Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Page 3
3 DV. LAUGARDAGUR 23. JUN! 1984. Atriði úr leikritinu Krókmakarabær- inn eftir Pétur Gunnarsson sem leikfé- lagið Spuni í Luxemburg flytur. Leikfélagið Spuni: Afeð sýningu íLuxemburg Leikfélagiö Spuni í Luxemburg sýnir í dag leikritiö Krókmakarabæinn eftir Pétur Gunnarsson. Sýningin mun fara fram kl. 16 á aðaltorgi borgarinnar Place d’armes. Einnig mun leikhópur- inn sýna þ. 24. júní í París á Place de Pompidou. Leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir. Leikfélagið Spuni hefur starfaö í níu ár og eru félagar þess aðallega islensk- ar húsmæöur, búsettar í Luxemburg. Spuni hefur hingaö til skemmt á þorra- blótum þar í borg og flutt frumsamið efni í revíustíl og hefur ávallt verið mjög vel tekið. SLS Jónsmessuhjátrum: Döggin, steinar oggrös — allra meina bót f nótt Á morgun er Jónsmessa og er hún kennd við Jóhannes skírara sem á að hafa fæðst á þessum tíma ársins. Það er sjálf Jónsmessunóttin sem athygli manna hefur beinst að í gegnum ald- irnar og við hana er bundin mikil trú. Hér á Islandi hefur þessi trú aðal- lega snúist um döggina, steina og grös. Döggin sem fellur á þessari nóttu á að vera sérstaklega heilnæm. Með því að velta sér allsber í henni á hún að geta læknaö kláöa og 18 önnur óhrein- indi á holdi og þar að auki er hægt að óska sér á meðan athöfnin stendur yfir. Þessa nótt á einnig að vera góður möguleiki á að finna svokallaða nátt- úrusteina. Steinar þessir eiga að geta læknað nær öll mein m.a. jóösjúkra kvennaeða kúa. Loks er það f jöldinn allur af grösum sem eiga að öðlast kröftugan mátt á þessari nóttu. Brönugrasið á að vekja upp losta og ástir milli karla og kvenna og lægja ósamlyndi hjóna ef þau sofa á grasinu. Brönugrasið á að hafa tvær rætur, eina þykka og aðra þunna. Þykka rótin örvar kynhneigðina en sú þunna eykur hreinlífi. Svo segir í bók- inni Saga daganna eftir Áma Bjömsson. -APH. Stærsti laxinn úr Blöndu „25 punda laxinn veiddist í Blöndu á mánudaginn, á veiðistað sem heitir Breiðan,” sagði Gunnlaugur Gunnarsson stangaveiðimaður, en hann setti í þann stóra í Blöndu, 25 punda lax. „Hann veiddist á tobý og voru svakaleg læti í honum en laxinn gerði mistök og þess vegna náðist hann, synti upp í strauminn í stað þess að fara niður eftir ánni. Þetta var heilt ævintýri og það tók 20 mínútur að landa laxinum. Jóhannes Snorrason flugstjóri hjálpaði mér að landa honum. Maður stendur langt frá ánni og er hrikalegt að veiða þarna. Fengum fimm aðra laxa, frá 8 til 16 punda.” Gunnlaugur kvaöst hafa veitt í Blöndu fyrst 1957 og eitt árið fékk hann 24 punda lax. Þjóðverjar veita heiðursmerki fyrir björgun skipverja af Kampen: Sjö (slendingar og sjö Banda- ríkjamenn fengu heiðursmerki I tengslum viö komu vesturþýsku herskipanna hingaö til lands voru sjö Islendingum og sjö Bandaríkja- mönnum veitt heiðursmerki fyrir björgun skipverja af flutningaskip- inu Kampen af vesturþýska sendi- herranum á islandi, dr. Jörg R. Krieg, en hann veitti þau fyrir hönd forseta V-Þýskalands, Karl Carstens. Hannes Hafstein, framkvæmda- stjóri SVFÍ, sem stjórnaði björgunaraðgerðunum hlaut heiðursorðu vesturþýska sambands- lýðveldisins en auk hans hlutu sex aðrir Islendingar heiðursmerki frá Slesvík-Holstein fylkinu, þeir Omar Einarsson, Sandgerði, Jens Oskarsson, Grindavík, Jóhannes Jónsson, Grindavík, Guðjón Einarsson, Grindavik, Þórður Rafn Sigurðsson, Vestmannaeyjum og Kjartan Bergsteinsson, Vestmanna- eyjum. Ennfremur voru sjö Bandaríkja- mönnum af Keflavíkurflugvelli veitt heiðursmerki Slesvík-Holstein fylkis, þeim Joseph M. Nall, Steven A. Saunders, Steven R. Shields, Bruce C. Johnston, Peter J. Thomas, Paul P. Saucedo 111 og Scott A. Morrison. I fréttatilkynningu um þetta mál frá v-þýska sendiráðinu segir m.a. að Karl Carstens hafi haft persónu- legan áhuga á björguninni og með veitingu heiðursmerkjanna vildi hann tjá þakklæti sitt til allra þeirra sem komu við sögu í aðgerðunum. -FRI. Hópurinn sem hlaut helðursmerkin. DV-mynd Bj.Bj. Helgarspurningin er: Hvað er sameiginlegt með Reykjavík og Akureyri? •V S 0° pAojmiv ? B° iöioBopnBa qia uin||pAB|apv| pe ^iABl^Aay ; 'jBUUMeS|ei| jeBuiuAse|iq nisnBa|isæ|B peui epJBA jjujjpets Jjpeg HVASJJL3H Taktu innlit á bílasýninguna hjá Ingvari Helgasyni með inn í helgarprógramm þitt og fjölskyldunnar. Það er alltaf eitthvað fyrir alla og valinkunnir stálfákar til sýnis að Melavöllum við Rauðagerði kl. 2—5. Allt það besta bæði austan tjalds og vestan. IMissan Cherry 1,5 GL, 3ja dyra. Nissan Sunny station 1,5 GL, 5 dyra. Nissan Bluebird 2,0 automatic, 4ra dyra lúxusbíll. Trabant fólksbíll. Wartburg pick-up. Subaru 1800 GLF 4WD, station. Sigurður Valdimarsson býður alla Norðlendinga (og reyndar alla aðra líka) velkomna kl. 2—5 að Óseyri 5 A á stórglæsilega bílasýningu. Sigurður er ókrýndur bílasýningakonungur norðan heiða og þótt víðar væri leitað og bregst ekki bogalistin frekar en vant er og sýnir nú á laugardag og sunnudag: Nissan Cherry 1,5 GL, 5 dyra, Nissan Sunny station 1,5 GL, 5 dyra, Nissan Micra 1,0 GL, 3ja dyra, Subaru 1800 GLF 4WD station. Sölumaður frá Ingvari Helgasyni verður á staðnum báða dagana. Gamlir bílar, sem taka á upp í nýja, verða merktir á sunnudegi. HJÁ 0KKUR ER: FJÖLBREYTNIN MEST 0G KJÖRIN BEST. INGVAR HELGASON HF. SÝNINGARSALURINN/RAUOAGEROI, SÍMI 33560. SIGURÐUR VALDIMARSS0N, AKUREYRI. -G. Bender.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.