Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Síða 30
30 DV. MÁNUDAGUR 26. MARS1984. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Barrholti 23, Mosfellshreppi, þingl. eign Emils Adolfssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 29. mars 1984 kl. 16.30. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Heiðarbóli 55 í Keflavík, þingl. eign Halldórs Ragnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl. miðvikudaginn 28.3.1984 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Háeyri á Bergi í Keflavík, þingl. eign Odds Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Olafs Gústafssonar hdl. miðvikudaginn 28.3. 1984 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Heiðargarði 5 í Keflavik, þingl. eign Vilhjálms K. Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms Þórhallssonar, hrl., Veðdeildar Landsbanka íslands og innheimtumanna ríkissjóðs miðvikudaginn 28.3.1984 kl. 11.15. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Hafnargötu 23 í Keflavik, tal. eign Guðjóns Ómars Haukssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms Þórhallssonar hrl. miðvikudaginn 28.3.1984 kl. 10.45. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Sólvailagötu 40 G i Keflavík, tal. eign Alberts Sigurðssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms Þórhallssonar hrl., Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Jóns G. Briem hdl. og Veðdeildar Landsbanka Islands fimmtudaginn 29.3.1984 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Austurgötu 8, neðri hæð, i Keflavík, tal. eign Egils Jóhannssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Vilhjálms Þórhallssonar hrl. og Haf- steins Sigurðssonar hrl. fimmtudaginn 29.3.1984 kl. 12.00. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Norðurgarði 4 í Keflavík, þingl. eign Reynis Ólafssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Haf- steins Sigurðssonar hrl. fimmtudaginn 29.3.1984 kl. 11.45. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Heiðarbraut 7 D í Keflavík, þingl. eign Olafs Halldórssonar o. fl., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Framkvæmdastofnunar rikisins fimmtudaginn 29.3. 1984 kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lbl. á fasteigninni Vatnsnesvegi 36, efri hæð, í Keflavík, þingl. eign Helga Ólafssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Tryggingastofnunar rikisins og Veðdeildar Landsbanka tslands fimmtudaginn 29.3. 1984 kl. 14.00. Bæjarf ógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Túngötu 13 E í Keflavík, þingl. eign Reynis Ástþórssonar, fer fram á eigninni s jálfri að kröfu Utvegsbanka Islands, Þorsteins Eggertssonar hdl., Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Jóns G. Briem hdl., Guðmundar Markússonar hrl., Jóns Ingólfs- sonar hdl. og Veðdeildar Landsbanka tslands miðvikudaginn 28.3.1984 kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Keflavík. Framtíð íslensks iðnaðar — Framtíð íslensks iðnaðar — Framtíð Jón Bragi Bjarnason Hfefnafræðingur. DV-mynd Bj. Bj. ÞORF A STOR- ÁTAKISTRAX — rætt við Jón Braga Bjarnason lífefnaf ræðing Margir halda því fram aö lífefnaiðnað- urinn, sem nú er vaxandi þáttur í at- vinniúífi fjölda ríkja, verði meginþátt- ur nýsköpunar í atvinnulífi iðnríkja á næstu áratugum og muni ryöja stór- iðju að miklu leyti úr sessi enda ekki eins orkufrekur iðnaður. Vorið 1982 samþykkti Alþingi þings- ályktun um könnun á möguleikum ís- lensks lífefnaiðnaðar en lítið hefur gerst í þeim efnum síðan og fjárfram- lög af hálfu þess opinbera til fram- gangs þessa iönaðar eru að aðeins dropi í haf