Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Síða 27
DV. LAUGARDAGUR 23. JUNI1984. 27 miklu „stuöi" á mótinu, tefldi yfir- vegað og vandað og svo sannarlega var reiknivélin í lagi. Því fékk heimsmeistarinn fyrr- verandi, Vassily Smyslov, að kynnast en þeir tefldu saman í 10. umferð. Þótt Smyslov sé ekkert unglamb lengur, orðinn 63ja ára, tefldi hann djarft og tók af skariö strax í 14. leik er hann afréð aö fóma drottningunni. Þessi fóm var afar freistandi því að fyrir drottninguna fékk hann hrók, biskup og peð og trausta stöðu. Hins vegar sá Timman lengra: öflugur miliileikur í 20. leik breytti stöðunni í einu vetfangi. Hrókur Smyslovs lokaðist inni á f6 og hann f ékk ekki við neitt ráðið. Hvítt: JanTimman Svart: Vassily Smyslov Skoskur leikur. I.e4 e5 2.RÍ3 Rc6 3.d4 exd4 4.Rxd4 Bc5 5.Rf5 g6 6.Re3 Rf6 7.Rc3 0-0 8.Bd3 He8 9.0—0 Re5 lO.Khl d6 ll.Be2 Rc6 12.f3 Rd4 13.Bc4 a5 14.Rg4 Be6?! 15.Bg5 abcdefgh 15. — Rxg416. Bxd8 Re317. Dcl Bxc4 18.Dxe3 Rxc219.Dd2 Rxal 20.BÍ6!! Vegna máthótunarinnar (21.Dh6) er næsti leikur svarts knúinn en hrókurinn lokast inni og það verður honum að falli. 20.-He6 21.Hxal Hxf6 22.b3 Be6 23.Ra4 Ba3 24.Dc3 Hf4 25.g3 Bb4 26.Dd3 Hf6 27.a3 b5 28.axb4 axb4 29.Kg2! bxa4 30.Dd4 Bxb3 31.Dxf6 .32.Dd4 c5 33.Dxd6 Hc8 34.Dd2 Be6 35.f4 h6 36.g4 Bxg4 37.Í5 He8 38.Dxh6 gxf5 39.h3 — Og Smyslov gafst upp. Eg veit hvað ég ætla að segja Golf er ein af þessum göfugu íþróttagreinum sem veldur bakveiki hjá fólki á mínum aldri þótt hún virðist mjög auðveld þegar hún berst okkur inn í stofu á öldum ljósvakans from the sunny beach of Florida. Hins vegar verðum við ekki eins þreytt í fótunum á þvi að elta kúluna og þeir í Florida því að við hittum hana aldrei nema af tilviljun og þegar það gerist er viðbúið aö hún týnist annaðhvort í grasinu utan vallar eða lendi í tjörninni sem hefur verið búin til á miðri brautinni til aö gera unnendum íþróttarinnar erfiðara fyrir. Nú ert þú auövitað orðinn alveg steinhissa á því hvað ég veit mikiö um golf og þess vegna ætla ég að segja þér hvemig á því stendur. I fyrsta lagi hef ég oft séö menn stunda þessa íþrótt í sjónvarpinu og í ööru lagi stundaði ég hana sjálfur hér um bil heilan sunnudag ekki alls fyrir löngu, megnið af þeim tima reyndar á upphafsreitnum. Einn af kunningjum mínum er forfallinn frístundaiþróttamaður og er alltaf að reyna að fá mig til að taka þátt í einhverjum iþróttum. Stundum vill hann fá mig með sér i badminton, en það er iþróttin sem menn slíta á sér hásinarnar i, stundum á ég að hlaupa með honum um götur borgarinnar eða taka þátt í Samnorrænu sundkeppninni sem við Islendingar ætlum að vinna að þessu sinni samkvæmt einhverjum nýjum reglum. Vegna þess hve kunningi minn hringir oft er ég um það bil búinn aö lofa konunni minni öllu milli himins og jarðar. — Þvi miður, segi ég þegar hann vill fá mig með sér að skokka niöur í miðbæ og til baka aftur, — ég var búinn að lofa konunni minni því að slá fyrir hana garöinn. Og þegar hann vill fá mig til að synda með sér tvö hundruð metrana, samnorrænu, var ég að enda við að lofa konunni minni því að ryksuga fyrir hana stofugólfiö. En þegar þessi ágæti kunningi minn bauð mér í golf var ég nýbúinn aö horfa á framhaldsmyndaflokkinn um Bing Crosby golfmótið í Ameríku þar sem menn léku sér að því að fara átján holur á sjötíu höggum og úr því að þetta var