Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Blaðsíða 2
21.45 Vesalingarnir. (Les Miserables). Bresk kvikmynd frá 1978 gerö eftir samnefndri sögu eftir Victor Hugo. Leikstjóri Glenn Jordan. Aöalhlutverk: Richard Jordan og Anthony Perkings ásamt Christopher Guard, Caro- line Langrishe, John Gielgud, Celia Johnson o.fl. Sagan gerist í Frakklandi á síöari hluta 18. ald- ar. Harðlyndur strokufangi, Jean Valjean að nafni, tekur sinnaskipt- um fyrir atbeina góöhjartaös bisk- ups. Hann byrjar nýtt líf undir nýju nafni og vegnar vel. En rétt- vísin hefur engan veginn sleppt hendinni af sakamanni sínum. Þýöandi Jón O. Edwald. 00.10 Fréttir í dagskrárlok. Laugardagur 16. júní 16.30 íþróttir. Umsjónarmaöur Bjarni Felixson. 18.30 Bömin við ána. Þriöji þáttur. Breskur framhaldsmyndaflokkur í átta þáttum, geröur eftir tveimur barnabókum eftir Arthur Ransome. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Íblíðuogstriðu.Fimmtiþáttur. Bandarískur gamanmyndaflokkur í níu þáttum. Þýöandi Þrándur Thoroddsen. 21.00 Listahátíð 1984. The Modeni Jazz Quartett. Bein útsending frá fyrri hluta tónleika í Laugardals-. höli. (Otvarpaö er samtímis frá tónleikunum). 22.30 Eitt rif úr mannsins síðu. (Adam’s Rib) s/h. Bandarísk bíó- mynd frá 1949. Leikstjóri George Cukor. Aöalhlutverk: Katherine Hepburn, Spencer Tracy, Judy Holiday og David Wayne. Hjóna- band Adams og Amöndu Bonners, sem bæði eru lögmenn, hefur lengi veriö til mestu fyrirmyndar. Próf- steinninn á þaö veröur þó sakamál nokkurt en í því mætast hjónin í réttarsalnum sem sækjandi og verjandi. Þýöandi Jón Thor Har- aldsson. Dagskrárlok um miðnætti. Sunnudagur 17. júní 18.00 Hugverkja. 18.10 Teiknimyndasögur. Þriðji þáttur. Finnskur myndaflokkur í fjórum þáttum. Þýðandi Kristín Mantylá. Sögumaöur: Helga Thor- berg. (Nordvision — Finnska sjón- varpiö). 18.30 Börnin á Senju. 4. Vetur. Loka- þáttur myndaflokks um leiki og störf á eyju úti fyrir Noröur-Nor- egi. þýöandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Þulur: Anna Hinriksdóttir. (Nordvision — Norska sjón- varpið). 18.55 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingarogdagskrá. 20.35 Þjóðhátíðarávarp forsætisráö- herra, Steingríms Hermanns- sonar. 20.45 Myndlistarmenn. Bragi Ásgeirsson listmálari. 20.50 „Land míns fööur. ..” Mynd- leiftur úr íslenskri lýðveldissögu. Dagskrá sem Sjónvarpiö hefur látið gera í tilefni af því aö liðin eru f jörutíu ár frá stofnun hins ís- lenska lýðveldis. Rifjaö er upp í máli og myndum ýmislegt úr lífi og starfi þjóöarinnar á þessu mikla breytingaskeiði. Höfundar og umsjónarmenn: Eggert Þór Bernharðsson og Valdimar Unnar Valdimarsson, sagnfræöingar. Dagskrárgerðarmaður Maríanna Friöjónsdóttir. 22.00 Allt er fertugum fært. Skemmtidagskrá á vegum Leik- félags Reykjavíkur í tilefni 40 ára afmælis lýöveldisins, tekin upp við Arnarhól á þjóðhátíðardaginn. Flutt verða vinsæl dægurlög frá fyrstu árum lýðveldisins meö nýjum söngtextum sem tengjast atburðum þeirra tíma, eftir Karl Ágúst Ulfsson. Flytjendur: Aöal- steinn Bergdal, Guðbjörg Thor- oddsen, Guömundur Olafsson, Guðmundur Pálsson, Hanna María Karlsdóttir, Jóhann Sig- uröarson, Jón Sigurbjörnsson, Lilja Þórisdóttir, Margrét Olafs- dóttir, Pálmi Gestsson, Ragn- heiöur Steindórsdóttir, Sigríður Hagalin og Soffía Jakobsdóttir. Tónlistarmenn: Guömundur R. Einarsson, Hailberg Svavarsson og Jóhann G. Jóhannsson sem út- setti lögin og stjórnar tónlistar- flutningi. Leikstjóri Þórunn Sig- urðardóttir. 