Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Page 9
bv: LAUGÍARDÁÖUR 31. MARá 1984.
Vildi einangra sig í sumar
Nú ertu hylltur þarna af þúsundum
áhorfenda, líturöu á þig sem
kántrístjömu á Islandi?
„Eg get ekki beint sagt aö ég líti á
mig sem kántrístjömu á Islandi. Aftur
á móti verð ég aö viðurkenna aö ég veit
náttúrlega sjálfur aö ég er sá eini sem
fæst viö þetta. Þaö angrar mig pínu-
lítiö og var orðið dálítiö erfitt fyrir mig
í sumar þetta meö aö fólk veit af mér
og stjörnudýrkunin. Eg var þó búinn
að jafna mig dálítiö núna. Eg var
geysilega mikiö á ferðinni og mikiö
auglýstur. Fólk var farið aö taka eftir
manni og jú, maöur var farinn aö vera
dálitið stórt númer. Ut af þessu var ég
farinn aö ganga svo mikið inn í sjálfan
mig. Eftir því sem frægðin jókst þá fór
ég lengra og lengra inn í mig. Eftir því
sem ég fann aö ég varð vinsælli og fólk
vildi umgangast mig meira og meira
þá fór ég aö fela mig. Um leiö og ég var
búinn aö skemmta þá var ég horfinn,
lokaði mig inni í herbergi eins og til
dæmis í Eyjum, þar sem ég var einar 5
helgar. Eg er óskaplega kammó og
flottur og fínn, þegar ég er aö skemmta
og allt slíkt, en um leið og ég er kominn
út geng ég einhvem veginn inn í sjálf-
an mig og vil helst engan hitta, loka
mig bara inni. Eg reyni aö læöast alls
staðar og fara einhvers staðar þar sem
enginn tekur eftir mér til þess aö fólk
fari ekki aðkoma og tala viö mig.”
Ertu aö segja aö þú sért ennþá
svona?
, ^Já, þaö er sisona en þetta var
bara fariö aö vera svo erfitt fyrir mig í
haust. Þaö var búiö aö vera ægilega
mikið fyrir mig að gera alveg fram í
október.”
• Erþetta eitthvaðsemþúviltsjálfur
losna við?
, Já, mér finnst þetta ekki nógu gott,
sko. Sennilega hendir þetta alla sem
eru í sviðsljósinu að þeir reyna aö leita
einhverrar einveru meö sjálfum sér.
Eg er voöa mikið til baka og í raun og
veru feiminn aö eölisfari. Eg manna
mig upp í aö vera miklu meiri en ég er
en vil svo alltaf flýja inn í þessa skel. ”
I sumar, þegar þú heldur áfram aö
j skemmta, ætlaröu þá aö vera ööru-
vísi?
Hallbjörn er meðhjálpari i kirkjunni á Skagaströnd.
„Nei, ég geri ekki ráð fyrir að ráða
viö þetta. Sennilega er þetta vandamál
sem ég á alltaf viö aö stríða.”
Draumar um
kántríuppbyggingu
Nú er Skagaströnd orðiö þekkt pláss
fyrir kántrítónlist. Hvaö segir fólk hér
um þetta?
,,Eg veit bara ekki hvort ég veit
þaö. Héma fyrst held ég að fólk hafi
haldið, eins og reyndar víöast hvar, aö
úr þessu yrði hvorki fugl né fiskur.
Núna er ég ekki frá því að Skagstrend-
ingar séu farnir aö líta á þessa hluti
svolítiö öörum augum.”
Er þetta staður sem þú gætir ekki
farið frá?
, ,Eg er Skagstrendingur í húö og hár
og verö þaö sennilega alla tíö. Nei, ætli
ég mundi nokkurn tíma fara héðan,
það yrði ábyggilega mjög erfitt aö
slíta sig héöan. Það er samt ákaflega
erfitt ef ég ætla aö gera eitthvað meira
í þessum málum aö eiga viö þetta
hér.”
Stefnirðu eitthvað sérstakt, áttu þér
drauma?
,,Já, ég á drauma og þeir eru allir
hér á Skagaströnd. Mig dreymir
náttúrlega um aö láta þetta kántrí
þróast hér. Þetta íslenska kántrí sem
ég þykist vera að þróa sjálfur, þaö
kemur frá Skagaströnd og þessi fyrsti
kántrísöngvari kemur frá Skaga-
strönd. Héma vil ég byggja í kringum
kántríið þannig aö væri hægt að benda
á þetta villtavesturs ævintýri á Skaga-
strönd. Eg vil að eftir minn dag verði
eitthvað hér sem minnir á aö kántrí-
tónlist á Islandi er upprunnin á Skaga-
strönd. Þess vegna er ég aö byggja
Kántrýbæinn og annað í kringum
þessasögu.”
Kántrý II
verður einfaldari
Þú semur yfirleitt lögin þín sjálfur,
hvemig veröa þau til?
