Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1984, Page 5
DV. FÖSTUDAGUR15. JUNl 1984.
21
Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina
taklega er reynt aO
Hátíðarhöldin
íKeflavík
17. júní
Þjóöhátíðamefnd Keflavíkur sér
um hátiðarhöldin þar i bæ á 17. júni og
verða þau með hefðbundnum hætti.
KFK og IK undirbjuggu dagskrána í
samvinnu við nefndina.
Dagskráin hefst með messu en eftir
að henni lýkur verður skrúöganga í
skrúðgaröinum þar sem fáni verður
dreginn að húni. Hátiöardagskráin
hefst svo kl. 14. Þar mun Karlakór
Keflavíkur syngja, fjallkona flytur
ávarp, HLH flokkurinn kemur fram,
Casablanca dansflokkurinn sýnir, Una
og Steini koma fram og Viktor og Bald-
ur munu einnig skemmta. Frá kL 14.30
til kL 15.30 veröur kaffisala í barna-
skólanum. A íþróttavellinum kL 17
verður knattspyrna, handbolti, hlaup,
o.fl. Hljómsveitin Geimsteinn mun síð-
an leika fyrir dansi við Gagnf ræðaskól-
ann en áður en dansleikurinn hefst
mun ný hljómsveit úr Keflavík koma
fram og Litli leikflokkurinn úr Garðin-
um sýnir. Dansleikunnn við Gagn-
' fræðaskólann stendur til kL 01.00.
SJ
Þjóðhátíðar-
Hátiðarhöldin i Kópavogi eru í um-
sjón Handknattleiksfélags Kópavogs.,
Hef jast þau kl. 10 með því að Homa-
flokkur Kópavogs leikur við Sunnuhlíð
og síðan mun hann leika viö kirkjuna
kL 10.45. Hátíðarguðsþjónusta verður í
kirkjunni kL 11 og mun séra Ámi Páls-
sonprédika.
Eftir hádegi eða kl. 14 fer skrúð-
ganga af stað frá Víghólaskóla á Húts-
tún. Bæjarstjórinn, Kristján Guð-
mundsson, mun setja hátíðina, Horna-
Ðokkur Kópavogs leikur síðan nokkur
lög, brúðuleikhús kemur í heimsókn,
HLH flokkurinn skemmtir og svo sýnir
galdrakarl nokkur brögð. Knatt-
spymuleikur verður kL 16.30 á Vallar-
gerðisvelli, þar mun Augnablik keppa
við úrvalslið. Barna- og unglingadans-
leikur verður síðan á Rútstúni frá kl.
17.30 tilkl. 20.
I tilefni fjörutíu ára afmælis
lýðveldisins hefur verið gefið út sér-
stakt merki í Kópavogi sem selt verður
á hátíðarsvæðinu.
-SJ.
Árbæjarsafn:
Hvaðan komum við?
— EinleikureftirÁrna
Bjömsson,
þjóðháttafræðing.
Flytjandi: Borgar
Garðarsson, leikari
Efnið í þessum einleik er svipmyndir
úr daglegu sveitalífi fyrir 1—2 öldum.
Byrjað er á að segja frá ljósfærum
fyrrí tíöar, en síðan spinnst frásögnin
áfram af sjálfu sér, því að eitt er
nauðsynlegt öðm til skýringar. Þannig
þarf í framhaldi af ljósmetinu að segja
Iauslega frá húsakynnum, þá frá öflun
eldiviðar, matseld, hirðingu kvikjár,
afurðum þess og nýtingu þeirra, ullar-
þvotti, tóvinnu, hreinlæti, kvöld-
vökum, húslestrum, svefnháttum
o.s.frv., uns hringurinn lokast.
Stundum er frásögnin krydduð með
stuttum sögum, vísum og þulum.
Borgar Garðarsson leikari.
Textinn er ekki rigskorðaður frá orði
til orðs, heldur hefur leikarinn visst
frelsi til að lýsa efnisatriðum með því
orðalagi, sem honum fer best í munni.
