Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1984, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1984, Page 1
II S DAGBLAÐIЗVÍSIR 119. TBL. — 74. og 10. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1984. / r \ 5 f \ \ Söguleg stund á íslandi: rædtíií saman í síma ígær ff „Magga, ég ætlaði aðeins að athuga hvemig gengi að vélrita giró- seölana?” Svar: „Eg er búin að vél- rita þó, á bara eftir að senda þá út. ” Þetta er byrjun á samtali tveggja einstaklinga í gegnum sima i gær. Það viröist láta lítið yfir sér en í heyrnarlaus. rauninni er það einstakt hérlendis. Það var Þau sem „talast” viö eru bæði Vilhjálmsson Vilhjáhnur G. auglýsingateiknari Söguleg stund. Vilhjálmur G. Vilhjálmsson, 28 ára auglýsingateiknari á Auglýsingastofunni hf., hringir í fyrsta skiptið með hinu nýja simtæki sinu. Vilhjálmur er formaður Félags heyrnarlausra á íslandi. Eins og sjá má fylgjast vinnufélagar hans með á þessari einstöku stund. DV-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson. sem hringdi í Margréti Sigurðar- dóttur, starfsmanns á skrifstofu Fél- ags heyrnarlausra. Þetta var hans fyrsta símtal í sérhannaðan síma sem hann hefur fengið. Söguleg stund. „Bróðir minn, sem er við tölvunóm í Bandaríkjunum, keypti tækiö þar og kom með það heim,” sagði Vilhjálmur er við ræddum við hann í gær með aðstoö vinnufélaga hans á Auglýsingastofunni hf., Hauks Har- aldssonar. I rauninni er þetta símtæki bylting í samskiptum heymarlausra. Otrúlegt að Póstur og sími skuii ekki hafa gert neitt í því aö flytja svona tæki inn. Tækið kostaði 160 dollara, eða rúmar 4 þúsund krónur. Þaö er notað við venjulegan síma. Heymartólið er lagt á tækið og síðan er talið slegið inn á lyklaborö. Setningamar koma fram á sérstakt ljósaboröátækinu. Sá sem svarar er einnig með svona tæki og les setningamar í ljósa- borðinu á því tækL Síðan slær hann sitt „tal” inn á tækið og svarar þar með. Hugsið ykkur byltinguna. Nú geta heymarlausir hringt hver í annan og mælt sér mót einhvers staðar í stað þess að þurfa að aka kannski langar vegalengdir til að „ræða”saman um aðhittastsíðar. Vonandi var símtal þeirra Vilhjálms og Margrétar það fyrsta í röð margra slíkra hérlendis. Tækið þyrftu allir heyrnarlausir að hafa. -JGH. Deilur vegna áforma Portúgals um 12% toll á blautsaltadan ftsk: Sattfiskurinn nemur 50% af útflutningi okkar til EFTA-ianda FÁLKAEGGJAÞJÓFAR Frá EUasi Snæland Jónssyni, blaðamanniDVí Visby: Steingrímur Hermannsson forsætis- róðherra hleypti miklu lífi í fund for- sætisráöherra EFTA-landannaíVisby er hann gagnrýndi harðiega þær fyrir- ætlanir Portúgala að setja 12% toll á blautsaltaöan saltfisk okkar á móti 3% tolli til þeirra sem veittu Portúgölum veiðiheimildir i fiskveiöilögsögu sinni, eins og t.d. Kanada. Vegna máls þessa breytti Stein- grimur ræðu sinni á siðustu stundu á fundinum eftir að íslenskir embættis- menn höfðufengið þessar fyrirætlanir staðfestar, og sagöi hann m.a. i ræðu sinni að útflutningur okkar á þessum fiski næmi 50% af útflutningi okkar til EFTA-landanna. Steingrímur átti síöan einka- viöræður við Mario Soares, forsætis- ráðherra Portúgals. litið kom fram í þeim en ákveöiö var að viðskipta- ráðherra Portúgals, Alvaro Barreto, kæmi hingaö í opinbera heimsókn 9. júli nk. til viðræðna um máliö. -FRI. OÆMDIR — sjá bls. 2 — Sjá nánari fréttir á bls. 4 DÝRT AÐ VERSLA SVANGUR — sjá Neytendur á bls. 6 og 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.