Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Qupperneq 11
DV. LAtíG ÁRD AGUR 31. MARS1984.
Hluti af því var ritgerö sem ég ritaði
um íslenska tónlistarskóla og al-
mennt tónlistarlíf á Islandi.
Þó að þessu prófi væri lokið fannst
mér ekki nóg að gert og mig langaði
til að læra enn meira og þá kannski
að reyna að sérhæfa mig í ljóðaflutn-
ingi. Eg hef ætíð haft áhuga á flutn-
ingi þýskra ljóöa og leitaði því fyrir
mér hvar hægt væri aö sækja sér
framhaldsmenntun með ljóðaundir-
leik sem aðalfag. Eg haföi heyrt að í
Stuttgart væri sérstök deild fyrir
píanóleikara og söngvara sem vildu
leggja fyrir sig ljóðaflutning.
Þessari deild, sem er viö Tcnlistarhá-
skólann hér, veitir forstöðu einn af
þekktari ljóöaundirleikurum Þýska-
lands í dag, Konrad Richter. Það
varð því úr að ég gekkst undir próf
hjá Richter og var veitt innganga í
bekk hans. Aö vinna undir leiösögn
Richters var mjög lærdómsríkt.
Hann vinnur í hóptímum, svoköll-
uðum „masterklass”. Píanóleikar-
inn og söngvarinn vinna saman að
ljóöadagskrá sem þeir flytja þegar
þeir telja sig tilbúna. Fjöldi fólks er
ávallt viðstaddur þegar kennslan fer
fram og öðlast maður þama ómetan-
lega þjálfun í að koma fram. Þama
er, ef svo mætti að orði komast, brúin
á milli þess að vera námsmaður og
að starfa við listina. Þarna fer ekki
fram kennsla í tækni, hvorki fyrir
söngvarann né píanóleikarann, held-
ur er verið að vinna úr þeirri reynslu
sem tónlistarfólkið hefur aflað sér.
Megináherslan er lögð á að vinna út
frá ljóðinu.”
Hvernig er að vera Ijóðaundirleik-
ari? Áheyranda virðist oft að meira
beri á söngvaranum en undirleikar-
anum þegar þessir tveir vinna
saman að ljóðaflutningi.
„L jóðaundirleikur er erfitt
fag. Píanóleikarinn þarf aö halda
mikið aftur af sér en styðja söngvar-
ann þeim mun betur. Þetta er mjög
spennandi tónlistarform en gerir líka
miklar kröfur. I gegnum námið hjá
Richter hef ég kynnst miklu af
þýskum ljóöabókmenntum eftir
skáldjöfrana Goethe og Heine, svo
einhverjir séu nefndir, og fengið út
úr þessu ómetanlega reynslu sem
vonandi á eftir að nýtast mér í
framtíðinni.”
Hvaö tekur nú við, eftir 5 1/2 árs
nám í píanóleik á erlendri grund?
Eru atvinnumöguleikar fyrir ljóða-
undirleikara og píanóleikara með
menntuu sem Þóra Fríða hefur?
„ÉG
er á leiðinni heim.
Eg fer með jákvæðu hugarfari og er
reiðubúin að vinna mikiö. Þaö er
tilhlökkunarefni að finna hvað dvölin
og námið hefur gefið manni og
hvernig gengur að vinna úr því. Það
er þannig meö tónlistina að lærdómi
á því sviði lýkur aldrei og er það mín
skoöun að með því hugarfari verðum
við tónlistarmenn að vinna.
Varðandi atvinnu er það að segja
að ég hef hug á aö vinna jöfnum
höndum að kennslu og ljóöaundirleik
er heimkemur.”
11
og
(ITCOVtW
bjóða áskrifendum DV þátt-
töku í stórkostlegri vikuferð
til VÍNARBORGAR 6. maí nk.
Frá Vínarborg liggja vegir (og Tljotj tu anra
verður að mæta óskum farþeganna um
Kappkostað
ferðirfrá VÍN.
Vegna hagstæðra , f
samninga Jg' V 1 R _ 41)1) w"
kostar ferðin aðeins u
Innifalið: Beint flug og gisting á fyrsta flokks hóteli
- íslensk fararstjórn - skoðunarferð um VIN og
óperumiði.
TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ
GREIOSLUKJOR
ALLAR NÁNARI
UPPLÝSINGAR
VEITTAR HJÁ:
v.v.;
OPIÐ í DAG tilkl.A
Allar vörur á markaðsverði
Leiðin iiggur tii okkar
íöHum deildum
í verslanamiðstöð vesturbæjar
JL-GRILLIÐ — GRILLRÉTTIR ALLAN DAGINN
Munið okkar hagstæðu greiðs/uskilmá/a
Jón Loftsson hf.HRI-GBRAUT121
— SIMI 10600