Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Side 43
DV. LAUGARDAGUR 23. JUNI1984. 43 III Bítlaæðið skipti sköpum i Iífi hennar. Hún elskaði John Lennon. öllum stundum söng hún lögin þeirra en vonbrigði hennar ágerðust stöðugt; hvernig sem hún reyndi hljómaði röddin í engu í ætt við Bítlana. Að lokum fór það svo að Cindy lokaði munninum og lofaði sjálfri sér að hún skyldi aldrei syngja framar. Það stóð þó ekki lengi. Cindy Lauper erfði kassagítar eftir eldri systur sína og læröi að spila Greesleaves. Gítarinn varð hennar líf og yndi ásamt söngnum og sífellt fór minna fyrir bóknáminu. Þó langaöi hana í listaskóla. „Ég fór reyndar en hafði fengið núll í listakúrsinum í gamla skólanum. Eg var sett í tossabekk með öðrum glötuöum snillingum og náði ekki einu sinni aö komast upp úr honum. ” IV. Cindy stóð uppi aUslaus og reynsla móður hennar fyllti hana kvíða. Hún haföi gifst á ný og skilið, vann nú 14 tíma á dag til aö framfleyta bömunum. Var þetta lífið sem beið hennar? „Mamma var bókstaflega að drepa sig. En alltaf var hún brosandi og sýndist hamingjusöm. Svoleiðis á konan að líta út á hverju sem gengur. Afstaða mín í þessum málum hefur mótast af þessu. Allar konumar í hverfinu urðu að lokum eins. Þær hættu að vera sjálfstæðar um það leyti sem þær giftust, eftir það féllu þær allar í sömu grýf ju Og lágii þar. Þetta er líf kvenna í því umhverfi sem mótaðimig.” V. Þegar Lauper varð 17 ára fannst henni kominn tími til að drífa sig frá Queens. Hún fékk vinnu á ýmsum stöðum, stoppaði aldrei lengi á sama stað, og endaði reyndar í listaskóla í Vermontfylki. Þurfti að vinna hörðum höndum til að eiga fyrir skólagjöldum. En framtíðin var óviss og þegar hún gafst upp á náminu lá leiöin til baka til Queens. En í millitíðinni hafði hún tekið þá ákvörðun að verða söngkona. Árið 1974 fékk hún stööu sem söng- kona í diskógrúppu á Long Island, Doc West hét hún. „Þetta var hræðilegt,” enda átti hún að ná Chaka Khan og LaBelle. „Eg mátti aldrei syngja eins og mig sjálfa langaöi, alltaf þurfti ég að syngja eftir annarra formerkjum.” Sveitin reyndi einnig aö hasla sér völl með því að gera Cindy að tvíf ara Janis Joplin. „Það gerði ég vel,” er enn skoöun hennar. Næst lá leiðin í sveitina Flyer sem var heldur rokkaðri, tók aðallega Rod Stewart og Stones. I þrjúár söng Cindy Laúpér aðe'ins tónsmiðár annarra VI. Að tilmælum vinkonu sinnar leitaði Cindy ásjár hjá söngkennaranum Katie Agresta. „Þegar Cindy kom inn í stúdíóið mitt fyrir sjö árum var hún algerlega radd- laus, hún hvíslaði aðeins. Þrír læknar höfðu sagt henni aö röddin væri horfin fyrir fullt og allt. Hún var mjög langt niðri, satt að segja íhugaði hún að stytta sér aldur.” ; Aresta tók til óspilltra málanna, kenndi Cindy raddbeitingu og fleiri tækniatriöi og bauð henni að varast dóp og alkóhól en Cindy haföi reyndar lítiö komið nálægt vímuefnum. Og smám saman fannst röddin á ný. VII. Cindy Lauper fékk vinnu á litlum næturklúbbi á Manhattan og þar hitti hún tónskáldið og saxófónleikarann John Turi. Árið 1978 stofnuöu þau saman rokkabillísveitina Blue Angel. Vorið 1979 tókst þeim að koma demo- upptökum til þáverandi pródúsers The Allman Brothers Band, Steve Massarskys. „Teipið var hræðilegt,” segir hann, „að vísugóður söngur en annars hræðilegt.” Hann gerði sér þó ferð til að hlusta á Blue Angel og þar féll hann marflatur fyrir söngkonunni. Hann keypti þegar umboðsrétt Laupers fyrir 5000 dollara. Massarsky hafði sambönd út um allt og þegar hann bar upptökur með Blue Angel undir vini sína varð svarið ávallt hið sama: haltu söngkonunni en losaðu þig við bandið. Cindy vildi hins vegar ekki heyra það nefnt. Að iokum fór það svo að