Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1984, Blaðsíða 7
DV. FÖSTÖDÁGUR 8US0NÍ'1984'.; .V< J
27
Laugardagur
9. júní
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bœn.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
7.25 Leikfimi. Tónleikar.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöur-
fregnir. Morgunorö - Benedikt
Benediktssontalar.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón-
leikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleik-
ar.
9.30 Oskalög sjúklinga. Helga Þ.
Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.) Oskalög
sjúklinga, frb.
11.20 Súrt og sætt. Sumarþáttur fyr-
ir unglinga. Stjórnendur: Sigrún
Halldórsdóttir og Erna Arnardótt-
ir.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.40 Iþróttaþáttur. Umsjón: Ragn-
ar Orn Pétursson.
14.00 A ferð og flugi. Þáttur um mál-
efni líðandi stundar í umsjá Ragn-
heiöar Davíðsdóttur og Sigurðar
Kr. Sigurðssonar.
15.10 Listapopp. — Gunnar Salvars-
son. (Þátturinn endurtekinn kl.
24.00).
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Framhaldsleikrit: „Hinn
mannlegi þáttur” eftir Graham
Greene. VI. og síðasti þáttur:
„Fióttinn”. Utvarpsleikgerð:
Bemd Lau. Þýðandi: Ingibjörg Þ.
Stephensen. Leikstjóri: Arni Ib-
sen. Leikendur: Helgi Skúlason,
Valur Gíslason, Amar Jónsson,
Aðalsteinn Bergdal, John Speight,
Geirlaug Þorvaldsdóttir, Guðjón
P. Pedersen, Guðbjörg Þorbjarn-
ardóttir, Ragnheiöur Steindórs-
dóttir, Pálmi Gestsson, Pétur Ein-
arsson, Borgar Garðarsson, Stein-
dór Hjörleifsson, Róbert Amfinns-
son og Gísli Guðmundsson. (VI. og
síðasti þáttur verður endurtekinn,
föstudaginn 15. júní n.k. kl. 21.35).
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Listahátíð 1984: Visnasöngkon-
an Arja Saijonmaa. Hljóðritun frá
tónleikum í Norræna húsinu á mið-
vikudagskvöld, 6. þ.m.; fyrri hluti.
— Kynnir: Yrr Bertelsdóttir.
18.00 Miðaftann í garðinum með
Hafsteini Hafliöasyni.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Kvöldfréttlr. Tilkynningar.
19.35 Ambindryllur og Argspæingar.
Éinskonar, útvarpsþáttur.Yfirum-
sjon: HelgiFrímannsson.
20.00 Manstu, veistu, gettu. Hitt og
þetta fyrir stelpur og stráka.
Stjórnandi: Guörún Jónsdóttir.
20.30 Listahátið 1984: Filharmóníu-
sveit Lundúna. Beint útvarp frá
fyrri hluta tónleika í Laugardals-
höll. Stjórnandi og einleikari:
Vladimir Ashkenazy. — Kynnir
Þorsteinn Hannesson.
21.25 Harmóníkuþáttur. Umsjón:
Bjarni Marteinsson.
21.55 Einvaldur í einn dag. Samtals-
þáttur í umsjá Aslaugar Ragnars.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 „Risinn hvíti” eftir Peter
Boardman. Ari Trausti Guð-
mundsson les þýðingu sína (5).
Lesarar með honum: Asgeir Sig-
urgestsson og Hreinn Magnússon.
23.00 Létt sígild tónlist.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
24.00 Næturútvarp frá RAS 2 til kl.
03.00.
Sunnudagur
10. júní
Hvítasunnudagur
8.00 Morgunandakt. Séra Kristinn
Hóseasson prófastur, Heydölum,
flytur ritningarorð og bæn.
Útvarp
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forystugr. dag-
bl. (útdr.)
8.35 Morguntónleikar.
10.10 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
| 10.25 Út og suður. Þáttur Friöriks
Páls Jónssonar.
11.00 Messa í Hallgrímskirkju.
Prestur: Séra Karl Sigurbjöms-
son. Organieikari: HörðurAskels-
son. Hádegistónleikar.