Árni Björnsson lauk prófi í
íslenskum fræðum 1961 með
menningarsögu sem kjörsvið. Eftir
það var hann sendikennari í Þýska-
landi, önnungur við Handritastofnun
Islands og kennari við Menntaskólann
í Reykjavík, en frá 1969 hefur hann
starfað við þjóðháttadeild Þjóðminja-
safns Islands. Hann hefur skrifað
nokkrar bækur og fjölda ritgerða um
þjóðfræðileg efni.
Listahátíð lýkur um helgina
Föstudagur
15. júní
20.30 Bústaöakirkja: Tónleikar.
Músíkhópurinn undir stjóm
Einars Jóhannessonar, klarinettu-
leikara.
21.00 Félagsstofnun stúdenta:
Brúðuheimilið. Gestaleikur fær-
eyska Norræna Hússins. Síðari
sýning.
Stuömenn leika fyrir dansi á ktka-
dansloik Ustahátiðar i Laugardals-
höB að kvöldi 17. JúnL
Laugardagur
16. júní
15.00 Árbær: Hvaðankomumvið? ,
17.00 Arbær: Hvaðankomumvið?
18.00 Félagsstofnun stúdenta: Láttu
ekki deigan síga, Guömundur!
20.30 Gamla Bíó: The Bells of Hell.
Irski leikarinn Niall Tobin bregður
sér í gervi landa síns, Brendans
Behan.
21.00 Laugardalshöll: The Modem
Jazz Quartett.
22.00 Félagsstofnun stúdenta: Láttu
ekki deigan síga, Guðmundur!
Sunnudagur
17. júní
15.00 Árbær: Hvaðankomum við?
17.00 Hvaðan komum við? Síðasta
sýning Borgars Garðarssonar á
verki Áma Bjömssonar.
23.00 Laugardalshöll: Allt í einum
pakka: Þjóðhátíðardansleikur.
Lokaball Listahátíðar ’84. Stuð-
menn sjá um fjörið ásamt Pax
Vobis og Svörtu og sykurlausu.
Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofu Fl,
01dugötu3.
Dagsferðir Ferðafélagsins:
1.16. júní (laugardag) kL 13: A sióðum Kjal-
nesingasögu. Fararstjóri: Jón Böðvarsson
skólameistari. Verðkr. 350,-
2.17. júní (sunnudagur) kl. 10.30: Botnssólnr
(1086 m). Verð kr. 350,-
17. júní kL 13: Eyðibýlfn f Þingvailasveit.
Verð kr. 350,- Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin. Farmiðar við bíl.
Sumarieyfisferðir Ferðafélagsins:
23.-28. júní (6 dagar): SkaftafeU, gist á tjald-
stæðinu og gengið um þjóðgarðinn. Þægileg
gistiaðstaða (tjöld) og f jölbreýtt umhverfi.
29. júní —3. júlf (5 dagar): HúnaveUir—Litla
Vatnsskarð — Skagafjörður. Gist í húsum.
Gengið um Litla Vatnsskarð tU Skagaf jarðar.
Farið að Hólum, Hegranesi og víðar.
5.-14. júU( 10 dagar);
1. Hornvík — Hornstrandir. Tjaldað í Hom-
vík. Gönguferðir frá t jaldstað.
2. Aðalvik — Homvik. Gönguferð með við-
leguútbúnað.
3. Aðalvík. Tjaldað að Látrum, gönguferðir
frá tjaldstað í einn dag eða lengri gönguferð-
ir, td. Hesteyri og víðar.
Ailar upplýsingar á skrifstofunni, Oldugötu
3.
Ferðafélag tslands.
Tónleikar
Tónleikar
í Dómkirkjunni
Exulate — Tónleikar með upplestri, dansi og
orgelleik verða haldnir í Dómkirkjunni í
Reykjavík laugardaginn 16. júní kl. 20.30.
Norskir Ustamenn, Per Christensen leikari,
Ragni KoUé Kieulf dansári og Bjöm Káre
Moe orgelleikari flytja verk eftir Reger,
Bach, Nystedt og Hvoslef.
