Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1984, Qupperneq 3
Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkurprófastsdæmi sunnudaginn 24. júní 24. júní 1984. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guösþjónusta i Safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11.00 árd. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Guðþjónusta kl. 11.00. Sr. Ami Bergur Sigurbjömsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 10.00 árd. Organleikari Oddný Þorsteinsdóttir. Sr. Olafur Skúlason. DÖMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Dómkórinn syndur, organleikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. ELLIHEIMILEÐ GRUND: Guðþjónusta kl. 10.00 Albert Bergsteinsosn prédikar. FELLA- OG HÖLAPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Menningarmiðstöðinni við Gerðuberg kl. 11.00. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÖURKJAN I REYKJAVtK: Bama- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Guðspjallið i myndum. Barnasálmar og smábama- söngvar. Afmælisbörn boðin sérstaklega velkomin. Sunnudagspóstur handa bömum. Framhaldssaga. Við hljóðfærið Pavel Smid. Sr. Gunnar Bjömsson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00 Altarisganga. Organleikari Ámi Arinbjamar- son. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjömsson. Þriðjudagur: Fyrir- bænaguösþjónusta kl. 10.30, beðiö fyrir sjúkum. Miðvikudagur: Náttsöngur kl. 22.00. LANDSPlTALINN: Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. BORGARSPlTALINN: Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Sr. Tómas Sveinsson. Kópavogskirkja: Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11.00 árd. Sr. Þorbergur Kristjánsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Pjetur Maack. Organleikari Kristín Ogmundsdóttir. Sóknamefndin. LAUG ARNESKIRK JA: Laugardagur: Guðsþjónusta Hátúni 10B, 9. hæð, kl. 11.00. Sunnudagur: Messa kl. 11.00. Altarisganga. Fermingarmyndir afhentar eRir messu. Sr. Ingólfur Guðmundsson kveður söfnuðinn og lýkur þjónustu sinni um mánaðamótin. Sr. Ami Bergur Sigurbjömsson þjónar í leyfi sóknarprests í júlí, en sr. Jón Dalbú Hróbjartsson kemur til starfa í byrjun ágúst- mánaðar. Þriðjudagur: Bænaguðsþjónusta kl. 18.00. Sóknamefndin. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldðrsson. SELJASÖKN: Guösþjónusta í Oldusels- skólanum kl. 11.00 árd. Altarisganga. Fermingarguðsþjónusta á Askirkju kl. 14.00. Fermd verður Inga Björg Hjaltadóttir frá Lundi, p.t. Sunnuvegi 31, Reykjavík. Fimmtu- dagur28. júní: Fyrirbænasamvera kl. 20.30 í Tindaseli 3. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN I IIAFNARFIRÐI: Guðsþjónusta kl. 14.00. Siöasta guðsþjónusta fyrir sumarleyfi. Safnaðarstjóm. Tilkynningar Þingvallakirkja Kvöldvaka laugardaginn 23. júni kl. 20.30. Lesmessa sunnudagin- 24. júni. kl. 14.00. Altarisganga. Sóknarprestur. Orlof húsmœðra fyrir húsmæður í Garðabæ verður haldið að Laugarvatni vikuna 2.-8. júlí. Upplýsingar gefur Kolbrún í síma 13173 á kvöldin. Atvinnumiðlun námsmanna, Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut, sími 15959 og 27860. Opiökl. 9.00—17.00 virka daga. Fréttatilkynning Ut er komið nýtt tölublað timaritsins Ur felum sem Samtökin ’78, félag lesbía og homma á tslandl, gefa út. Þetta tölublaö er fyrst og fremst helgað réttindabaráttu homma á skemmtistöðum. Fjallað er í greinabálki um ofsóknir þær sem hommar og lesbiur veröa fyrir á skemmtistöðum og ræddar leiðir til úrbóta. Þá er í ritinu kynnt starfsemi Samtakanna ’78 og þar er að finna sýnishom af listsköpun homma og lesbía — smásögur og ljóð — og myndefnið er hið fjöl- breyttasta að vanda. Ur felum er til sölu í Bókabúð Braga, Hlemmi, Bókabúð Máls og menningar, hjá Eymundssyni og Bóksölu stúdenta. Einnig selja félagsmenn Samtakanna ’78 timaritið í miðbæ Reykjavíkur á föstudögum i sumar. Stúdentaleikhúsið f rumsýnir: Láttu ekki deigan síga, Guðmundur Sunnudaginn 24. júni kl. 20.30 frumsýnir Stúdentaleikhúsiö í Félagsstofnun stúdenta nýtt íslenskt leikrit eftir Eddu Björgvinsd. og Hlín Agnarsdóttur. Það heitir Láttu ekki deigan síga, Guðmundur og f jallar á gamansaman hátt um tímabiliö 1968—1984 séð með augum Guðmundar Þórs sem er 37 ára gamall. Hann rifjar upp fyrir syni sínum, Garpi Snæ, vissa þætti og at- vik út frá minningum sem myndir úr hans eigin myndasafni vekja hjá honum. Þessar myndir lifna svo við á sviðinu og sýna þá fjölbreytni sem Guðmundur hefur reynt, bæði í póli- tísku og persónulegu lífi. Þetta verður fjölmenn og fjörmikil sýning. