Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Qupperneq 15
DV. LAUGARDAGUR 31. MARS1984. A heimiU sinu i Charlottenlund. fyrir honum meö þessu og ööru lítil- vægu gróðabralli? Hann haföi þá hug- mynd, aö því haganlegar sem hann gæti komið sér fyrir efnalega, því betri yröi aöstaöa hans til skáldiöjunnar — sem reyndar varö aldrei að „iöju” hjá honum, heldur ígrip og ávextir hrifningar og draumstunda. En fyrst og fremst—eins og hann skrifar ást- vinu sinni — „verðir þú nokkum tíma frjáls og getir gift þig mér, höldum við mikla hátíö og margir þurfamenn skulu fá saöningu sína”. — Tíðarandinn A þeim tíma er Jóhann var uppi voru skáld bóhemar. Svona lýsir Gunnar Gunnarsson skáld tíðarandanum: Og er þá enn ótaliö þaö sem Jóhanni ef til vill varð kostnaöarsamast á lífs- leiöinni; tíðarandinn. Qinmitt á upp- vaxtarárum Jóhanns var bóhem- smekkurinn, bóhem-krafan i al- gleymingi. Sá þótti ekki maöur með mönnum, og einkum ekki listamaöur, sem ekki var fullur af andstæðum og tvístringi í lundarfarí og lifnaðar- háttum; því skýrara sem and- stæðumar komu fram, því meiri lista- maöur. Listamaöur er ekki drakk og geröi nótt aö degi var oddborgari, og oddborgari gat aldrei veriö lista- maður. Þetta voru trúarsetningar;' þau skáld og þeir listamenn sem ekki viöurkenndu þær og lifðu eftir þeim voru brenndir á báli fyrirlitning- arinnar. Heine-skapiö háöska og angurværa (sem læðst hafði inn í íslenska ljóömennt, aöallega meö Jónasi Hallgrímssyni i stælingum hans) og jafnvel brotsjóa-lund Byrons bliknuðu og urðu aö hjómi þegar norrænir og einkum þó norskir rithöfundar og málarar birtust i ofurmagni listamanns-lundar sinnar. Þaö sem mest á reiö voru and- stæðurnar; þunglyndi í aöra röndina, gáski í hina; blíöur í dag, grimmur á morgun; hreinlífur í þrá, lostagjarn í reynd; hæverska og dramb; mannúðarþrá samfara drottnunar- gimi; hetjulæti annað veifið, æðrur hitt veifið. Flestum þeirra sem við listir og skáldskap fengust í þá tíö varð meira og minna hált á þessum gljám og svellabólstrum andlegrar sundur- geröar. Jóhann Sigurjónsson fæddist á Laxamýri í Þingeyjarsýslu 1880. For- eldrar hans voru Sigurjón Jóhannes- son og Snjólaug Guðrún Þorvalds- dóttir. Jóhann átti allmörg systkin sem nokkur þeirra dóu ung. Jóhann hefur vafalaust einhverja menntun hlotið í heimahúsum en hann dvaldi auk þess einn vetur við nám hjá sr. Arna Bjömssyni á Sauöárkróki sem var giftur Líney systur hans. Eftir það var hann tekinn í annan bekk Reykjavíkur- skólahaustið 1896. Jóhann lauk f jórðabekkjarprófi 1899 og hélt að því búnu til Kaupmanna- hafnar. Hann fékk inngöngu á danska búnaðarháskólann og hóf þar nám í dýralækningum haustið 1899. Ur því námi hvarf hann er hann var kominn vel á veg og ákvaö aö leggja á rithöfundarbrautina. Hann var fyrsti Islendingurinn sem hóf aö skrifa á dönsku. Jóhann skrifaði fyrsta leikrit sitt, Dr. Rung, 1905. Síðan kom Bóndinn á Hrauni, Bjærg Ejvind og hans hustm, Galdra-Loftur, og Lögneren. Er hann féll frá hafði hann um hríð unnið að leikriti sem hann ætlaöi aö kalla Fm Else. Fjalla-Eyvindur varö frægast verka Jóhanns og var leikinn viöa og kvik- myndaður af Svíanum Victor Sjöström 1917 og fór Sjöström sjálfur með hlut- verk Eyvindar. Jóhann orti nokkuð af ljóöum og hafa mörg þeirra þótt hreinar perlur. Hann gaf aldrei út ljóöabók heldur birtust ljóð hans hér og þar og sum ekkifyrr enaðhonumlátnum. Jóhann kvæntist Ingeborg Blom, | sem nefnd var IB eftir upphafs- stöfunum í nafni sinu, áriö 1912. Hún var ekkja eftir Thiedemann skipstjóra. Oft mun hafa verið gestkvæmt á heim- iliþeirrahjónaogfáumvisaöfrá. Þaö er álit margra að þaö hafi spillt fyrir afköstum Jóhanns. Auk ritstarfanna hafði hann ýmis hugðarefni svo sem uppfyndingar og framleiöslu á ryk- lokum á ölglös fyrir útiveitingahús, hattanálar og' hafnargerð viö Höföa- vatn. Siöustu ferö sína til Islands kom Jóhann voriö 1919 í tengslum við hafn- argeröina. Hann hafði kennt sjúkleika áður og kom fárs júkur til Kaupmanna- hafnar og lést aö heimili sínu við 0ster-, gade þrítugasta ágúst 1919. öllum ber saman um aö Jóhann Sigurjónsson hafi verið einstakur maöur. I ritgerð sem Gunnar Gunnars- son skrifaöi um Jóhann er að finna lýsingar Gunnars, sem var vinur Jóhanns, á