Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Side 2
18 Sjónvarp Sjónvarp Séö yfir böfnina á Þingeyri og inn Dýraf jörð. Sjónvarp sunnudag kl. 20.50: Undir hömrum, björg- um og hengiflugi — í Stiklum Ómars Ragnarssonar Omar Ragnarsson fór snemma í vor til Vestf jaröa ásamt fríðu föru- neyti og stiklaði um viö Önundar- fjörð, Dýrafjörö og Amarfjörð. Afrakstur þeirrar feröar er 16. þáttur af Stiklum sem hann nefnir Undir hömrum, björgum og hengi- flugi. í þættinum spjallar Omar við íbúa þessara fjarða en einangrun þeirra er mikil því aö t.d. að bæjunum Lokinhömrum og Hrafnabjörgum í Auökúluhreppi við Arnarfjörð er aðeins hægt að komast á bátum. A Lokinhömrum býr Sigurjón Jónas- sön en á Hrafnabjörgum býr Sigríður Ragnarsdóttir. Yfir veturinn eru þau ein í kotinu en á sumrin kemur fólk til þeirra í vinnu. Þau hafa ekkert rafmagn og í vonda veðrinu í fyrra voru þau algjörlega einangruð í þrjár vikur. Einnig ræöir Omar við vegageröarmanninn Elís Kjaran en hann hefur meðal annars lagt veg- arspotta fyrir vestan upp á sitt ein- dæmi. Þaö eru margir merkir staðir við þessa þrjá firöi sem Omar stiklar um. Við Arnarfjörð er t.d. Hrafns- eyri þar sem Jón Sigurðsson fæddist. Dýrafjörður er stærstur þeirra fjarða sem liggja innan marka Vestur-Isafjarðarsýslu, en Gísla saga gerist að verulegu leyti í Dýra- firði. I Önundarfirði, sem er norðan Dýrafjarðar, eru fjórir bæir sem heita Kirkjuból og mun slíkt vera einsdæmi í nokkurri einstakri byggð á Islandi. Omar sagði að til stæöi að gera örfáa Stikluþætti í viðbót en vegna anna væri erfitt að finna tíma til þess að fara frá daglegu amstri og stikla um sérstæða staði. Myndatöku í þessum þætti annaðist öm Sveins- son, en Agnar Einarsson sá um hljóðið. SJ 20.50 Grinmyndasafnið. 2. Hótel- sendillinn. Skopmyndasyrpa frá árum þöglu myndanna með Charlie Chaplin og Larry Semon. 21.05 Heimur forsetans. Breskur fréttaskýringaþáttur um utan- ríkisstefnu Ronalds Reagans for- seta og samskipti Bandaríkja- manna við aörar þjóðir í stjórnar- tíð hans. Þýðandi Ögmundur Jónasson. 22.00 Sviplegur endir. (Ail Fall Down). Bandarísk bíómynd frá 1962. Leikstjóri John Franken- heimer. Aðalhlutverk: Warren Beatty, Brandon de Wilde, Angela Lansbury, Karl Malden og Eva Marie Saint. Unglingspiltur lítur mjög upp til eldra bróður síns sem er spilltur af eftirlæti og mikiö kvennagull. Eftir ástarævintýri, sem fær hörmulegan endi, sér pilturinn bróður sinn í öðru ljósi. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 23.45 Fréttir í dagskrárlok. Laugardagur 30. júní 16.30 tþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Bömin við ána. Annar hluti — Sexmenningamir. Breskur fram- haldsmyndaflokkur í átta þáttum, geröur eftir tveimur barnabókum eftir Arthur Ransome. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 í blíðu og striðu. Sjöundi þátt- ur. Bandarískur gamanmynda- flokkur í níu þáttum. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.00 Bankaránið (The Bank Shot). Bandarísk gamanmynd frá 1974. Leikstjóri Michael Anderson. Aðalhlutverk: George C. Scott, Joanna Cassidy og Sorell Booke. Oftast nær láta bankaræningjar sér nægja að láta greipar sópa um sjóði og fjárhirslur en ræningjarn- ir í þessari mynd hafa á brott með sér banka með öllu sem í honum er. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.20 Minnisblöð njósnara. (The Quiller Memorandum). Bresk bíó- mynd frá 1966, gerð eftir sam- nefndri njósnasögu Ivans Fox- wells. Leikstjóri Michael Anderson. Handrit: Harold Pinter. Aöalhlutverk: George Segal, Max von Sydow, Alec Guinnes og Senta Berger. Breskum njósnara er falið aö grafast fyrir um nýnasista- hreyfingu í Berlín. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 00.10 Dagskrárlok. Sunnudagur 1-júlí 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Þor- bergur Kristjánsson flytur. 18.10 Geimhetjan. (Crash) Nýr flokkur. Danskur framhalds- myndaflokkur fyrir börn og ungl- inga í þrettán þáttum eftir Carsten Overskov. Aðalhlutverk: Lars Ranthe, 14 ára. 111 öfl úti í himin- geimnum ógna jörðinni og öllu sól- kerfinu með gjöreyðingu. Danskur piltur er numinn brott og fluttur iangt út í geiminn. Þar kemst hann á snoðir um ráöabruggiö og reynir síöan að afstýra heimsendi. (Nord- vision — Danska sjónvarpið). 