Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 23. JUNI1984.
11
slíka. Eg hef lengi haft áhuga á að vita
eitthvað um tölvur og hvemig þær
vinna. Þaö hefur veriö á dagskránni
hjá mér nokkuö lengi að nota tölvu í
sambandi viö þjálfunina en ég verö aö
viðurkenna aö ég hef ekki komið því í
verk ennþá. Eg vona aö það veröi fljót-
lega.
Ég er aö byggja hér í Mosfellssveit-
inni og ég held aö það væri hræsni aö
segja að byggingin væri eitt af áhuga-
málunum. Eftir aö viö fluttum inn hef
ég verið latur en þaö lagast vonandi.”
„Draumurinn
að horfa á HM"
— Nú hefur þú staðið lengi í eldlín-
unni og einhvem tíma hlýtur aö koma
aö því að þú hættir að leika og jafnvel
aö þjálfa, þó ég þykist vita að margir
íþróttaáhugamenn óski þess aö þú
verðir viðloðandi sportið um ókomin
ár. En hvaö langar þig mest til aö gera
eftir aö þú hættir í íþróttunum?
,,Þaö er eitt sem mig hefur lengi
dreymt um að gera eftir að maður
hættir í sportinu og þaö er aö fara utan
og horfa á stærstu keppnirnar í knatt-
spyrnunni. Mig langar til dæmis til að
fylgjast meö heimsmeistarakeppninni
einhvern timann á næstu árum og
stefni aö þvi að láta þann draum ræt-
ast. Þá verður þaö örugglega
framtíðarverkefni fyrir mig aö klára
húsiö en auðvitað stefni ég að þvi aö
klára þaö sem fyrst. ”
„Hætti ef liðið
tekur ekki framförum"
— NúhefurþúþjálfaöÞróttínokkur
ár. Hyggst þú hætta með liðið eftir yfir-
standandi keppnistímabil eöa ætlar þú
aðhalda baráttunni áfram?
„Þaö er voðalega erfitt að svara
þessari spumingu. Þaö er rétt að ég er
búinn að þjálfa Þrótt í nokkum tíma og
eins og liðið leikur nú get ég ekki verið
ánægður. Ef leikur liösins fer ekki aö
lagast og það tekur ekki framförum sé
ég ekki annað en ég hætti sem þjálf-
ari,” sagði ÁsgeirElíasson. -SK.
„Get ekki án
Ásgeirs verið”
— segir eiginkona hans, Soffía Guðmundsdóttir
„Mér finnst Ásgeir alveg yndislegur
maður og ég get ekki án hans verið,”
sagði eiginkona Ásgeirs Elíassonar,
Soffía Guðmundsdóttir, í samtali við
DV.
„Við kynntumst á ferðalagi með
unglingalandsliðum í handknattleik í
Kaupmannahöfn. Þegar leikjunum var
lokiö var farið aö skemmta sér og um
leiö og tónlistin byrjaði kom Ásgeir,
bauö mér upp og það má segja aö þá
hafi ég fyrst fallið fyrir honum. Eftir
að heim var komið hittumst við oft í
Glaumbæ sáluga og smátt og smátt
þróaðist þetta í hjónaband. ”
Er Ásgeir duglegur við heimills-
störfin?
„Eg myndi segja að hann væri með
afbrigðum duglegur. Hann setur þvott
í þvottavél, vaskar upp og hugsar um
börnin til fjögur á daginn. Hann er
mjög laginn viö að umgangast böm og
ferst það vel úr hendi. Ég get varla
hugsaö mér duglegri húsbónda,” sagði
Soffía Guðmundsdóttir.
-sk.
Ásgeir fékk að sjálfsögðu tækifæri til
að spyrja einnar spumingar og hún er
þannig:
Er raunhæft að blanda steinoh'u
saman viö fúavamarefni og fær maöur
út úr því betra efni eða jafngott?
Og til að svara þessari spumingu
haföi DV samband við Jóhann
Hákonarson sem starfar hjá Kristjáni
0. Skagfjörð, en það fyrirtæki flytur
inn hiö þekkta efni solignum og fer
svar Jóhanns hér á eftir:
,,Eg hef heyrt að þetta hafi verið
gert en get ekki mælt með því. Sérstak-
lega ekki að verið sé að blanda stein-
olíu saman við solignum því sá mjöður
er nægilega góður einn sér. Framleið-
andi fúavarnarefnis, hvaða efni sem
um er að ræða, mælir alltaf meö því að
viðkomandi efni sé notað óblandað.”