„Þau geta bara komiö hvenær sem
er. Eitt lagiö samdi ég nú á lager hér
frammi, Komdu í Kántrýbæ var
samið hér inni þegar viö vorum aö
smíða hérna og saga niður spýtur.
Textinn kom svona hálfpartinn í og
með. Annars kemur þetta bara
svona, ég sest viö píanóiö. Ef ég fæ
texta þá kemur lagið bara yfirleitt
undir eins, það er ekkert veriö aö pæla
í því, þaö kemur bara eins og skot.
Yfirleitt hef ég ekki gert mikið að því
aö semja texta, það var þó einn þarna
á síðustu plötunni. Eg tel mig ekki vera
skáld og ekki hafa vit á að yrkja ljóö.
En svo sný ég aftur dæminu viö núna
á Kántrý III, þar veröa flestallir
textamir eftir sjálf an mig. ”
Verður þessi nýja plata í sama anda
ogKántrýlI?
„Eins og nafniö bendir til, þá veröur
hún náttúrlega kántríhljómplata og ég
ætla náttúrlega aö láta hana veröa
ennþá betri en Kántrý I og II. Eg ætla
að hafa miklu færri hljóöfæri á Kántrý
IH heldur en ég haföi á Kántrý II
hljómlistin öll á aö verða miklu
• einfaldari. Eg ætla ekki að hafa nema
svona fimm hljóðfæri en hún á aö
verðagóö fyrir þaö.”
Nú ertu ekki aðeins tónlistar-
maður, þú ert líka meöhjálpari. Ertu
trúaður?
,,.Tá, ég er þaö. Eg veit til dæmis aí
sum af lögunum mínum eru ekki
komin frá mér sjálfum. Það kemur
fyrir aö ég geng að pianóinu og spila
lög eins og ég hefði alla tíð kunnað þau
Þetta eru lögin sem ég er hræddastur
viö aö láta nokkra einustu manneskjii
heyra. Eg veit aldrei hvort ég er al
spila lag sem ég hef búiö til eöa
eitthvað sem ég læröi þegar ég vai
krakki. Þaö er eina leiðin að láta f jölds
manns hlusta og ef enginn segist hafí
heyrt lagiö, þá hlýtur það aö vera eftii
mig.”
Myndir: Gunnar V. Andrésson
gengur oft það langt aö herranum sem
úfur viö hliöina á dömunni verður ekki
sama. Þaö gerðist til dæmis á Hótel
3ögu um daginn. Svo eru einstaka
tnenn þannig aö þaö er ekki alveg
sama hvort þaö er Hallbjöm Hjart-
arson, Omar Ragnarsson, Þórhallur
3ða hver þaö er, þeir þola ekki
skemmtikrafta. Þeir veröa alltaf vit-
[ausir við þá. Þetta er einhver afbrýöi-
semi fyrir þaö aö vera þekktur, held
2g.”
Þú skemmtir i sumar á fótboltaleik
og komst ríöandi inn á Laugardals-
völlinn. Hvemig tilfinning var það
Eyrir þig?
Ríðandi á
Laugardalsvellinum
„Hún hlýtur aö hafa veriö ágæt. Eg
held að ég hafi ekki hugsað svo mikið
út í þaö. Þaö er yfirleitt þannig, aö þeg-
ar ég kem f ram einhvers staðar þá veit
ég ákaflega lítið af fólkinu sem er aö
horfa á mig, ég hugsa ekkert um það.
Eg hugsa bara um þaö sem ég er að
gera, að skemmta fólki. Þegar ég er
búinn að skemmta og er farinn þá hef
ég ekki hugmynd um hvaða fólk var
þar. Þarna á vellinum, ja, ég haföi
ekki farið á hestbak síöan ég var í
sveit. Og ég get viðurkennt þaö ósköp
vel aö ég var pínulítið svona kvíðinn
hvernig til mundi takast. Eg þekkti
ekki hestinn nokkurn skapaöan hlut, aö
vísu var ég ekkert hræddur um aö
detta af baki en ég heföi getað fengið
hest sem ég réöi ekkert viö. Eg fékk aö
prófa tvo hesta áöur en þetta hófst, sá
fyrri var einum of daufur, hann bar
höfuðið frekar lágt og var ekki nógu
góður. Svo fór ég á hinn og tók hann,
enda var hann miklu skemmtilegri.”
Fannstu einhverjar breytingar eftir
þetta, jukust vinsældirnar til dæmis?
,,Já, ég verö nú aö segja þaö. Þetta
var mjög skemmtileg stund þegar ég
fór aö komast til sjálfs mín á eftir og
hugsa út í þetta. Eg áritaði þarna
plötur á eftir og sá þá auðvitaö hvaö
fjöldinn var mikill. Eg gleymi þessu
atviki aldrei, þaö er alveg ljóst.”