12.10 Dagskrá. Tónleikar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tónleikar.
13.00 „Jólaóratorían” Þáttur um
sænska rithöfundinn Göran Tun-
ström og verðlaunaskáldsögu
hans. Heimir Pálsson tók saman
og þýddi kafla úr „Jólaórator-
íunni” sem Arnhildur Jónsdóttir
les.
13.35 Úperettutónlist.
14.15 Skyldudagar. Þátturumbar-
áttuna fyrir þvi að klæða landið
skógi að nýju, gerður í samvinnu
viö Skógræktarfélag Eyfirðinga.
Umsjón Hermann Sveinbjörnsson
og Olafur H. Torfason (RUVAK).
15.15 Kaffitiminn.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Háttatal. Þáttur um bókmennt-
ir. Umsjónarmenn: Ornólfur
Thorsson og Arni Sigurjónsson.
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Við stýrið. Umsjónarmaður:
Arnaldur Arnason.
17.20 Siðdegistónleikar: Tónlist eftir
Richard Wagner. Suisse-Romande
hljómsveitin leikur undir stjórn
Horst Stein. Einsöngvari: Simon
Estes.
18.00 Af sígaunum. Annar þáttur
með tónlistarívafi um sögu þeirra '
og siði. Þorleifur Friðriksson tók
saman. Lesarar með honum:
Grétar Halldórsson og Þóra
Björnsdóttir.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Kvöldfréttir. Tónleikar.
19.35 Eftir fréttir. Þáttur um fjöl-
miðlun, tækni og vinnubrögð. Um-
sjón Helgi Pétursson.
19.50 „Glóðafok sumarsólar”. Stein-
dór Hjörleifsson les ljóð eftir Guð-
mund Frímann.
20.00 Sumarútvarp unga fólksins.
Stjórnandi: HelgiMárBaröason.
20.30 Listahátíð 1984: Filharmóníu-
sveit Lundúna. Beint útvarp frá
fyrri hluta tónleika í Laugardals-
höll. Stjórnandi: Vladimir Ashken-
azy. Einleikari: Stefan Ashken-
azy. — Kynnir Asgeir Sigurgests-
son.
21.25 „Sögumaðurinn”, smásaga
eftir Saki. Erlingur Gíslason les
þýðingu Ulfs Hjörvar.
21.40 Reykjavik bernsku minnar —
2. þáttur.Guðjón Friðriksson ræðir
við Þorvald Guðmundsson for-
stjóra. (Þátturinn endurtekinn í
fyrramálið kl. 10.30).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 „Risinn hvíti” eftir Peter
Boardman. Ari Trausti Guö-
mundsson les þýöingu sína (6).
Lesarar með honum: Asgeir Sig-
urgestsson og Hreinn Magnússon.
23.00 Jassþáttur: Færeyskur tón-
leikur eftir Kristján Balk. Saminn
við þjóðsögur Vilhjálms Heine-
sens. Umsjón: Jón Múli Arnason.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Mánudagur
11. júní
Annar í h vítasunnu
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Ragnheiður Erla Bjarnadóttir
flytur(a.v.d.v-).
7.20 Létt morgunlög. Hljómsveit
Hans Carsteleikur.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð — Þrúður Siguröar-
dóttir, Hvammi í ölfusi, talar.
8.20 Morguntónleikar. a. Sinfónía í
B-dúr op. 10 nr. 2 eftir Johann
Christian Bach. Nýja fíl-
harmóníuhljómsveitin í Lundúnum
leikur: Raymond Leppard stj. b.
Flautukonsert nr. 1 í G-dúr K. 313
eftir Wolfang Amadeus Mozart.
James Galway og Hátíðarhljóm-
sveitin í Luzern leika; Rudolf
Baumgartner stj.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Hindin góða” eftir Kristján
Jóhannsson. Viðar Eggertsson les
(6).