23.05 Dagskráriok. Sjónvarp laugardag kl. 22.40: Fyrsti bandaríski dýrlingurinn að kaþólskum sið var kona Kona kraftaverka nefnist banda- ríska sjónvarpsmyndin sem sýnd veröur á laugardagskvöld kl. 22.40. Þar er sögö saga ungrar bandarískrar konu Elizabeth Bayley Seton, en áriö 1975 var hún, fyrst Bandaríkja- manna, tekin í dýrlingatölu aö kaþólskum siö. Nafn Elizabeth Bayley Seton þekkja Iíklega fáir hér á landi en hún fæddist áriö 1874 í New York og voru foreldrar hennar mótmælendatrúar. Nítján ára gömul giftist hún William Seton og eignuöust þau fimm böm, en tvö þeirra dóu. William veiktist og fóru þau hjón- in til Italíu aö leita honum lækninga en hann náöi ekki bata. Viö heimkomuna til Bandaríkjanna ákvaö Elizabeth aö taka kaþólska trú, og kynntist hún ka- þólskum biskupi sem vildi koma á fót kaþólskum skóla þar í landi. Elizabeth tók þetta verk aö sér og stofnaði fyrsta kaþólska dagskólann í Bandarikjun- um. A þessum tíma var mikil andstaða gegn kaþólikkum í Bandarikjunum en Elizabeth barðist ótrauö fyrir stofnun skólans og bættri menntun kvenna og barna. Meö aöalhlutverk í myndinni fara Kate Mulgrew, Lome Greene, Jean- Pierre Aumont, Robin Clarke og Ross- anoBrazzi. -SJ. Vesalingarnir eftir hinni frægu sogu Victor Hugo veröur sýnd í sjon- varpi föstudaginn 15. júní kl. 21.55. Hér sjáum við Anthony Perkins í hlutverki sínu í myndinni. Spencer Tracy og Katherine Hepburn fara með aðalhlutverkin í banda- rískri bíómynd frá 1949 sem sýnd verður laugardaginn 16. júní kl. 22.30. Myndin heitir Eitt rif úr mannsins síðu. Kate Mulgrew fer með hlutverk Elizabeth Bayley Seton i sjónvarpsmynd- inni Kona kraftaverka. Sjónvarp Sjónvarp DV. F ÖSTUDAG.U R 8 .J ÍIN11984. HTtHHWWfHftgWIIlWlfl 'l'l 1 Kvikmyndir Kvikmyndir KVIKMYNDIR UM HELGINA UMSJÓN: FRIÐRIK INDRIÐASON Athyglisverðasta mynd helgarinnar er tvímælalaust mynd Sergio Leone í Bíóhöllinni, ONCE UPON A TIMEIN Matt Dillon leikur aflalhlutverkið i Götudrengir, en hann lók einnig eitt aðalhlut- verkifl í Utangarðsdrengir. AMERICAIPART1, sem fjallar um tímabilið frá bannár- unum og fram á hippatímann í Bandaríkjunum með Robert De Niro í aðalhlutverki. Sergio Leone er best þekktur fyrir hinar svokölluðu dollara-myndir sem hann geröi með Clint Eastwood í aðal- hlutverki en hann eyddi um 10 árum í gerð þessarar mynd- ar og í lokaútgáfu er hún 4 tímar að lengd. Fyrri hlutinn er hér frumsýndur en Bíóhöllin mun taka seinni hlutann til sýninga bráðlega. Önnur ný mynd er LOVE AND MONEY í Laugarásbíói með Klaus Kinski, Ray Sharkey og Ornellu Muti í aðalhlut- verkum, gerð af James Toback. Myndin fjallar um valda- baráttu í bananaríkinu Costa Salva og miðað við leikaraval ætti hér aö vera pottþétt spennumynd á ferðinni. Ef ekki, er Omella Muti alltaf þess virði að berja augum á hvíta tjaldinu. Kynþokkinn bókstaflega lekur af þessum kven- manni í stríöum straumum. Regnboginn heldur áfram sýningum á TENDER MERCIES sem nældi sér í tvenn óskarsverðlaun, þ.e. Robert Duvall sem besti leikari ársins og Horton Foote fyrir besta handrit ársins. Fyrir utan TENDER MARCIES er rétt að geta tveggja ágætra mynda sem Regnboginn endursýnir nú, það er DR. PHIBES BIRTIST Á NÝ með hinum óvið- jafnanlega Vincent Price en þessi huggulega hrollvekja er traust skemmtun. Hin myndin er PRIME CUT með gömlu brýnunum Lee Marvin og Gene Hackman í aöalhlutverki og Sissy Spacek, hér í einni af sínum fyrstu myndum. Þeim sem gaman hafa af harðsoðnum myndum er bent á að láta þessa ekki framhjá sér fara. Önnur athyglisverð mynd sem nú er endursýnd er VITSKERT VERÖLD í Tónabíói en þar er saman komið eitt mesta safn gamanleikara á seinni tímum en allir velt- ast þeir um tjaldið á einu allsherjar „húllumhæi”. Stjörnubíói sýnir nú myndina THE BIG CHILL, gerð af einum efnilegasta leikstjóra seinni tíma, Lawrence Kasdan (Body Heat). Myndin fjallar um æskuvini sem hitt- ast er þeir eru komnir á kaf í neyslukeyrsluna og margs er að minnast. Úrvalslið leikara fer með aðalhlutverkin í þessari mynd, m.a. William Hurt en hann lék einnig í Body Heat. Það er dansofl fró byrjun Breakdance þar til hún endar. Fyrir þá sem fimir eru til fótanna eru enn tvær dans- myndir í gangi, FOOTLOSSE og BREAKDANCE í Háskólabíói og Austurbæjarbíói og ef menn vilja góða hrollvekju meö dularfullu ívafi er tilvalið að bregða sér í Nýja bíó. Sem sagt, ef einhver kemst ekki úr bænum um helgina er ágætis úrval mynda um hvítasunnuna. Kvikmyndir WWVTTmWTl Kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.