Kristján Jónsson i Þróttí.
Leikmaður framtíðarinnar iknatt-
spymu að matí Ásgeirs.
FULLT NAFN: Ásgeir Elíasson.
HÆÐ OG ÞYNGD: 180 cm og 77 kg.
BIFREIÐ: Daihatsu Charmant.
GÆLUNAFN: Geiri.
UPPÁHALDSFÉLAG, ISLENSKT:
Fram.
UPPÁHALDSFÉLAG, ERLENT:
Liverpool.
UPPÁHALDSlÞRÓTTAMAÐUR,
tSLENSKUR: Guðjón Jónsson,
Fram.
UPPÁHALDSlÞRÖTTAMAÐUR,
ERLENDUR: Pelé.
MESTU VONBRIGÐI I
IÞRÖTTUM: Þegar lið mitt leikur
undir getu og tapar.
MESTA GLEÐISTUND . I
tÞRÖTTUM: Þegar lið mitt ieikur
vel og vinnur leiki.
ÖNNUR UPPÁHALDSIÞRÖTT:
Handknattleikur.
UPPÁHALDSMATUR: Get ekki gert
upp á milli lambalæris og lamba-
hryggjar.
UPPÁHALDSDRYKKUR: Kaffi.
UPPÁHALDSSJÓNVARPSÞÁTT-
UR: Iþróttir.
UPPÁHALDSLEIKARI, ISLENSK-
UR: Gísli Halldórsson.
UPPÁHALDSLEIKARI ERLEND-
UR: Charlie Chaplin.
UPPÁHALDSHLJÖMSVEIT: Bítl-
arair.
MINNISSTÆÐASTI LEIKUR:
Fram-lBV í Eyjum 1968. Við unnum
4—2 og ég skoraði tvö mörk.
HVAÐ FER MEST I TAUGARNAR
Á ÞÉR I SAMBANDI VIÐ IÞRÖTT-
IR: Aðtapa.
ERFIÐASTI ANDSTÆÐINGUR:
Slgurður Indriðason.
HELSTA METNAÐARMÁL I
LlFINU: Að sjá mér og mínum
sæmilega vel farborða.
HVAÐA PERSÖNU LANGAR ÞIG
MEST TIL AÐ HITTA: Enga sér-
staka.
RÁÐ TIL UNGRÁ KNATTSPYRNU-
MANNA: Stunda æfingar af kappi
þvi æfingin skapar meistarann.
HELSTI KOSTUR: Rólyndi. Hefur
komið sér vel í starfi og hér heima.
HELSTI VEIKLEIKI: Að geta ekki
hættað reykja.
LEQCMAÐUR FRAMTtt)ARINNAR
I KNATTSPYRNU: Kristján Jóns-
son, Þrótti.
BESTIÞJÁLFARISEM ÞU HEFUR
HAFT: Guðmundur Jónsson.
HVERT YRÐI ÞITT FYRSTA
VERK YRÐIR ÞÚ HELSTI RÁÐA-
MAÐUR ÞJÖÐARINNAR Á
MORGUN? Gera meira fyrir íþrótt-
irnar.
ANNAÐ VERK: Að ieyfa bjórinn.
Chaplin er i miklu uppáhaldi hjá
Ásgeiri.
POMRFAB Í2S WT
Vasaútgáfa af skurðgröfu
ódýr í innkaupi, fljót að vinna sig upp, lítill
viðhaldskostnaður, auðveld í meðförum.
A — 3’11"
” (1.2m) '
D - 6 11
(2.10m)
E — 5’10"
(1.77m)
Std.Dipper
B — 8'7V,"
- (2.46m) “
V /'
V - 5’6" —^(1.670m) - j (1.7 5 8 2m) G - (2. 7 6 28m)
j Ext.Oippei
Ext.Dipper
belco sf
Grafan sem kemst þar sem aðrar verða frá að hverfa vegna stærðar
sinnar og/eða þyngdar.
Fáanleg með bensín- eða dísilvél.
Til sýnis að Ármúla 36 í dag milli kl. 10.00 og 16.00.
ÁRMÚLA 36 - REYKJAVÍK, SÍMI 84363.