9.20 Morguntónleikar, frh. c.
„Fantasia appassionata” op. 35
eftir Henri Vieuxtemps. Charles
Jongen leikur á fiðlu með Sinfóníu-
hljómsveitinni í Liége; Gerad
Cartigny stj. d. Sinfónía í Es-dúr
op. 41 eftir Antonín Rejcha.
Kammersveitin í Prag leikur.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 Reykjavik bernsku minnar.
Endurtekinn þáttur Guðjóns Frið-
Útvarp
rikssonar frá sunnudagskvöldi.
11.00 Prestsvígsla i Dómkirkjunni.
Biskup Islands, herra Pétur Sigur-
geirsson vígir Sigurð Arna Þórðar-
son cand. theol til prestsþjónustu í
Ásaprestakaíl í Skaftafeils-
prófastsdæmí. Vigsluvottar: Dr.
Einar Sigurbjörnsson prófessor,
sr. Fjalar Sigurjónsson prófastur,
sr. Þórir Stephensen og sr. Hanna
María Pétursdóttir sem lýsir
vígslu. Organleikari: Marteinn H.
Friðriksson. (Hljóðrituð 19. apríl
SL).
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Hvitasunnusöngvar.
14.00 „Endurfæöingin” eftir Max
Ehrlich. Þorsteinn Antonsson les
þýðingusína (8).
14.30 Listahátíð 1984: Fred Aker-
ström vísnasöngvari. Hljóðritun
frá tónleikum í Norræna húsinu
fimmtudagskvöldið, 7. þ.m.; fyrri
hluti. — Kynnir: Baldur Pálma-
son.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Siðdegistónleikar. Peter
Pears, Sylvia Fischer, Benjamin
Luxon, Jennifer Vyvyan, Janet
Baker, John Shirley-Quirk og
Nigel Douglas syngja þátt úr
„Owen Wingrave”, sjónvarpsó-
peru eftir Benjamin Britten með
Ensku kammersveitinni; höfund-
urinn stj. / Sinfóníuhljómsveitin í
Detroit leikur „Dance symphony”
eftir Aaron Copland; Antal Dorati
stj.
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Heim á leið. Umferöarþáttur í
umsjá Ragnheiðar Davíðsdóttur
og Sigurðar Kr. Sigurðarsonar.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Möröur Arnason
talar.
19.40 Um daginn og veginn. Rósa
Björk Þorbjarnardóttir endur-
menntunarstjóri talar.
20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn J.
Vilhjálmsson kynnir.
20.40 Kvöldvaka. a. Hvað er eilíft
líf? Sigurður Sigurmundsson í
Hvítárholti les erindi eftir Grétar
Fells. b. Sigurveig Hjaltested
syngur. Ragnar Björnsson leikur
með. Umsjón: Helga Agústsdóttir.
21.10 Nútimatónlist. Þorkell Sigur-
bjömsson kynnir.
21.40 Utvarpssagan: „Þúsund og
ein nótt”. Steinunn Jóhannesdóttir
les valdar sögur úr safninu í þýð-
ingu Steingríms Thorsteinssonar
(24).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag-
skrá morgundagsins. Orð kvölds-
ins.
22.35 Listahátíð 1984: Mark Reed-
man og Nýja strengjasveitin.
Hljóðritun frá tónleikum í
Bústaðakirkju fyrr um kvöldið. —
Kynnir: HannaG. Sigurðardóttir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Þriðjudagur
12. júní
07.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. í
bítið. — Hanna G. Sigurðardóttir
og Illugi Jökulsson. 7.25. Leikfimi.
Jónína Benediktsdóttir (a.v.d.v.).
7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur
Marðar Arnasonar frá kvöldinu
áður.
08.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorð — Oddur
Albertsson talar.
09.00 Fréttir.
09.05 Morgunstund barnanna:
„Hindin góða” eftir Kristján
Jóhannsson. Viöar Eggertsson les
(7).
09.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Forustugr. landsmálabl. (útdr.).
10.45 „Ljáðu mér eyra”. Málmfríður
Siguröardóttir á Jaðri sér um þátt-
inn (RUVAK).
