Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Qupperneq 2
18
Sjónvarp
Sjónvarp
Kroppasýningar og fegurðarsam-
keppni karla i Bretlandi verða á
dagskrá sjónvarps 22. júnikl. 21.20
og nefnistþátturinn Eitthvað fyrir
konur.
Spencer Tracy og Katherine Hopburn í hlutverkum sínum i myndinni Eitt
rif úr mannsins síðu.
á eitt sáttir. Þýöandi Kristmann
Eiðsson.
00.20 Dagskrárlok.
Sunnudagur
24.júní
17.00 Sunnudagshugvekja. Séra Þor-
bergur Kristjánsson flytur.
17.10 Teiknimyndasögur. Lokaþátt-
ur. Finnskur myndaflokkur í
fjórum þáttum. Þýöandi Kristín
Mantyla. Sögumaöur: Helga Thor-
berg. (Nordvision — Finnska sjón-
varpiö).
17.25 Hvalkálfurinn. Þessi einstæða
kvikmynd var tekin í sædýrasafn-
inu í Vancouver af mjaldurkú sem
bar þar kálfi. Þýðandi Jón O.
Edwald.
17.40 Ósinn. Kanadísk kvikmynd um
auðugt lífríki í árós og á óshólmum
í Bresku Kólumbíú og nauðsyn
verndunar þess. Þýðandi og þulur
Jón O. Edwald.
17.55 Evrópumót landsliða í knatt-
spyrnu — undanúrsUt. Bein út-
sending frá Lyon. (Evróvision —
Franska sjónvarpið)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
,20.00 Fréttir og veður.
20.25 Augiýsingarogdagskrá.
20.35 Sjónvarp næstu viku.
20.50 Stiklur. 16. Undir hömrum,
björgum og hengiflugum. Stiklaö
er um við önundarfjörö, Dýraf jörð
og Arnarfjörð þar sem brött og ill-
kleif fjöU setja mark sitt á mann-
lífið, einkum aö vetrarlagi.
Myndataka: örn Sveinsson.
Hljóð: Agnar Einarsson. Umsjón:
Omar Ragnarsson.
21.35 Sögur frá Suður-Afríku. 3.
DularfuU kynni. Myndaflokkur í
sjö sjálfstæðum þáttum sem
gerðir eru eftir smásögum Nadine
Gordimer. Ekkja ein kemst í kynni
við ungan mann, sem sest að hjá
henni, en er þó oft fjarvistum.
Þegár frá Uður vekja athafnir
hans og framkoma ugg hjá kon-
unni. Þýðandi Oskar Ingimarsson.
22.30 Kvöldstund með Arnett Cobb.
Bandarískur djassþáttur. Tenór-
saxófónleikarinn Amett Cobb leik-
ur ásamt hljómsveit í Fauborg-
djassklúbbnum í New Orleans.
23.10 Dagskrárlok.
Breski framhaldsmyndaflokkurinn um börnin við ána verður fyrr á dag-
skránni iaugardaginn 23. júní en venjuiega eða kl. 17.15. Ástæðan er bein
útsendingkl. 17.40.
Bandarískur djassþáttur með
tenórsaxófónleikaranum Arnett
Cobb verður isjónvarpi
sunnudaginn 24. júníkl. 23.30.
Borgarvirki nefnist myndin sem sýnd verður föstudagskvöldið 22. júní kl.
22.05. Þarsegir frá ungum og ósérhlifnum lækni.
Sjónvarp laugardag kl. 22.30:
ERFIÐLEIKAR
IHJONABANDI
LÖGMANNA
Þau Adam og Amanda Bonner eru
hjón og bæði lögfræðingar. Hjónaband
þeirra hefur verið mjög gott þar til þau
standa andspænis hvort öðru í réttar-
salnum. Þar er Amanda verjandi konu
sem er ákærö fyrir að hafa stytt eigin-
manni sínum aldur. Adam er hins
vegar sækjandi í málinu. Fjölmiölar
slá upp málaferlunum, m.a. vegna
þess að lögmennimir eru hjón, og
hefur sá uppsláttur sín áhrif á sam-
skipti hjónanna.
