Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Blaðsíða 12
12
DV. LAUGARDAGUR 31. MARS1984.
NORMAN MAILER SITUR FYRIR SVÓRUM
— Hvað gerðist eftir að þú hættir
námi í Harvard?
„Níu mánuðum eftir að ég lauk námi
gekk ég í herinn. Samtímis var ég aö
vinna að skáldsögu og var alltaf að
vonast til aö hafa nægan tíma til að
ljúka henni.”
— Áttu við Transit to Narcissus?
„Já. Eg iauk þeirri bók á þessu tíma-
bili. Þá tók við tímabil í hemum sem
var mikil breyting. Síðan kom bókin
The Naked and the Dead út. Reyndar
varð ég fyrir þremur miklum áföllum
á tímabilinu 1939 og þar tQ 1949 — ég
var eins og planta sem var þrisvar
rifin upp með rótum og plantaö aftur.”
— Eru ákveðin atriði, sem þú ert
meðvitaður um, sem orsökuðu hina
'miklu breytingu sem verður á þér á
þessu tímabili og síðar — það er breyt-
inguna frá kúristanum og unglingnum
Norman yfir í gagnrýnandann og and-
stæðing kerfisins^'rlthöfundinn
MaQer? /
„Nú ertu að nálgast spurningar sem
ég á bágt með að svara öðruvísi en að
skrifa bók. Það er ekki hægt að svara
svona í blaöaviðtali. Þær breytingar
sem urðu í lífi mínu um miðbik 6. ára-
tugarins eru alltof flóknar tU að hægt
sé að skýra þær á einfaldan máta.
Maður verður að rekja þær langt aftur
aUt tU upphafs eða jafnvel fyrra lífs.
Eg trúi á „karma”. Eg held að við
séum hér á þessari jörð oftar en einu
sinni og ég treysti mér ekki tU að rök-
styöja þaö frekar. Ef maöur hugsar
sér hve flókin samsetning maðurinn er
þá sýnist þaö svo mikil sóun að láta
okkur fæðast, verða fyrir aUri þessari
reynslu og síðan rotna í gröf. Það er
miklu skynsamlegra að álykta aö tU-
vist manns hafi þann tUgang að vera
liður í samhangandi keðju sem og
tilvist alheimsins. Sálrænt séð trúi ég
þessu — að það sé einhver guðleg sam-
vinna þarna að verki. Það eru bara
hlutir sem er ekki hægt að rökstyðja
með einulífi.”
— HoUywood hafði mikU áhrif á þig
af því þú skrifaðir Barbary Shore
(1951) þar, sem og The Deer Park
(1955). 1 þessum bókum virðast stjórn-
málaskoðanir þinar breytast. Hvernig
skýrir þú þennan þátt HoUywood?
„Eg vU nú ekki segja að það hafi
verið Holfýwood sem slík eða
staðurinn. Eg er engin Los Angeles
hetja. Mig mundi ekki einu sinni langa
að búa þar, held ég. Eg svara
spurningu þinni með því að segja að
tvö hugtök eru mér hjartfólgnari en
önnur, þau eru kerfið og sjálfiö. Og
kvikmyndir heUla mig óskaplega því
þar er aUtaf verið að fást við sjálfið.
Kvikmyndastjömur heilla mig — líf
þeirra er svo óvenjulegt. I samanburði
við annað fólk er eins og þær séu frá
annarri plánetu. Það er hyldýpisgjá á
miUi þeirra og okkar, venjulegs fólks.
Söguhetjan Lulu Meyers í Deer Park
er fyrsta tUraun mín tU að fjaUa um
þetta. Eg held að það séu tímabU í
sögunni þar sem enginn er að fást við
þetta vandamálmeðsjálfið — þaðvar
á þeim tíma þar sem við aðgreindum
okkur ekki svo mjög frá skepnunum.
