Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Qupperneq 8
8 DV. LAUGARDAGUR 23. JUNI1984. Frjálst, óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. 'Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI ;27022. :Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helgarblað28kr. Bandalag umboöslausra Utan Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku er sjaldgæft, að ríkjum ráði menn, sem hafa til þess umboð. Sumir fengu á sínum tíma umboð þjóða sinna, en hafa síðan framlengt umboðið sjálfir í skjóli fenginna valda. Aðrir hafa hrifsað til sín völdin í hallarbyltingum og öðrum byltingum. Sameiginlegt áhugamál allra þessara umboðslausu ráðamanna er að halda völdum. Þjóðum sínum halda þeir niðri með lögreglu og her. I stað lýðræðis ríkir kval- ræði og morðæði. 1 flestum tilvikum ríkir einnig þjófræði, því að hinir umboðslausu ræna þjóðir sínar og rupla. Á alþjóðavettvangi ríkir laustengt bandalag ýmissa tegunda umboðslausra ráðamanna. I einum hópi banda- lagsins eru Sovétríkin og fylgiríki þeirra, í öðrum Araba- ríkin og hinum þriðja hin svonefndu hlutlausu ríki þriðja heimsins. Þessir hópar og aðrir blandast á ýmsa vegu. Vesturlönd eiga lítinn þátt í þessu ástandi, en eru samt ekki saklaus með öllu. Bandaríkjastjórnir hafa til dæmis oft stutt glæpamenn í Suður- og Mið-Ameríku gegn lýðræðisöflum álfunnar. Þær studdu til dæmis Batista á Kúbu, Duvalier á Haiti og Somoza í Nicaragua. Bandarískir bankar jusu fé í umboðslausa herforingja Argentínu, sem sóuðu peningunum í arðlausa fjárfest- ingu eða stálu þeim hreinlega. Þegar lýðræðislega kjörin stjórn kemst svo til valda í Argentínu, kippa þessir bankar að sér hendinni, heimta endurgreiðslur og hafa uppi hótanir. Vesturlönd hafa þó einkum reynt að leggja lóð sitt á hina vogarskálina. Hæst ber þar vestræna upplýsinga- miðlun. Fréttamenn frá fjöhniðlum Vesturlanda leggja sig í mikla hættu við að komast að hinu raunverulega ástandi í ríkjum hinna umboðslausu ráðamanna og að skýra frá því. Hin vestræna fjölmiðlun er að vísu ekkert haldreipi, en þó tvinnaþráður milli kúgaðs almennings í þriðja heiminum og þess hluta heimsins, þar sem mannréttinda- skrá Sameinuðu þjóðanna er í heiðri höfð. Þessi tvinna- þráður fer ákaflega mikið í taugar umboðslausra ráða- manna. , ,, Þeir hafa búið sér til kennmgu um, að lyðræði a vest- ræna vísu henti ekki í sínum heimshlutum, þar á meðal henti ekki upplýsingafrelsi. Þeir segja, að fjölmiðlar eigi ekki að segja vondar fréttir, heldur stuðla að þjóðarein- ingu, uppbyggingu, friði og vináttu. Sérstaklega er þeim illa við vondar fréttir á borð við þær, að eymd íbúanna hafi aukizt á valdatíma hinna um- boðslausu ráðamanna, að fjölgað hafi pyndingum og morðum af hálfu þeirra og að fjársöfnun þeirra á banka- reikninga í Sviss sé meiri en nokkru sinni fyrr. Þeir segja, að þessar upplýsingar feli í sér nýlendu- stefnu af hálfu vestrænna þjóða. 