11.15 Tónleikar. Olafur Þórðarson
kynnir.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Amerískt „Kántrí”.
14.00 „Endurfæðingin” eftir Max
Ehrlich. Þorsteinn Antonsson les
þýðingusína (9).
14.30 Miðdegistónleikar. Artur Bal-
sam leikur Píanósónötu nr. 30 í A-
dúr eftir Joseph Haydn.
14.45 Upptaktur. — Guðmundur
Benediktsson.
16.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 íslensk tónlist. Sinfóníuhljóm-
sveit Islands leikur „Mörð Val-
garðsson”, leikhústónlist eftir Leif
Þórarinsson; höfundurinn stj./og
Klarinettukonsert eftir Pál P.
Pálsson. Einleikari: Sigurður I.
Snorrason; höfundurinnstj.
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Siðdegisútvarp. — Sigrún
Björnsdóttir og Sverrir Gauti
Diego. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn. Stjórnandi: Gunn-
vörBraga.
20.00 Sagan: Flambardssetrið II.
hluti, „Flugið heillar” eftir K.M.
Peyton. Silja Aðalsteinsdóttir les
þýðingusína (10).
20.30 Hora unga fólksins í umsjá
Sigurlaugar M. Jónasdóttur.
20.40 Kvöldvaka. a. Kynni min af
Haraldi á Kambi. Jón R. Hjálm-
arsson ræðir viö Hjört L. Jónsson á
Eyrarbakka um kynni hans af
Haraldi Hjálmarssyni frá Kambi í
Deildardal.
b. Sveitamóður á ofanverðri 19. öld.
Eggert Þór Bernharðsson heldur
áfram að lesa úr fyrirlestri
Bríetar Bjarnhéðinsdóttur
„Sveitabfið og Reykjavíkurlífið”,
sem hún flutti árið 1894.
21.10 Frá ferðum Þorvaldar Thor-
oddsen um ísland. 2. þáttur:
Reykjanes sumarið 1883. Umsjón:
Tómas Einarsson. Lesari með
honum: Snorri Jónsson.
21.45 Utvarpssagan: „Þúsund og ein
nótt”. Steinunn Jóhannesdóttir les
valdar sögur úr safninu í þýðingu
Steingríms Thorsteinssonar (25).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Listahátið 1984: Þorsteinn
Gauti Sigurðsson pianóleikari.
Hljóðritun frá tónleikum í Bú-
staöakirkju fyrr um kvöldiö. —
Kynnir: Baldur Pálmason.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Miðvikudagur
13. júní
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. i
bitið. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð — Halldóra Rafnar
talar.
9.00 Morgunstund barnanna:
„Hindin góða” eftir Kristján
Jóhannsson. Viðar Eggertsson
lýkur lestrinum (8).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 islenskir einsöngvarar og kórar
syngja.
11.15 Af sigaunum. Þriöji og siöasti
þáttur með tónlistarívafi um sögu
þeirra og siöi. Þorleifur Friöriks-
son tók saman. Lesari með
honum: GrétarHalldórsson.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Söngvatextar eftir Sigurð Þór-
arinsson.
14.00 „Endurfæðingin” eftir Max
Ehrlich. Þorsteinn Antonsson les
þýðingusína (10).
14.30 Miðdegistónleikar. Sónata nr. 3
í F-dúr eftir Georg Friedrich
Handel. Milan Bauer og Michal
Karin leika saman á fiðlu og píanó.
14.45 Popphólfiö.—JónGústafsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur-
fregnir.
16.20 Siðdeigstónleikar. Nýja fíl-'
harmóníusveitin í Lundúnum leik-
ur Sinfóniu nr. 1 í B-dúr op. 38 eftir
Robert Schumann; Otto Klemp-
erer stj.
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Síðdegisútvarp. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn. Stjórnandi: Gunn-
vör Braga.
20.00 Var og verður. Um íþróttir, úti-
líf o.fl. fyrir hressa krakka. Stjórn-
andi: Matthías Matthíasson.
