Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1984, Síða 42
DV. MANUDAGUR 26. MARS1984. r...............1 Aðalfundur Aöalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur veröur hald- 8 inn mánudaginn 26. mars nk. aö Hótel Sögu, Átthagasal, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga að reglugerðarbreytingum ■ fyrir fræðslu- og menningarsjóð VR. Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til að fjölmenna á fundinn. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. ■ flAUSAR STÖDUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Deildarfulltrúa hjá Trésmiðju Reykjavíkurborgar. Upplýsingar veitir rekstrarstjóri Trésmiðju í síma 18000. Forstöðumenn á eftirtalin dagheimili: Laufásborg, Laufás- vegi 53—55 og leikskólann Tjarnarborg, Tjarnargötu 33. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri eða umsjónarfóstrur á skrifstofu dagvistar barna^ Fornhaga 8, í síma 27277. Umsóknarfrestur er til 6. apríl. Skrifstofumann hjá starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 18800. Halldóra Rafnar og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. Þær sátu dagana 3. og 4. mars ráðstefnu i Helsinki i Finnlandi um öryggis- og afvopnunarmál. Tii ráðstefnunnar var boðað af kvennahreyfingum stjórnmáiafiokka sem sætieiga á finnskaþjóðþinginu. DV-mynd Bjarnleifur. Að ef la öryggi og f rið í heiminum Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæö, á sérstökum umsóknareyðu- blöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 2. apríl 1984. Greió er gámaleió Gámar, stórir gámar, lltlir gámar, opnir gámar, lokaðir gámar, þurrgámar, Jrystigámar, gafl- gámar, tankgámar... Nejndu bara hvers konar gám þú þaijt undir vöruna. Við höfum hann. Og auðvitað höjum við öll Jullkomnustu tæki til þess að Jlytja gámana að ogjrá skipi — og heim að dyrum hjá þér, ej þú vilt. Við tryggjum þér öruggaJlutninga, því að þá vit- um við, að þú skiptir ajtur við okkur. Skipadeild Sambandsins annastJlutningaJyrir Þig- m SKIPADEILD SAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SlMI 28200 — rætt við þær Halldóru Raf nar og Sjöfn Sigurbjörnsdóttur, en þær sátu nýlega ráðstefnu kvenna í Helsinki um öryggis- ogafvopnunarmál „Það var á margan hátt fróðlegt að sitja þessa ráðstefnu. Á henni kom fram greinilegur vilji á að minnka þá togstreitu sem aukist hefur á milli landa vegna vaxandi vigbúnaðar í heiminum. Og orð eru jú til alls fyrst. ” Þetta sögðu þær Halldóra Rafnar, formaöur Landssambands sjálfstæðis- kvenna og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir frá Sambandi alþýöuflokkskvenna, en þær sátu dagana 3. og 4. mars ráöstefnu í Helsinki í Finnlandi um öryggis- og af- vopnunarmál. Til ráðstefnunnar var boðað af kvennahreyfingum þeirra stjórnmála- flokka sem sæti eiga á finnska þjóö- þinginu. Þessar kvennahreyfingar hafa áður haldið svipaðar ráðstefnur, árið 1973 fyrir Helsinkifundinn og 1980 fyrir Madridráðstefnuna. Þátttakendur á ráðstefnunni í Heisinki voru 78 frá 43 kvenna- hreyfingum í 17 löndum Austur- og Vestur-Evrópu. Þetta var í fyrsta skiptið sem konum frá Islandi var boðið. Þær Sjöfn og Halldóra sögðu að meöal annars hefði veriö rætt um að minnka togstreituna með þvi að auka samskipti á milli þjóöa. „Okkur fannst einnig mjög athyglis- vert að konur frá austantjaldslöndun- um svokölluðu, sem voru í meirihluta á ráöstefnunni, lögðu mikla áherslu á aö frjáls félagasamtök á Vesturiöndum létu þessi mál til sin taka. Þetta er athyglisvert vegna þess að í austantjaldslöndunum eru jú miklar hömlur settar á stofnun frjálsra félagasamtaka.” Á ráðstefnunni var lögð áhersla á að Stokkhólmsráðstefnan, er nú ræðir, öryggis- og afvopnunarmál, og ríkis- stjómir, stefni að alhliöa afvopnun meðþví að: 1) Taka afstöðu gegn notkun kjarn- orkuvopna. 2) Styðja aö komiö veröi á kjarnorku- lausum svæðum þegar þar sem viðkomandi ríki hafa oröiö sammála um slíkt. 3) Einsetja sér að ekki verði nein kjarnorkuvopn í Evrópu né verði þeim beintaðEvrópu. 4) Að fram fari „frysting” kjamorku- vopna sem skref í átt til alhliða af- vopnunar. Verði þetta gert á jafn- réttisgrundvelli þar sem öryggis allra aðila verði gætt. -JGH. Bókaklúbbur AB gef ur út Mýs og menn Bókaklúbbur Almenna bóka- félagsins hefur sent frá sér skáld- söguna Mýs og menn eftir John Steinbeck í þýöingu Olafs Jóhanns Sigurðssonar. Þessi stutta skáldsaga er einhver frægasta bók Steinbeck og hefur tvisvar verið kvikmynduð síðan hún kom fyrst út árið 1937. Siðari kvik- myndin var sýnd í íslenska sjón- varpinu fyrir skömmu. Leikgerð samdi höfundur einnig af bókinni og hefur hún verið sýnd víöa um heim, m.a. hér í Iönó. Þýðandinn, Olafur Jóhann Sigurðsson, segir um bókina í eftir- I mála viö þessa útgáfu hennar: | „Þessi útgáfa á Músum og mönnum j er önnur útgáfa bókarinnar á íslensku en fýrri útgáfa hennar kom út 1943” Hefur Oiafur Jóhann endurskoöað fýrri þýðingu sína svo rækilega að segja má að um nýja þýðingu sé að ræða enda er þessi þýðing svo góð að sagan er ekki síður bókmenntaperla á íslenskunni en frummálinu. Þessi útgáfa Músa og manna er myndskreytt af norska myndlistar- manninum öyvind Hansen. Bókin er 189 bls. með eftirmála þýðandans. Hún er prentuð í Prentstofu G. Benedikts- sonar og bundin í Félagsbókbandinu hf. Ofið altaris- klæði fært kapellu kirkjugarðs Hafnarfjarðar Stjórn Kvenfélags Hafnar- fjarðarkirkju gaf nýrri kapellu kirkjugarösins í Hafnarfirði ofið altarisklæöi fyrir skömmu. Frú Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir gerði klæðið sem er ofið úr hvítum hör með jafavefnaöi, einföldustu vef naöargerð sem þekkt er. A framhlið klæðisins er lat- neskur kross byggður úr 12 fer- hyrndum flötum og á bakhlið þess eru þrjár súlur sem tákn himinsins. Ofan í krossinn og súlurnar eru saumaðir þrír píra- mídar sem tákn heilagrar, þrenn-1 ingar. Jóhanna Andrésdóttir, for- maður kvenfélagsins, afhenti klæðið og Eggert Isaksson, for- maður kirkjugarðsstjórnar, veitti þvi viðtöku og þakkaöi hina höfðinglegu gjöf. -GB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.