Við brugðumst við hlutum eins og
dýrin, flúðum, gerðum árásir, átum og
sváfum. Þegar ég var á Harvard hins
vegar var ein spurning öUum öðrum
yfirsterkari: Hvað finnst þér um
mig?”
— Talandi um sjálfið — heldurðu að
sú mikia auglýsing sem þú hefur
fengið hafi skaðað umfjöUun um bækur
þínar?
, Jfún hefur ekki bætt úr skák. Nú tU
dags, þegar bækur eru svo dýrar,
kaupir fólk þær oft ekki nema það virði
höfundinn. Það er dauðans deUa að
fólk kaupi aUt eftir þá sem eru mikiö í
sviðsljósinu. Saul BeUow og John
Updike eru ekki mikiö í sviðsljósinu en
bækur þeirra eru mikið keyptar. Eg
hef hins vegar verið mjög í sviðs-
ljósinu, get engu um þaö breytt nú og
lætþví slagstanda.”
— Finnst þér skrif þín bera vott um
aukinn þroska á undanfömum árum?
„Alveg eins og tannlækni sem hefur
borað í fjóra áratugi hlýtur að dreyma
um nýjar leiðir tU aö bora gat í tönn —
leita ég nýrra leiða. En þroski er
eitthvaö sem kemur óumbeöiö — for-
Esæ.
SJÁLFID
Fyrir tæpu ári kom út bók banda-
ríska rithöfundarins Norman Mailer,
Ancient Evenings, á sama tíma og
Mailer fagnaöi sextugsafmæli sínu.
Nýja bókin markar tímamót í lífi
MaUers sem hefur haldið sig frá skald-
sagnagerö í um tíu ár.
Pulitzerverðlaunin hefur Mailer
hlotið tvívegis fyrir ritverk sín Armies
of the Night og The Executioner’s
Song. Hann hefur óefaö skipað sér á
bekk með fremstu samtímahöfundum í
Bandaríkjunum. En það er einnig per-
sónuleikinn Norman MaUer sem hefur
verið í sviðsljósinu því að fyrir utan
tylft bóka sem út hafa komið eftir hann
hefur hann haft afskipti af
stjórnmálum, komið nálægt kvik-
myndagerð og leikhúsi auk þess sem
hann hefur skrifað ótölulegan fjölda
blaðagreina. Mailer er kjarnakarl, lif-
andi uppspretta frjórra hugmynda.
Norman Mailer fæddist í New
Jerseyfylki áriö 1923. Hann ólst upp í
Brooklynhverfinu í New York og hélt
ungur til náms í Harvardháskólann í
Boston. Viö Harvard lagði MaUer
stund á verkfræði og þótt raunvísindi
virtust liggja vel fyrir honum virtist
framtíð hans sem rithöfundar ráöin
þegar á námsárunum. I háskóla gaf
hann út meira en 30 smásögur auk þess
sem hann skrifaði þá tvær skáldsögur
og tvö leikrit sem ekki voru gefin út.
1944 gekk Norman MaUer í herinn og
var hann sendur til FUippseyja. Hann
varð frægur við útkomu bókar sinnar
byggða á reynslunni í hemum, The
Naked and the Dead, sem út kom 1948.
Þá var hann aðeins 25 ára gamall og
hafinn var einn merkasti feriU í banda-
rískri bókmenntasögu samtímans.
Eftirfarandi viðtal tók
rithöfundurinn og kennarinn Robert
Begiebing við Norman Mailer og
birtist það fyrst í Harvard Magazine.
Fer það hér á eftir, örlítið stytt.
— Þú sagðir eitt sinn að þú hefðir
byrjað á 300 blaðsíðna sögu um ferð tU
Mars þegar þú varst 7 ára gamaU. Þá
hættirðu en byrjaðir aftur þegar þú
varst i Harvard. Hvað gerðirðu i mUli-
tíðinni eða í barnaskóla og gagnfræða-
skóla?