Polydor ákvað að gefa út plötu meö hljómsveitinni allri, Blue Angel hét hún einfaldlega og kom út 1980. Platan seldist illa en gagnrýnendur margir voru hrifnir, sérstaklega af hæfileikum söngkonunnar. VIII. Meölimir Blue Angels brugðust svo furðulega við að kenna Massarsky um ófarir plötunnar (pródúser var raunar Roy Halee sem þekktastur er fyrir samstarf sitt með Simon and Gar- funkel á 7. áratugnum) og ráku hann. Massarsky svaraði fyrir sig meö því að stefna Blue Angel og krefja þau um skuld upp á 80.000 dollara. Hann vann málið og sveitin, þar á meðal Cindy Lauper, var neydd til aö láta lýsa sig opinberlega gjaldþrota veturinn eftir. IX. Er hér var komiö sögu fór Cindy Lauper fyrst að velta sólóferli alvar- lega fyrir sér. Hún hitti David nokkum Wolff, sem gerðist umboðsmaöur hennar og elskhugi, hann kom henni í samband við pródúserinn Rich Chertoff sem tók að sér fyrstu sóló- plötuna. Hlaut hún nafnið She’ s So Un- usual og kom út á síðasta ári, Girls Just Wanna Have Fun sló í gegn eftir að videospóla með laginu var sýnd á skjánum. Þar var móðir Cindy í stórum hlutverki. Hún hefur annars gengist upp í frægð dótturinnar; er hætt að vinna og hefur tekið sér lista- mannsnafnið Katreen Dominique. Gerir það sér helst til dunurs að fara í labbitúr með hund Cindyar, Sparkle; bæði hundur og kona nota sólgleraugu hvernig sem viðrar. —TT. Cindy Lauper með hljóm- sveitinni Blue Angel á árinu 1981. Ævintýrið Fyrir réttri viku kynnti helgarpopp tvær bjartar vonir af veikara kyninu, bandarískar að uppruna, sem þegar hafa haslað sér víðan völl í dægur- músikinni. Önnur þeirra var söngkon- an Cindy Lauper sem slegið hefur heldur en ekki hressUega í gegn með fyrstu sólóplötu sinni, She’s So Unusual, og lögunum Girls Just Wanna Have Fun og Time After Time. Talið er einkar líklegt að Lauper hreppi hin eftirsóttu Grammyverðlaun sem bjart- asta von síðasta árs. Af þeim sökum og eins hinum að Lauper er um margt sérstök er við hæfi að rekja æviferU hennar í stórum dráttum. Cindy Lauper er New York-búi, fædd í Brooklyn 20. júní 1953 en ólst upp í Queens til 5 ára aldurs. Faðir hennar var sérvitur skipamiðlari sem grúskaði í fomleifafræði og lék á sílófón. Móöir hennar var b.h. Þegar Cindy var fimm ára skildu foreldrar hennar og flutti hún ásamt móður sinni og tveimur systkinum í enn vafasamari hluta Queens. Þar hófst skrykkjótt skólaganga hennar undir kaþólskum aga og var henni tæpast vært þar sem hún sætti misþyrmingum sökum skilnaðar foreldranna. Brá móðirin á það ráð að senda dóttur sina í kaþólskan heimavistarskóla utan við New York þar sem nunnur réðu ríkjum. Dvölin þar varð í sex og þeirri reynslu gleymir Cindy aldrei. , ,Það var þá sem ég komst að því að nunnur og guð eiga ekkert skylt hvort við annað. Barsmíðar vora daglegur viðburður. Einu sinni kom nunna að mér þar sem ég var að klóra minni á bakinu um miðja nótt. Eg var níu en hún tólf. Nunnan réðst að mér lúbarði mig og kallaði mig lesbíu. Eg hafði ekki hugmynd um hvað það þýddi.” Reynsla af þessu tagi hefur hleypt illu blóði í Cindy og stælt hana meira en góöu hófi gegnir telja margir þeir er næst henni standa. Hún er ófor- skömmuð, lítur oft heiminn svart- sýnum augum og sér óvini í mörgum hornum. Og framkoma hinna ýmsu valdakerfa þjóðfélagsins hefur sann- fært Cindy um að meginóvinir konunnar séu þrír: kirkjan, fjöl- skyldan og stjóravöld. Cindy er nefni- lega eldheitur feministi og fer í engu í grafgötur meö skoðanir sínar í þeim efnum. En eftir veruna í heimavistar- skólanum taldi Cindy að venjulegt líf væri ekki þess virði að lifa því. Hún leitaði sér frelsunar í tónlist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.