Myndin er frá árinu 1949 og er svart-
hvít. Hún nefnist Eitt rif úr mannsins
síðu og tekur 101 mínútu í sýningu.
Dómar kvikmyndahandbóka um hana
em mjög góðir, allt að fjórar stjörnur.
Með hlutverk lögmannshjónanna
fara þau Katherine Hepbum og
Speneer Tracy. Meö önnur aðalhlut-
verk fara Judy Holliday og David
Wayne.
Þýöandi er Jón Thor Haraldsson.
SJ
DV. FtísTUDÁG UR15. JÓNÍ1984.'
Kvikmyndir
Kvikmyndir
KVIKMYNDIR
UM HELGINA
UMSJÓN: FRIÐRIK INDRIÐASON
Þrjár nýjar myndir eru komnar í kvikmyndahúsin nú
fyrir helgina, Cannery Row í Nýja bíó, A Nous Deux í
Stjörnubíó og Heat and Dust í Regnbogann.
Svipmynd úr Cannery Row.
Cannery Row, eða Ægisgata, er byggð á einum af þekkt-
ari skáldsögum John Steinbeck með þeim Nick Nolte og
Debra Winger í aðalhlutverkum, leikstjóri er David S.
Ward. Sagan var, og er, eitt af mínum uppáhaldsverkum
eftir Steinbeck og það gengur svolítið illa hjá Ward að
koma til skila þeirri sérstöku tilfinningu og andrúmslofti
sem sagan býr yfir en ef myndin er tekin án tengsla við
söguna stendur eftir nokkuð hugguleg mynd sem flestir
ættu að hafa gaman af hvert sem f æðingarár þeirra er.
Cannery Row fjallar um haffræðinginn Doxa og unga
stúlku, Suzy. Stúlkan vinnur á hóruhúsi en Doxi, skarpur
karl með gullhjarta, verður ástfanginn upp fyrir haus af
henni.
Myndin Heat and Dust í Regnboganum er byggð á sam-
nefndri skáldsögu Ruth P. Jhabvala um unga stúlku sem
fer til Indlands til að kanna afdrif breskrar konu sem 60
árum áður hafði yfirgefið mann sinn og eru sögur þessara
tveggja kvenna fléttaðar saman í myndinni. Julie Christie
og Greta Sacchi fara með hlutverk kvennanna en auk
þeirra mun dáðasti leikari Indverja, Shashi Kapoor, fara
með eitt aðalhlutverkið í myndinni. Leikstjóri er James
Ivory.
Stjömubíó hefur frumsýnt frönsku myndina A Nous
Deux með þeim Jacques Duaronc og Catharine Deneuve í
aðalhlutverkum en Deneuve hefur verið gífurlega afkasta-
mikil á síðustu árum og man maöur varla eftir franskri
mynd undanfarið þar sem hún hefur ekki verið í aðalhlut-
verki.
A Nous Deux fjallar um samband konu, sem eftirlýst er
fyrir fjárkúgun, og karlmanns sem eytt hefur stórum hlut
ævi sinnar í fangelsi vegna ýmissa afbrota.
Af öðrum myndum í kvikmyndahúsunum er fátt sem
þarf að geta um utan myndarinnar Once up on a time in
America part 1 eftir Sergio Leone með Robert De Niro í
aðalhlutverki sem Bíóhöllin sýnir núna. Auk þess er hægt
að benda á að í allri þeirri súpu mynda sem Regnboginn
hefur endursýnt undanfarið má finna margar perlur ef
grannt er skoðað eins og til dæmis „Á flótta í óbyggðum”
og „Frances”.
-FRI.
WfVfTVWVVWWV
Kvikmyndir
Æ
Kvikmyndir
JbUJUUUUULUi