20.40 Kvöldvaka. a. „ÞegarSpori
bjargaði fénu í hús”. Benedikt
Benediktsson flytur framsamda
frásögn. b. Ur ljóðum Bólu-
Hjálmars. Þorsteinn frá Hamri
les.
21.10 Aldarslagur. Þingrofið 1931.
Umsjón: Eggert Þór Bernharðs-
son. Lesari með honum: Þórunn
Valdimarsdóttir.
21.50 Utvarpssagan: „Þúsund og ein
nótt”. Steinunn Jóhannesdóttir
lýkur lestri á völdum sögum úr
safninu í þýðingu Steingríms Thor-
steinssonar (26).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Listahátíð 1984: Pétur
Jónasson (gítar) og Hafliöi M.
Hallgrímsson (selló). Hljóðritun
frá tónleikum í Bústaðakirkju fyrr
um kvöldið. — Kynnir: Olafur
Þórðarson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Fimmtudagur
14. júní
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. í
bítið. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð — Jón Hjartar talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Blá-
skjór”, smásaga eftir Karel
Campbell. Kolbrún Valdimars-
dóttir les þýðingu Sigríðar Björns-
dóttur.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.).Tónleik-
ar.
11.00 „Ég man þá tíð”. Lög frá liön-
um árum. Umsjón: Hermann
Ragnar Stefársson.
11.30 Möttuls saga — fyrri hluti*Erl-
ingur E. Halldórsson les. (Seinni
hlutinn veröur á dagskrá á sama
tímaámorgun).
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 „Endurfæðingin” eftir Max
Ehrlich. Þorsteinn Antonsson les
þýðingusína (11).
14.30 Á frivaktinni. Sigrún Siguröar-
dóttir kynnir óskalög sjómanna.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar. Roswitha
Staege, Raymund Havenith og
Ansgar Schneider leika Tríó í g-
moll op. 63 fyrir flautu, selló og
píanó eftir Carl Maria von Weber /
Julian Lloyd Webber og Clifford
Benson leika Sellósónötu eftir
Frederic Delius / Ib og Wilhelm
Lanzky-Otto leika á horn og píanó
Fantasíuþátt nr. 2 eftir Peter
Heise og „Canto Serioso” eftir
Carl Nielsen.
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Siðdegisútvarp. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
Daglegt mál. Möröur Ámason tal-
ar.
19.50 Við stokkinn. Stjórnandi:
Gunnvör Braga.
20.00 Sagan: „Flambardssetrið II.
hluti, „Flugið heillar” eftir K.M.
Peyton. Silja Aðalsteinsdóttir les
þýðingu sína (11).
20.30 Listahátið 1984: Lucia
Valentini Terrani mezzósópran.
Beint útvarp frá fyrri hluta óperu-
tónleika Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands í Háskólabiói. Stjórnandi:
Jean-Pierre Jacquillat. — Kynnir:
Þorsteinn Hannesson.
21.25 „Geoffrey og eskimóabaraið”,
smásaga eftir Fay Weldou. Sonja
B. Jónsdóttir les þýðingu sína.
22.00 Tónleikar.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dag-
skrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 Lýriskir dagar. Fyrstu ljóða-
bækur ungra skálda 1918—25. 3.
þáttur: „Við langelda” eftir Sig-
urð Grimsson. Gunnar Stefánsson
tók saman. Lesari meö honum:
Kristín Anna Þórarinsdóttir.
23.00 Listahátíð 1984: Lucia
Valentini Terrani mezzosópran.
Hljóðritun frá síðari hluta óperu-
tónleika Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands í Háskólabíói fyrr um kvöld-
ið. Stjórnandi: Jean-Pierre
Jacquillat. — Kynnir: Þorsteinn
Hannesson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur
15. júní
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. I
bítið. 7. Daglegt mál. Endurt. þátt-
ur Marðar Arnasonar frá kvöldinu
áöur.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð — Þórhildur Olafsdótt-
ir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Gimbrin hennar Grýlu”,
smásaga eftir Bergþóru Pálsdótt-
ur. Anna Sigríöur Jóhannsdóttir
les.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.).