ið ef einhvers árangurs á aö vænta. A Raunvísindastofnun Háskólans starfar Jón Bragi Bjarnason að rann- sóknum á þessum vettvangi ásamt öðrum manni. Jón Bragi er lífefna- fræðingur og í viðtali við DV ræddi hann ástandið í þessum efnum og möguleika lífefnaiðnaðar á Islandi. Jón Bragi skilgreinir lífefnaiðnaöinn sem hluta af liftækni sem er sú aðferðafræði sem notar lífverur eða kerfi og aðferöir lífheimsins til lausnar á viðfangsefnum í framleiðslu og þjón- ustugreinum. „Hér er fyrst og fremst átt við notkun lífhvata (ensíma), ýmist hreinsaðra eða h'fverubundinna, til þess að hvetja efnahvörf sem annars myndu aðeins gerast með aðstoö dýrra og mengandi miðla. Aðferðir líftækn- innar hafa verið notaöar frá fomu fari í matvælaframleiðslu af mörgum toga, svo sem osta- og jógúrtgerð, öl- og vín- gerð. En þau svið líftækninnar sem tahn eru mikilvægust í framtíðinni eru ensímtækni, eða einangrun, og notkun hreinna Ufhvata og genatækni sem er flutningur erfðaefnis miUi Ufvera. Sem dæmi má nefha ensímframleiðslu fyrir iönaö, heilsugæslu, rannsóknarstarf- semi og framleiðslu insulins og inter- ferons með erfðabreyttum örverum.” Að mati Jóns Braga eiga Islendingar mikla framtíðarmöguleika í lífefnaiðn- aði ef rétt er á málum haldið. „Ensímiðnaður er ung og ört vaxandi iöngrein þar sem um 25 fyrirtæki sjá um nær aUa heimsframleiðsluna en stærstu ensímframleiðendumir eru Danir með um helming framleiðsl- unnar. Bandarikin eru stærsti inn- flutningsaðiUnn. Orsök þess að Dönum vegnar svo vel á þessum vettvangi tengist þeirri nauðsyn þeirra sem mat- vælaútflutningsþjóðar að gera sem mest úr hráefninu en mörg ensímanna eru etamitt úr matvælaúrgangi. Þetta ætti að vera lærdómsríkt fyrir okkur á Islandi, ekki sist á tímum minnkandi hráefnamagns fyrir okkar mikilvæga matvælaiðnað, fiskiðnaö,” segir Jón Bragi. Heppilegustu greinar fyrir Uftækn- ina eru matvælaiðnaður, fóðuriðnaður, oUuiönaður, annar orkuiðnaður, nýting úrgangs og endurvinnsla, mengunar- varnir, lyfjaiönaöur og heilsugæsia. Segir Jón Bragi að á alþjóðavettvangi séu jafnmiklar vonir bundnar við líf- tækni og örtölvubyltinguna. Nauðsyn umfangs- mikilla rannsókna Á Islandi hefur Uftækni gætt i vissum atvinnugreinum, svo sem mjólkuriðn- aði, ölgerö, sútun, brauðgerð og sæl- gætisgerð. En á sviðum fiskiönaðar, landbúnaöar, orkuiðnaðar og lyfja- iðnaöar eru möguleikarnir miklir og margvíslegir að mati Jóns Braga. Vísar hann til rannsókna á vegum þess opinbera þar sem komið hefur fram að mikið magn er til af innlendu hráefni fyrir lífefnaiðnað, sér í lagi úrgangs- efni í sjávarútvegi og landbúnaði. „En umfangsmiklar rannsóknir eru for- senda þess að unnt sé að kanna grund- völl fyrir framleiðslu Ufefiia en þeim hefur lítt verið sinnt. Opinberir aðilar hafa ekki markað stefnu í þessum mál- um né heldur heitið stuðningi við rann- sóknir á sviði Uftækni með þeim alvar- legu afleiðingum aö ungt fólk aflar sér síður menntunar á þessu sviði en þekk- ing og kunnátta er undirstaða þessarar tækni. Sem stendur er vart hægt að tala um aðstööu i mannafla og tækjum til rannsókna í Uftækninni þótt for- sendur til rannsókna á því sviöi séu nokkuð góðar við ýmsar stofnanir Há- skóla Islands, svo sem við Raunvísindastofnun, Líffræðistofnun, Verkfræðistofnun og TiU-aunastöðina að Keldum. Rannsóknir í þágu úr- vinnslugreina gætu aö verulegu leyti farið fram innan Háskólans. Það skortir hins vegar fjárveitingu til aö ráöa fólk til starfans. Og það er ljóst að eigi þessi iðnaður að verða að veru- leika þarf að styöja rannsóknaviðleitn- inanúþegar.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.