Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Blaðsíða 3
23
ER Á SEY
HELGINA?
Messur
Guðsþjónustur í Reykjavík-
urprófastsdæmi á hvíta-
sunnu 1984
ÁRBÆJARPRESTAKALL
Hvitasunnudagur: Hátíöarguösþjónusta kl.
11.00. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guö-
mundur Þorsteinsson.
ÁSKIRKJA:
Hvítasunnudagur: Hátíöarguðsþjónusta kl.
2.00. Sr. Ami Bergur Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL:
Hvítasunnudagur. Hátíðarguðsþjónusta kl.
11.00 í Breiöholtsskóla. Organleikari Daníel
Jónasson. Sr. Lárus Halldórsson.
BÚSTAÐ AKIRK J A:
Hvítasunnuguðsþjónusta á hvítasunnudag kl.
10.00. Prestur sr. Solveig Lára Guömunds-
dóttir, organleikari Oddný Þorsteinsdóttir.
Sóknamefndin.
DIGRANESPRESTAKALL:
Hvítasunnudagur: Hátíðarguðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 11.00.
Annar hvítasunnudagur: Guðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 11.00. Sr. Þorbergur
Kristjánsson.
DÖMKIRKJAN:
Hvítasunnudagur: Hátíðarmessa kl. 11.00. Sr.
Þórir Stephensen. Hátíðarmessa kl. 2.00. Sr.
Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur við
báðar messumar, organleikari Marteinn H.
Friðriksson.
Annar hvítasunnudagur: Prestvígsia kl.
11.00. Biskup Islands herra Pétur Sigurgeirs-
son vigir cand. theol Baldur Kristjánsson til
kirkju Oháöa safnaöarins í Reykjavík og
cand. theol Baldur Rafn Sigurösson til Ból-
staðarhliðaprestakalls í Húnavatnsprófasts-
dæmi. Séra Emil Björnsson lýsir vígslu.
Vígsluvottar auk hans sr. Pétur Ingjaldsson,
fyrrverandi prófastur, sr. Kristján Búason
dósent og sr. Hjalti Guðmundsson sem einnig
annast altarísþjónustu.
LANDAKOTSSPITALI
Hvítasunnudagur: Guðsþjónusta kl. 10.00.
Organleikari Birgir As Guðmundsson. Sr.
Þórir Stephensen.
HAFNARBÚÐIR:
Hvítasunnudagur: Guðsþjónusta kl. 1.30. Org-
anleikari Birgir As Guðmundsson. Sr. Þórir
Stephensen.
ELLIHEIMILIÐ GRUND:
Hvítasunnudagur: Messa kl. 2.00. Sr. Lárus
Halldórsson.
FELLA— OG HÖL APREST AK AI,L:
Hvítasunnudagur: Hátíðarguðsþjónusta í
Menningarmiðstöðinni við Gerðuberg kl.
11.00. Sr. Hreinn Hjartarson.
FRtKIRKJAN 1REYKJAVÍK:
Útibasar Kvenfélagsins föstudag 8. júni á
stéttinni við kirkjuna.
Hvitasunnudagur: Hátíðarguðsþjónusta kl.
11.00. Frú Ágústa Ágústsdóttir syngur stól-
vers. Kl. 21.00 tónleikar sænskra listamanna.
Annar hvítasunnudagur: Barnaguösþjónusta
kl. 11.00. Guðspjallið í myndum. Bamasálmar!
og smábamasöngvar. Afmælisbörn boöin sér-
staklega velkomin. Sunnudagspóstur handa
börnum. Framhaldssaga. Við hljóðfærið
Pavel Smid. Sr. Gunnar B jörnsson.
GRENSÁSKIRKJA:
Hvítasunnudagur: Hátíðarmessa kl. 11.00. Jó-
hann Möller syngur einsöng. Organleikaril
Árni Aribjamarson. Almenn samkoma nkj
fimmtudag kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal.
