Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1984, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1984, Qupperneq 11
DV. FIMMTUDAGUR 24. MAl 1984. 11 Stórbreyting í matvöruverslun á Akureyri: Tveir nýir kjör- markaðir hjá KEA Kaupfélag Eyfiröinga gerir nú mikla breytingu á matvöruverslun á Akur- eyri og við Eyjafjörð. Felur þaö meðal annars í sér að kjörmarkaðsverð mun gilda í þremur verslunum, þrjár verslanir eru lagðar niður og í útibúun- um veröur tekið upp nýtt verð- lagningarkerfi. Nú þegar hefur versluninni í Kaup- angi verið lokaö og um mánaöamótin hverfa líka kjörbúðirnar að Hlíöargötu 11 og Strandgötu 25. A móti kemur að fariö verður út í markaösverðlagningu í verulega auknum mæli. I Sunnuhlíö er þegar farið aö lækka verð og á þar að verða kjörmarkaður. Um mánaöa- mótin verður búið að stækka og endur- bæta kjörbúðina á Byggöavegi 98 og þar kemur líka kjörmarkaöur. I Hrísalundi verður áfram stærsti kjörmarkaðurinn en Valur Amþórsson kaupfélagsstjóri sagöi í samtali við DV að á mörgum vörutegundum yrði sama verð í öllum þessum mörkuðum. Verð yrði þó aldrei nákvæmlega hið sama. Til viöbótar þessu sagði Valur að um mánaðamótin væri ætlunin að taka upp markaðsverðsetningu í útibúunum á Dalvík, Olafsfirði og Siglufirði. Síöan sagði hann aö ætlunin væri að taka upp breytilega verðsetningu í litlu útibúun- um viö fjörðinn og minni búöunum á Akureyri. Þær fengju þá að njóta verð- lækkunar þegar hægt væri aö ná fram afslætti á vörukaupum. Með hagræð- rngu í rekstri þeirra yröi einnig reynt aö lækka vöruveröið. Þrátt fyrir þessar miklu breytingar er stærsta framkvæmd KEA í verslunarmálum bygging verslunar- húss á Dalvík. Þegar því verki lýkur verður lögð niður kjörbúöin við Skíöa- braut þar í bæ. Valur Arnþórsson sagði að til- gangurinn meö endurskipulagningu matvöruverslunarinnar væri að bæta verulega verslunarkjör á félagssvæð- inu frá því sem nú er. Taldi hann þó að vöruverð þar væri með því lægsta sem gerðist í landinu. Með skipulags- breytingum núna ætti verðlækkun til neytenda að verða á bilinu 5—10% en þó mjög mismunandi eftir vöruflokk- um. JBH/Akureyri SVAVASÝNIR Frá Kristjáni Einarssyni, fréttarit- ara DVáSelfossi: Svava Sigríöur Gestsdóttir hefur opnað sýningu í Listasafni Arnes- sýslu á Selfossi en á sýningunni eru 34 verk, vatnslitamyndir og myndir unnarúrbleki. Þetta er 7. einkasýning Svövu en hún er einn af stofnendum mynd- listarfélags Arnessýslu og hefur tekiö þátt í mörgum samsýningum. Svava stundaöi nám við Mynd- listarskólann við Freyjugötu og við Bergenholts Dekörations fagskole í Khöfn. Sýning hennar er opin kl. 14— 21 um helgar og kl. 18—21 virka daga. Henni lýkur um mánaðamótin. Svava Sigriður Gestsdóttir listmálari. Selfoss: D V-mynd Kristján. Norræn stein- steypuráðstefna hér á landi A vegum sambands norrænu stein- steypufélaganna verður haldin hér í sumar í fyrsta sinn ráöstefna um vísindalegar framfarir í steinsteypu- málum. Fjöldi vísindamanna er væntanlegur á ráðstefnuna og meöal þeirra sem flytja þar erindi er verk- fræðingurinn og prófessorinn Fritz Leonhardt, einn þekktasti verk- f ræöingur í heiminum. Ráðstefnur þessar eru haldnar þriðja hvert ár. A ráðstefnunni hér, 10.—12. ágúst, verður þátttökugjald rúmlega 10 þúsund krónur og þá allt innifalið en þátttaka hvern daginn fyrir sig mun kosta 3.800 krónur. Tveggja ára undirbúningur hefur verið á vegum Steinsteypufélags Is- lands, Rannsóknastofnunar' bygging- ariðnaðarins og Sementsverksmiðju ríkisins. Talsmaöur er Ríkharður Kristjánsson verkfræöingur hjá Línu- hönnun hf. en upplýsingar fást einnig hjáFerðaskrifstofuríkisins. HERB UPPBLÁSNAR ÁL- BLOÐRUR Heildsötubirgðir: Pdll Pdlsson Umboðs- og heildverslun, Laugavegi 18A, sími 12877. 9 GLÆSILEGT URVAL HÚSGAGIMA TVEIMUR HÆÐUM RAFTÆKI - RAFLJOS og rafbúnaður. Raftækjadeild ||. hæð ^ /mcrr y W vörur JH ^ 5 á markaðsverði. 2 Já OPIÐ í KVÖLDTILKL. 7 S-------- fk IÖLLUM DEILDUM g JL-PORTIÐ ---* NÆG BÍLASTÆÐI Glœsilegt úrval ledursófasetta í ledurdeild, 3ju hœð. VISA Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmála JL-GRILLIÐ Grillréttir allan daginn J|i~^ Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 Nýkomnir K ARLM AIMIM ASKÓ R Tegund 4. Litur: svartur. Nr. 40-45. Verðkr. 648,- Tegund 1. Litur: grár. Nr. 41-45. Verðkr. 738, Tegund 5. Litur: svartur. Nr. 41-45. Verðkr. 789,- Tegund 6. Litur: brúnt ruskinn. Nr. 39-45. Verðkr. 660,- Tegund 144. Litur: brunn. Nr. 41-46. Verðkr. 1.089,- Tegund 143. Litur: svartur. Nr. 41-45. Verðkr. 1.228,- Póstsendum Laugavegi 1 — Sími 1-65-84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.