svona auðvelt on the sunny beach of Florida gat það ekki verið mjög erfitt uppi í Grafarholti. Eina vandamálið var það að ég átti ekkert golfsett en skortur á því getur vist háð bestu mönnum við iökun iþróttarinnar. Kunningi minn var hins vegar ekki lengi aö kippa þeim smámunum i lag og kom til mín meö fullan poka af kylfum sem mér fannst hálft í hvoru ofrausn, ég hafði hugsað mér að fá lánaðar eins og tvær kylfur hjá honum og nota aðra til aö slá kúluna með en hina fyrir göngustaf þegar ég færi að eltast við kúluna. Ekki allt sem sýnist Á leiðinni uppeftir leiddi kunninginn mig i allan sannleikann um hina göfugu íþrott. Eg átti að byrja á því að slá kúluna með drævernum eitthvað út í buskann og horfa að því búnu frán- um augum á eftir henni, að sögn kunningja mins sakaöi nefnilega ekki að vita svona nokkurn veginn hvar hún kæmi niður. Að þessu loknu átti ég að taka pokann með öllum kylfunum í og fara að leita aö kúlunni og ef svo ein- kennilega vildi til aö ég fyndi hana átti ég aö velja mér jám úr pokanum og slá kúluna upp á grín en það er flötin með flagginu á og sand- gryfjunumíkring. — Siðan er bara að pútta kúlunni í holuna, sagöi kunningi minn um leið og hann kom kúlunni minni fyrir á svolitlum pinna í upphafsteignum. Eg tók mér stööu hæfilega langt frá kúlunni, sveiflaði kylfunni, sló síðan eins fast og ég gat og horfði aö þvi búnu fránum augum á eftir hluta af fósturjörðinni sem sveif í f allegum boga og lenti um það bil fimm metra frá okkur. Eg varð dálítið hissa á þessu flugi fósturjaröarinnar en kunningi minn lét sér hvergi bregða og lýsti því yfir aö svona færi fyrir öllum byr jendum í þessari grein, jafnvel þeim sem hefðu horft á framhaldsþættina frá Florida. Síðan sagði hann mér að galdurinn viö aö hitta kúluna væri sá að horfa á hana meðan á sveiflunni stæði, þaö mætti alls ekki lita af henni. Eg gerði auðvitað eins og fyrir mig var lagt og hvessti augun á kúluna á meöan ég lamdi fóstur- jörðina eins fast og ég gat í annað sinn. — Svona á ekki að fara að þessu, sagði kunningi minn, nema þú ætlir að fara aö stunda túnþökusölu, bætti hann við og þóttist fyndinn. — Þú átt ekki að leggja svona mikinn kraft í höggiö, og hann sýndi mér hvernig ætti að fara aö þessu. Eg tók mér enn stöðu hjá kúiunni og að þessu sinni tók ég bara litla sveiflu og loksins lagöi kúlan af stað í það feröalag sem henni var fyrir- hugaö í upphafi. Benedikt Axelsson Háaloftið Það tók mig langan tíma og mörg högg, ef feilhöggin eru talin með, að koma kúlunni upp á grínið. Þar tók ég fram púttarann og sló kúluna i fyrsta höggi rakleiðis ofan í sand- gryf juna hinum megin við þaö. Þegar þar var komið sögu var ég eiginlega búinn aö fá nóg af hinni göfugu iþrótt og datt því ekki í hug að reyna að slá kúluna upp úr gryfj- unni, ég sparkaöi henni upp úr henni og urðu það síöustu afskipti min af golfíþróttinni. Eg fékk sem sagt ekki þá golf- bakteríu sem kunningi minn haföi lofað mér og eftir þá reynslu sem ég hlaut í þessari, að því er virtist, ein- földu og heilsusamlegu íþróttagrein veit ég alveg nákvæmlega hvað ég ætla að segja við kunningja minn þegar hann hringir í mig um miðjan ágúst og spyr hvort ekki megi bjóða mér að taka þátt í Reykjavíkur- maraþoninu. Kveðja Ben.Ax. * áfcgp ,r ^w^tingahi«9^ Laugarásveg 1 s.31620~

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.