Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 23. JUNI1984.
Rósa við rallbilinn sinn sem er af gerðinni VW Golf.
„Ég byrjaði í fyrra að taka þátt í rallakstri
og nú finnst mér þetta það skemmtilegasta
sem ég geri,” sagði Rósa Guðmundsson, 19
ára stúlka, sem búsett hefur verið i Lúxem-
borg síðastliðin 10 ár, í viðtali við Breiðsíðuna.
Rósa hefur tekið þátt í fjölmörgum rall-
keppnum og hefur velgengni hennar verið með
ólíkindum og hefur hún aldrei hafnað neðar en
i 4. sæti. Nú sem stendur er hún stigahæst i
kvennaflokki í röð keppna sem fara fram i
Lúxemborg. Rósa sagðist þurfa að flýta sér út
aftur til að halda áfram í þessari keppni. Hún
skrapp hingað til landsins til að taka próf á
mótorhjól.
Nú sem stendur ekur Rósa VW Golf sem er
1600 cc. Einu sinni hefur hún velt bilnum en
sem betur fer varð henni ekki meint af þvi og
lét það lítið á sig fá. Hún hefur þrisvar verið í
fyrsta sæti og mörgum sinnum i öðru sæti.
Þegar hefur hún eignast 10 bikara og ótal aðr-
ar viðurkenningar í keppnum sinum. Yfirleitt
er það þannig að konur keppa sér og karlar sér
i ralli. Rósa hefur þó tekið þátt i keppni í
karlaflokki. í fyrsta skipti sem hún gerði það
varð hún í 2. sæti. Það varð mikil barátta milli
13
hennar og bílsins sem hafnaði að lokum í
fyrsta sæti. Það var enginn sem vissi að það
var kvenmaður sem var undir stýri á bílnum
sem lenti í öðru sæti. Sigurvegarinn varð
heldur en ekki hissa þegar kvenmaður steig út
úr bilnum.
Rósa tók einnig þátt í að reynsluaka Fiat
Uno og varð þar i öðru sæti.
Þess má geta að Rósa á bróður sem heitir
Öskar. En Óskar hefur þegar getið sér góðan
orðstir i Lúxemborg fyrir hæfni sína í körfu-
bolta þó að hann sé aðeins 12 ára. Hann er fyr-
irliði í ABC Contern og eru þeir nú Lúxmeist-
arar í unglingaflokki. Draumur Óskars er að
verða minnst 2 metrar á hæð og komast til
Bandaríkjanna i gott körf uboltaliö.
Við óskum þeim systkinum svo góðs gengis
i iþróttmn sinum og vonum að þau verði sigur-
sæl áfram.
Rósa starfar hjá bílaleigu i Lúxemborg og
býr hjá foreldrum sínum þar.
Hór er Rósa á fuiiri ferð i keppni. Aftari bíiiinn er hennar.
SVÍNKA
BIÐUR AÐ
HEILSA
Það er oröiö nokkuð langt síöan við
höfum heyrt og séö frá fröken Svínku.
Hvað sem því líður er hún enn í fullu
f jöri og lendir í hverju ástarævintýrinu
áfæturöðru.
En það er ekki allt sem sýnist hjá
Prúðu leikurunum. Hver og einn af
þeim er til í mismunandi stærðum allt
eftir því í hvaða tilefni þeir eiga að
koma fram í þáttunum. Stundum eru
Prúðu leikaramir á stærð við mann-
eskju og er þá yfirleitt lifandi maður
inni í þeim. Yfirleitt fáum við þó að sjá
handstýrðar dúkkur á skjánum.
Sjálft sviðið sem við s jáum oftast er
ekki nema hálfur metri á stærð og gólf-
iö opið þannig að dúkkurnar geta
hreyft sig fram og aftur. Undir sviðinu
er síöan fólk sem stjómar öllum hreyf-
ingum.
Svínka biður að heilsa og vonast eft-
ir því að fá tækifæri til að sýna sig á Is-
landiaftur.
FRELSUN í SJÓNVARPI
í Noregi er frjáls útvarpsrekstur kominn langt á veg og virðist vera mikill
áhugi fyrir sliku þar i landi og ekki sist meðal kristilegra samtaka. Fram að þessu
hafa kristileg samtök staðið á bak við nokkrar útvarpsstöðvar. Þessi útvarps-
rekstur þeirra hefur fallið í mismunandi jarðveg hjá Norðmönnum. Stundum hef-
ur gengið svo langt að reynt hefur verið að lækna fólk í gegnum útvarp með guðs-
orði einu.
Nú stendur til að gefa leyfi fyrir fleiri stöðvum og meðal annars leyfi fyrir fleiri
sjónvarpsstöðvum. Kristnir þar i landi hyggjast sækja um Ieyfi fyrir sjónvarps-
rekstri. Bíða menn nú spenntir eftir því hvemig læknað verður og frelsað i gegn-
um sjónvarpið. Talið er að áhrifin séu mun sterkari i gegnum sjónvarp en útvarp
hvað lækningamátt og frelsanir snertir.
ORMAVERKFALL
Verkfalli hjá ormatínurum i bænum Main i Bandarikjunum lauk nýlega.
Það stóð yfir í sjö vikur og kröfðust þeir einu centi meira fyrir maðkinn (29
aurar). Þeir fengu kröfum sínum framgengt og hafa nú um 60 maðkatín-
arar hafið störf sin að nýju. Og fá þeir nú 4 cent fyrir hvern orm sem þeir
selja sportveiðimönnum.
AFMÆUSBARNIÐ!
Afmælisbamið okkar þessa viku I
er Guðmundur Kjæmested. Hann I
er fæddur í Hafnarfirði 29. júní I
1923. Hann tók skipstjórapróf á I
varðskipum hjá ríkinu árið 1953. I
Hann hefur síðan verið skipherra á I
varöskipunum og varla til það j
mannsbam sem ekki kannast við j
þessa hetju sem hefur háð ófáa i
hildina við erkifjendur okkar, |
Breta, á meðan á þorskastríðunum j
stóð. j j
En hvað segir afmælisdagabók- j
in um þennan íslenska „hershöfð- j
inga”. Jú, það virðist kœna heim og j
saman en þar stendur: Þú hefur |
drottnandi persónuleika. Þú ert j
ásækinn, óttalaus og alltaf bjart- j
sýnn. Þú ert skarpgáfaður, oft j
þrjóskur í störfum þínum og mjög j
tilfinninganæmur. Gættu þess að j
missa ekki stjórn á skapi þínu. I
Vertu opinskárri við vini þína.
HRAÐI er svarið
s
I nútíma þjóðfélagi getur rökrétt hugsun og snör handtök skipt öllu máli.
Með auknum veltuhraða og lœgri tilkostnaði, nýtir þú fjármagn þitt hetur
og stendur því betur að vígi í sífellt harðnandi samkeppni.
Kynntu þér ferðatíðnina, sérfarmgjöldin og þjónustu okkar strax, því þinn
hagur er okkar fag.
FLUGLEIDIR
FLUGFRAKT
simi: 27800