HALLGRlMSKIRKJA:
Hvítasunnuhátíð í Hallgrimskirkju: Laugar-
dagur 9. júní, hátíöin hringd inn. Hörður Ás-
kelsson leikur á klukkur kirkjunnar og
blásarakvintett leikur hvítasunnulög úr tumi.
Hvítasunnudagur: Hátíðarmessa kl. 11.00.
Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Sr. Karl
Sigurbjörnsson. Hátíöarmessa í kirkjuskipi
kl. 14.00. Biskup Islands herra Pétur Sigur-
geirsson flytur ávarp. Sr. Ragnar Fjalar Lár-
usson prédikar. Aðrir sem þjónustu annast,
dr. Sigurbjörn Einarsson, dr. Jakob Jónsson
og sr. Miyako Þórðarson. Kirkjukór og|
mótettukórinn syngja. Kirkjubyggingin verð-;
ur opin til kl. 19.00. Kórsöngur og hljóðfæra-i
leikur af vinnupöllum. I forkirkjunni verður
opnuð, á hvítasunnudag, sýning á sögu kirkju-
byggingarinnar.
Annar hvítasunnudagur: Messa kl. 11.00. Sr.
RagnarFjalarLárusson. Þriðjudagur: Fyrir-
bænaguösþjónusta kl. 10.30. Miðvikudagur:
Náttsöngur kl. 22.00.
HÁTEIGSKIRKJA:
Hvítasunnudagur: Messa kl. 11.00. Sr. Am-
grimur Jónsson.
Annar hvítasunnudagur: Messa kl. 11.00. Sr.
Tómas Sveinsson.
KÁRSNESPRESTAKALL:
Hvítasunnudagur: Hátíðarguðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 4.00 fyrir vistmenn og vel-
unnara Kópavogshælis. Sr. Ami Pálsson.
Svart og sykurlaust verður med uppákomu á Lækjartorgi á laugardag og sunnudag kl. 16.00.
Þjóðleikhúsið á listahátíð:
i skinns
og hörunds
Framlag Þjóðleikhússins til Lista-
hátíðar að þessu sinni er uppfærsla á
nýju leikriti. Það er leikritið Milli
skinns og hörunds eftir Olaf Hauk
Símonarson og verður sýnt aðeins
tvisvar sinnum, þ.e. í kvöld 8. júní og
þann 14. júní. Þetta er fyrsta leikrit
Olafs Hauks sem Þjóðleikhúsið tekur
til sýninga, en hann hefur áður samið
nokkur leikrit, m.a. Blómarósir sem
Alþýðuleikhúsið sýndi.
I leikritinu Milli skinns og hörunds
segir af fjölskyldu í Reykjavík. Höf-
undur skoðar þar af lítilli miskunn-
semi innviði fjölskyldunnar. Varpað
er fram spurningum um frelsi og
ófrelsi einstaklingsins í viðjum fjöl-
skyldunnar, sem ef til vill er sjálf
þjóðarfjölskyldan, um mótun karla
og kvenna, breytta tíma hvað
varðar áhugamál og ábyrgð kyn-
slóðanna, ólík viðhorf til menntunar
og gildis vinnunnar.
Leikstjóri er ÞórhallurSigurðsson,
leikmynd er eftir Grétar Reynisson,
lýsing eftir Pál Ragnarsson, búning-
ar gerðir af önnu Jónu Jónsdóttur og
hljóömynd eftir Gunnar Reyni
Sveinsson.
Leikendur eru Gunnar Eyjólfsson,
Þóra Friðriksdóttir, Siguröur Skúla-
son, Sigurður Sigurjónsson, Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir, Árni
Tryggvason, Kristbjörg Kjeld, Bryn-
dís Pétursdóttir og Helga E. Jóns-
dóttir.
Höfundur Milli skinns og hörunds, Ólafur Haukur Simonarson.
Dagskrá listahátíðar um helgina
Listahátíð er nú hálfnuð en henni
lýkur 17. júní nk. Dagskrá hátíöar-
innar um helgina verður sem hér
segir:
Föstudagur
8. júní
17.00 Asmundarsalur: Opnun sýn-
ingar Arkitektafélags Islands: Hi-
býli ’84.
