn hann hefur keppt um Islands- meistaratitila síðan 1972. Tómas og Hjálmtýr fengu þrjá gullpeninga og þær Asta og Ragnheiö- ur tvo. Tómas, (KR) varð sigurvegari í einliðaleik karla — vann Stefán Konráðsson, Víkingi, í úrslitaleik 16—' 21,26-24,21-13 og 21-13. Asta (Erninum) varð sigurvegari í einliðaleik kvenna — vann Ragnheiöi (UMSB) í úrslitaleik 18—21, 21—16, 21-19 og 21-15. Asta og Hafdís Asgeirsdóttir urðu sigurvegarar í tvíliðaleik kvenna. Tómas Guðjónsson — var sigursæll. Unnu þær Ragnheiði og Kristínu Njáls- dóttir frá Borgarfirði í úrslitaleik. Tómas Guðjónsson og Hjáimtýr Hafsteinsson úr KR urðu sigurvegarar í tvíliðaleik karla — unnu þá Gunnar Finnbjörnsson og Tómas Sölvason í úrslitaleik. Hjálmtýr og Ragnheiður uröu sigurvegarar í tvenndarleik — unnu þau Astu og Tómas Guöjónsson í úr- slitaleik. Stúlkurnar úr Borgarfirði urðu sigurvegarar í sveitakeppni kvenna og strákarnir úr KR fóru með sigur af hólmi í sveitakeppni karla. Bergur Konráðsson úr Víkingi varö sigurvegari í 1. flokki karla — vann hinn efnilega 13 ára KR-ing Kjartan Brime í úrslitaleik, 21—12, 15—21 og 21-15. Anna Sif Kjærnested úr Víkingi varð sigurvegari í 1. flokki kvenna. Lagði Elínu E. Grímsdóttir úr Erninum í úr- slitaleik 21—8 og 21—15. -SOS Asta Urbancic—fékk tvenn gullverðlaun á tslandsmótinu í borðtennis. DV-mynd: Oskar örn Jónsson. Páll jafnaði markamet Alfreðs skoraði 21 mark fyrir Þrótt gegn Haukum á Akureyrí Páll Olafsson í Þrótti jafnaöi um helgina markamet Alfreðs Gislasonar í 1. deild er Þróttur mætti Haukum í úr- slitakeppninni um fallið í 2. deild. Leik- ið var á Akureyri og kunni Páll greinilega vel við sig fyrir norðan, hann skoraði 21 mark gegn Haukum er Þróttur sigraði með 34 mörkum gegn 26. Urslit í öðrum leikjum urðu þau að Þróttur vann KR 18—15, Haukar unnu KA með 28 mörkum gegn 23, KR vann Hauka með 25 mörkum gegn 18 og KA og KR gerðu jafntefli 17—17 í miklum baráttuleik. Staðan eftir leiki helgarinnar er því sú aft Þróttur hefur hlotift 20 stig, KR 12, Haukar 9 og KA 5. Þaft er því nokkuð ljóst að Þróttarar og KR-ingar eru sioppnir vift fallift en að öll- um líkindum falla Haukar og KA þó að vafa- samt sé ef til viil aft fuUyrfta nokkuft þar um vegna f jölda leikja sem eftír eru. -SK. f Páll Olafsson. Sigurogtap hjáÞór Þrír leikir fóru fram um helgina í 1. deild Islandsmótsins í körfuknattleik. ■ Þórsarar frá Akureyri sóttu Borgnes- inga heim og léku við þá tvo leiki, unnu annan og töpuðu hinum. Fyrri leikurinn var nokkuð jafn lengi vel en svo fór að lokum að Borgnesing- ar sigruðu 96—77 og þeir höföu eins stigs forskot í leikhléi 40—39. Björn Axelsson skoraöi 25 stig fyrir UMFS en mest á óvart kom Gunnar Jónsson en hann skoraði 35 stig og átti stjömuleik. Eirík ur skoraði mest fyrir Þór, 23 stig. Þórsarar tóku sig síöan aðeins saman í andlitinu í síöari leiknum og sigruðu þá 79—70 og staðan í leikhléi var 41—34. Bjöm Sveinsson skoraði 24 stig fyrir Þór og Eiríkur 17. Fyrir Borgames skoraði Gunnar Jónsson 23 stig og Hans Egilsson 14. Schusterskoraði Bernd Schuster tryggði Barcelona sigur 1— 0 yfir Real Sociedad í spönsku 1. deildar- keppninni. Barcelona er í þriðja sæti — þremur stigum á eftir Real Madrid og BUbao, sem eru með 41 stig. BUbao gerði jafntefli 0—0 við Real Valladolid en Real Madrid lagði Real MaUorca að veUi 2—0. -SOS. Þórarar með annan fótinn í 1. deild — sigruðu í öllum sínum leikjum um helgina í úrslitakeppni 2. deildar Þór frá Vestmannaeyjum er komið með annan fótinn í 1. deild í handknatt- leik eftir mjög gott gengl liðsins í úr- slitakeppnlnni í 2. deild um helgina. Fyrsta umferðln fór fram í Vest- mannaeyjum um helgina og unnu Þór- arar alla sina leiki. FyrstmættuÞórarar Framoghöfðu Eyjamenn mikla yfirburði í leiknum, sigmöu með 23 mörkum gegn 16 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 13—6 Þór í vil. Þorbergur Aðalsteinsson skoraði mest fyrir Þór eða 8 mörk en Oskar Þorsteinsson skoraði 6 mörk fyrir Fram. Breiðablik sigraði Gróttu 28—25 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 12- 13 Gróttu í vil. Theodór Guðfinnsson skoraði mest fyrir Breiðablik eða 6 mörk en Sverrir Sverrisson var lang- markahæstur hjá Gróttu en hann skoraöi 10 mörk. Næsti leikur Breiðabliks var gegn Fram og var leikurinn í jafnara lagi en Blikar þó öllu sterkari. Þeir sigruðu með 22 mörkum gegn 20 og staðan í leikhléivarll—10 þeimíhag. Næsti leikur Þórara var gegn Gróttu og var baráttan I fyrirrúmi í þeim leik. Sextán leikmönnum var vikið af leikvelU, þar af ellefu Vest- manneyingum. Lokatölur urðu 22—18 og staöan í leikhléi 12—9 Þór í vil. Gylfi Birgisson skoraði mest fyrir Þór eða 8 mörk en Jón Hróbjartsson skoraði 4 mörkfyrirGróttu. Og enn töpuðu Framarar er þeir léku gegn Gróttu. Leikurinn endaöi 17—20 en jafnt var í leikhléi, 8—8. Oskar Þor- steinsson skoraði 5 mörk fyrir Fram eins og Hermann Björnsson en hjá Gróttu var Sverrir Sverrisson marka- hæstur með7mörk. Þórarar mættu næst Breiðabliki í síðasta leiknum og unnu mjög mikilvægan sigur, 19—17, í spennandi og skemmtilegum leik. Staðan í leikhléi var jöfn, 8—8, en um miðjan síðari hálfleik náðu Eyjamenn góðum leikkafla og náðu að tryggja sér sigurinn. Staðan í 2. deild er nú þannig að Þór hefur hlotið 32 stig, BreiðabUk 26, Framl9ogGrótta 19. -FOV/SK., íþróttir íþrótti íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.