Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 31. MARS1984.
Uti viö ysta sæ, nánar tiltekið í
Kántrýbæ á Skagaströnd. Staðurinn er
frekar miðsvæðis í þorpinu og stórt
skilti dregur athyglina að. Þetta er
ekki mjög stórt hús, séð að utan, en
reynist stærra þegar inn er komið.
Maður gengur sjávarmegin inn, þar
var Hallbjöm að opna nýjan stað,
Kántrý II, ferðamannaverslun og
sjoppu með tilheyrandi spilakössum og
afdrepi fyrir ferðamanninn að láta
ferðaþreytuna líða úr sér. Þaö er
innangengt í Kántrýbæ, sjálfan mat-
sölustaðinn sem er lokaður 8 mánuði á
ári. Túrisminn nær ekki til Skaga-
strandar nema yfir sumarið, gerði það
eiginlega ekki heldur þá fyrr en
kántrýæðið hélt innreið sina.
Hallbjöm hefur miklar fyrirætlanir
um uppbyggingu Kántrýbæjar í sam-
bandi við tónlistarsköpunina. Þegar
hann gefur út Kántrý HI sem gæti
orðið í sumar, ef guð og peninga-
stofnanir lofa, ætlar hann aö fara að
hugsa um að innrétta loftið og opna þar
Kántrý III. Hann hefur líka látið sér
detta í hug að færa umhverfi
Kántrýbæjar meira í vestrastíl með
því að reisa grindur til að hestamenn
geti bundið fáka sína og dalla til að
brynna þeim. Og ein hugmyndin er að
á hverju sumri verði haldin kántríhelgi
á Skagaströnd. „Þaðan kemur þetta ís-
lenska kántrí,” segir Hallbjörn, ,,og
Skagaströnd hlýtur alltaf aö verða
musteri þeirra sem dá þessa tónlistar-
stefnu.” Mestar áhyggjur hefur hann
nú af því að þessar hugmyndir verði
allar kæfðar í peningaleysi. „Ef þetta
gengur ekki hjá mér í sumar meö
Kántrýbæ, þá er ég á hausnum,” segir
Hallbjörn. „Þá deyr þetta villta vestur
hér á Skagaströnd.”
Við settumst niður inni í Kántrýbæ.
Staöurinn er smekklega innréttaður í
anda stefnunnar. A veggjunum hanga
plötur kántrikóngsins og aðeins eins er
saknaö, lífs. Gestanna er ekki að vænta
fyrr en í sumar. Þá verður Hallbjöm ef
til vill kominn með ýmsar skemmtileg-
ar nýjungar í matargerðarlistinni.
Hann er til dæmis að hugsa um að
bjóða upp á baunarétti eins og þeim
fyrir vestan geðjast svo vel að. Nú
urðum við að láta kaffi og kökur nægja
meðan við áttum tal saman.
„Fyrstu plötuna sem ég syng inn á
gef ég ekki út, það er Svavar Gests
sem gerir það. Hún hét Hallbjörn
syngur eigin lög og var miklu meira
svona í klassískum stíl. Svo kemur
Kántrý I árið 1981 og þá er ég útgefandi
sjálfur. Ég spurði Svavar eftir fyrstu
plötuna hvort hann væri tilbúinn að
gefa út aðra plötu með mér. Hann játti
því nú svona fyrst en dró í land. Þessi
fyrsta plata gekk ekkert ofsalega vel
fyrst, ég var óþekktur og hanri reiknaði
með því að hún myndi ná lengra strax.
Það varð úr að Svavar sagöist ekki
geta gefið þessa plötu út af ýmsum á-
stæðum.
Eg var ákveðinn í að láta aðra plötu
koma út svo ég ákvað að gefa hana út
sjálfur og fékk í þaö fjárhagsaöstoö.
Eg var ekkert þekktur og kántrí-
stemmningin að byrja hér á landi,
Oðal þá að fara af staö og fleiri svona
staðir. Það var líka að byrja svolítiö
æði í fatnaði og svona. Mér datt í hug
að fyrst svona áhugi var fyrir þessu þá
væri ekki svo vitlaust að leita fyrir sér
einmitt á þessu sviði. Þar fyrir utan
hef ég alla tíð haft ákaflega gaman af
kántrítónlist og hlustaði mikið á hana
þegar ég vann á Keflavíkurflugvelli. ”
Hvenær varstu þar?
„Það var um 1955. Eg vann þar í eld-
húsi og smíðum í þrjú sumur.”
Ertukokkur?
„Nei, ég er ómenntaður kokkur. Eg
hef verið kokkur til sjós, svolítið svona,
en ég er ekki lærður. ”
Svo kemur Kántrý II. Hvað er um
hanaaðsegja?
„Það var akkúrat ári síðar sem ég
fór í stúdíó. Kántrý I gekk ofsalega vel
og ég var hvattur til að halda áfram.
Það vantar nú ekki, maður er vel
hvattur sko, þó það hafi nú kannski
svona takmarkaö að segja. En þess
vegna fór ég út í Kántrý II og taldi mig
alveg öruggan með að ég mundi alveg
sleppa frá henni. Eg er bara ekki
sloppinn frá henni.”
Hvað kostaði þessi plata?
„Þessi plata kostaði út úr stúdiói,
fyrir utan allan auglýsingakostnað og
slíkt, rúm 500 þúsund. Það var náttúr-
lega einum of mikið. Eg er ekki búinn
að selja af henni nema svona 1700
plötur sennilega, en Kántrý I seldist í
1000 eintökum á þremur mánuðum.
Inn í þetta spilar náttúrlega dýrtíðin og
peningaástandið hjá fólki. Eg heföi
þurft að selja svona 2400 plötur til að
komast nokkum veginn skaðlaust út úr
því. Annars eru ástæðumar fyrir þess-
ari tregu sölu fleiri. Eg tel mig til
dæmis hafa sannanir fyrir því að þaö
hafi ekki verið staðið nógu vei að
dreifingunni á henni hjá Steinari.”
Kántríkóngur á hausnum
Heldurðu að þeir hafi ekki haft trú á
plötunni?
- sjá næstu síóu
Hallbjjöm Hjartarson heimsóttur í Kántrýbæ