1 krafti auðs síns troöi þær sinni fjölmiðlun upp á þjóðir, sem fátæktar sinnar vegna eigi menningarlega í vök að verjast. Þannig snúa hinir umboðslausu sannleikanum upp í þverstæðu sína. Höfuðstöðvar bandalags hinna umboðslausu eru í Menntastofnun Sameinuðu þjóðanna, Unesco. Þar hafa þeir komið upp forstjóra og embættismannaliði, sem vinnur að því að hafa hemil á flæði upplýsinga um hið hörmulega ástand í kvalræðis-, morðræðis- og þjóf- ræðisríkjunum. Vesturlandabúar þurfa að gera skarpan greinarmun á hinum umboðslausu ráðamönnum og fulltrúum þeirra á alþjóðavettvangi annars vegar og hins vegar hinum sárt leiknu þjóðum, sem bera þennan lýð. Hagsmunir þriðja iyimsins eru allt aðrir en hagsmunir hinna umboðslausu raftamánna hans. J ónasl^risi; jánsson. ÞJÓÐHÁTÍÐIN í JÓMSVÍK NOKKUR ÖLVUN, EN STAÐBUNDIN Frá Artaxerxes Pálssyni, fréttarit- ara DV á Jómsvík: Sautjánda júní hátíðarhöldin fóru vel fram hér á Jómsvík og fjöl- menntu bæjarbúar á göngugötunni í Skor í blíðskaparveöri til aö heyra lúðrablástur, söng og ljóðalestur, ásamt ávörpum fyrirmanna í pláss- inu. Er það mál elstu manna í Jóms- vík að ekki hafi sést þar svo mikill mannfjöldi samankominn frá því sólskinsdaginn, sumarið 1948, en þá var Skorin ekki enn orðin að göngu- götu, og auk þess fjöldi erlendra ferðamanna hér af skemmtiferða- skipi, sem hafði lent í hafvillum. Eins og áður sagði var hér í Jóms- vík blíðskaparveöur á þjóðhátiðar- daginn, að vísu ekki mikið sólskin (það var reyndar alskýjað) en ágæt- asta veður að öðru leyti, sérstaklega eftir að stytti upp. Voriö hefur reyndar verið með eindæmum gott hér á Jómsvík og man ég ekki eftir svo litlum snjó í Nábjörgum, hér ofan við byggðarlagið, fyrr, enda varla hægt að stunda skíði þar lengur að gagni. Og vegurinn úr byggðinni, sem liggur um Heljarbrekkur, og við köllum stundum Heljarslóð, þegar sá gállinn er á okkur, hefur verið fær síðan í síöustu viku. Og ég má til að nota tækifærið hér og þakka þing- manninum okkar fyrir fjárveiting- una sem fékkst til þess að breikka veginn í sumar. Það var ósköp þreyt- andi stundum, þegar maður var kominn tæplega hálfa leið til Knarrarvíkur, aö þurfa að bakka allaleiðtilbaka. Hátíðarhöldin hófust á því að lúörasveitin gekk í takt eftir Skorinni um stund, en settist svo niður og lék öxar við ána. Þeir reyndu svo að ganga i takt og spila þennan ágæta ................................. Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason mars samtímis, en þaö tókst miður, enda höföu þeir haft htinn tíma til æfinga. Bæjarbúar kunnu vel aö meta framlag lúðrasveitarmanna og gáfu þeim gott klapp, sérstaklega fyrirspilið. Þá kom að því að karlakór Jóms- víkur söng ættjarðarlög, en sá hluti dagskrárinnar fór því miður að nokkru leyti úr skoröum. Tenórinn i kómum frelsaðist fyrir skömmu og neitar hann nú að syngja nema með kirkjukórnum, og án tenórs er erfitt að syngja þjóðsönginn. En karlakór- inn hefur hefðbundinn rétt á að syngja á útiskemmtuninni á þjóðhátíöardaginn og var ákveðið að falla ekki frá því, þrátt fyrir það aö kórinn treysti sér ekki til þess að syngjaþjóösönginn. Kórmenn ætluðu að syngja þrjú lög, sem stjórnandinn, Franticek Kokabolowski, hafði transpónérað í flýti (hafði ekki tíma nema til að lækka þau um 3und) en í því sem stjómandinn sló kórinn inn í Yfir voru ættarlandi, fóru nokkrir strák- ar að spila fótbolta undir söngpöllun- um. Franticek sagði eitthvað við þá á serbó-króatísku og einn þeirra reiddist og sparkaöi í eina stoöina, á leiðinni undan pöllunum, meö þeim afleiöingum að pallamir hmndu. Það þurfti að flytja alla þrjá söngvarana í öðrumtenór til læknis í Knarrarvík og eftir að hafa þurft að bakka heim aö Jómsvík tvisvar komust þeir alla leið óhindraðir í þriðjutilraun. Þetta setti óneitanlega dálitið leiðinlegan