undan og segir hann þar bæði kost og löst. Við grípum hér, meö góöfúslega leyfi Franzisku Gunn- dóttur, niður á nokkrum stööum í grein Gunnars. Einnig lýsingu IB konu Jóhanns á andláti Jóhanns úr bókinni Heimsókn endurminninganna. Að lok- um tökum við þrjú ljóð Jóhanns sem sýnishorn um hver snillingur hann var á íslenskt mál. Staðreyndir um lífs- hlaup Jóhanns sem tíndar eru til hér aö framan eru að mestu teknar úr inngangi að útgáfu bréfa sem hann sendi Jóhannesi bróður sínum eftir Kristin Jóhannesson. DAIIÐIM Svona lýsir Ingeborg Sigurjónsson andláti Jóhanns í bók sinni Heimsókn endurminning- anna: Einn morgun sagði Jóhann við mig, að nú vissi hann, að sér mundi ekki auðnast að skrifa neitt framar. Sig hefði dreymt, að hann væri dáinn og kæmi inn í stóran, bjartan sal, þar sem öll þau framliðnu stórskáld, sem hann mundi eftir, sátu saman í hálfhvirfingu. Honum þótti Bjömstjerne Björnson þá rísa á fætur, ganga til móts við sig og færa sér gullhring, settan þremur skærum steinum. Sérhvert skáldanna var einnig með hring á hendi. „Sjáðu nú til, Ib”, sagði Jói. „Þessir þrír steinar eru Fjalla-Eyvindur, Galdra-Loftur og Lygarinn”. Ég kyssti drenginn minn og sagði: „Enn eiga margir steinar eftir að bætast við í hringinn þinn”. En hann varð hryggur við. Svo var það einu sinni með morgunsárinu, að Jóhann bað mig að opna alla glugga, að gömlum íslenzkum sið, svo að sálin gæti flogið leiðar sinn- ar. Við höföum horft ástaraugum hvort á annað og talað saman í hálfum hljóðum alla nóttina, — um hinar miklu víðáttur á Islandi og „fjöllin blá”, meðan „rauöa liljan” hans, eina blómið, sem hann vildi hafa inni hjá sér, skein við okkur í grænni lampaglætunni. — Svo kom dauðinn í allri sinni óbilgirni, en Jóhanni mínum þó svo líkn- samur, að ekkert þjáningakast var honum sam- fara. Ég bað mennina tvo, sem kistulögðu Jóhann, um að mega hafa hann hjá mér nóttina eftir. Alla þá nótt sat ég við kistuna og horfði á undurfagra andlitið hans, þar sem sérhver þjáningarhrukka var nú horfin. Það var svo ótal margt, sem ég þurfti að segja við Jóhann þessar síðustu klukkustundir, áður en þeir kæmu aftur að sækja ástvin minn. 15 LJÓÐ Þrátt fyrir ad Jóhann §£gurjónsson væri i’yrst og fremst leikritaskáld ligg ja eftir hann nokkur afburða falleg ljðð. Hér eru fjögur þeirra Sorg Vet, vet, yfirhtnm fölltiu borg! Hvareru þín streeti, þínir turnar, og Ijóshafið, yndi nœturinnar? Eins og kórall t djúþum sjó varst þú undir bláum himninum, eins og sylgja úr drifnu silfri hvílir þú á brjóstum jarðarinnar. Vei, vei! ídimmum brunnum vaka eitursnákar, og nóttin aumkvast yfirþínum rústum. Jóreykur Itfsins þyrlast til himna, menn íaktýgjum, vitstola konur ígylltum kerrum. — Gefið mérsaltað eta svo tungan skorpni ímínum munni og minn harmurþagni. Á hvítum hestum hleyptum við upp á bláan himtnbogann og lékum að gylltum knöttum; við héngum ífaxi myrkursins, þegarþað steypist ígegnum undirdjúpin; eins og tunglsgeislar sváfum við á bylgjum hafsins. Hvareru þaufjöll, sem hrynja yfitr mína sorg, hálsar, sem skýla minni nekt með dufit? ísvartnœtti eilífðarinnar flýgur rauður dreki og spýr eitri. Sól eftirsðl hrynja ídropatali og fœða nýtt líf og nýja sorg. Jonas Hallgrímsson Dregnar eru litmjúkar dauðarósir á hrungjöm lauf t haustskógi. Svo voru þínir dagar sjúkir en fagrir, þú óskabam ógæfunnar. Heimþrá Reikult er rótlaust þangið, rekst það um víðan sjá, straumarog votirvindar velkja þvt til og frá. Fuglar flugu yfir hafitð með fögnuði og vœngjagný, — hufu út í himinblámann hratt eins og vindlétt ský. Þangið, sem hofði á hópinn, var hnipið allan þann dag. — Bylgjan, sem barþað uþþi, var blóðug um sólarlag. Sonnetta Vorið er liðið, ilmur ungra daga orðinn að þungum, sterkum sumarhita, œskan erhorfitn, engir draumar lita ókomna tímans gráa sinuhaga. Við erum fæddir úti á eyðiskaga, eiltfðarsjórinn hefur dimma vita, fánýtar skeljar fyrir blóð og svita fengum við keyptar, það er mannsins saga. Þó hef ég aldrei elskað daginn heitar — eiltfðar nafnið stafar bamsins tunga — fátœka Itf! aðþínum knjám ég krýp, áþekkur skuggablómi, er /jóssins leitar, — leggurinn veldur naumast eigin þunga — fómandi höndum þínageisla ég gríp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.