18.30 í skugga pálmanna. Heimilda- mynd um líf og kjör bama á Maldíveyjum á Indlandshafi. Þýð- andi Jón O. Edwald. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 19.10 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.50 Sögur frá Suður-Afríku. 4. For- boðin ást. Myndaflokkur i sjö þátt- um sem gerðir eru eftir smásögum Nadine Gordimer. Þýskur jarð- fræðingur og blökkustúlka fella hugi saman en samband þeirra brýtur í bága við kynþáttalög. Þýðandi Oskar Ingimarsson. 21.50 George Orwell — fyrri hluti. Bresk heimildamynd um ævi George Orwell, höfundar „1984”, Félaga Napóleons og fleiri bóka. I myndinni er dregið fram það helsta, sem hafði áhrif á ritsmíöar Orwells, og gerði hann aö einum áhrifamesta rithöfundi Breta á þessari öld. Síöari hluti myndar- innar verður á dagskrá Sjónvarps- ins mánudaginn 2. júlí. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 23.00 Dagskrárlok. Sunnudaginn 1. júli hefur göngu sina nýr, danskur framhaldsmyndaflokk- ur fyrir börn og unglinga sem nefnist Geimhetjan. Söguhetjan er danskur drengur sem kallaður er Birgir og er numinn á brott út i geiminn. DV,.FÖSTUDAGUR22..JUNI 1984.. Kvikmyndir Kvikmyndir KVIKMYNDIR UM HELGINA UMSJÓN: HILMAR KARLSSON Robert De Niro leikur aöalhlutverkið í Einu sinni var í Ameríku. Er hann lát- inn eldast um ein 50 ár í myndinni. Það er enginn vafi á því að merkilegasta kvikmyndin í kvikmyndahúsum borgarinnar þessa dagana er Einu sinni var í Ameríku sem sýnd er í Bíóhöllinni að vísu í tvennu lagi, sem er miður, en myndin er það löng að tekinn hefur verið sá kosturinn að sýna hana í tvennu lagi í mörgum löndum í Evrópu. Bandaríkjamenn eru samir við sig og ætla aö stytta hana um klukkutíma og sýna hana í einu lagi. Viss er ég um að þessi aftekni klukkutími eyðileggur myndina, enda ekki gert með samþykki leikstjórans, Sergio Leone. Það verða sjálfsagt ekki allir sammála um gæði myndarinnar, en það skapar alltaf eftirvæntingu að sjá kvikmynd eftir Leone og sérstaklega á það við um Einu sinnl var í Ameríku sem var rúm tíu ár í tilbúningi og stóðu aUan tímann miklar deilur um hana. Gene Hackman á hér í höggi við stjórnarhermenn i Under Fire. I dag sýnir Háskólabíó bandaríska stórmynd sem notið hefur töluverðra vinsælda, Under Fire. Myndin er látin gerast í Nicaragua á síðustu dögum Somoza stjórnarinnar og fjallar um ljósmyndara og blaðamenn og viðskipti þeirra við stjórnarhermenn og sandinista. Það eru þeir Nick Nolte, Gene Hackman og Joanna Cassidy sem leika aðalhlutverkin. Nick Nolte er einnig í annarri kvikmynd, Cannery Row, sem sýnd er í Nýja bíói. Þetta er kvikmynd gerð eftir frægri skáldsögu eftir John Steinbeck. Þeir sem hafa lesið bókina verða vafalaust fyrir vonbrigðum með útkomuna, en aðrir gætu haft gaman af. mr v 'íi’ II Goldie Hawn og Burt Reynolds leika eiskendur í Bestu vinir. Austurbæjarbíó sýnir gamanmyndina Bestu vinir (Best Friends) og í aðalhlutverkum eru tveir af vinsælustu leik- urum vestanhafs, Burt Reynolds og Goldie Hawn. Leika þau par sem eru bestu vinir þangað til þau gifta sig. Nokkuð einkennileg mynd er í Tónabíói, nefnist hún í fót- spor bleika pardusins (Trail of the Pink Panther). Hún fjallar að sjálfsögðu um hinn seinheppna Inspector Clouseu. Það einkennilega við þessa mynd er það að hún er gerð eftir lát Peter Sellers, en samt leikur hann aðalhlut- verkið. Notast er við upptökur sem ekki voru notaðar í fyrri myndum og söguþráðurinn tengdur þeim. Laugarásbíó endursýnir tvær framhaldsmyndir þessa dagana, Jaws 3D og Sting 2. Stutt er síðan báðar myndirn- arvorusýndar. I Regnboganum eru eftirtektarverðustu kvikmyndirnar Hiti og ryk (Heat and Dust), gerðar af James Ivory sem er þekktur bandarískur leikstjóri sem býr í Indlandi og þar gerast allar hans myndir. Tender Mercies og Frances eru aðrar myndir í Regnboganum sem vert er aö gefa gaum að. Stjörnubíó frumsýndi í vikunni Skólafrí (Spring Break), létta gamanmynd sem auðvelt er að geta sér til um um hvað hún fjallar. I B-sal Stjömubíós eru úrvalsmyndirnar Educating Rita og The Big Chill. Ég vona svo að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi því að úr nógu er að velja. I ■ ■ ■ B"Kk IHIilBiiBliMBItl I B'l' Kvikmyndir Kvikmyndir JE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.