Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1984, Síða 20
20 DV. LAUGÁRDAGUR 31. MARS1984. Nokkur hluti þess sem Charles Peace lót eftir sig á svarta safni Scotland Yard. Efst til vinstri er stigi sem fella má saman. Lengst til hægri er gerviframlenging á handlegg hans þar sem hann vantaði marga fingur. Hann er grannvaxinn, 165—167 sentí- metrar á hæð og gráhærður. Hann lítur út fyrir að vera tíu árum eldri heldur en hann er. A hann vantar einn eða fleiri fingur á vinstri hönd, hann vagg- ar og fæturnir eru útglenntir þegar hann gengur. Hann talar eins og tungan sé of stór upp í hann. Hann er óskaplegamontinn.. . Þessi lýsing lögreglu frá 1875 er á hinum fjörutíu og þriggja ára Charles Peace. Hver skyldi halda af þessu að lýsingin ætti við einn frægasta stórþjóf og duiargervismeistara Englands sem auk þess var mikið kvennagull! Til allrar óhamingju fyrir Peace sjálfan var hann einnig morðingi og átti eftir að enda ævidaga sina i gálganum fyrír tilgangslaust morð. Charles Peace var, þegar aQt kom til alls, ekki sá yfir- stéttarglæpon sem samtíðin gerði hann, jafnvel ekki þó að hann væri oft í flauelsvesti og diplómatafrakka, né þó að hann færi alltaf í ránstúra sína á léttivagni með hesti fyrir undir það síðasta. Charles Peace kom í heiminn í Shef- field hinn 14. maí 1832 sem sonur vel metins skósmiðs. (Aörar heimildir segja að faðir hans hafi veriö dýra- temjari sem á ekki illa við sögu- sagnirnar um líf Peace.) Hann var ekki duglegur í skóla að því undan- skildu að hann var góður í mótun úr pappír. Hann skapaði lítil listaverk úr samanlímdum pappírssneplum. Hann var einnig þokkalegur fiðluleikari sem kom fram sem Paganini staðarins. I. barnæsku hlaut hann ævilanga fötlun þegar annar fótur hans varð undir gló- andi málmstöng og brotnaði. Þaö olli völtu göngulaginu. S/óttugur og Ijótur Þegar Charles Peace var orðinn tuttugu ára gamall hafði hann ekki enn fundið sér framtíöarstarf. Hann hafði heldur ekki leitað neitt sérlega ákaft þannig að hann brá sér út á afbrota- völlinn. En hann var ekki neitt sérlega heppinn innbrotsþjófur. Hann var gripinn og dæmdur í fangelsi frá einum mánuði upp í sjö ár. Fjórum sinnum var hann dæmdur í fangelsi á þessum árum. Á milli lifði hann flökkulífi og flæktist frá bæ til bæjar. Hann giftist ekkju sem átti einn son og 1872 var hann kominn aftur til Sheffield. Hann tók sér bólfestu þar og byrjaði að reka verkstæði sem gyllti ramma. Auk þess verslaði hann með notuð hljóðfæri. Fyrirtækiö gekk þolanlega þrátt fyrir að hann væri óábyggilegur, sérlega mikill eigin- hr.gsmjnaseggur, slóttugur og Ijótur eins og áður samkvæmt skýrslum lögreglunnar sem bætti því við að lima- burður hans minnti á apa og að hann væri óvenjulega sterkur. A bak við heiðarlegt yfirbragð verslunarinnar stundaði Peace iðju sína sem uppáfinningasamur og slung- inn þjófur. Lögreglan náði honum ekki og ástæðan var sú að hann vár snill- ingur í að dulbúast. Hann hafði ekki bara leikiö á fiölu í bamæsku heldur líka tekið þátt í áhugaleikhúsi. Dular- gervi hans voru fullkominn og hann hafði gaman af aö láta reyna á gæði þeirra. Þegar hann var aö lokum rekinn á flótta og lýst eftir honum um allt landiö skemmti hann sér við að hjálpa lögreglumanni við að gæta fanga! I annað sinn tók hann húsnæöi á leigu hjá lögreglufulltrúa um hríð. Síöustu ár ferils síns bjó Peace í Peckham, útbæ Lundúna, þar sem hann kom sér fyrir í leiguhúsi ásamt konu og ástkonu. Hann gaf upp nafnið Thompson, þóttist vera vellauðugur heiðursmaður sem stundaði ýmsar smávægilegar uppfinningar eins og tU dæmis á hreingerningakerfi