Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1984, Page 12
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍDUMSULA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33.%SÍMI 27022.
Afgreiðsla, áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Setning,umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19.
Áskriftarverö á mánuöi 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr.
Helgarblaö2S kr.
Ringulreið fyrír sauðburð
Hin óskráöa regla, aö Alþingi skuli slitið upp úr miöjum
maí, byggist á, aö í gamla daga þurftu þingmenn að taka
hnakk sinn og hest og ríða til sauðburðar. Enn er haldið
stíft við þessa reglu, þótt atvinnuhættir og samgöngur
hafi gerbreytzt síðan á nítjándu öld.
Ráðherrar hafa vanið sig á að nota sauðburðartímann
til að komast á óþarfa fundi í útlöndum. Og óbreyttir
alþingismenn eru komnir með farseðla til sólarlanda.„
Þessi ferðaþrá hefur tekið við af sauðburöi sem forsenda
þess, að Alþingi veröur sér til skammar á hverju vori.
Aldrei hefur þó æðibunugangurinn og ringulreiðin verið
meiri en aö þessu sinni. Frumvörp og tillögur hafa verið
afgreiddar í kippum, þótt mjög fáir þingmenn hafi kynnt
sér innihald þeirra. Eitt dæmið um þetta er lögræðis-
frumvarpið, sem varð að lögum fyrir misskilning.
Efri deild hafði breytt þeirri útgáfu frumvarpsins, sem
kom frá neðri deild. Þurfti frumvarpið því að fara aftur
til nefndar í neðri deild, hefðbundið skref til samræming-
ar á útgáfunum tveimur. Síðan hefði framsögumaður
nefndarinnar kynnt niðurstöðuna á deildarfundi.
Fyrir misskilning milli Ingvars Gíslasonar þingforseta
og Gunnars G. Schram nefndarformanns var vikið frá
eðlilegri málsmeöferö. Að viðstöddum nefndarformanni
var útgáfa efri deildar tekin til atkvæða af deildarforseta
og samþykkt án athugasemda nefndarformanns.
Þetta kom þingmönnum auðvitað í opna skjöldu. Þeir
héldu, aö máliö hefði fengið eðlilega meðferð. Þegar
menn áttuöu sig á, aö svo var ekki, var það orðið um sein-
an. Lögræöisfrumvarpið var orðiö að lögum í útgáfu, sem
alveg er óvíst, aö sé í samræmi við vilja Alþingis.
Æðibunugangurinn og ringulreiöin lýsa sér á ýmsan
annan hátt. Hrossakaupin blómstra í öðru hverju skoti,
meöan þingforsetar gera hlé á fundum til að leysa ósam-
komulag milli stjórnarflokkanna eða innan annars hvors
stjórnarflokksins. Þessu fylgir ógeðfelldur blær.
Landsfrægt er, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins geröu með sér kaup um, að
Mjólkursamsalan fengi áfram að brjóta skattalög gegn
því, að húsnæðissamvinnufélögum yrði kippt úr hús-
næðisfrumvarpinu. Þetta mangó-mál hnekkti áliti fólks á
Alþingi.
Heilir þingflokkar og einstakir þingmenn notfæra sér
tímahrakið á síðustu dögunum til að hindra framgang
mála, sem meirihluti er fyrir. Þannig var á síðustu
stundu hindrað, að Alþingi samþykkti frumvarp um af-
nám einokunar Grænmetisverzlunar landbúnaðarins.
Stefán Valgeirsson hélt þinginu gangandi næturlangt
með málþófi út af bankanum, þar sem hann vildi verða
bankastjóri. Framsóknarmenn mættu ekki á fund í fjár-
veitinganefnd til að hindra, að Pálmi Jónsson yrði for-
maður nefndarinnar í störfum hennar í sumar.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sameinaðs
þings, hefur hvað eftir annað þurft að minna formenn
nefnda á, að liggja ekki á málum. Samt tókst Ölafi Þ.
Þórðarsyni aö gera allsherjarnefnd óstarfhæfa með því
að neita að halda fundi til að hindra bjórfrumvörp.
Eftir tíða kvöld-, nætur- og helgarfundi er þreyttum og
vansvefta afgreiðslumönnum á þingi meira eða minna
óljóst, hvað hefur veriö afgreitt og hvað ekki. Hitt ætti
ekki að vefjast fyrir þeim, af hverju þjóðin hefur lítið álit
á þingmönnum og Alþingi.
Jónas Kristjánsson.
J8ei lAM AS HUÐAaUTMMH .70
DV. FIMMTUDAGUR 24. MAl 1984.
„Neytendur eiga kröfu á aö sú vara sem þeir kaupa sé ga/ia/aus og standist þær gæðakröfur sem geröar
eru."
Verslun með
kartöflur og
annað grænmeti
Fá mál hafa aö undanförnu verið
ofar á baugi en verslun meö kartöfl-
ur. Skiljanlegt er að menn séu á móti
einkasölu eöa einokun. Sumir telja
einkasölu allt til ágætis en aörir
finna henni allt tii foráttu. En þaö er
ekki nóg aö vera á móti ríkjandi
verslunarháttum meö grænmeti,
kartöflur og aöra garöávexti. Þaö
þarf að hugsa dæmiö til enda, þegar
menn krefjast breytinga.
