Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1984, Qupperneq 5
DV. FIMMTUDAGUR 24. MAl 1984.
5
Flugmenn Arnarflugsþotunnar eru taldir haia bjargað 70 mannslífum er þeir með snarræði afstýrðu árekstri viðOrion-vél varnarliðsins imars 1983.
FLUGUMFERDARSTJORIEKKITAUNN
HAFA SÝNT REFSIVERDA HÁTTSEMI
—er Amarf lugsþota og herf lugvél voru nærri lentar f árekstrí
Ríkissaksóknari hefur ákveðið að
ákæra ekki vegna atviks er varð í há-
loftunum skammt frá Vestmannaeyj-
um þann 15. mars 1983. Farþegaþota
frá Arnarflugi og kafbátaleitarvél frá
varnarliðinu voru þá nærri lentar í
árekstri.
Atvikið er i skýrslu flokkað sem
„raunveruleg hætta á árekstri”.
Arnarflugsþotan var að koma frá
Evrópu í aðflugslækkun að Keflavíkur-
flugvelli. Varnarliðsvélin var 1 æfinga-
flugi við suðurströndina. Um borö í
flugvélunum voru alls 70 manns, þar af
64 í farþegaþotunni.
Vamarliðsvélin yfirgaf æfingasvæði
sitt án leyfis. Flugumferöarstjóri á
Keflavíkurflugvelli, sem hafði báðar
vélamar á radar, tók ekki eftir
árekstrarhættunni fyrr en mjög seint.
Hann er talinn hafa sýnt aðgæsluleysi.
Flugmenn Amarflugsþotunnar eru
taldir hafa afstýrt árekstri með snar-
ræði. Þeir sveigðu þotuna krappt til
hægri. Sekúndubroti siöar skaust
vamarliðsvélin framhjá.
Eftir aö skýrsla sérstakrar rann-
sóknamefndar Flugmálastjómar
hafði borist ríkissaksóknara í apríl
1983 sendi hann máliö til Rannsóknar-
lögreglu ríkisins og fór fram á rann-
sóknþess.
Þegar málið kom frá Rannsóknar-
lögreglunni síöar á árinu sendi sak-
sóknari það til samgönguráöuneytis og
varnarmáladeildar utanríkisráöuneyt-
is til umsagnar. Umsagnir beggja
aöila vom á þá leiö að flugumferðar-
stjórinn hefði ekki gerst sekur um
refsiverða háttsemi þó að mistök hefðu
áttsérstað. -KMU.
Hafnarfjardarvegur hættulegastur
— slysum stórfækkar þó á endurbyggðu köf lunum
Sá þjóðvegur þar sem flest um-
ferðarslys hafa orðið á undanfömum
árum er Hafnarfjarðarvegurinn.
„Athyglisvert er að þeir kaflar sem
endurbyggðir hafa verið eða lag-
færöir á undanförnum árum, frá
Kópavogslæk að Engidal, eru nú með
mjög verulega fækkun slysa, eöa úr
108 í 76 slys, en hinir tveir, frá Foss-
vogslæk að Kópavogslæk og frá
Engidal að Flatahrauni, eru meö
talsverða aukningu slysa.”
Þetta kemur fram í skýrslu um
framkvæmd vegaáætlunar í fyrra.
Þar er sagt að ráðgerð sé mjög veru-
leg lagfæring á vegamótum Hafnar-
fjarðarvegar og Flatahrauns á þessu
ári auk þess sem fyrirhugaðar séu
aögeröir vegna nánast dagvissrar
umferðaiteppu á Hafnarf jarðarvegi-
Kringlumýrarbraut í Fossvogi.
Skipuleg umferðartalning Vega-
geröarinnar fer fram á 54 stööum á
landinu. I fyrra var einnig gerð víð-
tæk könnun á sumarumferö á
Vesturlandi og Vestfjörðum.
Heildarumferð á þjóðvegum minnk-
aði um 3% að meöaltali allt áriö, en
sumarumferð um 2%. Sunnan- og
vestanvert á landinu minnkaði um-
ferð um 4—10% og mest á Vestfjörð-
um. Umferð óx hins vegar á norðan-
og austanverðu landinu um 4—6% og
mest á Austurlandi.
Þá var í fyrra haldiö áfram grein-
ingu umferöar eftir stefnum og gerð
ökutækja á ýmsum veigamiklum
vegamótum og safnað var áfram
upplýsingum um umferðarhraöa.
HERB
EV-SALURINN I FIATHÚSINU
SKIPTIVERSLUN ^kemuráþeim
BílaúrvaUð er síbreyti/egt frá degi tíi dags. LA Uu clVUn 8
VIÐ LÁNUM ÞÉR MILLIGJÖFINA. BURTU A NYRRI BÍL.
OFT JAFNVEL ENGIN ÚTBORGUN
HIN SÍVINSÆLU OG LANDSÞEKKTU EV KJÖR - ERU KJÖR SEM BYGGJAST Á TRAUSTI
VIÐ LÁNUMÍ 3-6-9-12 MÁN.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18.30.
VIÐ ALLS KONAR SKIPTI MÖGULEG
TÖKUM
GAMLA
BÍLINN OPIÐ Á LAUGARD. KL. 10-16.
UPPÍ
1929 notadir bílar í eigu umbodssins 7984
- ALLT Á SAMA STAÐ EGILL ,
-S™!*1*™ VILHJALMSSON HF
YFIR HALFA OLD.
Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Sími 79944—79775