svip á hátíðarhöldin í fyrstu, og sérlega vom viðbrögð félaga í kirkjukórnum óviðeigandi, en Medúsa Þórðardóttir, oddviti hreppsnefndar, tók formann kirkju- kórsins afsíðis og mælti við hann nokkur vel valin orð og sá til þess að hann heföi hemil á söngvurum sínum. Þá var komið að ávarpi hrepp- stjórans, Anaxímanders Ofeigssonar, og að venju brást hann ekki því trausti sem honum er ævinlega sýnt á tyllidögum og hélt snilldargóða ræðu. Hann minnti Jómsvíkurbúa á það að ekkert annað en djörfung og vinnusemi hefur haldið Jómsvík í byggð í aldanna rás, því landkostir væru rýrir og hafnaraðstaða engin frá náttúrunnar hendi. „Það hlýtur að vera okkur Jómsvíkingum á tuttugustu öld hulin ráðgáta, hvað það var sem fékk forfeður okkar til þess að setjast hér að, þegar ekkert stálþil var komið og skuldbreyt- ingar óþekkt fyrirbæri,” sagði Anaxímander og vék síðan að vanda- málum útgeröarinnar. „Án útgerðar væri Jómsvik ekki til,” sagði Anaxí- mander, sem er helsti útgerðar- maðurinn í plássinu og rekur togar- ann sem liggur nú við bryggju. „Það er því erfið ákvörðun að þurfa að leggja togaranum, sem við bundum svo miklar vonir við. En nú, þegar rekstrargrundvellinum hefur verið kippt undan útgerðinni, eins og teppisbleðli, er hún óðfluga að sökkva í skuldasúpunni sem fer síhækkandi. Þess vegna er vert að menn taki sér stuttan tíma nú, á þessum hátíðisdegi, leggi gleðina til hliðar stundarkorn og íhugi framtíðarhorfumar; kæru sveitar- félagar, er Jómsvík hugsanleg án rekstrargrundvallar? Þeirri spumingu skuluð þið reyna að s vara áður en þið snúið ykkur að gleð- skapnum!” Þaö sló nokkuð á gleði manna í Skorinni við þessa alvöruþrungnu ræðu og sumir urðu hugsi á svip. En þá gekk upp að ræöupúltinu Fjall- konan sjálf, og aö þessu sinni var þaö Xanthippa Heraklesdóttir í Gröf, sem fór meö hlutverk fósturlands- ímyndarinnar og las skörulega, en nokkuö hratt, hið ástsæla ljóð Jónas- ar, Island farsældar frón. Þeirsem best fylgdust meö sögðu henni hafa farist verkið vel úr munni, utan hvað ljóðelskir menn könnuðust ekki við línumar: „ástkæra ylhýra málið/ blánar af berjum hvert ár/ bömum og hetjum að leik...” Enginn kærði sig þó um að vera með smásmyglis- legar aðfinnslur á þjóðhátíðardag- inn, og víst er að Xanthippa tók sig vel út í þjóðbúningnum, og ókunnug- um kynni að þykja það undarlegt að svo glæsileg kona er ógift, komin á fertugsaldurinn. Að kvöldi var svo slegið upp dans- leik, í sundlauginni. Það hefur dregist úr hömlu að byggja hér í Jómsvík félagsheimiU, og þegar ljóst var að hvergi væri pláss fyrir fjöl- mennan dansleik brá sveitarstjóm- in á það ráð að láta tæma sundlaug- ina og reyndist sundlaugarbotninn hið besta dansgólf. Það var hljóm- sveitin Ælupest úr Reykjavík sem lék fyrir dansi og lék hún tónUst við allra hæfi. Talsvert var um ölvun á dansleiknum, en lítið bar á því ann- ars staðar í bænum, því hinir ölvuðu áttu í miklum erfiðleikum með að komast upp úr sundlauginni. Þá kom í ljós daginn eftir að fljótlegt og fyrirhafnarlítið var að hreinsa dans- gólfið, þrátt fyrir talsverðan sóða- skap dansleikjargesta. Þaö má því segja að þrátt fyrir ófyrirsjáanlega erfiöleika og á margan hátt erfiöar aðstæöur, hafi þjóöhátíðarhöldin á Jómsvík tekist ákaflega vel og verið skipuleggjend- um og byggðarlaginu tU sóma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.