fyrir járn- brautavagna. Onnur uppfinning herra Thompsons var endursmíðaður fiðlu- kassi þar sem hægt var að geyma nauðsynleg tól innbrotsþjófs. Þetta var undanfari hinna iUræmdu fiðlukassa Chicagobófanna sem þeir geymdu hríðskotabyssur 1. Hjónadjöfull DulargervisUst Peace kom berlega í ljós þegar hann var loks handsamaöur af lögreglunni. Yfirvöldin vissu fyrst ekki hvem þau höfðu fengiö í netiö. Menn trúðu í fyrstu á herra Thompson og það var ' ekki fyrr en eftir sakbendingu ástkonu Peace að raunverulega voru borin kennsla á hann. Hún fékk þau 100 pund sem sett höfðu verið til höfuðs honum eftir að hann hafði drepið Arthur Dyson. Charles Peace var nágranni Arthurs Dyson og hinnar írskættuðu konu hans. Hún var há og stæðileg kona og Peace byrjaði strax á því að heUla hana. Þrátt fyrir að hann minnti á apa féll hún fyrir tUburðum hans. Þau fóru saman á veitingahús og áttu leynileg stefnumót í kvistherbergi. Peace heim- sótti því næst Dyson í tíma og ótíma þangaö til eiginmanni hennar var farið að mislíka. Hann skrifaði þessi skUa- boð á pappírsseðil: „Charles Peace er hér meö beöinn um að blanda sér ekki frekar í fjölskylduUf mitt.” Bréfinu henti hann inn um bréfalúguna hjá Peace. „öskraðu eða óg skýt" Við þetta herti Peace ofsóknirnar enn frekar. Hann klifraði utan á húsinu og lá á gluggum hjá Dysonhjónunum. Um leið margskoraði hann á frú Dyson að yfirgefa mann sinn. I júU 1876 var þetta orðiö svo slæmt að Peace var heimsóttur af lögreglunni. Það hafði einhver áhrif, að minnsta kosti haföi Dyson-fjölskyldan frið fyrir honum þaö sem eftir liföi sumars. En Charles Peace fylgdist með þeim úr f jarlægð. Og þegar þau fluttu inn í nýtt hús þann 26. október voru þau boðin velkomin í garöshUðinu af Peace. „Eg skal ofsækja ykkur,” sagði hann. Þann 29. nóvember, aö kvöldlagi, mánuði seinna, sást til Charles Peace fyrir utan heimiU hjónanna eins og svo oft áður. Það skýrðist síðar að hann hafði afráðiö stefnumót við frú Dyson kvöldið áður. Nú virtist hún ekki hafa eins mikinn áhuga á að hitta hinn nær- göngula tilbiöjanda sinn. En hann elti hana að kamrinum í garði húss þeirra hjóna og stöðvaöi hana með byssu. „Oskraðu eöa ég skýt,” sagöi hann, og frú Dyson öskraði og maður hennar kom hlaupandi frá húsinu. Mennirnir tveir lentu í handalögmálum. Fiðlulaikur og upplestur „Eg skaut af byssunni til að hræða Dyson,” sagði Peace seinna fyrir rétti. Eg skaut enn einu sinni og skotiö fór í höfuö Dysons. Hann féll um koll og ég vissi að það myndi þýða endalok mín ef til mín næöist. Eg hljóp því eins og fætur toguðu á meðan frú Dyson öskraði eins og stunginn grís! ” Það sem eftir var ævidaga sinna var Charles Peace á flótta undan réttvís- inni. Lýst var eftir honum fyrir morð og fé lagt til höfuðs honum, 100 pund. Hann rændi sér leið í gegnum hálft Englandi og slapp, án þess að hann næðist, inn í London þar sem hann, eins og fyrr sagöi, leigði sér hús í útbænum Peckham. Þama settist hann að ásamt konu sinni og barni þeirra. Lét hann þau búa í kjallaranum en bjó sjálfur á hæöinni ásamt ástkonu sinni. Hún var um þrítugt og hét Susan Grey. „Hræðileg kona sem bæði drakk og tók í nefið,” sagði Peace fyrir rétti. Hann gaf upp nafnið Thompson og af bar það að Susan og kona hans rifust alla daga. Svo ótrúlegt sem það kann að virðast þá hafði þetta ekki nein Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæc VEL KLÆDDUR MAÐURER ENGINN BÖFI Charles Peace var ágætur fiðluleikari. Stórþjófurinn og morðinginn skemmti oft nágrönnum sinum með fiðluleik og upplestri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.