Augljóst er öllum sem komið hafa
nálægt verslun meö grænmeti og
kartöflur að þaö sættir sig enginn við
aö versla með þessar vörur aðeins
einn til tvo mánuöi á ári hverju.
I flestum árum duga íslenskar
kartöflur frá því í lok ágúst og fram í
maí áriö eftir. Einstaka sinnum hafa
íslenskar kartöflur veriö á markaön-
um fram aö mánaðamótum
júlí/ágúst. Þá hefur aðeins þurft aö
flytja inn erlendar kartöflur í einn
mánuö.
Þeir sem vilja afnema einkaleyfi
Grænmetisverslunarinnar hljóta að
gera sér grein fyrir því aö mjög fljót-
lega mun koma krafa frá heildsölum
um aö fá aö selja íslenskar kartöflur
og grænmeti. Enginn þarf að blekkja
sjálfan sig né aöra í þeim efnum.
Heildsali sem leggur í umtaisverðan
kostnaö viö aö koma upp aöstööu til
að pakka kartöflum og/eöa græn-
meti sættir sig ekki viö aö geta ekki
nýtt þessa aöstööu allt áriö. Þaö er
því ekkert sem heitir frjáls verslun
þegar ekki er nægilegt framboð á
innlendri vöru.
Skipulagsleysi í verslun og inn-
flutningi kartaflna og grænmetis
mun leiöa til þess að samtök
framleiðenda munu riðlast og sam-
staöa um eitt eða tvö fyrirtæki
verður ekki lengur fyrir hendi. Eg
geri líka fastlega ráö fyrir aö þaö
sem vakir fyrir þessum mönnum sé
að sundra samtökum framleiöenda.
Þeim er ósárt um þaö þó félög bænda
veröi veik og lítils megnug.
Því miður hafa búvöruframleiö-
endur ekki borið gæfu til aö vinna
saman á öllum sviöum. Þar á ég viö
hænsnabændur, sem reynt hafa aö
AGNAR GUÐNASON
BLAÐAFULLTRÚI
BÆIMDASAMTAKANNA
neytenda er ekki flókið að skipu-
leggja landbúnaöarframleiösluna
þannig aö hún þjóni neytendum enn
betur, jafnframt því sem hægt væri
aö tryggja bændum betri afkomu en
þeir hafa i dag. Þaö þarf aö skapast
samstarf á breiöum grundvelli um
framleiöslu, innflutning og verslun
meö grænmeti, kartöflur og aðra
garðávexti. Þaö samstarf veröur aö
byggjast á gagnkvæmu trausti neyt-
enda, framleiöenda, kaupmanna og
heildsala.
Fyrst veröa menn að gera sér
grein fyrir hvort raunverulega er
vilji fyrir hendi að vemda innlenda
framleiöslu. Ef svo er þá er málið
tiltölulega auöleyst.
Viöurkenna veröur aö of mikiö var
flutt inn af finnsku kartöflunum.
Þegar kaupin voru ákveðin var taliö
aö erfitt mundi veröa aö fá kartöflur
í öörum löndum. Verulegar
• „Þeir sem vilja afnema einkaleyfi
Grænmetisverslunarinnar hljóta að gera
sér grein fyrir því að mjög fljótlega mun koma
krafa frá heildsölum um að fá að selja íslensk-
ar kartöflur og grænmeti.”
kroppa augun hver úr öörum, meö
dyggilegri aðstoö frjálshyggju-
manna. Mesta blekkingin er aö
ýmsir bændur halda að þeir eigi góða
stuöningsmenn í þeim hópi sem
markvisst hefur unniö aö því aö
grafa undan bændastéttinni og viljaö
veg hennar sem minnstan.
Hvað er framundan?
Ef þessir menn fá aö ráöa ferðinni
er útlitiö dökkt hjá bændastéttinni.
Þaö er reynt aö ala á sundrung, sem
á endanum leiöir til ófamaöar fyrir
alla. Meö góöum vilja og samstööu
innan bændastéttarinnar og í sam-
vinnu viö víösýna menn í röðum
skemmdir voru í þessum finnsku
kartöflum, eins og alþjóö er kunnugt.
Stærsti hlutinn var heilbrigöur og
mjög góðar matarkartöflur. Þrátt
fyrir þaö að margir neytendur hafa
eingöngu fengið góöar kartöflur þá
er eins og þeir þori ekki aö viður-
kenna það. A mannamótum hvísla
þeir sem fengu góöu kartöflumar, en
hinir æpa sem vora ekki eins
heppnir.
Neytendur eiga kröfu á aö sú vara
sem þeir kaupa sé gallalaus og
standist þær gæðakröfur sem geröar
era. Þetta hlýtur aö vera stefna allra
sem fást viö verslun aö viðskipta-
vinirnir séu ánægöir.
Þaö er því slæmt þegar illa tekst
til, sérstaklega þegar einkasala á í
hlut.