„Eg var aðaUega aö setja saman
flugvélamódel. Mig langaði til aö
verða vélaverkfræðingur. Eg hafði
engan áhuga á bókmenntum á þeim
árum. Það er alveg öruggt.”
— Hvað gerðist þegar þú fórst tU
Harvard og ætlaðir að leggja fyrir þig
vélaverkfræði en komst út á leið til
Kyrrahafs að skrifa skáldsögu úr
stríðinu?
„Eg held aö ég hafi orðið fyrir
mestum áhrifum af kúrsi sem ég tók í
bókmenntum í Harvard þar sem við
vorum látin lesa Studs Lonigan eftir
James FarreU. Sá lestur fyUti mig
ofurkappi því Studs Lonigan ólst upp
við miklu krappari kjör en ég þótt
ýmislegt væri líkt með okkur. Hann
talaöi sama máifar og ég og vinir
mínir frá Brooklyn. Þarna gerði ég
mér ljóst aö það er hægt að skrifa um
slíka reynslu sem uppvöxt og
umhverfisáhrif. Það var ofsalega
spennandi uppgötvun. Fyrsta náms-
árið mitt í Harvard las ég líka verk
Dos Passos, Hemingways og Fitzger-
alds. Eftir fyrsta árið mitt þarna vissi
ég aö mig langaði til að verða rit-
höfundur. Eftir annað ár var ég þess
fullviss að ég yrði rithöfundur og aldrei
verkfræðingur.”
— 1 Harvard virðist hugtakið
„kerfi”, sem þú notar mikið í skrifum
þínum, hafa orðið þér hugleikið?
Þar sem ég ólst upp í Brooklyn, í
skólanum sem ég gekk í, hafði maður
aldrei á tilfinningunni aö til væri
eitthvert ofurbákn eða kerfi. Þegar ég
kom til Harvard varð mér ljóst að
þetta fyrirbæri var tU og það er gríðar-
lega stórt, slægt en andhtslaust. Það
eina sem gerir það að verkum
að maður uppgötvar tUvist þess er hve
alvarlega fólk tekur hluti eins og
menntun. En þegar ég var að alast upp
í Brooklyn fyrirvarð ég mig ofurlítið
vitandi það að ég var betur gefinn en
hinir strákarnir. Þaö þótti ekki mjög
karlmannlegt að vera vel gefinn. I
Harvard var því akkúrat öfugt farið.
Þar fór maður pinuUtið hjá sér af því
maður óttaöist samkeppnina um hver
væri vel gefinn. Maöur skammaöist sín
fyrir að vera ef .tU vUl ekki nógu klár.
Það var nóg af fólki sem var greindara
en maður sjálfur og sem naut
aödáunar fyrir vikið — mikillar aðdá-
unar!
Eg geri greinarmun á Harvardkerf-
inu og öðru kerfi — þar sem ég held að
mörg önnur kerfi séu gersamlega
gagnslaus. En ein stærsta spurning
sem ég hef gUmt við er þessi spurning
um kerfiö — er það gott, slæmt eða
þörfnumst viö þess. Hvað er kerfi —
stýring manna á öörum mönnum.
Stjórnun — er hún af hinu illa eða aö
hluta til ill eða nauösynleg.”
Alsjálfvirk-einföld - ódýr
Kodak DiSKmyndavélinni.
Hún hugsar fyrir öllu, þú
smellir bara aí.
ENDURBÆTT
DISKFILMA
Vel á minnst, heíur þú
hugsað fyrir íermingar-
gjöíinni?
Kodak Diskur 3500 . 1990 kr.
Kodak Diskur 4000 ..... 2400 kr.
Kodak Diskur 6000 ..... 3200 kr.
Kodak Diskur 8000......4200 kr.
HfíNS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI GtÆSIBÆ AUSTURVERI UMBOÐSMENN UM LANDÁLLT