Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Qupperneq 37
Mfif mm. .£S HUOACIHAOTTA. T VH ap DV. LAUGARDAGUR 23. JUNI1984. 37 Saga skipanna í Hafnarfirði: Gullskip, silfurskip og saltskip Um þessar mundir stendur yfir sýningin Saga skipanna í Galierí Há- Tidlti i Hafnarfirði. Á sýningunni kennir ýmissa grasa. Þar eru skips- líkön, skipamyndir, í andyri er tundur- dufl (óvirkt) og einnig gefur þama að líta leynivopniö úr þorskastríðinu, vírklippumar sem Landhelgisgæslan notaöi til þess að klippa vörpumar frá breskum togurum sem ekki virtu land- helgi okkar. Á sýningunni er meöal annars líkan af skuttogara frá því í árslok 1945, eftir Andrés Gunnarsson, fyrrverandi vél- stjóra, og mun það vera fyrsta hug- myndin sem kom fram að skuttogara. Þá er þama til dæmis Gullfoss, líkan af Gullskipinu, saltskip, sem er gert þannig að seglgarnsþræðir eru strengdir á grind og henni komið fyrir í saltnámum á Spáni. Þar kristallast saltið á þræðina og líkanið verður til. „Þannig skapa náttúra og maðurinn listaverk saman,” segir í sýningar- skrá. Þaö þarf engum að koma á óvart að verkið er í eigu Saltsölunnar hf. SGV Uarna er líkan af Gullskipinu, Het Wapen Van Amsterdam. Það verður lik- lega ekki svona útiitandi efþað finnst i sandi. Saltskip. Seglgarnsþræðir strengdir á grind og komið fyrir i saltnámum á Spáni. Þar kristallast saltið á þræðina. Þetta er Júlía II, smiðuð af Ragnari Imsland, Höfn í Hornafirði. Allir hlutír líkansins eru handsmíðaðir og það tók Ragnar allar fristundir í fjögur ár að fullgera skipið. Það er hægt að knýja vindur, skrúfu og radar- loftnet með rafmagni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.