Tilkynningar
Kaffisala í Herkastalanum á
þjóðhátíðardaginn, 17. júní
Það var orðin hefð margra að koma inn í sal
Hjálpræðishersins á þjóðhátíðardaginn og
kaupa sér kaffi og gott meðlæti. Mörgum þótti
þetta vera skemmtileg Uibreytni auk þess
sem þeir styrktu með þessu starfsemi Hjálp-
ræðishersins. Nú hefur þetta legið niðri í
nokkur ár og margir hafa saknað þess. En nú
gefst aftur tækif æri til að koma inn í Herkast-
alann 17. júnL hvíla þreytta fætur og fá sér
ilmandi gott kaffi.
Kaffisalan byrjar klukkan tvö síðdegis og
verður til klukkan tíu, jafnvel lengur ef svo
ber undir. Stutt hugvekjustund verður haldin
klukkan hálfniu um kvöidið.
Vonast er til að margir komi inn í sam-
komusal okkar, Kirkjustræti 2, á þjóðháttðar-
daginn, kaupi sér kaffi og styrki með því starf
okkar hér i Reyk ja vík.
Guð gef i okkur öilum gleðilega hátið!
Dansbandið, Anna og Stjúp-
systur á ferð um landið
Hljómsveitin Dansbandið og Anna Vilhjátms-
dóttir eru á ferð um iandið og verða þau í SeÞ
fossbiói laugardagskvöldiö 16. júnL Með þeim
i för eru Stjúpsystur og koma þær fram tvisv-
ar á hverjum dansleik, cinnig munu koma
fram fegurðaraukadrottning Islands og rokk-
kóngurinn H allreður og Dúdúasystur.
Sumarferð félags
Borgfirðinga eystri
Farið verður í Húsafell sunnudaginn 24. júnL
Lagt verður af stað frá BSI kl. 9 stundvislega.
Tilvalin ferð fyrir alla f jölskylduna. Áriðandi
að tilkynna þátttöku fyrir mánudaginn 18.
júní.
Stjórnin.
Flóamarkaður á
Hallveigarstöðum
Umsjónarfélag einhverfra barna heldur flóa-
markað að Hallveigarstöðum á morgun, laug-
ardaginn 16. júní, frá kL 13.30—18.00. Ýmis-
legt verður á boðstólum, s.s. fatnaður, bækur,
hljómplötur, blóm og fl. Meginmarkmið
félagsins er að vinna aimennt að hagsmuna-
málefnum einhverfra bama, þar á meðal að
koma á fót fleiri stofnunum við hæfi barna
með einhver einkenni, en nú er starfrækt eitt
meðferðarheimili fyrir einhverf böm og
unglinga að Trönuhólum 1, en brýn nauðsyn
er að koma á fót öðru slíku.
Rangæingafélagið
í Reykjavik
efnir tU skemmtiferöar um RangárvelU og
Djúpahrepp laugardaginn 23. júní. Lagt
verður af stað kl. 8 frá UmferðarmiðstööinnL
Pantanir þurfa að berast tU stjómar félagsins
fyrir 17. júní í s. 76338,32374 eða 83792.
Atvinnumiðlun
námsmanna,
Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut, sími
15959 og 27860. Opið kl. 9.00-17.00 virka daga.
Skartið íslenskum
þjóðbúningum 17. júní
I tilefni 40 ára afmæUs lýðveldisins 17. júní
nk. er það ósk margra að íslenskir
þjóðbúningar setji sérstakan svip á hátiðar-
höldin um aUt land.
I ReykjavUt er fyrirhuguð skrúðganga frá
Hlemmtorgi að Lækjartorgi og viljum við
hvetja aUa þá sem eiga þjóðbúning að fara
að huga að búningnum og koma honum í iag
og fylkja svo Uði kl. 3.30 e.h. á Hlemmtorgi og
ganga meö í skrúðgönguimi niður í miðbæ.
Munið eftir að vera í svörtum sokkum og
svörtum skóm við upphlutinn og peysufötin.
F.h. Samstarfsnefndar um íslenska þjóð-
búninga, Búninganefnd Þjóðdansafélags
ReykjavUtur.
