Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Side 16
DV. LAÚÖÁBltíkGÍnt23.' jtífií'íá&L 16 Hlutverk Ijósmóðurinnar er óneitanlega mikilvægt, að taka á móti nýju lífi og varðveita það fyrstu mínúturnar af nýbyrjaðri ævi. Ljósmóðurstarfið er starf sem fylgt hefur mannkyninu frá örófi alda. Og líklegast hafa fáar stéttir manna bjargað jafnmörgum mannslífum og einmitt ljósmæður. Ljósmæður á Islandi eiga sér merkilega sögu sem rekja má aftur til ársins 1761 en þá hófst hérlendis skipu- lögð fræðsla í ljósmóðurfræðum. Sama ár útskrifaði Bjami Pálsson, fyrsti landlæknir á Islandi, f jórar fyrstu ís- lensku ljósmæðumar. Ljósmóöurstarf- ið er fyrsta viðurkennda starfsgrein kvenna hér á landi og lengst af sú eina sem konur áttu kost á að læra og taka próf í. Og nýlega kom út saga þessarar merku stéttar og stéttartal hennar allt frá 1761. Otgefandi verksins, sem er í tveimur bindum, er Ljósmæðrafélag tslands sem stofnaö var 2. maí 1919 og kemur verkiö út í tilefni 60 ára afmælis félagsins 1979 þó svo að það komi út á 65 ára afmæli félagsins i ár. I fyrra bindi verksins er að finna for- mála útgáfustjórans, Steinunnar Finn- bogadóttur, og æviágrip 1626 ljósmæöra ‘frá 1761. Uppistaðan í því er safn Har- alds Péturssonar, fyrrum safnhúss- varðar, en hann skráöi um langt árabil allt sem til fannst um ljósmæður og gaf Ljósmæörafélagi Islands 1975. I síðara bindinu er að finna sögu Ljósmæðrafélagsins skráöa af Helgu Þórarinsdóttur BA í sagnfræði og rit- gerð eftir önnu Sigurðardóttur, for- stöðumann Kvennasögusafns Islands, þar sem er að finna sögulegan fróðleik1 um ljósmóðurstarfið og bamsfæðingar frá upphafi Islandsbyggðar fram á okkar daga. Þar eru einnig ýmsar skrár um áhöld ljósmæðra og fleira ásamt eftirmála eftir Björgu Einars- dóttur, ritstjóra verksins. Hér á eftir munum viö gripa niður í síðara bindi verksins á ýmsum stöðum og hef ur Steinunn Finnbogadóttir gefið okkur góðfúslega leyfi til aö birta efnið. Tekið skal fram að texta bókarinnar er ekki alls staðar fylgt ná- kvæmlega. Þjónustukonur Þær konur á Norðurlöndum sem tóku á móti bömum höfðu lengi vel ekkert sérstakt heiti sem sagði til um starf þeirra. I íslenskum fornsögum em þær hvorki nefndar yfirsetukonur né ljós- mæður. Þau heiti koma síöar. Konur sem tóku á móti börnum era stundum nefndar þjónustukonur. Svo segir til dæmis þegar Áslaug Siguröardóttir Fáfnisbana ól fyrsta soninn: „Nú kemur að þeirri stundu, er hún kennir sér sóttar og verður léttari og elur sveinbam. Nú tóku þjónustukonur sveininnogsýnduhenni. ..” Fleiri dæmi eru um þetta heiti í fom- sögum og fer ekki á milli mála aö þess- ar þjónustukonur gegna ljósmóður- hlutverki, enda þótt dagleg störf þeirra séu önnur. I fomum norskum lögum er eitt starfsheiti ljósmæðra sem kalla mætti löggilt, það er bjargrýgur. Bjargrýgir þurfa að hafa tveggja manna vitni um að heldur verði bót að návist þeirra en annarra kvenna. Hilpir er og heiti sem nefnt er í norskum lögum. Fyrsta Ijósið Yfirsetukona, nærkona og náveru- kona era ljósmóöurheiti sem koma fyrir í Stjóm, enStjórn er hluti af gam- alli bibliuþýðingu sem talin er hafa verið gerð á Islandi upp úr miðri 13. öld. I kirkjuskipun Kristjáns konungs m. frá 1537 er yfirsetukonuheitið nær ein- göngu notað, en minnst á nærkvenna- embætti. Fyrirsetukona kemur fyrir í seinni þýðingu af tilskipuninni. Létta- kona er enn eitt heiti gamalt. Það starfsheiti sem notað er í dag, ljósmóðir, er talið koma fyrst fyrir í ís- lenskri bók í Guðbrandsbiblíu árið 1584. Yfirsetukona kemur þar einnig fyrir. Ljósmóðir er ekki aöeins starfsheiti. önnur og meiri merking er fólgin í nafninu, sú að vera ljósmóðir barasins sem fæðist eða ljósa þess, eins og sagt er í daglegu tali. Eins er ljosmor á norsku og ljósmamma á færeysku. Kollhríðin, hin eiginlega fæðingar- stimd, hét fyrrum á norsku ljosrid, ljóshríð. Talið er víst aö ljósmóðurheitið standi í sambandi við ljósið sem litil mannvera sér í fyrsta sinn. Eigi heill maður Hétt eins og til era á isiensku mörg heiti um ljósmæður þá er ekki síður fjölbreytni í orðafari um barnshafandi konur og barnsburð. Hér fara á eftir nokkur dæmi. Áslaug Sigurðardóttir sagði við Ragnar loðbrók: „Þú veist, að ég er eigl heill maður, og mun það vera sveinbarn, er ég geng með,... (Fom- aldarsögur Norðurlanda I., 245). I Báröar sögu Snæfellsáss (11. kafla) segir: „En er leið á sumarið digraöist Þórdís í gerðunum.” „Er þér að gjöra í kunnleika, að ég geng með barai þínu.” (Kjalnesinga- saga 33. kafli). I Svarfdæla sögu segir Karl hinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.