20.00 Þjóðleikhúsið: Milli skinns og
hörunds. Frumsýning á nýju leik-
verki eftir Olaf Hauk Simonarson.
Leikstjóri: ÞórhallurSigurðsson.
20.30 Háskólabíó: Söngdrápan ör-
lagagátan eftir Björgvin Guð-
mundsson við texta Stephans G.
Stephanssonar. Flytjendur:
Passíukórinn á Akureyri ásamt fé-
lögum úr karlakórnum Geysi,
Söngfélaginu Gígjunni og fleirum.
Einsöngvarar: Olöf Kolbrún Harð-
ardóttir, Þuríður Baldursdóttir,
Jóhann Már Jóhannsson, Michael
J. Clarke og Kristinn Sigmunds-
son. Stjórnandi: Roar Kvam. Und-
irleikur Sinfóníuhljómsveit Is-
lands.
20.30 Iðnó: Ellærisplanið eftir Gott-
skálk í flutningi Leikfélags Horna-
fjarðar. Leikstjóri: Brynja Bene-
diktsdóttir.
20.30 Norræna húsið: Sænski vísna-
söngvarinn Fred Akerström syng-
ur iög eftir Bellman. Síðari tón-
leikar.
20.30 Kramhúsið: Mellem-rum.
Dansskúlptúr. I samvinnu við
Jytte Kiöbeck o.fl.
21.00 Gamla Bíó: Tónleikar The
Chieftains. Irsk tónlist eins og hún
gerist best. Síðari tónleikar.
23.30 Ellærisplaniö: Síðari sýning
Leikfélags Hornafjarðar.
Laugárdagur
9. júní.
15.00 Árbær: Hvaðan komum við?
! Einleikur eftir Árna Björnsson,
þjóðháttafræöing í frjálslegri túlk-
un Borgars Garðarssonar leikara.
1 Borgar bregður upp svipmyndum
úr daglegu sveitalífi fyrir 1—2 öld-
um. Einkum ætlað fyrir unglinga.
16.00 Lækjartorg: Svart og sykur-
laust tekur efnivið úr tilverunni,
kryddar hann og ber á borð fyrir
áhorfendur. Gjörið svo vel.
17.00 Árbær: Hvaðankomum við?
20.30 Laugardalshöll: Fílharmóníu-
hljómsveitin frá Lundúnum leikur
undir stjórn Vladimirs Ashkenazy.
Einleikari: Vladimir Ashkenazy.
20.30 Kramhúsið: Mellem-rum.
Dansskúlptúr. I samvinnu við
Jytte Kjöbeck o.fl.
Sunnudagur
10. júní
15.00 Norrænahúsið: Visnatónleikar
sænsku söngkonunnar Netanelu.
Þjóðlög úr Austurlöndum f jær.
15.00 Árbær: Hvaðankomumviö?
16.00 Lækjartorg: Svart og sykur-
laust krydda tilveruna.
17.00 Árbær: Hvaðan komum við?
20.30 Laugardalshöll: Philharm-
óníuhljómsveitin. Stjórnandi:
Vladimir Ashkenazy. Einleikari.
Vovka Ashkenazy.
20.30 Kramhúsið: Mellem-rum.
Dansskúlptúr. I samvinnu við
Jytte Kjöbeck o.fl.
Mánudagur
11. júní
20.30 Bústaðakirkja: Tónleikar
Marks Reedman og Nýju
Strengjasveitarinnar.
23.00 Gamla híó: Finnski gerninga-
hópurinn Jack Helen Brut sýnir
Lightcopy. öllum listgreiningum
blandað saman í undursamlegan
kokteil.
Rétt er að vekja athygli á því að
sýning Stúdentaleikhússins Láttu
ekki deigan síga, Guðmundur fell-
ur út af dagskrá Listahátíðar
vegna fótbrots aöalleikarans
Kjartans Bjargmundssonar. SJ