Bréfdúfukappflug
A morgun verður kappflug bréfdúfna á
vegum Dúfnaræktarfélags Islands. Kappflug
þetta fer þannig fram aö dúfunum er sleppt í
Hvammi og í Vestmannaeyjum og þaðan
eiga dúfumar að fljúga heim til sín hvar svo
sem heimiU þeirra er. Eigendur dúfnanna
sem eiga að þreyta flugið eiga að koma að
Bræðraparti í Reykjavík fyrir kL 21 í kvöld,
föstudagskvöid.
Hátíðarhöld
á vegum skáta 17- júní.
Skátar hafa undanfama áratugi ekki látið
sitt eftir liggja við framkvæmd hátiðarhalda
á 17. júni og þeir ætla ekki að bregðast lands-
mönnum þetta árið, þvi undanfarið hafa skát-
ar víðast hvar á landinu staðið í stórræöum
við að undirbúa hátíðarhöldin.
A AKRANESI: Fánaathöfn á Akratorgi kl.
9.00. Eftir hádegi er hátíðarathöfn á Akra-
torgi, þar sem skátar standa heiöursvörð. Að
því loknu fer fánaborg skáta niður á íþrótta-
völl til skemmtidagskrár. Þar verður sett upp
stórt og mikið skátatívolí, bæjarbúum til
skemmtunar.
1 BORGARNESI sjá skátar um skrúðgöngu
frá kirkjunni og niður í Skallagrimsgarð, en
þar verður hátíðar- og skemmtidagskrá fyrir
aUa aldurshópa.
Á AKUREYRI leiðir fánaborg skáta göngu
frá Ráðhústorgi inn á íþróttavöll, þar sem há-
tíðardagskráin f er f ram.
Á DALVtK standa skátar heiðursvörö á
meðan hátíðardagskrá fer fram. Síöan hefst
skemmtidagskrá þar sem meðal annars
veröur sett upp skátatívoU og um kvöldið
standa skátar fyrir ungUngabalU.
t GARÐABÆ sjá skátar um fánaathöfn viö
SafnaðarheimUiö og ganga síðan fyrir
skrúðgöngu að hátiðarsvæðinu við Gagn-
fræðaskólann, þar sem þeir standa heiðurs-
vörð á meðan hátíðardagskrá fer fram.
I Hveragerði leggur skrúðgangan af stað kL
10.30 frá íþróttaveUinum og gengur til kirkju,
þar sem nýliðar verða vígðir inn í skáta-
félagið. Kl. 13.30 fara fánaborgir skáta fyrir
göngu frá Heilsuhælinu og frá Laufskógum.
Göngurnar sameinast við Breiðumörk og
ganga sem leiö Uggur aö Sundlauginni, þar
sem hátíðar- og skemmUdagskrá fer fram.
Á ÚLAFSFIRÐI taka skátar þátt í hátiðar- og
skemmtidagskrá bæjarins og sjá meðal
annars um leikja- og skemmtidagskrá fyrir
yngri bæjarbúana. Verður þar farið í
víðavangsleiki og settar upp þrautir fyrir
bömin við skátaheimiUð.
í NESKAUPSTAÐ verður hátíðardagskrá við
sundlaugina og skátar stefna að þvi að setja
upp tívoU og skemmtidagskrá fyrir börnin í
skrúðgarðinum.
Á ÞÖRSHÖFN: Kl. 13.30 verður skrúðganga
frá Hafnarlæknum til íþróttavaUarins. Á og
við íþróttavölUnn verður fyrst hátíðar-
dagskrá og síðan þrauta- og leikjadagskrá
fyrir yngri bæjarbúana. Skátafélagið ætlar
einnig að setja upp tjaldbúð og sýna tjald-
búðarvinnu.
Á ÍSAFIRÐI er dagskrá 17. júní alfarið í
höndum skáta og verður hún óvenju fjölbreytt
að þessu sinni. KL 11.00 hefst víðavangshlaup
og að því loknu verður sýning á rallíkassa-
bílum. Kl. 13110 leiða skátar skrúðgöngu frá
Silfurtorgi að hátiðarsvæði sjúkrahússins.