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs- dóttir. Söngtextar eru eftir Þórarin Eldjám og Anton Helga Jónsson. Jóhann G. Jóhannsson gerir tónlist- ina og flytjendur tónlistar eru Hulda Geirlaugsdóttir, píanó, og Þórður Högnason, kontrabassa. Leikmynd er eftir Stíg Steinþórsson og Ellen F. Martin og Margrét Magnúsdóttir sáu um búninga. Lýsingu annast Egill Ámason. Alls koma um 25 manns fram í sýningunni. Aðalhlutverkið, Guðmund Þór, leikur Kjartan Bjarg- Sumarsýning í Norræna húsinu: Landið mitt, ísland Landið mitt ,Lsland nefnist sumar- sýning Norræna hússins að þessu sinni. Sýningin verður opnuö á morgun, laugardaginn 23. júni, kl. 15 og stendur hún til 22. júli nk. Hún verður opin daglega frá kl. 14—19. Sumarsýning Norræna hússins að þessu sinni fjallar um Island, land og þjóð, séð með augum íslenskra grunnskólanemenda. Aðdragandi sýningarinnar er sá að veturinn 1983 óskaði Norræna húsiö eftir samstarfi við Félag islenskra myndmennta- kennara um sumarsýningu hússins 1984. Skyldi viðfangsefni sýning- arinnar vera hvemig íslensk böm skynja landið sitt, náttúruna og fólkið. Var öllum aldurshópum grunnskólans boöin þátttaka. Dómnefnd, skipuð fulltrúum frá Félagi ísl. myndmenntakennara, menntamálaráðuneytinu, Félagi íslenskra myndlistarmanna og Nor- ræna húsinu, skyldi velja endanleg verk á sýninguna eftir að forval hefði farið fram í skólunum. Dómnefndin valdi rúm 140 verk, unnin af 4—14 ára bömum úr 16 grunnskólum, bæði úr dreifbýli og þéttbýli. Nú stendur yfir í bókasafni Nor- ræna hússins sýning á hefðbundnu islensku prjóni, að mestu leyti byggö upp af munum úr Þjóðminjasafni Islands. Sýningin verður opin á venjulegum opnunartíma bóka- safnsins, frá kl. 9—19 virka daga og 14—17 sunnudaga. Á mánudag, 25. júní, verður opnuð sýning í anddyri Norræna hússins á búningateikningum úr tveimur kvik- myndum sem teknar hafa verið hér- lendis. Það er Ulla-Britt Söderlundj sem sýnir þar skissur að búningum fyrir kvikmyndimar Hauðu skikkjuna og Paradísarheimt sem þýska sjónvarpið lét gera. Sýningin á búningunum stendur til 9.júlí. Fimmtudaginn 28. júní nk. hefst svo opið hús í Norræna húsinu en þar verður flutt dagskrá sem einkum er ætluð norrænum ferðamönnum. Rætt verður um íslenska þjóðtrú í bók- menntum og kvikmyndin Sveitin milli sanda verður sýnd. Opna húsið hefst kl. 20.30. -SJ. önnur sýning verður þriðjudaginn 26. júni kl. 20.30. Miöasala er við innganginn og miðapantanir eru teknarísíma 17017. Listasaf n íslands: SIÐASTA SÝNINGAR- HELGIÁ VERKUM KARELS APPEL Nú um helgina lýkur sýningu í Listasafni Islands á verkum hins heimsþekkta hollenska listmálara Karels Áppel i Listasafni Islands. Um helgina verður opið frá kl. 13.30 til kl. 22 og þaö er eins gott að drifa sig því það er alveg ömggt að sýning- in verður ekki framlengd. Á sýningunni eru alls 48 verk og eru flest þeirra unnin í olíu en einnig akrýlmyndir, grafík og myndir unnar í blandað efni. Karel Appel er fæddur í Amster- dam 1921 og hefur verið í sviðsljósinu allt frá því snemma á sjötta ára- tugnum. Arið 1948 stofnaði hann, ásamt Constant og Corneille, fram- úrstefnuhópinn REFLEX í Amster- dam sem síðar sama ár gekk til liös við COBRA samtökin er þau voru stofnuð. Haldnar hafa verið óteljandi sérsýningar á verkum hans og þau eru í eigu allra helstu safna heims. Hluti leikara í Láttu ekki deigan siga, Guðmundur. mundsson og son hans, Garp Snæ, leikur Hilmar Jónsson. önnur stór hlutverk leika þau Helgi Bjömsson, Asa Svavarsdóttir, Soffía Karlsdótt- ir, Eria Ruth Harðardóttir, Edda Amljótsdóttir, Rósa Þórsdóttir, Rósa M. Guðnadóttir, Amór Benónýsson og fleiri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.