Þar fer fram hátíðardagskrá og að henni
lokinni skemmtidagskrá. Meöal skemmtíat-
riða verða: skátasöngvar og leikþættir, þjóö-
dansar, skátatívoU og leikir með almennri
þátttöku bæjarbúa. KL 17.00 ræsa skátar
fyrsta bilinn í kassabiIaraUinu og að því loknu
verða sigurvegurum afhent verðlaun. Kl.
21.00 verður slegið upp tjaldbaUi i tjaldi sem
skátafélögin fengu að láni frá sýslunni og er
það BG flokkurinn sem spilar og skemmtir
bæjarbúum til kL 01.00 e.m.
I KEFLAVÍK: Kl. 14.00 standa skátar
heiðursvörð við hátíðarguðsþjónustu í
kirkjunni. Kl. 15.00 leiða skátar skrúðgönguna
úr kirkjunni niður í skrúðgarð, þar sem fram
fer hátíðar- og skemmtidagskrá.
1 REYKJAVÍK: KL 10.00 standa skátar heið-
ursvörð við leiði Jóns Sigurðssonar i kirkju-
garðinum við Suöurgötu. Fánaborg ;káta
gengur síðan frá kirkjugarðinum og niður á
Austurvöll, þar sem staðinn er heiðursvörður
viö minnisvarða Jóns Sigurðssonar á meðan á
hátiðardagskrá stendur. Kl. 14.00—18.00 sýna
skátar tjaldbúðar- og útistarf í Hljómskála-
garðinum, borgarbúum er þar gefinn kostur á
að reyna þrautabrauL stunda refaveiðar,
grilla sér pylsur o. fl., o. fl. Skátar stjórna og
leiða skrúðgöngu frá Hlemmtorgi og niður á
Arnaihól. Gangan hefst kl. 15.20.
ökuleikni '84
Keppnisáætlun
Hella mánudag 18. júní
Höfn þriðjudag 19. júni
Eskif jörður miðvikudag 20. júní
Neskaupstaður fimmtudag 21. júni
Egilsstaðir föstudagur 22. júní
Húsavík laugardagur23. júní
Akurey ri sunnudagur 24. júní
Olafsfjörður miðvikudag 27. júní
Sauðárkrókur fimmtudag 28. júní
Blönduós föstudag 29. júni
Búðardalur laugardag 30. júni
Isaf jörður sunnudag 1. júli
Patreksfjörður mánudag 2. júlí
Stykkishóimur þriðjudag 3. júli
Olafsvík miðvikudag 4. júli
Borgames fimmtudag 5. júli
Keflavik mánudag 9. júli
Selfoss miðvikudag 11. júti
Kópavogur fimmtudag 12. júti
Grindavík mánudag 16. júlí
Akranes þriðjudag 17. júlí
Garður miðvikudag 18. júti
Galtalækur laugardag 4. ágúst
Islandsmeistarakeppnin (úrslitakeppni)
verður haldin í Reykjavík laugardaginn 8.
september.
Kaffisala
17. júní hjá KSF
Sunnudaginn 17. júní verður Kristilegt
stúdentafélag (KSF) meö árlega kaffisölu
sína í húsi félagsins að Freyjugötu 27, 3. hæð
(gengið inn frá Njarðargötu). Kaffisalan
hefst að vanda með stuttri hugvekju sem
Stína Gisladóttir, formaður Kristilegu skóla-
hreyfingarinnar, flytur að þessu sinni kl. 15.30
Eftir það gefst gott tækifæri til að fá sér kaffi
og meðlæti frameftir degi. Allir eru hjartan-
lega velkomnir meðan húsrúm leyf ir.
Agóði af kaffisölunni rennur til starfs
félagsins að því að miðla boðskap Jesú Krists
til stúdenta þessarar þjóðar. Félagið er leik-
mannahrefing innan íslensku þjóðkirkjunnar
og tekur þátt í að launa starf skólaprests en
hef ur ekki aðrar tekjur en f ramlög velunnara.
Um kvöldið kl. 20.30 sér KFS svo um sam-
komu í húsi KFUM ogKað Amtmannsstig 2b.
Þar tala sr. Jón Helgi Þórarinsson og Hulda
Helgadóttir guðfræðinemi og Þorvaldur Hall-
dórsson syngur.